Morgunblaðið - 10.04.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða – margir litir
Verð frá18.900,-
KARTELL TAKE
Borðlampi – margir litir
Verð 12.900,-
LUKKUTRÖLL
Margar gerðir
Verð frá 3.990,-
FRANDSEN JOB
Borðlampi
Verð 15.900,-
KAY BOJESEN
Sebrahestur
Verð 10.990,- stk
MR.WATTSON
LED lampi
Verð 16.990,-
KAY BOJESEN
Söngfugl – margir litir
Verð frá 10.990,- stk.
KAY BOJESEN
Api lítill
Verð 17.990,- stk
Fallegar gjafir í
fermingarpakkann
KARTELL
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 39.900,- stk.
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
að fjármunum í uppsveiflu. Þá rétt
eins og AAB, eitt stærsta leigufélag
Danmerkur. Félagið framkvæmdi
mikið í niðursveiflunni 2009 en byrj-
aði að rifa seglin upp úr 2013 þegar
þenslan fór að aukast á byggingar-
markaði. Þá var orðið mjög dýrt að
byggja og óhagstætt. Nú hefur
danska félagið mikla framkvæmda-
getu og er tilbúið að stíga inn á mark-
aðinn þegar herðir að. Félagið á og
rekur yfir 20 þúsund íbúðir á Kaup-
mannahafnarsvæðinu.“
Kaupi eignir inn í félagið
Ragnar Þór segir koma til greina
að Blær kaupi eignir inn í félagið og
leigi þær áfram til félagsmanna.
„Það getur vel verið að svona félagi
bjóðist eignir sem eru langt undir
byggingarkostnaði. Það gætu þá
verið hagkvæmar útleigueiningar
eða einingar til að taka og styðja við
fyrstu kaupendur og eitthvað slíkt.
Aðalatriðið er að það eru engin eigna-
og tekjumörk í þessu. Þannig gætum
við fengið þá sem falla til dæmis ekki
inn í leigufélög eins og Bjarg, þar
sem umsækjendur þurfa að vera
tekju- og eignalitlir.
Líkt og Bjarg mun Blær hafa getu
til að framkvæma hvar sem er á
landsbyggðinni. Félagið mun ekki
einblína á dýrustu byggingarsvæðin
til að byggja heldur fyrst og fremst
huga að hagkvæmum byggingar-
svæðum. Rekstrarlíkanið er byggt á
langtímasjónarmiðum með hagsmuni
almennings að leiðarljósi. Markmiðið
er að auka ráðstöfunartekjur með
lægri búsetukostnaði og auka um leið
búsetuöryggi. Þannig gæti félagið
orðið mótvægi við markaðinn sem
hefur algjörlega fengið að ráða för.
Það vantar 6-8 þúsund íbúðir á mark-
aðinn næstu 10 árin. Félag eins og
Blær gæti tekið stóran hluta af því án
þess að vera of markaðsráðandi,“
segir Ragnar Þór.
Mikil breyting á markaðnum
Hann segir aðspurður þessar að-
gerðir munu fela í sér miklar breyt-
ingar á fasteignamarkaðnum.
„Sé byggingarþörfin 1.800 til 2.200
íbúðir á ári og Bjarg og Blær byggja
um 600-800 íbúðir á ári erum við að
taka svolítið stóran hluta af nýjum
íbúðum. Það er þó mjög lítill hluti af
markaðnum. Sé staðan skoðuð er-
lendis er hlutfall félagslegra íbúða
víðast mun hærra en það verður hér
á landi eftir 10 ár, þótt þetta verði að
veruleika,“ segir Ragnar Þór.
Spurður hvar Blær muni byggja
íbúðirnar rifjar hann upp yfirlýsing-
ar fulltrúa ríkis og borgar um að nota
Keldnaholt í Reykjavík undir ódýrar
íbúðir. Félagið verði opið fyrir því að
byggja í úthverfum og í nágranna-
sveitarfélögum höfuðborgarsvæðis-
ins. Það muni hins vegar ekki byggja
á dýrustu lóðunum.
Björn Traustason, framkvæmda-
stjóri Bjargs íbúðafélags, segir
markmið félagsins að byggja þús-
undir íbúða á næsta áratug. Félagið
muni fjölga íbúðum í samræmi við
þarfagreiningar sem koma fram í
húsnæðisáætlunum sveitarfélaga,
framboð á lóðum og úthlutun ríkis og
sveitarfélaga á fjármagni fyrir al-
mennar íbúðir.
Ásmundur Einar Daðason, félags-
og barnamálaráðherra, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið á föstudag að
ríkisstjórnin hefði til skoðunar að
veita frekari stofnframlög til félaga á
borð við Bjarg. Horft væri til hópa á
borð við eldri borgara og námsmenn.
Byggi þriðju hverja íbúð
Formaður VR segir húsnæðisfélagið Blæ geta byggt 400-600 íbúðir á ári Ásamt Bjargi geti Blær
byggt um 800 íbúðir á ári, eða um þriðjung nýrra íbúða Ríkið geti eignast hlut í íbúðum með lánum
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), segir svæð-
isskipulag sveitarfélaga draga ákveðin meginatriði fram.
Til dæmis um að skipuleggja þurfi húsnæði á viðráð-
anlegu verði. „Hvert sveitarfélag hefur hins vegar sitt
skipulag,“ segir Hrafnkell. Á hinn bóginn séu SSH að
vinna þróunaráætlun sem ætlunin er að birta drög að í
maí. Þar verði safnað saman áformum sveitarfélaga
næstu fjögur ár. Úr þeim drögum verði hægt að lesa upp-
lýsingar um fjölda íbúða. Þá m.a. félagslegar íbúðir og
íbúðir sem fara í óhagnaðardrifin félög.
„Það eru satt að segja ekki mörg sveitarfélög sem leggja áherslu á slíkar
íbúðir miðað við þau gögn sem við höfum fengið í hendur,“ segir hann.
Boðuð eiginfjárlán geti haft sjálfstæð áhrif á skipulagið. „Það eitt og sér
að taka svona ákvörðun hefur áhrif á deiliskipulagsgerð sveitarfélaga.“
Fjöldinn ekki verið kortlagður
ÓDÝRAR ÍBÚÐIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Hrafnkell
Á. Proppé
Bjarg íbúðafélag er með 903 íbúðir í vinnslu
Gert er ráð fyrir lóðum og stofnframlagi fyrir allt að 400 íbúðir að auki í ár
Íbúðir Framkvæmdatími
1 Móavegur, Rvík 124 Framkvæmdir hafnar 2018-2020
2 Urðarbrunnur, Rvík 66 Framkvæmdir hafnar 2018-2020
3 Silfratjörn-Úlfarsárdal, Rvík 66 Framkvæmdir hefjast í vor 2019-2020
5 Hallgerðargata, Rvík 64 Framkvæmdir hefjast í vor 2019-2020
7 Hraunbær, Rvík 79 Framkvæmdir hefjast í vor 2019-2020
4 Bryggjuhverfi A, Rvík 23 Forhönnun 2019-2020
6 Gelgjutangi - Vogabyggð, Rvík 60 Forhönnun 2019-2020
8 Bryggjuhverfi B, Rvík 77 Forhönnun 2019-2021
9 Skerjafjörður, Rvík 80 Forhönnun 2020-2022
10 Hamranes - Hafnarfirði 150 Forhönnun 2020-2021
11 Akranes 33 Framkvæmdir hafnar 2019
12 Akureyri 31 Framkvæmdir hefjast í vor 2019-2020
13 Þorlákshöfn 13 Forhönnun 2019-2020
14 Sandgerði 11 Forhönnun 2019-2020
15 Selfoss 26 Forhönnun 2019-2020
Framkvæmdir hafnar: 223 íbúðir. Framkvæmdir
hefjast í vor: 240 íbúðir. Forhönnun: 440 íbúðir. 903 íbúðir samtals Heimild: Bjarg íbúðafélag
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir húsnæðisfélaginu Blæ
meðal annars ætlað að vera sveiflu-
jafnari á byggingarmarkaðnum.
Horft sé til þess að félagið byggi 400-
600 íbúðir á ári og alls 6-8 þúsund
íbúðir á næstu 10 til 15 árum.
Stuðst sé við áætlun Íbúðalána-
sjóðs um uppsafnaða og væntanlega
íbúðaþörf á tímabilinu. Íbúðir Blæs
verði jöfnum höndum til leigu og
sölu. Þær standi öllum til boða.
Ragnar Þór segir félagið Blæ
verða fjármagnað með fjárfestingu
lífeyrissjóða og hagkvæmri fjár-
mögnun frá Íbúðalánasjóði. Ekki sé
ætlunin að lífeyrissjóðir niðurgreiði
félagið. Þvert á móti verði fjármögn-
unin öruggari og betri fjárfesting en
til dæmis í skuldabréfaflokkum og
öðru sem sjóðirnir hafi fjárfest í með
misjöfnum árangri á þessari öld.
Ragnar Þór segir félagið að mót-
ast. Unnið sé að stofnsamþykktum
um tilgang og markmið Blæs sem
húsnæðisfélags sem starfi samhliða
Bjargi íbúðafélagi. Bjarg sé fyrir
lægri tekjuhópa en Blær hugsað sem
félag fyrir allan almenning.
Samþykkt um fjármögnun
„Það er enginn ágreiningur um
það innan verkalýðshreyfingarinnar,
eða Samtaka atvinnulífsins, hvernig
viðskiptalíkan Blæs er sett upp og
var bókun samþykkt í nýgerðum
kjarasamningum um fjármögnun fé-
lagsins. Við erum að áreiðanleika-
kanna líkanið okkar og setja það upp
í faglegri kynningu fyrir lífeyrissjóði.
Auðvitað er ekkert í hendi fyrr en
sjóðirnir eru tilbúnir í þetta með
okkur.
Við sjáum svo fyrir okkur að hinn
hlutinn af fjármagninu geti komið í
gegnum Íbúðalánasjóð. Þar á að
opna fyrir hagkvæma fjármögnun
fyrir óhagnaðardrifin félög sem
sannarlega skila lægri fjármagns-
kostnaði í lægri húsnæðiskostnaði.
Blær er þó ekki aðeins hugsað sem
leigufélag heldur sem almennt hús-
næðisfélag sem getur bæði byggt og
selt og stutt við verkefni á borð við
þau sem Frosti Sigurjónsson kynnti
síðastliðinn föstudag,“ segir Ragnar
Þór.
Vísar hann til tillagna starfshóps
undir forystu Frosta sem skilaði
skýrslu til félagsmálaráðherra um
lækkun þröskulds ungs fólks og
tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn.
Ein megintillagan er að ríkið leggi til
eiginfjárlán sem
verða 15-30% af
kaupvirði. Ragn-
ar Þór segir að-
spurður það vel
koma til greina að
ríkið fjármagni
hluta íbúða með
slíkum eiginfjár-
lánum, án aðkomu
lífeyrissjóða eða
Íbúðalánasjóðs.
Horft sé til góðrar reynslu Dana af
slíkum félögum.
Framkvæmi í niðursveiflu
„Við sjáum fyrir okkur að Blær
geti eins og Bjarg gegnt sveiflujöfn-
unarhlutverki fyrir byggingariðnað-
inn. Að það sé eitthvert félag sem er
fjármagnað og hafi burði til þess að
skrúfa frá einum framkvæmdakrana
þegar einhverjar aðrar forsendur í
efnahagslífinu skrúfa fyrir aðra. Með
því gæti félagið framkvæmt í niður-
sveiflu á byggingarmarkaði en safn-
Ragnar Þór
Ingólfsson
Ásmundur Einar
Daðason
Björn
Traustason