Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
LANCÔME KYNNING
MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS
20% afsláttur
af LANCÔME vörum
GLÆSILEGUR KAUPAUKI
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR LANCÔME
VÖRUR FYRIR 9.500 EÐA MEIRA.
KYNNUMM.A. RÉNERGIE MULTI-GLOW KREMIN SEM
GEFA ÁRANGUR SEM ÞÚ BÆÐI SÉRÐ OG FINNUR.
• SAMSTUNDIS: Húðin er nærðari og áferðin fallegri.
• EFTIR 2 VIKUR: Þéttari, ferskari húð líkt og henni hafi verið lyft
• EFTIR 8 VIKUR: Hrukkur eru minna sjáanlegar,húðin er fylltari.
NÝTT RÉNERGIE YEUX
MULTI-GLOW AUGNKREM
MY EYES SAY WHO I AM:
STRENGTH, RADIANCE, ENERGY.
VEKUR LJÓMA OG STYRKIR
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Tvö íslensk örbrugghús hafa
ákveðið að taka í notkun kippuhöld
úr endurunnu bygg- og hveitihrati
í stað plasthringja sem lengi hafa
séð um að halda bjórkippum sam-
an. Þessi nýju kippuhöld brotna
niður í náttúrunni og flokkast með
öðrum lífrænum úrgangi. Sumir
vilja meira að segja meina að narta
megi í umbúðirnar með bjórnum
en það er víst gert á eigin ábyrgð.
„Þetta er mjög spennandi. Við
erum ánægð að sleppa við plast-
úrganginn sem hefur fylgt dós-
unum. Það er frábært að geta lagt
sitt af mörkum. Okkur finnst þetta
skipta máli,“ segir Marteinn B.
Haraldsson, einn eigenda brugg-
hússins Seguls 67 á Siglufirði.
Segull 67 hefur um nokkurra ára
skeið framleitt bjór og selt í Vín-
búðunum. Fyrirtækið tók nýlega í
notkun dósavél og hefur selt dósir í
svokölluðum rútum til þessa. Að
sögn Marteins verða árstíðabundn-
ir bjórar Seguls fyrst um sinn seld-
ir með umhverfisvænu kippuhöld-
unum en síðar verði skoðað hvort
hinir bjórarnir fylgja í kjölfarið.
Fyrsta sending er þegar farin í frí-
höfnina í Leifsstöð. Unnið hefur
verið að innleiðingu umhverfis-
vænu kippuhaldanna síðan síðasta
sumar.
„Það hefur verið vakning í þess-
um málum og okkur fannst ekki
viðeigandi að nota plastið. Það er
reyndar mun kostnaðarsamara að
gera þetta með þessum hætti en
við gerum það samt sem áður.“
Kippuhöldin kallast E6PR eða
Eco Six Pack Ring, nánar til tekið.
Þau voru sett á markað árið 2017
og hafa smátt og smátt hlotið
aukna útbreiðslu og viðurkenningu.
Kippuhöldin hafa einmitt notið vin-
sælda meðal örbrugghúsa sem
leggja frekar áherslu á gæði en
magn.
Brugghúsið Álfur mun brátt
kynna til leiks bjórinn Búálf og
verður hann seldur í samskonar
umbúðum. „Í samstarfi við íslenska
bændur höfum við fundið hágæða
hráefni sem hingað til hefur ekki
verið hægt að fullnýta og fundið
leið til þess að gera frábæran bjór
úr því. Það hefur aldrei annað
komið til greina en að gera vist-
spor umbúðanna sem minnst að
sama skapi,“ segir á Facebooksíðu
brugghússins.
Taka í notkun umhverfis-
væn kippuhöld fyrir bjór
Örbrugghús úthýsa plasti Má borða umbúðirnar
Segull 67 Kippuhöldin verða úr
endurunnu bygg- og hveitihrati.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Við tökum við þeim um leið og þeir
lenda og verðum með tvo vörubíla
sem við erum búin að breyta töluvert
til þess að auðvelda flutninginn frá
Keflavík til Vestmannaeyja,“ segir
Sigurjón Ingi Sigurðsson, deildar-
stjóri sérlausna hjá TVG Zimsen,
spurður hvernig fyrirtækið muni
annast flutning tveggja mjaldra frá
Keflavíkurflugvelli að athvarfi
þeirra í Vestmannaeyjum. Hann
segir bílana sem eru 13,6 metrar að
lengd, hafa verið styrkta svo þeir
þoli þyngd tankanna sem mjaldrarn-
ir munu verða í og að gerðar hafi ver-
ið ráðstafanir til þess að hægt sé að
skorða kerin vel. „Svo er búið að
auka loftflæði inn svo það verði
nægilegt súrefni fyrir þá,“ segir Sig-
urjón Ingi og bætir við að bílarnir
verði skilgreindir sem sóttkví og að-
gangur að flutningsrýminu mjög
takmarkað.
Þá verður myndavélakerfi í bílun-
um með beinni útsendingu inn í
stýrihúsið meðan á flutningum
stendur, þannig að ef eitthvað kemur
upp á sé hægt að grípa inn í. Einnig
er gert ráð fyrir talstöðvakerfi sem
gerir mögulegt að tala við mjaldrana
úr stýrihúsinu, að sögn Sigurjóns
Inga. „Ef þeir verða eitthvað óróleg-
ir, þá geta þjálfarar þeirra talað við
þá. Það er fyrsta aðferðin til þess að
róa þá niður, þar sem þeir vilja forð-
ast að gefa þeim lyf.“
Mikið umstang
Flogið verður með mjaldrana frá
Sjanghaí í Kína til Íslands og lenda
þeir á Suðurnesjum 16. apríl. Verður
þeim komið fyrir í bílum TVG Zim-
sen sem munu aka með þá til Vest-
mannaeyja þar sem þeir verða í
sóttkví í nokkrar vikur áður en þeim
er komið fyrir í Klettsvík. Spurður
hvernig bílunum verði komið til
Eyja, svarar deildarstjórinn að þeir
muni fara með Herjólfi frá Land-
eyjahöfn. „Herjólfur mun aðlaga sig
að komu okkar, þannig að þeir bara
bíða. Um leið og við komum fara bíl-
arnir beint um borð og ferjan beint
af stað,“ útskýrir hann.
Sigurjón Ingi segir mikla vinnu í
kringum sérhæfð verkefni af þess-
um toga. „Þetta er mikið umstang
hérna heima þar sem þetta eru
margar stofnanir sem koma að
þessu. Þetta hefur verið töluverð
pressa síðustu þrjá, fjóra mánuði að
ganga frá öllum leyfum og gefa út
vottorð.“
Mjaldrarnir verða fluttir
í sérbúnum vörubílum
Styrktir til að þola þyngdina Fara með Herjólfi til Eyja
Ljósmynd/Sea Life Trust
Mjaldrar Litla-Hvít og Litla-Grá fljúga til Keflavíkur, verður ekið um borð í Herjólf sem siglir með þá til Vest-
mannaeyja. Hvalirnir munu búa í Klettsvík til æviloka. Líklegt er að margir sæki Eyjar heim til að skoða þá.
Forsvarsmenn Icelandair hótela
hafa tekið ákvörðun um að greiða
starfsfólki sem var á frívakt verk-
fallsdagana 8. og 22. mars laun fyr-
ir umrædda daga í ljósi þess að Efl-
ing og VR ætla ekki að greiða
starfsfólki á frívakt launamissi.
Greint hafði verið frá því að Ice-
landair hótel hefðu dregið laun af
öllu því starfsfólki sem ynni störf
sem féllu undir verkfallsaðgerðir
stéttarfélaga í mars óháð því hvort
það hefði verið á vakt þá daga sem
aðgerðirnar stóðu yfir. Efling for-
dæmdi ákvörðunina harðlega og
skoraði á hótelkeðjuna að leiðrétta
mistökin. „Við hörmum framgöngu
forsvarsmanna Eflingar í fjöl-
miðlum, enda er hún í þversögn við
yfirlýstar sáttaumleitanir þeirra
við þau fyrirtæki sem verkfallið
náði til,“ sagði í tilkynningu Magn-
eu Þóreyjar Hjálmarsdóttur fram-
kvæmdastjóra til starfsólks í gær.
Starfsfólk Icelandair hótela fær greitt