Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
Vandaðir kælivökvar fyrir málmvinnslu
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Sífellt er verið að
reyna að mynda hjá
þjóðinni jákvæð við-
horf til sölu á verð-
mætum og arðsömum
innviðafyrirtækjum
samfélagsins til einka-
fjárfesta. Til þess er
beitt margskonar
áróðursbrögðum. Til
að mynda var í Mark-
aðnum, fylgiriti
Fréttablaðsins 13. mars sl., opnan
lögð undir umfjöllun um kosti einka-
væðingar Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar og Keflavíkurflugvallar undir
fyrirsögninni „Evrópskum völlum í
einkaeigu fjölgað hratt“. Umfjöll-
unin er að mestu byggð á viðtali við
forstjóra Gamma fjármálafyrirtæki
og fólk úr fjármálageiranum, sem
lýsir jákvæðum viðhorfum sínum til
fjárfestingum einkaaðila í innviðum
samfélagsins.
Lymskulegur áróður
Umfjöllunin er lymskulegur áróð-
ur fyrir því að ríkið selji Flugstöð
Leifs Eiríkssonar að hluta eða öllu
leyti. Sagt er frá því að nú sé ríflega
helmingur allra flugvalla innan Evr-
ópusambandslandanna í eigu ann-
arra en stjórnvalda. Til sam-
anburðar var hlutfallið árið 2010
aðeins 22 prósent. Þetta á að sýna að
ríki Evrópusambandsins séu að
forða sér frá rekstri tengdum flug-
félögum sem sé mjög áhættusamur.
Það hljóti einnig að eiga við rekstur
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar því
rekstur flugfélaga í heiminum sé erf-
iður. Þar á meðal íslensku flugfélag-
anna. Því þurfi stjórnvöld að draga
sig út úr þeim áhætturekstri, alla-
vega að hluta.
Gylla fjárfestingar-
möguleika á Íslandi
Fjármálafyrirtækið Gamma hefur
árum saman unnið að því að koma
útlendendum innviðafjárfestum í
verkefni hér á landi. Árið 2016 gaf
Gamma út skýrslu sem lýsir hluta af
starfsemi fyrirtækisins. Í því sam-
bandi sagði forstjóri Gamma: „Vext-
ir í heiminum hafa verið í sögulegu
lágmarki sem þýðir að lánsfé er
sögulega ódýrt. Fjárfestar þurfa því
að hafa talsvert fyrir því að finna
fjárfestingar sem skila viðunandi
ávöxtun“ og ennfremur sagði for-
stjórinn: „Við höfum fundað með
stórum innviðafjárfestum beggja
vegna Atlantshafsins og finnum fyrir
miklum áhuga þeirra á að fjárfesta í
innviðaverkefnum hér á landi.“ Sam-
kvæmt þessu virðist Gamma vera að
gylla fyrir útlendum fjárfestum að
vænlegt sé að hagnast á Íslend-
ingum. Mögulegt væri að græða
meira hér en víða annars staðar.
Hinir vænlegu
fjárfestingarkostir
Í áðurnefndri skýrslu
sem Gamma gaf út
handa útlendum fjár-
festum eru tilgreind,
sem „vænleg innviða-
verkefni svo sem
Sundabraut, stækkun
Hvalfjarðarganga,
breikkun vega, orkufyr-
irtæki, Landsnet,
Isavia (alþjóða-
flugvöllur), sæstrengur
til Bretlands, landspítali, létt-
lestakerfi á höfuðborgarsvæðinu,
lest milli Reykjavíkur og Keflavík-
urflugvallar“. Nú segir í Mark-
aðnum: „Fjárfestar, innlendir sem
erlendir, hafa á síðustu árum rætt
við stjórnvöld um hugsanlega að-
komu að uppbyggingu Keflavík-
urflugvallar en ríkisfyrirtækið
Isavia, sem rekur flugvöllinn, áform-
ar að fjárfesta fyrir liðlega 91 millj-
arð króna á næstu þremur árum til
stækkunar á vellinum. Þrátt fyrir já-
kvæð viðbrögð af hálfu ráðamanna
hafa þær þreifingar, sem hafa eink-
um verið á óformlegum nótum, enn
sem komið er ekki borið árangur.“
Fjárfestar eru óánægðir.
Þrýstingur frá fjárfestum
Það er ljóst að mikill þrýstingur er
frá fjárfestum að komast inn í fyrir-
tæki innviða samfélagsins með fjár-
magns sitt. Fjárfestar sækjast ekki
eftir fjárfestingum nema það séu
verulega meiri líkur á hagnaði en
tapi. Því sækjast þeir eftir að komast
yfir fyrirtæki sem samfélagið getur
ekki verið án. Þar geta þeir verið
öruggir með fjárfestingu sína því
þeir ráða verðlagningu þeirrar þjón-
ustu sem fyrirtækin veita. Fjár-
festar sækjast eftir fyrirtækjum sem
mest hagnaðarvon er í og minnst
áhætta. Áhættan í eign samfélagsins
í Ísavia er ekki það mikil að hún rétt-
læti það að afsala sér fyrirtækinu til
einkafjárfesta. Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar og Keflavíkurflugvöllur er
vel statt fyrirtæki sem skilar arði
sem fer í uppbyggingu og eigna-
aukningu. Ríkið þarf ekki að leggja
fé í framkvæmdir við stækkun Flug-
stöðvarinnar sem hefur fjármagnað
framkvæmdir án beinnar ríkis-
ábyrgðar. Flugstöðin á skilyrðis-
laust að vera í fullri eign og umráð-
um ríkisins um alla framtíð.
Gleymum því ekki að Ísland er eyja
sem hefur ekki landvegi við umheim-
inn eins og Evrópusambandslöndin.
Ásókn fjárfesta
í samfélagseigur
Eftir Árna
Þormóðsson
Árni Þormóðsson
» Flugstöðin á skilyrð-
islaust að vera í
fullri eign og umráðum
ríkisins.
Höfundur er eldri borgari.
Það vill brenna
við, bæði í pistlum
og ræðum, að
menn gefa sér
staðlaðar for-
sendur, stundum
greinilega upp-
diktaðar, og
spinna síðan í
framhaldinu nið-
urstöðu sem rímar
við skoðun pistla-
höfundar eða
ræðumanns.
Þetta er þekkt
aðferð en ekki
trúverðug. Fólk
getur hrifist af
slíku við fyrsta
lestur, en þegar
nánar er rýnt í textann í heild
kemur ósamræmið og hinn augljósi
tilgangur í ljós.
Þetta er hin dæmigerða lýð-
skrumsaðferð sem gerir helst út á
að lesandinn eða áheyrandinn sé
ekki gagnrýninn á það sem hann
meðtekur, en vilji helst láta blekkj-
ast til fylgilags við skoðanir sem
hann í hjarta sínu er ekki sam-
þykkur en umbúðanna vegna hróp-
ar hann kannski „heyr“ í hugs-
unarleysi. Það er affarasælla ef
menn vilja hafa áhrif og deila skoð-
unum sínum til almennings að
koma fram með staðreyndir máls
og láta á það reyna, án loftfimleika,
sem koma ekki málinu við hvort
lesandinn meðtekur boðskapinn eða
ekki. Þannig hafa menn helst var-
anleg áhrif.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Að gefa sér forsendur – hvað svo?
SkoðanirAffarasælast er að koma fram með staðreyndir máls
vilji menn hafa áhrif og deila skoðunum sínum.
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.