Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 19

Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 ✝ Þórdís Jóns-dóttir Sandholt fæddist 28. mars 1930 í Reykjavík. Hún andaðist á bráðamóttöku Landspítalans 27. mars 2019. Faðir hennar var Jón Guðni Gunnar Pétursson, vél- stjóri, f. 1. október 1895 í Nýjabæ á Seltjarnarnesi, d. 3. ágúst 1981 í Reykjavík. Móðir hennar var Guðbjörg Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 14. júní 1894 á Syðra-Velli í Gaulverjabæjarhreppi í Árnes- sýslu, d. 11. apríl 1970 í Reykja- vík. Systkini Þórdísar: Pétur Jónsson, vélstjóri, f. 24. sept- ember 1923, látinn. Ólafur Jóns- son, málarameistari, f. 10. októ- ber 1925, látinn. Þórhallur Jóns- son, verslunarmaður, f. 1. október 1927, látinn. Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 11. janúar 1936. Þórdís ólst upp á Eiríksgötu 9 í Reykjavík. Gekk í Ingimars- skóla sem líka hét Gagnfræða- skóli Reykjavíkur. Þórunn Sandholt, f. 6. sept- ember 1950. Er í sambúð með Jóni Axelssyni. Börn Þórunnar úr fyrri samböndum eru Magn- ús Þór Magnússon, Erla Magn- úsdóttir og Þórdís Ósk Krist- jánsdóttir. Gerður Sandholt, f. 3. febrúar 1952. Gift Ívari Þór- ólfi Björnssyni. Börn þeirra eru Birna Ívarsdóttir og Ívar Björn Ívarsson. Guðbjörg Sandholt, f. 12. júní 1953. Börn hennar úr fyrra hjónabandi eru Gunn- laugur Jónsson og Sigmundur Jónsson. Jens Sandholt, f. 30. janúar 1957. Kvæntur Elínu Láru Edvardsdóttur. Börn þeirra eru Fanney Lára Sand- holt og Inger Ósk Sandholt. Sonur Elínar af fyrra sambandi er Rúnar Þór Árnason. Jón Guðni Sandholt, f. 15. júlí 1958. Kvæntur Láru Sandholt. Börn þeirra eru Jón Guðni Sandholt og Líney Sif Sandholt. Dóttir Jóns úr fyrra hjónabandi er Þórunn Sandholt og dætur Láru úr fyrra hjónabandi eru Guðrún Katrín Sandholt og Helga Sand- holt. Óskar Jörgen Sandholt, f. 8. ágúst 1965. Kvæntur Clair Jan- ine de Vries. Börn Óskars úr fyrra hjónabandi eru Berta Sandholt og Óskar Jörgen Sandholt. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 10. apríl 2019, klukkan 15. Hún giftist Ósk- ari Jörgen Sand- holt, rennismið, 1. apríl 1950, f. 22. apríl 1922 í Kaup- mannahöfn, d. 22. ágúst 1985. For- eldrar hans voru Hjörtur Vilhelm Jensson Sandholt, vélvirki frá Reykja- vík, og Bertha Gunnhild Löfstedt, matráðskoma frá Rönne í Dan- mörku. Fyrsta sameiginlega heimilið þeirra var á Hólsvegi í Reykjavík en síðar byggðu þau Sólheima 16 þar sem fjölskyld- an bjó lengst af. Þegar fjölskyldan minnkaði fluttu þau í Arahóla 4 í Reykja- vík. Síðasta heimili Þórdísar var á Lindargötu 61 í Reykjavík. Á yngri árum vann hún ýmis verslunarstörf, t.d. í Bernhöft- sbakaríi. Síðar á bónstöð Heklu sem hún rak ásamt eiginmanni. Þar á eftir á Ritsíma Íslands og síðan í Gjaldheimtunni. Mestan hluta starfsævinnar var hún húsmóðir. Börn Þórdísar og Óskars eru: Þær fréttir að amma Dísa, eins og hún var alltaf kölluð, væri nú búin að kveðja og svona skjótt komu öllum að óvörum. Hún hafði glímt við snörp veik- indi og hafði verið lögð inn á bráðamóttöku deginum áður. Við Birna ætluðum að heim- sækja hana þennan dag en við vorum of seinar. Við fengum fréttir af fráfalli hennar þennan morgun, hún hafði kvatt þennan heim. Það er margs að minnast um hjartahlýja konu, ákveðna konu með skoðanir, duglega og ósér- hlífna. Það var alltaf notalegt að kíkja við hjá ömmu Dísu sem lýsti því í orðum og viðmóti hversu mikið hún elskaði börnin sín og allt fólkið sitt. Hún hafði oft orð á því hversu heppin hún væri að eiga svona stóra fjöl- skyldu og þakkaði hún Guði fyr- ir hversu heilbrigðir allir væru, það væri nú ekki sjálfsagt. Dísa var vinmörg og hvers manns hugljúfi. Hún var dugleg að rækta fólkið sitt og það eru ekki mörg ár síðan hún var ak- andi um allt eins og vindurinn. Það var síðasta sumar sem ég sá til bifreiðar á Laugaveginum og að ökumaðurinn væri án örygg- isbeltis. Reyndi ég með öllum ráðum að ná augnsambandi við ökumann en án árangurs, enda ökumaður mjög einbeittur við aksturinn. Þegar ég áttaði mig á að þarna væri amma Dísa á ferð- inni ákvað ég að trufla ekki akst- urinn frekar og lét þar við sitja. Þarna var amma Dísa einbeitt sem aldrei fyrr og ákveðin í að láta ekkert trufla sig. Ég sagði henni frá þessu síðar og minntist hún oft á þetta þegar við hitt- umst, hún lofaði að þetta myndi aldrei gerast aftur. Við gerðum oft grín saman og það var stutt í húmorinn hjá henni, enda vorum við sammála um að taka lífið ekki of alvarlega. Við fjölskyldan í Mosfellsbæn- um kveðjum nú elsku ömmu Dísu og minnumst hennar með hlýju í hjarta. Góðar minningar um góða konu lifa. Hún skilaði sínu með sóma; hún ræktaði börnin sín, barnabörn, lang- ömmubörn og langalangömmu- börn alltaf af hlýju og ást. Hún gerði aldrei upp á milli, allir sátu við sama borð. Guð blessi minningu þína og veiti þeim styrk sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls elskulegrar ömmu Dísu. Við bæn nú biðjum drottni vorum í brjósti berum von að nýju. Þá kveður Dísa úr lífsins sporum hún veitti okkur ást og hlýju. Drottinn þú skalt hana vernda þrautir lífsins enda hér. Þögul sorgin og tárin lenda móðurástin sem gaf hún þér. Birna Sandholt og fjölskylda. Elsku amma mín. Ég kveð þig með harm í hjarta og mikinn söknuð, Það er ofboðslega skrýtið að þú sért farin frá okkur. Ég gleymi aldrei deginum sem við hittumst fyrst á Eið- istorgi, þú tókst okkur systrum sem þínum eigin. Ég er svo heppin að eiga góða ömmu eins og þú varst, svo hjartahlý og góð. Fjölskyldan skipti þig öllu máli, börn, barnabörn og lang- ömmubörn. Elsku amma mín, þú varst einstök kona með hjartað fullt af ást og umhyggju fyrir alla. Þú varst svo sannarlega höfuð fjöl- skyldunnar. Ég veit í hjarta mínu að þú ert á góðum stað, og líður vel, og ég veit það að þú vakir yfir okkur. Ég elska þig óendanlega mikið. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Þín Guðrún (Gunna). Elsku langamma okkar, þín verður sárt saknað, en við vitum það að þú ert komin á góðan stað, og fylgist með okkur öllum. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson) Við elskum þig til himin- geims og til baka. Þín Jón Davíð, Guðrún, Þórdís Katrín, Magnús og María. Í dag kveð ég góða og fal- lega vinkonu, Þórdísi Sandholt Jónsdóttur, Dísu. Hún lést dag- inn fyrir 89 ára afmælið sitt. Veiktist, fór á bráðavaktina og dó. Þannig vildi hún kveðja og vera engum til ama. Dísu hef ég þekkt í áratugi. Hún var frænka stjúpu minnar Guðmundu (Mundu) og voru þær góðar vinkonur. Ég hitti hana oft á Grund, þegar hún var í heimsókn hjá Mundu, þar sem þær spiluðu „tvöfaldan“ kapal, eins og þær kölluðu hann. Eftir andlát Mundu héld- um við Dísa áfram að hittast á Vitatorgi þar sem hún bjó. Þegar hún vissi að ég var að koma var hún búin að leggja á borð kræsingar og tvo bolla, annan til að spá í og rættust spádómar hennar ótrúlega oft. Þessar kaffistundir voru dýr- mætar fyrir okkur báðar. Við spjölluðum um daginn og veg- inn, lífið og tilveruna og það sem skipti máli í hennar huga, fjölskylduna sem var Dísu mik- ilvægust. Hún átti sex börn og fylgdist með þeim öllum ásamt barnabörnum og barnabarna- börnum, sem voru orðin ansi mörg. Afmæli, fermingar, skírnir og fæðingar fóru ekki framhjá henni. Hún gaf gjafir við öll tækifæri. Henni fannst betra að gefa en þiggja. Dísa var mikill fagurkeri og var alltaf fín, enda glæsileg kona. Hlustaði á tónlist, fór í leikhús og tónleika og ekki langt síðan hún fór í bíó. Hún hafði gaman af að mála og mál- aði fallegar myndir sem skreyttu heimili hennar og ekki ófá postulínsstellin og hlutir sem hún hefur málað sem margir fá að njóta í dag. Það er mikill söknuður og tómrúm í mínu hjarta við frá- fall hennar en hún var tilbúin að kveðja og nú líður henni vel með Mundu og fleirum sem hún vildi hitta. Fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð í sorginni. Hlý kveðja, Elísabet (Lella). Þórdís Jónsdóttir Sandholt henni á Hólaveginum, þar sem hún bjó. Búseta hennar á Sauð- árkróki og stutt í heimahaga okk- ar hafði mjög mikil áhrif á það, að ég og fjölskylda mín fluttumst til Sauðárkróks. Svanhildur var mikil mann- kostakona og góð kona. Þótti okk- ur öllum mjög vænt um hana. Hún gerði alla hluti, sem hún kom nálægt af dugnaði, vandvirkni og velvilja. Það má segja að hún hafi verið sem hluti af fjölskyldum okkar systkinanna. Börnin og barnabörnin áttu þar sína bestu frænku og elskuðu að fá að vera með henni hvar sem það var. Hún gerði svo margt fyrir okkur með gleði og ánægju. Ef eitthvað var fyrir hana gert, þá var það marg- falt endurgoldið. Þannig tel ég að Svanhildur hafi verið gagnvart öllum þeim, sem hún kynntist og hafði sam- skipti við á lífsleiðinni. Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf?“ (Björn Halldórsson) Elsku Svanhildur, hafðu þökk fyrir allt, blessuð sé minning þín. Heimir Finndal. Að alast upp með frænku eins og Svanhildi eru forréttindi. Hún hafði einstakt lag á að gera það besta úr aðstæðum og verkefnum með léttri lund og húmor. Hún gat gert mjög leiðinleg verkefni eins og að gróðursetja bara ekk- ert svo leiðinleg. Hún var ósér- hlífin og vildi alltaf leggja sitt af mörkum hvað svo sem til stóð. Sama var með girðingarvinnu, smalamennsku, úrbeiningu eða hvað sem er, alltaf var Svanhildur mætt til að taka þátt og vera með og hélt hún uppi fjörinu með létt- leika og góðu skapi. Svanhildur hafði góða nær- veru, sagði skemmtilega frá og spurði mikið. Hún vildi fylgjast með og hafði skoðanir sem hún var óhrædd að láta í ljós. Þannig var að alast upp nálægt Svanhildi og á seinni árum upplifði ég þetta aftur í gegnum börnin okkar fjögur. Fyrir hver jól kom Svan- hildur með heimabakstur til okk- ar og hún vissi nákvæmlega hvað öllum fannst best. Eins vorum við alltaf kvödd með gjöfum og bakk- elsi þegar við kíktum í kaffi til hennar. Hún hafði einstakt lag á að tengjast börnum og þau leit- uðu til hennar. Þá voru nær alltaf tekin upp spil þegar við hittum Svanhildi. Öll börnin okkar eiga handverk eftir hana og minning- ar um gæðastundir munu lifa með þeim og okkur áfram. Því miður getum við ekki átt fleiri gæðastundir saman en Svanhild- ur mun alltaf lifa í minningu okk- ar. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness) Hvíl í friði, elsku Svanhildur frænka. Gunnar, Þórdís, Halldór Smári, Elísabet Kristín, Skírnir Eldjárn og Haukur Eldjárn. Elsku Svanhildur mín. Hvernig á ég að segja hér eitt- hvað í stuttu máli, þegar hugur- inn flýgur um allt eins lítill fugl, sem flögrar af grein á grein og veit ekki hvar hann á að staldra við, því greinarnar eru svo marg- ar og fallegar? Þú ert ein af þeim manneskjum, sem manni þykir strax vænt um við fyrstu kynni, en þau voru í boði heima hjá stóra bróður þínum og mágkonu. Þá var ég nýkomin inn í líf Heimis bróður þíns og þið þurftuð að sjálfsögðu að fá að sjá þessa fjallageit. En ég komst líka fljótt að því, hvað þú varst mikill gull- moli og yndislegt að koma til þín, bæði á Krókinn og í Sölvatungu. Í dalnum okkar vorum við mik- ið að skottast á milli bústaða í skóginum, fuglasöngurinn berg- málaði um allt og Tunguhnjúkur- inn glotti yfir þessu öllu. Þú varst mikil hannyrðakona og náttúrukona, alltaf gaman að skoða með þér stjúpurnar og fjól- urnar og margar af þeim gafstu okkur. Eitt sinn minntist ég á það við þig, að við Heimir þyrftum að fá okkur blómaker við dyrnar hjá okkur, en það dróst eitthvað. Næst þegar við komum norður í bústaðinn varstu búinn að smíða fallegt blómaker fyrir mig og ég fyllti það síðan af fjólum og stjúp- um frá þér. Þar munu ætíð verða fjólur áfram. Maríuerluna þótti Svanhildi vænst um af fuglunum. Eitt vorið, þegar við vorum þarna í sveitinni, kom hún í kaffi og sagði okkur það í fréttum að maríuerlan væri komin, sá hana um þrjúleytið og er ég búin að opna skúrinn fyrir henni. Maríuerlan gerði sér alltaf hreiður þar í rjáfrinu. En svona er víst lífið, öll förum við, en það er sérstaklega sárt, þegar fólk fer allt of snemma, það voru svo skemmtilegir tímar framundan hjá okkur skógarálf- unum. Að lokum vil ég þakka þessar allt of fáu en yndislegu og skemmtilegu stundir, sem við átt- um saman. Þær minningar geymi ég í gullkistu minni. Nína.  Fleiri minningargreinar um Svanhildi Finndal Guð- mundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. hennar Jóhönnu. Þegar ég ákvað að biðja hennar þá vorum við fjögur á heimili ykkar. Ég bað þig fyrst um leyfi og þú sagðir já svo stoltur og sagðir svo „það er bannað að skila“ og við hlógum. Þetta augnablik lýsti þér svo vel. Varst alltaf tilbúinn með grínið. Þegar foreldrar mínir komu frá Póllandi til að vera við brúð- kaupið þá bauðstu þig fram sem leiðsögumaður. Við fórum Gullna hringinn og þú fræddir okkur um landið. Elsku pabbi, ég þakka þér fyr- ir allt. Þinn tengdasonur Rafá Arapinowicz. Það er með miklum söknuði sem ég skrifa þessi orð og kveð góðan vin, tengdaföður minn Sævar Guðmundsson. Í mínum huga hafa verið forréttindi að bindast honum og Álfheiði fjöl- skylduböndum og ég hefði ekki getað verið heppnari með tengdaforeldra. Sævar og Álf- heiður, tóku mér opnum örmum þegar ég kom fyrst á Vífilsgöt- una að hitta Gullu mína. Sævar var mikill gleðigjafi og hafði gaman af því að fara með öfugmæli og gamanmál. Hann var vel lesinn um alls kyns fróð- leik og hafði gaman af að segja sögur. Eins og ég, litu drengirnir mínir mikið upp til Sævars og þótti þeim gaman að vera í kring- um afa sinn. Hann var þeim ein- staklega góður eins og hann var reyndar öllum. Hann tók hlutun- um með miklu jafnaðargeði og æðruleysi með bros á vör. Kæri Sævar, ég sé þig birtast í mínum nánustu, Gullu minni og sérstaklega í sonum mínum. Um margt minna þeir mig á afa sinn og er ég gríðarlega stoltur af því. Þú hefur verið þeim, mér og öðrum góð fyrirmynd og hafðir þægilega og ljúfa nærveru. Ég á margar minningar um góðar stundir, sem ég mun varðveita. Ég kveð þig með söknuði en birtu í hjarta og stolti yfir að hafa átt þig sem tengdaföður og vin. Baldvin Hrafnsson. Genginn er til feðra sinna tengdafaðir minn og vinur, Sæv- ar Guðmundsson. Þegar lít til baka, þá bara drengstauli, fannst mér þessi dökki og sterklegi maður frekar ógnvekjandi, enda var ég að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hans. Svo ekki var að undra þó að mér væri nú ekki tekið mér lúðrablæstri. Við fundum það þó fljótlega út að við áttum sömu hugðarefni, þ.e. okkur var báðum mjög um- hugað um velferð elstu dóttur hans Sævars, hennar Sólveigar okkar, bílar og hús voru okkar líf og yndi, sem og reikningur og allt er sneri að fjármálum. Sem sagt mjög góð byrjun á fallegu sambandi tengdafeðga. Sævar reyndist mér sem hinn besti faðir (átti ég þó góðan föður fyrir sem ég bar ekki síður mikla virðingu fyrir) og bar takmarkalaust traust til mín. Svo gerði tengda- móðir mín einnig. Það var minn heiður að geta hjálpað þeim á all- an þann hátt er ég gat. Fjöl- skyldan taldi sex manns og var oft glatt á hjalla þegar allir hitt- ust og hver talaði upp í annan eftir ítalskri uppskrift, sem er náttúrlega skemmtilegast. Ég var lánsamur að tengjast inn í svona góða, hlýja og heiðarlega fjölskyldu. Vona bara að ég hafi getað af veikum mætti gefið af mér til baka. Nú kveð ég þennan einstaka mann og óska honum góðrar ferðar heim og er viss um að Gullvagninn hefur verið tekinn til brúks til heiðurs þessum ljúf- lingi sem ætið vildi láta gott af sér leiða og elskaði okkur fjöl- skylduna sína svo heitt. Farðu í Guðs friði, elsku Sævar, og þegar við hittumst aftur þarf kannski að laga eitt dekkið á Gullvagn- inum og þú munt nú ekki eiga í vandræðum með það. Ég skal að- stoða þig eins og mér var svo tamt að gera í lífinu. Guð geymi þig vinur minn og tengdafaðir. Það dýrmætasta í Drottni átt þú, dásamlega sál sem gladdi alla. Fagnaðarboðin fleygu’ er fluttu trú, þér fannst það ekki hlutverk þitt, svo heilög boð að kalla. Þú boðaðir á þinn hátt, með gerðum þínum, þín verk þau sögðu dýpri sannleik oft á tíðum. Þú stundum straukst ei silkihúfu sálna, höndum blíðum, samt hugur þinn var fylltur englarödd- um þýðum. (SBS) Þinn Þór Þorgeirsson. Kveðja til afa. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Ég á margar góðar minningar um hann afa minn. Afi og amma bjuggu lengst í Funafoldinni og þar var gott að vera. Sitja á bekknum í eldhús- króknum eða leika sér úti í garði þar sem voru rólur og kofi, á sumrin var oft grillað og líka sett upp laug til að busla í. Einnig að fá rabarbara með sykri, tína sól- berin, taka upp kartöflur og svo borða þær og fá vænan kjötbita eða svið með afa. Afi var hjálpsamur, skemmti- legur og alltaf til í að gera grín og hafa það skemmtilegt. Elsku afi, ég mun sakna þín og varðveita minningu þína. Þinn nafni, Sævar Leó Baldvinsson.  Fleiri minningargreinar um Sævar Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.