Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
Ástralíu. Hann situr í stjórn
alþjóðlega brunavísindafélagsins
og er formaður menntamála-
nefndar þess félags. Björn er í rit-
stjórn tímaritsins Fire Technology
og í ritstjórn tímaritsins Inter-
national Journal on Engineering
Performance-Based Fire Codes.
„Ég er hvað ánægðastur með að
hafa verið ábyrgur, sem bruna-
málastjóri, fyrir eldvörnum Íslend-
inga í 18 ár, ásamt öðru góðu fólki,
ekki síst 35 slökkviliðsstjórum
landsins. Á Íslandi eru helmingi
færri dauðsföll, per íbúa, en annars
staðar á Norðurlöndunum. Í 10 ár
B
jörn Karlsson fæddist
10. apríl 1959 í
Reykjavík og ólst upp
í Laugarnesi. Hann
gekk í Laugarnesskóla
og Laugalækjarskóla, varð stúdent
frá Menntaskólanum við Sund
1980, lauk B.Sc.Hon.-prófi í bygg-
ingarverkfræði frá Heriot-Watt
University í Edinborg 1985 og
doktorsprófi frá Háskólanum í
Lundi í brunavarna- og áhættu-
verkfræði 1992.
Björn starfaði við kennslu og
rannsóknir við byggingarverk-
fræðideild Háskólans í Lundi í
tæpa tvo áratugi, mestallan tímann
sem lektor og prófessor. Hann
starfaði sem Visiting Professor við
University of Maryland 1996.
Björn var skipaður bruna-
málastjóri og forstöðumaður
Brunamálastofnunar árið 2001 og
flutti heim til Íslands, og var ráð-
inn forstjóri Mannvirkjastofnunar
2011. Síðan 2006 hefur Björn sam-
hliða verið hlutastarfandi dósent
við umhverfis- og byggingarverk-
fræðideild Háskóla Íslands.
Björn hefur sinnt varafor-
mennsku í Verkfræðingafélagi Ís-
lands, verið formaður Lagnafélags
Íslands og var formaður Félags
forstöðumanna ríkisstofnana 2015-
2018. Hann er formaður foreldra-
félags Hagaskóla og varaformaður
foreldrafélags Landakotsskóla.
Björn situr í stjórn styrktarsjóðs
Svavars Guðnasonar og Ástu
Eiríksdóttur, en hann hefur mikinn
áhuga á myndlist sem og íslensk-
um bókmenntum, ljóðlist og tón-
list.
Björn hefur ritað bækur og mik-
inn fjölda greina um brunavarnir
og áhættuverkfræði, þekktasta rit
hans er bókin Enclosure Fire
Dynamics sem er gefin út af CRC
Press, en hún er kennd í háskólum
víða um heim. Björn hefur haldið
fjölda fyrirlestra á alþjóðlegum
ráðstefnum, m.a. í Evrópu, Banda-
ríkjunum, Kanada, Japan, Kína og
hef ég, ásamt góðu fólki á Mann-
virkjastofnun, verið ábyrgur fyrir
rafmagnsöryggi á Íslandi og þar er
staðan eins; hér eru mun færri
dauðaslys af völdum rafmagns en
annars staðar á Norðurlöndunum,
ef tekið er tillit til fólksfjölda. Og
ég hef verið ábyrgur fyrir reglu-
verki byggingariðnaðarins síðan
árið 2011 og þar erum við að þróa
mjög skilvirkt rafrænt umhverfi
fyrir alla sem starfa í bygging-
ariðnaðinum, hönnuði, meistara,
byggingarstjóra og byggingarfull-
trúa, svo eitthvað sé nefnt. Ég er
mjög stoltur að eiga þátt í þessari
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar – 60 ára
Forstjórinn Hjá Mannvirkjastofnun og Brunamálastofnun hefur Björn sinnt
öryggismálum á sviði brunavarna, rafmagnsöryggis og byggingarmála.
Kom heim til að gæta
öryggis landsmanna
Börnin Frá vinstri: Logi, Birta, Ásta Melrós og Birna Eldey.
VELDU ÚR MEÐ SÁL
www.gilbert.is
50 ára Haf-
dís er Vest-
manna-
eyingur,
jógakennari
og rekur
veitingastaðinn Tangann.
Maki: Páll Scheving, f.
1963, verksmiðjustjóri í
Fiskimjölsverksmiðju
Ísfélagsins.
Börn: Ellert, f. 1988,
Emma, f. 1992, Gígja, f.
1998, Erna, f. 2000, og
Daníel, f. 2000.
Foreldrar: Kristján Valur
Óskarsson, f. 1946, og
Emma Pálsdóttir, f. 1944,
bús. í Vestmannaeyjum.
Hafdís
Kristjánsdóttir
40 ára
Guðjón er
Reykvík-
ingur en býr
í Kópavogi.
Hann er
byggingarverkfr. og burð-
arþolshönnuður hjá VSB
verkfræðistofu.
Maki: Karen Arnarsdóttir,
f. 1989, viðskiptafræð-
ingur hjá Verifone.
Börn: Skarphéðinn, f.
2006, Snorri Hrafn, f.
2008, og Kári Páll, f. 2017.
Foreldrar: Magnús Páls-
son, f. 1949, og Ingibjörg
Sigríður Guðmundsdóttir,
f. 1949.
Guðjón
Magnússon
Sé manni „mjög í mun um“ eitthvað
er best að byrja á því að losa sig við
„um“. Orðtakið hljóðar: e-m er e-ð
(mikið/mjög) í mun og merkir að e-n
langar til e-s, e-r lætur sig e-ð miklu
varða. „Mér er nú heldur í mun að
fara heim til mín“ segir í Odysseifs-
kviðu. Munur þýðir þarna ósk, löngun
eða vilji.
Málið
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú gengur fram af
miklum krafti og undrast um-
burðarlyndi annarra í þinn
garð.
20. apríl - 20. maí
Naut Mundu að öllum orðum
fylgir ábyrgð svo lofaðu engu
nema þú getir staðið við það.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er erfitt að
sættast á það að maður hafi
ekki alltaf rétt fyrir sér. Sá
vægir sem vitið hefur meira.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Allt bendir til þess að
uppgjör sé í nánd í deilumáli
milli þín og góðs vinar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Án nokkurs vafa ertu
miðja allrar athygli í fé-
lagslífinu. Vertu óhrædd/ur
við að reyna nýjar aðferðir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Óvænt tækifæri berst
upp í hendurnar á þér og er
þér fyrir bestu skoða það vel.
23. sept. - 22. okt.
Vog Samstarfsfólk þitt er
óvenju hjálplegt þessa dag-
ana og þú ert líka tilbúin/n til
að hjálpa því.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu það eftir
þér að skvetta svolítið úr
klaufunum en gættu allrar
háttvísi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú finnur til mik-
illar samkenndar með þeim
sem minna mega sín. Sýndu
tilfinningum annarra tillits-
semi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gerðu allt sem þér
er unnt til þess að byggja upp
þína eigin sjálfsmynd, í stað
þess að rífa þig niður.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Leitaðu eftir að-
stoð til að leysa verkefni þitt.
Viljastyrkurinn er ekki mikill
þessa dagana og líklegt að þú
kaupir bara einhvern óþarfa
ef þú passar þig ekki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ef þú vilt ná ein-
hverjum árangri skiptir meira
máli hvað kemur út úr þér en
hvernig þú lítur út.
Krossgáta
Lárétt:
3)
5)
7)
8)
9)
12)
15)
16)
17)
18)
Tossi
Læstu
Rýra
Meiða
Öfugt
Kæpan
Ílöng
Liðnu
Tám
Sagga
Sum
Tauta
Sárar
Skapnaður
Kerti
Apann
Arkar
Snagi
Riða
Tarfa
1)
2)
3)
4)
6)
10)
11)
12)
13)
14)
Lóðrétt:
Lárétt: 1) Ákafur 7) Ættin 8) Magran 9) Askja 12) Stamp 13) Kyrra 14) Glens 17) Vökvar
18) Rauða 19) Reiðir Lóðrétt: 2) Kvartil 3) Forsmán 4) Ræna 5) Stök 6) Anga 10) Styrkti
11) Jarðaði 14) Garm 15) Elur 16) Svar
Lausn síðustu gátu 367
6 5 4 1
4 3 8 5
2 9 3
2 4
1 8 4
4 1
2
8 5 9
3 5 8
Sudoku
Miðstig
Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni.
9 3 8 6 5 7 4 2 1
4 1 7 3 2 8 6 9 5
5 6 2 1 4 9 3 8 7
6 9 5 7 1 2 8 4 3
1 8 3 4 9 6 5 7 2
2 7 4 8 3 5 1 6 9
7 4 1 9 6 3 2 5 8
8 5 6 2 7 1 9 3 4
3 2 9 5 8 4 7 1 6
Til hamingju með daginn
Ólafsvík Lilja Pa-
welsdóttir fæddist
17. ágúst 2018 kl.
21.03 á Akranesi.
Hún vó 2.900 g og
var 50 cm löng.
Foreldrar hennar
eru Katarzyna
Sandra Uchanska
og Pawel
Þorkelsson.
Nýir borgarar
Lausn sudoku