Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
✝ SvanhildurFinndal
Guðmundsdóttir
fæddist í Finns-
tungu 19. júlí
1953. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans 1.
apríl 2019.
Hún var yngst
systkina sinna.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Tryggvason, f. 29.4. 1918, d.
9.11. 2009, og Guðrún Sigríð-
ur Sigurðardóttir, f. 18.4.
1924, d. 15.12. 1975.
Systkini Svanhildar: 1)
Garðar Röðull Kristjánsson, f.
15.9. 1943, d. 15.1. 1998 (sam-
mæðra). 2) Grétar, f. 4.7.
1948, maki Ingunn Gísladóttir,
f. 15.5. 1950. Börn þeirra eru
Björk, f. 23.4. 1969, Reynir
son, 9.10. 1952. Börn þeirra
eru Guðmundur Rúnar, f. 21.9.
1971, Garðar Kristján, f.
30.12. 1975, og Gunnar
Tryggvi, f. 14.3. 1979. Barna-
börnin eru átta og eitt barna-
barnabarn.
Svanhildur ólst upp í Finns-
tungu og lauk skyldunámi í
heimasveit sinni. Hún stundaði
nám í Unglingaskólanum á
Blönduósi og Gagnfræðaskóla
Austurbæjar og var einn vetur
í Húsmæðraskólanum á Stað-
arfelli. Hún útskrifaðist sem
sjúkraliði frá Landakotsspítala
1975. Fyrstu árin eftir útskrift
vann hún á Héraðshæli Aust-
ur-Húnvetninga. Hún var
sjúkraliði við Heilbrigð-
isstofnun Norðurlands, Sauð-
árkróki, í rúm 36 ár þar sem
hún starfaði enn þegar hún
féll frá.
Svanhildur var einhleyp og
barnlaus, en hélt heimili með
föður sínum eftir andlát Guð-
rúnar móður sinnar.
Útför hennar fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 10. apríl
2019, klukkan 13.
Finndal, f. 29.12.
1972, Elfa Þöll, f.
1.2. 1975, Ágústa
Ösp, f. 27.10.
1987, d. 27.1.
1988. Barnabörnin
eru sex og eitt
barnabarnabarn.
3) Heimir Finndal,
f. 23.8. 1949, fyrr-
verandi maki
Fanney María
Maríasdóttir, f.
9.6. 1955, börn þeirra eru El-
ísabet, f. 6.9. 1972, (faðir El-
ísabetar er Agnar Ebenesers-
son), Yngvi Finndal, f. 28.4.
1978, Guðrún Harpa, f. 1.6.
1982, og Atli Finndal, f. 21.2.
1984. Barnabörnin eru fimm.
Sambýliskona Heimis er Jón-
ína Jóhannsdóttir, f. 5.7. 1950.
4) Áslaug Finndal, f. 5.1. 1951,
maki Halldór Bjarni Marías-
Að setjast niður og skrifa
minningargrein um systur sína er
eitthvað sem ég hélt að ég þyrfti
aldrei að gera en stundum snýst
lífið í höndunum á okkur og fer á
annan veg en við viljum.
Við ætluðum að skreppa til
Reykjavíkur í fermingu hjá
frænda okkar á sunnudag en á
fimmtudag hringdir þú og sagðist
ætla á föstudag með strætó og
koma svo með okkur til baka á
sunnudag. Ég hvatti þig til að
taka fyrri ferð strætó þann dag
sem þú gerðir sem betur fer.
Sama kvöld leiðst þú út af og
varst látin þremur sólarhringum
síðar.
Þegar við fluttum á Blönduós
fyrir tveimur árum mættir þú
manna fyrst með málningarpensil
til að hjálpa til.
Þegar við fórum að parket-
leggja, þá hjálpaðir þú einnig til,
þú hafðir sjálf lagt parket á
Hólaveginum og kunnir þónokk-
uð til verka.
Sama á við um önnur verkefni,
þegar ég kom til þín með gard-
ínur og vildi fá lánaða saumavél
tókst þú verkið að þér. Eins var
þetta með verkefni utandyra.
Þegar kom að sumarblómum
og runnum áttir þú hvort tveggja
á lager og boðin og búin að
hjálpa til með leiðbeiningum,
plöntun og ekki síður við að
vinna verkin.
Hver sem verkefnin voru var
alltaf hægt að treysta á aðstoð
þína og góðvild.
En okkar samverustundir
verða ekki fleiri í bili þar sem þú
ákvaðst að flýta þér í sumarland-
ið og þar mun þér líða vel og þar
verður vel tekið á móti þér.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Allar góðu stundirnar við spila-
mennsku og spjall sem við höfum
átt saman lifa í minningunni, von-
andi tökum við upp þráðinn síðar.
Áslaug og Halldór (Dóri).
Að mörgu leyti minnir Svan-
hildur á fyrsta erindið í kvæðinu
um konuna sem kyndir ofninn
minn. Hún vann verk sín hljóð og
tíundaði ekki gengin spor. Hún
hélt utan um það sem þurfti að
gera, kveikti ljósið, kynti ofninn
og leit eftir að allt væri í lagi, hún
býsnaðist ekki yfir dagsverkinu
og lokaði hljóð á eftir sér.
Hún var til staðar fyrir allt sitt
fólk. Þegar Svanhildur var 22 ára
gömul dó mamma og eftir það
annaðist hún pabba okkar í 34 ár
eða þar hann hann dó árið 2009.
Ég tel það einsdæmi. Hún notaði
nánast allar sínar frívaktir árum
saman til að fara í Sölvatungu og
hugsa um hann. Hún tók þátt í
ræktunarstarfi pabba og upp-
byggingu í Sölvatungu frá upp-
hafi. Að byggja bústað og rækta
tré og annan gróður er ekki bara
að setja niður og bera á. Það þarf
að girða landið, fá fræ eða græð-
linga og koma gróðrinum af stað,
sjá hvað hentar á hverjum stað og
byrja upp á nýtt ef eitthvað geng-
ur ekki upp.
Eftir að við bræður Svanhildar
byggðum okkur sumarbústaði og
komum upp skógarreitum feng-
um við ófáar plöntur frá henni.
Hún bar virðingu fyrir öllu lífi í
kringum sig hvort sem það voru
dýr, gróður eða hvaðeina. Páfa-
gaukurinn, hundarnir og fuglarn-
ir sem komu árlega til að verpa í
Sölvatungu voru persónulegir
vinir hennar.
Stundum þegar við hjónin vor-
um að heiman einhverja daga
kom hún suður til að passa kis-
urnar. Síðast fyrir örfáum vikum
þegar eldri kisan var orðin veik
var hún hér í eina viku í fjarveru
okkar, þær urðu vinkonur, nú eru
þær báðar horfnar á braut.
Hún var handverkskona list-
feng og hæfileikarík. Má segja að
allt hafi leikið í höndunum á
henni. Hún var aldrei verklaus og
naut þess að búa til hluti og gefa.
Svanhildur hafði gaman af því
að ferðast bæði innan lands og ut-
an. Við hjónin, annað okkar eða
bæði, fórum með henni í nokkrar
utanlandsferðir, nú síðast til
Gdansk í nóvember.
Það var gaman að ferðast með
Svanhildi, hún var afskaplega
glögg og athugul og hafði áhuga á
að skoða það sem fyrir augun bar.
Hún naut þess að skoða tré og
annan gróður og tók gjarnan fræ
með sér heim, til að prófa ný af-
brigði.
Svanhildur bjó hjá okkur í
Reykjavík einn vetur þegar elsta
dóttir okkar var nýfædd og við
bæði í skóla. Þann vetur var hún í
Gagnfræðaskóla Austurbæjar og
hjálpaði okkur með barnið þess á
milli.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
verið við hliðina á henni þegar
kallið kom og hún var rétt nýkom-
in suður til að fara í fermingar-
veislu um helgina. Það hefði verið
óbærilegt að frétta að andlát
hennar hafi borið að höndum þar
sem hún var stödd einhvers stað-
ar alein. Hún kvartaði aldrei, sem
var reyndar mjög líkt henni, en
það má vera ljóst að hún hlýtur að
hafa fundið fyrir óþægindum um
langa hríð.
Ég ætla að gera hvað ég get til
að viðhalda verkum pabba og
Svanhildar í Sölvatungu.
Ég þakka elskulegri systur
minni samfylgdina, umhyggju við
foreldra okkar sem og alla hennar
miklu hjálpsemi og væntumþykju
við mig og fjölskyldu mína alla tíð.
Takk fyrir allt,
Grétar, Ingunn
og fjölskyldur.
Í dag kveð ég ástkæra systur
mína, Svanhildi Finndal, sem svo
skyndilega var burt frá okkur
kölluð. Við Svanhildur systir
höfðum alla tíð mikil samskipti og
vorum samrýnd. Eftir æskuárin í
Finnstungu lágu leiðir okkar sín í
hvora áttina um árabil. Er Svan-
hildur var í sjúkraliðanámi og ég
einnig í námi í Reykjavík, leigð-
um við saman íbúð.
Eftir nám 1975 lágu leiðir okk-
ar norður til heimahaga. Fór ég
til vinnu á Blönduósi í eitt ár.
Nokkur ár bjó ég síðan í Reykja-
vík eða frá 1977-1984. Þá flutti ég
ásamt fjölskyldu minni til Sauð-
árkróks. Svanhildur var þá flutt
þangað og komin til vinnu sem
sjúkraliði við sjúkrahúsið á Sauð-
árkróki, þar sem hún starfaði allt
þar til hún lést. Hún hafði frá
1976 haldið heimili og annast föð-
ur okkar, sem hafði byggt sér hús
á landskika úr jörðinni Finns-
tungu, sem fékk nafnið Sölvat-
unga. Það gerði hún allt þar til
hann lést eða til 2009. Eigum við
systkini henni afar mikið að
þakka fyrir það.
Þannig fór að ég og mín fjöl-
skylda fengum landskika til eign-
ar úr jörðinni Finnstungu, sem lá
að Sölvatungu. Kallast þar
Tungukot. Það gerði einnig bróð-
ir minn og fjölskylda.
Þau eignuðust land og byggðu
sér hús við Blöndu og kallast þar
Stekkjarhvammur. Ég og konan
mín Fanney komum okkur upp
húsi í Tungukoti og einnig kom-
um við okkur upp gróðurhúsi.
Gróðurhús var einnig byggt í
Sölvatungu hjá Svanhildi og föð-
ur okkar. Þarna ætluðum við og
Svanhildur og faðir okkar að
sinna miklu áhugamáli okkar, en
það var skógrækt. Þarna upplifð-
um við það að sjá tré vaxa af fræi,
stækka og verða heimili
fuglanna, sem sóttu í skóginn. Á
Sauðárkróki bjó ég með fjöl-
skyldu minni til 2007 utan árin
1998-2002. Af þessu má sjá að við
höfum mestalla ævi átt samleið.
Við áttum mörg sameiginleg
áhugamál og höfðum mikla
ánægju af því að sinna þeim sam-
an. Svanhildur var mikill heima-
gangur á heimili mínu og fjöl-
skyldunnar á Sauðárkróki og við
fjölskyldan ekki síður oft hjá
Svanhildur Finndal
Guðmundsdóttir
✝ Sævar Guð-mundsson
fæddist á Snotru í
Landeyjarsveit
hinn 9. ágúst 1940.
Hann lést 1. apríl
2019 á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Guðjónsson, f. í
Voðmúlastaða-
Austurhjáleigu í Austur-
Landeyjum 1. september 1915,
d. 22. ágúst 1998, og Guðleif
Þórunn Guðjónsdóttir frá Voð-
múlastaða-Miðhjáleigu, f. 28.10.
1907, d. 30.6. 1984.
Bróðir Sævars er Helgi Þór, f.
22.11. 1943. Kona hans er Sal-
óme Guðný Guðmundsdóttir, f.
19.8. 1944. Dóttir þeirra er Auð-
ur, f. 25.5. 1967.
Sævar kvæntist 16. septem-
ber 1972 Álfheiði Bjarnadóttur,
f. 18. maí 1940 á Sveinsstöðum,
Neshreppi, utan Ennis á Snæ-
fellsnesi, d. 9. ágúst 2014. Börn
þeirra eru: 1. Sólveig Birna Sig-
berg, f. 20. apríl 2006. 2.4. Garð-
ar Eyberg, 19. maí 2011. 3. Guð-
leif Sunna Sævarsdóttir, f. 23.
apríl 1973. Maki Baldvin
Hrafnsson, f. 20. ágúst 1973.
Börn þeirra eru: 3.1. Guðmund-
ur Hrafn, f. 6. nóvember 1997.
3.2. Sævar Leó, f. 29. febrúar
2004. 4. Jóhanna Bjarndís Sæv-
arsdóttir, f. 7. janúar 1980. Maki
Rafal Arapinowicz, f. 12. októ-
ber 1973. Fyrir á Rafal Karol-
inu, f. 9. september 1994, Kamil,
f. 1. júlí 1998, og Patrycju, f. 16.
desember 2003.
Á æskuárum sínum bjó Sævar
með foreldrum sínum og yngri
bróður í Austur-Landeyjum þar
til fjölskyldan flutti til Reykja-
víkur árið 1959. Sævar fór í Iðn-
skólann í Reykjavík, lauk þar
námi sem rennismiður árið
1963. Eftir nám hóf Sævar störf
hjá Vélaverkstæði Egils Vil-
hjálmssonar, sem hann átti síðar
hlut í og starfaði hjá lengst af
sinni starfsævi. Hann starfaði
lengi með Félagi járniðnaðar-
manna og sat í trúnaðarráði fé-
lagsins.
Útför Sævars fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 10. apr-
íl 2019, klukkan 15.
urðardóttir, f. 14.
júní 1964. Maki Þór
Þorgeirsson, f. 1.
júní 1963. Börn
þeirra: 1.1. Álfheið-
ur, f. 15. apríl 1981.
Maki, Jóhannes
Bergþór, f. 27. sept-
ember 1971. Börn
þeirra eru 1.1.1.
Þór Vilberg, f. 22.
maí 2009. 1.1.2.
Unnur Ísold, f. 15. apríl 2011.
Fyrir á Jóhannes Stefán Birgi, f.
18. janúar 1993, og Benedikt
Arnar, f. 23. febrúar 1995. 1.2.
Bjarni Sævar, f. 15. maí 1992.
Maki María Rún, f. 22. sept-
ember 1992. Barn þeirra er Sig-
urlaug Mía Bjarnadóttir, f. 9.
janúar 2017. 1.3. Árni Þór, f. 13.
október 1995. Maki Hulda María
Albertsdóttir. 2. Ari Eyberg
Sævarsson, f. 3. ágúst 1967.
Maki, Ásta Ósk Hákonardóttir,
f. 17. júlí 1972. Börn þeirra: 2.1.
Astrid Eyberg, f. 14. janúar
2002. 2.2. Ernir Eyberg, f. 29.
október 2003. 2.3. Ísabella Ey-
snillingur til allra verka.
Flókið og strítt, skakkt og hnýtt
þín smíði hún gerði‘ allt sem nýtt.
Hjartað þitt hlýja og ríka
hvatti‘ alla til dáða, mig líka.
Með ást þinni, gleði og gæsku
mér gafstu fullkomna æsku.
Þakka þér þúsundfalt pabbi
Þess sakna, að ei til þín labbi.
Smelli koss þér á kinn og
strýk blítt vangann þinn.
Ég bið Guð, minn pabba að geyma
og gefa‘ honum sína heima.
Hann vaggi þér brjóst sitt við
verndi og leggi þér lið.
Ljós Hans, það glitri og ljómi
þig leiði að himneskum ómi.
Sem þig umvefur ást og hlýju
uns pabbi, við hittumst að nýju.
(SBS)
Ég kveð þig með söknuði sárum
strýk vanga er fljóta í tárum.
Þú mig hlaust, hnökralaust
Falslaust var okkar traust.
Hetjan mín stóra og sterka
Ég elska þig, pabbi minn, og
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
ætíð gefið mér af elsku þinni og
örlæti. Guð blessi þig og öll þín
dásemdarverk.
Þín elskandi dóttir,
Sólveig Birna.
Elsku pabbi minn. Þá er kom-
ið að kveðjustund.
Þú varst kletturinn minn,
traustur og stóðst alltaf við orð
þín.
Ég hugsaði alltaf þegar ég var
lítil að þegar ég myndi giftast,
yrði sá maður að vera eins og
pabbi.
Þú varst svo gáfaður og hæfi-
leikaríkur, ég benti á fjall og þú
vissir allt um það, alveg sama
hvað ég spurði um þá vissir þú
svarið. Þú vannst mikið á verk-
stæðinu, á laugardögum varstu
þar að sjá um bókhaldið og oft
kom ég með þér. Þú sagðir sjald-
an nei ef ég bað um eitthvað, ef
það gerðist þá suðaði ég þar til
já-ið kom. Ég man þegar ég var
lítil og þú komst örþreyttur úr
vinnu og mig langaði svo í bíó á
teiknimynd, þú fórst með mig og
svafst yfir myndinni. Þú varst
alltaf reiðubúinn að skutla mér
og sækja, aldrei heyrði ég and-
varp.
Minningarnar streyma fram
og ég gæti skrifað þykka bók um
allt það góða sem þú gerðir fyrir
mig. Við gerðum heimildarmynd
um þig árið 2004, þvílík fjár-
sjóðskista að eiga hana fyrir
komandi kynslóðir. Ég fékk
stærsta lukkupottinn þegar þú
fluttir á Hjúkrunarheimilið Sól-
tún og á mína deild. Við vorum
saman alla daga, mikið brallað
saman. Ég, þú og hundarnir mín-
ir (sem unnu líka á Sóltúni) átt-
um margar gleðistundir saman.
Ég var hjá þér, hélt í höndina
þína þegar þú tókst síðasta and-
ardráttinn.
Þegar mamma dó þá hafði ég
þig enn hjá mér. Núna ert þú far-
inn og er ansi tómlegt.
En ég er samt glöð að þið eruð
saman á ný.
Hér er svo dapurt inni –
ó, elsku pabbi minn,
ég kem að kistu þinni
og kveð þig hinsta sinn.
Mér falla tár af trega
– en treginn ljúfsár er –
svo undur innilega
þau einmitt fróa mér.
Ég þakka fræðslu þína
um það, sem dugar best,
er hjálpráð heimsins dvína,
og huggað getur mest.
Þú gekkst með Guði einum
og Guði vannst þitt starf,
hið sama af huga hreinum
ég hljóta vil í arf.
Nú ertu farinn frá mér,
en föðurráðin þín,
þau eru ávallt hjá mér
og óma blítt til mín:
Guðs orðum áttu að trúa
og ávallt hlýða þeim,
það mun þér blessun búa
og ber þig öruggt heim.
(B.J.)
Elska þig og sakna, þín dóttir
og örverpi,
Jóhanna Bjarndís.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt
svar.
Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og
þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið
barn.
Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu
lund.
Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson)
Elskulegur pabbi minn er bú-
inn að kveðja. Eftir situr stórt
skarð í lífi okkar sem við munum
reyna að fylla með ljúfum og góð-
um minningum og af nógu er að
taka. Bíltúrar, ferðalög, göngu-
túrar með myndavélina, allar
samverustundirnar.
Þegar hugsað er til baka þá
finnst mér að pabbi minn hafi
getað allt, ekkert verið honum
ómögulegt.
Hvort sem það var að búa eitt-
hvað til, laga eða bæta þá gerði
hann það. Pabbi var traustur og
góður maður, sannkallaður öð-
lingur. Hann kunni að gleðjast
yfir stóru sem smáu. Honum
fannst litlu hlutirnir og það sem
manni hættir stundum til að taka
sem sjálfsagt stórkostlegt, eins
og hann sagði svo oft. Það er
mikil gæfa að hafa það viðhorf til
lífsins. Pabbi var hrifnæmur,
kunni að meta það sem vel var
gert, vandað og fallegt. Hann var
fróðleiksfús og vel lesinn. Vissi í
raun ótrúlega margt um ótrúlega
margt. Hvort sem það var landa-
fræði og staðhættir, hérlendis
sem erlendis, gömul og ný tækni
eða sögur og þjóðlegur fróðleik-
ur. Hin síðari ár þurfti hann
vegna veikinda sinna að reiða sig
meira á aðstoð og stuðning barna
sinna og tengdabarna. Sá stuðn-
ingur var fúslega veittur enda
átti hann allt það og meira til inni
hjá okkur.
Pabbi og mamma áttu kær-
leiksríkt hjónaband sem ein-
kenndist af ást, virðingu og um-
hyggju hvors fyrir öðru og sínum
nánustu. Það er mikilvægt vega-
nesti fyrir okkur afkomendurna.
Við Baldvin hófum búskap í
bílskúrnum hjá þeim, sem við
standsettum með aðstoð pabba.
Þar fór vel um okkur.
Eigum margar minningar um
góðar samverustundir í Funa-
foldinni. Þar voru báðir dreng-
irnir okkar skírðir og við giftum
okkur þar.
Elsku pabbi minn, þótt það sé
sárt að kveðja finnum við huggun
í því að nú er hugur þinn og lík-
ami frjáls. Það var ómetanlegt
fyrir okkur sem eftir erum að þú
hélst jákvæðninni, glettninni og
þinni ljúfu og góðu lund til síð-
asta dags.
Er þakklát fyrir að hafa fengið
að vera með þér og halda í hönd
þína til síðustu stundar.
Bið algóðan Guð að blessa
minningu minna elskulegu for-
eldra, Sævars Guðmundssonar
og Álfheiðar Bjarnadóttur.
Guðleif Sunna Sævarsdóttir.
Elsku pabbi Sævar.
Þú og mamma Álfheiður tókuð
á móti mér með opnum örmum
og buðuð mér í fjölskylduna árið
2006 þegar ég kynnti mig sem
kærasta yngstu dóttur ykkar,
Sævar Guðmundsson
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...