Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 14

Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 14
FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Tilraun Finna til að beitaborgaralaunum til þess aðauka atvinnuþátttöku erlokið og gefa fyrstu niður- stöður ekki tilefni til fagnaðar, ef marka má bráðabirgðamælingar finnsku tryggingastofnunarinnar, Kela, á árangri á fyrsta ári tilraun- arinnar. Markmið finnsku borgara- launanna var meðal annars að skapa hvata til atvinnuþátttöku með því að tryggja bótaþegum tekju- öryggi með því að jafna út neikvæð áhrif bótaskerðinga sem afleiðingu tekjuöflunar. Þá var einnig talið að tekjuöryggið myndi hvetja ein- staklinga til þess að stofna til eigin reksturs eða finna leiðir til þess að nýta hæfileika sína með verktöku. Hinn 1. janúar 2017 til 31. des- ember 2018 fengu tvö þúsund at- vinnulausir Finnar, sem valdir voru með tilviljunarúrtaki, greiddar skattfrjálsar 560 evrur, jafnvirði um 75 þúsund íslenskra króna, á mán- uði. Var upphæðin greidd óháð öðr- um tekjum og óháð því hvort við- komandi var í virkri atvinnuleit, sem er skylda í Finnlandi. Innan skekkjumarka Eftir fyrsta ár tilraunarinnar kom í ljós að þeir sem fengu borg- aralaun höfðu verið í vinnu 49,6 daga það ár að meðaltali. Viðmið- unarhópurinn sem ekki var á borg- aralaunum var 49,3 daga í vinnu að meðaltali á sama tíma. Atvinnuþátt- taka þeirra sem voru á borgara- launum var með öðrum orðum 0,8% meiri. Ef litið er til tekna af eigin rekstri eða verktöku árið 2017 kem- ur í ljós að slíkar tekjur ein- staklinga á borgaralaunum voru að meðaltali 0,5% lægri en þeirra sem ekki fengu slíka greiðslu, eða 4.230 evrur á móti 4.251 evru. Hefðu atvinnuþátttaka og tekjur aukist á tímabilinu hefði mátt segja að efnahagslegur hvati væri skilvirk leið til þess að vinna gegn atvinnuleysi. Sérfræðingar Helsinki-háskóla í Finnlandi hafa meðal annars sagt niðurstöðurnar sýna að fyrir ungt atvinnulaust fólk og þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma séu það þættir á borð við heilsufar, úrelta færni og þekk- ingu sem frekar skipti máli en fjár- hagslegur hvati. Áreiðanleiki Þá sögðust 14% sem voru á borgaralaunum telja heilsu sína slæma og 56% töldu hana góða. Inn- an viðmiðunarhópsins sögðust 17% meta heilsufar sitt slæmt og 46% gott. Hvað varðar streitu sögðust 17% sem voru á borgaralaunum upplifa mikla streitu, en 25% þeirra sem voru án launanna hið sama. Þessi viðhorfskönnun hefur hins vegar sætt gagnrýni þar sem vís- indamenn hafa bent á að erfitt sé að greina áhrif borgaralaunanna vegna þess að ekki var kannað viðhorf úr- takshópsins áður en tilraunin var gerð og því erfitt að meta hvort ein- hver breyting hafi átt sér stað. Þá var svarhlutfall þeirra á borgara- laununum aðeins 31% og enn minna innan viðmiðunarhópsins, 20%. Vísindamenn um allan heim hafa haft áhuga á tilrauninni vegna þess að úrtakshópurinn hefur verið fjölmennur og að hún var framkvæmd í landi með skil- virkar opinberar skráningar. Einnig hefur þótt eftirtektarvert hversu vel þátttakendur end- urspegla viðmiðunarhópinn og hefur verið sagt að til- raunin beri svipuð ein- kenni og tilraunir á sviði náttúru- og læknavísinda. Borgaralaun drógu ekki úr atvinnuleysi 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ígær var kosið íÍsrael. Það erfremur regla en undantekning að í þingkosningum þar sé mjög hart tekist á. Ísrael er eldfimur staður og á heita and- stæðinga handan landamæra sinna, hvert sem litið er. Seinustu áratugi hefur þó náðst góður vinnufriður við Egyptaland og Jórdaníu. Inn- anlandsástandið er hins vegar mjög viðkvæmt. Assad-feðgarnir, Hafez og Bashar, hafa stjórnað Sýrlandi lengi og það verið höfuðand- stæðingur Ísraels. Bashar hef- ur þó átt nóg með sig síðustu árin og horfði lengi illa fyrir setu hans á valdastóli. Obama Bandaríkjaforseti, sem í upp- hafi stóð þó að „vorhreingern- ingum“ í Líbíu, Túnis og Sýr- landi með helstu leiðtogum Evrópu, stundaði haltu-mér- slepptu-mér-stefnu gagnvart Sýrlandi. Það opnaði glufu fyrir Pútín og endurnýjaði völd Ass- ads. Varla líður nú vika án frétta af skotárásum frá Gazasvæðinu á ísraelskt land sem oftast nær er svarað af mikilli hörku. Einkum ef manntjón eða veru- legt eignatjón verður. En þótt þekkt sé að utanað- komandi ógnir þjappi þjóð sam- an svo hún spari sig í innan- landsátökum gildir kenningin ekki að fullu um Ísrael. Ástæða þess gæti verið sú að Ísrael hef- ur búið við samfellt umsátur, skærur og jafnvel stríð í þau rúmu sjötíu ár sem liðin eru frá sjálfstæði landsins. Ísraelar hafa oft horft framan í innrás- arheri sem fyrirvaralaust hafa ráðist á þá frá mörgum víg- stöðvum með það yfirlýsta markmið að hrekja þjóðina á haf út. Þótt þar eigi margar þjóðir hlut að sem eru margfalt fjölmennari en Ísrael hefur hingað til tekist að hrinda þeim, en stundum hefur litlu mátt muna. Ísrael er með öflugan her og leyniþjónustu og hverj- um manni er þar ljóst að hver orrusta er upp á líf og dauða fyrir þjóðina. Enginn vafi er þó á því að eitt hefði Ísrael naum- ast náð að verjast ofureflinu. Bandaríkin hafa verið öflugur bakhjarl þess og það hefur ráð- ið úrslitum. Þegar þetta er skrifað er enn talið að úrslit í þingkosning- unum geti fallið á hvorn veg sem er. Útgönguspár eru mis- vísandi og eftir þær fyrstu fögnuðu báðir aðalkeppinaut- arnir, Netanyahu forsætisráð- herra og Gantz fyrrverandi hershöfðingi, sigri. Það eykur vanda við að kveða upp úr að augljóst þykir að mynda verði samsteypustjórn að kosningum loknum og því getur allt oltið á útkomu smáflokka hvor fylk- ingin heldur um valdataumana næstu árin. Frétta- skýrendur lýsa kosningunum svo að þær hafi snúist að mestu um per- sónu Netanyahus. Kjósandinn sé í raun spurður hvort hann sé með honum eða á móti. Þótt sú spurning sé einföld er margt sem flækir hana. Sé horft til utanríkis- og ör- yggismála er líklegast að for- sætisráðherrann fái allgóða einkunn frá meirihluta kjós- enda. Hann heldur fast um og hefur náð mjög traustu sam- bandi við Trump forseta, lang- þýðingarmesta bandamanninn, eftir mjög stirt samband við Obama áður. Síðustu forsetar, Obama, Clinton og Bush yngri, höfðu allir lofað því að ynnu þeir myndi Bandaríkjastjórn færa sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem og með því viður- kenna að hún sé höfuðborg landsins. Forsetarnir þrír heyktust allir á þessu loforði og færðu vissulega fyrir því rök sem margir telja mikilvæg. Trump varð fjórði forsetinn til að gefa slíkt loforð. Síðustu tvö árin hefur Trump sýnt að hann er ólíkur stjórn- málamönnum allra flokka og allra þjóða sem telja í reynd að umgangast verði kosningalof- orð af mikilli varfærni eftir kosningar og efna þau mjög gætilega. Trump hefur efnt fjölda loforða sem stjórnmála- menn í báðum flokkunum höfðu treyst á að hann sýndi þá kurt- eisi og þau klókindi að ljúga sig út úr. Bandaríkin höfðu lengi lofað því líka að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum, en þeir sem þangað hafa komið sjá í hendi sér að stórháskalegt er fyrir Ísrael að Assad endur- reistur sitji þar yfir lífi og lim- um í Ísrael. Trump gaf skrif- lega yfirlýsingu fáum dögum fyrir kosningar um að Banda- ríkin styddu það nú formlega að Gólanhæðir teldust varanlegt yfirráðasvæði Ísraels. Var það túlkað sem öflug tilraun forset- ans til að styrkja vin sinn í Jerúsalem í erfiðri stöðu hans. En þótt Netanyahu þyki öfl- ugur í öryggismálum af þessum og öðrum ástæðum er hann um- deildari þegar til hans er horft í gegnum gleraugu innanlands- mála. Hann hefur að auki, reyndar eins og fleiri öflugir stjórnmálamenn Ísraels á und- an honum, setið undir grun- semdum og svo ákærum sak- sóknara vegna meintra spillingarmála. Þá bætist við að Netanyahu hefur nú gegnt embætti forsætisráðherra í meira en áratug og því má segja að krafan um breytingar leggist nú einnig á sveif með andstæðingi hans. Kosningarnar í Ísr- ael voru harðar og enn er tvísýnt um niðurstöðu} Mjótt á munum í Ísrael Þ að var mikill léttir þegar fréttir bárust af undirritun kjarasamn- inga í síðustu viku eftir margra mánaða viðræður. Verkalýðs- hreyfingin hefur barist ötullega fyrir réttindum þeirra hópa sem setið hafa eftir í uppsveiflunni, og það er full ástæða til að hrósa bæði henni og fulltrúum atvinnulífs- ins fyrir eljusemi og skapandi nálgun. Fulltrúar launafólks og atvinnurekenda eru ekki alltaf sammála – en gátu þó sameinast um að að ríkisstjórnin þyrfti að stíga fastar til jarðar. Fyrsta útspili ríkisstjórnarinnar var beinlínis hafnað. Hún var dregin aftur að borðinu og lagði þá fram betri tillögur, m.a. sem Samfylkingin hefur kallað eftir; hærri barnabætur, lengra fæðingarorlof og haldgóð- ar húsnæðistillögur. En það er sama hvaðan gott kemur og nú er bara að fylgja þessu eftir. Það er þó heldur hraustlega mælt að kalla nýgerða samninga „Lífskjarasamning“. Þótt skref séu tekin til að laga stöðu sumra úr verst settu hópunum er stóra mynd- in óbreytt. Fyrir utan það að fjölmennir hópar eiga eftir að semja, t.d. opinberar kvennastéttir, nær samningurinn ekki ut- an um lífskjör allra. Hann nær ekki utan um aldraða og öryrkja, þar sem greiðslur til þeirra koma til með að dragast enn lengra aftur úr. Stúdentar fá ekki hærri grunnframfærslu, og verður bág staða þeirra bráðlega að sérstöku rannsóknarefni. Ekki er nóg gert fyrir barnafjölskyldur, því barnabætur munu áfram skerðast undir lágmarkslaunum og vaxtabætur eru að engu orðnar. Ekkert er heldur gert til þess að ráðast gegn eignaójöfnuði, sem er grund- vallar-réttlætismál. Við verðum að tryggja öllum sómasamleg lífskjör, ekki bara sumum. Við þurfum að skapa aðstæður hér á landi þar sem allir njóta sömu tækifæra, fólk geti lifað af launum sínum og notið frístunda og samvista við fjöl- skyldu. Við eigum að stórefla menntun með áherslu á hugvit og nýsköpun og leggja grunninn að atvinnulífi sem getur staðið und- ir vaxandi lífsgæðum. Okkur ber að ná sátt um loftslagsaðgerðir sem alvöru bragð er að. Loks þurfum við gjaldmiðil sem auðveldar rekstur heimila og fyrirtækja. Krónan klýfur þjóðina í tvennt; annars vegar fámenna auð- stétt sem getur nýtt sér óstöðugleika hennar – og hins vegar allan þorra almennings sem ber á end- anum ævinlega kostnaðinn af skakkaföllum hennar. Stóra myndin er því óbreytt og um hana verður áfram tekist: Um hægri eða vinstri, íhaldssemi eða frjálslyndi, einangrunarhyggju eða alþjóðasamvinnu, kyrrstöðu eða framfarir. Grundvallarskiptingu og grundvallarleik- reglur. Samfylkingin mun berjast áfram fyrir jafnari og betri kjörum fyrir alla. Skref í þá átt er frumvarp um al- mannatryggingar sem bætir grunnlífeyri aldraðra og ör- yrkja til samræmis við kjarasamningana. Það verður lagt fram á allra næstu dögum. Logi Einarsson Pistill Stóra myndin Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Það voru vonbrigði að það voru ekki nein merkjanleg jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku þrátt fyrir svona rosalega mikinn efnahagslegan hvata fyrir fólk að auka tekjur sínar. Það er ekki líklegt að þessi hvati gæti verið meiri. Það sem er merkilegast við þetta er að það er ekki efna- hagslegur ávinningur sem skiptir sköpum fyrir þá sem eru atvinnulausir í lengri tíma og eiga langt í land er kemur að þátttöku á vinnumarkaði,“ segir Heikki Hiilamo, pró- fessor í félagslegri stefnumótun við Helsinki-háskóla í Finnlandi. Niðurstöð- urnar gætu þó verið ákveðin vísbending um að fyrirkomulagið geti aukið vellíðan fólks, að sögn Hiila- mos. Niðurstaðan vonbrigði HVATINN DUGÐI EKKI TIL Heikki Hiilamo Hvati Aukið tekjuöryggi reyndist ekki hvetja fólk á vinnumarkað. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.