Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrver-
andi landsliðsmaður í handknattleik,
missir af fyrsta leik Hauka gegn
Stjörnunni í úrslitakeppni Íslands-
mótsins síðar í þessum mánuði. Ás-
geir var í gær úrskurðaður í eins leiks
bann af aganefnd HSÍ vegna rauðs
spjalds sem hann fékk í leik liðsins
gegn ÍBV á dögunum. Bergvin Þór
Gíslason úr ÍR fékk rautt spjald gegn
Stjörnunni og spilar ekki fyrsta leik ÍR
gegn Selfossi.
Þýska knattspyrnufélagið Augs-
burg, sem Alfreð Finnbogason leikur
með, rak í gær þjálfarann Manuel
Baum, sem hafði stýrt liðinu frá 2016.
Liðið er í fimmtánda sæti þýsku 1.
deildarinnar, fjórum stigum frá fall-
svæðinu. Martin Schmidt er tekinn
við þjálfuninni. Hann stýrði áður
Wolfsburg og Mainz.
Framherjinn Marcus Rashford get-
ur líklega leikið með Manchester Unit-
ed í kvöld þegar liðið tekur á móti
Barcelona í átta liða úrslitum Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu en
hann missti af síðasta leik liðsins
vegna
meiðsla.
Rashford
æfði með
United í
gær, sem og
Alexis
Sánchez
sem hef-
ur verið
frá
keppni í
fimm vikur vegna
meiðsla.
Eitt
ogannað
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
Víðir Sigurðsson
Íslensku landsliðskonurnar í knatt-
spyrnu koma ósigraðar heim frá
Suður-Kóreu eftir að hafa gert jafn-
tefli, 1:1, í seinni vináttulandsleik
þjóðanna sem fram fór í Chuncheon
í gær. Fyrri leikinn í Yongin á laug-
ardaginn vann Ísland 3:2.
Suður-Kórea lék þarna síðustu
heimaleiki sína fyrir lokakeppni HM
í Frakklandi þar sem liðið er í riðli
með Frakklandi, Noregi og Nígeríu.
Íslenska liðið byrjaði leikinn
ágætlega í rigningunni í Chuncheon
og skoraði á 22. mínútu. Sigríður
Lára Garðarsdóttir átti skot af
löngu færi sem fór í þverslána en
Rakel Hönnudóttir náði frákastinu
og skoraði af stuttu færi með flug-
skalla.
Sex mínútum síðar jafnaði Ji So-
Yun, leikmaður enska liðsins
Chelsea, þegar hún skoraði með
góðu skoti úr vítateignum. Heima-
konur sóttu nokkuð stíft það sem
eftir lifði hálfleiksins en íslenska
vörnin var vel á verði sem og Sonný
Lára Þráinsdóttir í markinu.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var
hársbreidd frá því að koma Íslend-
ingum yfir strax á þriðju mínútu í
síðari hálfleik en skot hennar fór í
þverslána. Það gerðist ekki mikið
það sem eftir lifði leiksins. Mikið var
um skiptingar og við það datt botn-
inn nokkuð úr leiknum. Suður-
Kórea, sem er átta sætum fyrir ofan
Ísland á heimslistanum, var sterkari
aðilinn en tókst sjaldan að finna
glufur á sterkri vörn Íslands og
Sonný Lára var öryggið uppmálað á
milli stanganna.
Fyrri leikurinn var betri
„Þessi leikur var kaflaskiptur hjá
okkur. Þær voru meira með boltann
en náðu ekki að skapa mikið af
hættulegum færum. Við spiluðum
vel á köflum en héldum boltanum
ekki nógu vel innan liðsins,“ sagði
Berglind Björg Þorvaldsdóttir,
framherji Íslands, sem gerði tvö
mörk í sigurleiknum á laugardaginn.
„Það hefði verið gaman að sjá
boltann inni þegar ég skaut í þver-
slána og niður því það hefði komið
okkur í góða stöðu. Ég sá að mark-
maðurinn var framarlega svo ég
ákvað að skjóta strax vel fyrir utan
vítateiginn,“ sagði Berglind um slá-
arskotið í byrjun síðari hálfleiks.
„Völlurinn sem við lékum á í dag
var ekki góður og það kom niður á
báðum liðum. Fyrri leikurinn var
betri hjá okkur, þá héldum við bolt-
anum betur og náðum að skapa
nokkur góð færi. Svo voru 16 þúsund
manns á fyrri leiknum en tvö þúsund
í dag, þannig að það voru meiri læti í
fyrri leiknum og gaman að spila fyr-
ir framan allan þann fjölda,“ sagði
Berglind við Morgunblaðið.
Á mbl.is/sport er rætt við
Fanndísi Friðriksdóttur um 100.
landsleikinn og við Jón Þór Hauks-
son þjálfara íslenska liðsins.
„Hefði verið gaman
að sjá boltann inni“
Berglind Björg nærri því að tryggja Íslandi annan sigur á Suður-Kóreu
AFP
Chuncheon Rakel Hönnudóttir fagnar ásamt Fanndísi Friðriksdóttur eftir
að hafa komið íslenska liðinu yfir á 22. mínútu leiksins í gær.
Þuríður Erla Helgadóttir setti Ís-
landsmet í snörun og í sam-
anlögðum árangri í 59 kg flokki
kvenna á Evrópumótinu í ólymp-
ískum lyftingum sem nú stendur yf-
ir í Batumi í Georgíu. Þuríður lyfti
þar 87 kílóum í snörun og bætti met
sitt þrisvar. Hún náði sér ekki eins
vel á strik í jafnhöttun þar sem hún
lyfti 102 kílóum og endaði þar með í
14. sæti af 25 keppendum í flokkn-
um með 189 kíló samanlagt í þess-
um tveimur greinum. Evrópumeist-
arinn Rebeka Koha frá Lettlandi
lyfti samtals 221 kílói . vs@mbl.is
Þuríður setti tvö
met í Georgíu
Ljósmynd/IWF
EM2019 Þuríður Erla Helgadóttir
keppti í 59 kg flokknum í Batumi.
Chuncheon, vináttulandsleikur
kvenna, þriðjudag 9. apríl 2019.
Skilyrði: 8 stiga hiti, rigning og
vindur. Harður völlur.
Ísland: (4-5-1) Mark: Sonný Lára
Þráinsdóttir. Vörn: Ingibjörg Sig-
urðardóttir (Ásta Eir Árnadóttir
60.), Guðrún Arnardóttir, Glódís
Perla Viggósdóttir, Þórdís Hrönn
Sigfúsdóttir. Miðja: Sandra María
Suður-Kórea – Ísland 1:1
Jessen (Selma Sól Magnúsdóttir
60.), Sigríður Lára Garðarsdóttir
(Andrea Mist Pálsdóttir 67.), Rak-
el Hönnudóttir (Lára Kristín Ped-
ersen 67.), Gunnhildur Yrsa Jóns-
dóttir, Fanndís Friðriksdóttir
(Hallbera Guðný Gísladóttir 76.).
Sókn: Berglind Björg Þorvalds-
dóttir.
Áhorfendur: Um 2.000.
0:1 Rakel Hönnudóttir 22.náði frákastinu þegar
Sigríður Lára Garðarsdóttir átti
þrumuskot í þverslá og skoraði
með skalla af stuttu færi.
1:1 Ji So-Yun 28. með skotiúr miðjum vítateig Ís-
lands.
I Gul spjöld:Jón Þór Hauksson (Ísland/
þjálfari) 86. (mótmæli).
Fanndís Friðriksdóttir lék sinn
100. A-landsleik fyrir Íslands
hönd.
Rakel Hönnudóttir skoraði í
báðum leikjunum við Suður-Kóreu
og hefur nú skorað 9 mörk í 99
landsleikjum.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var í
fyrsta skipti í byrjunarliði Íslands
en hún kom inná sem varamaður í
sínum fyrsta landsleik þegar liðin
mættust síðasta laugardag.
Fjórir leikmenn í íslenska hópn-
um spiluðu ekkert í leikjunum
tveimur, Bryndís Lára Hrafnkels-
dóttir, Svava Rós Guðmunds-
dóttir, Elísa Viðarsdóttir og Arna
Sif Ásgrímsdóttir. KOMIÐ Í VERSLANIR !
Stórsniðugur skammtari fyrir stórsekki
Hentar fyrir :
FÓÐUR - ÁBURÐ - FRÆ - SAGKÖGGLA - SALT
FÆST Í VERSLUNUM OKKAR OG Í NETVERSLUN
www.fodur.is
K
YN
NIN
GARTILBO
Ð15%
AFSLÁTTUR
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu, skipað leikmönnum 19 ára
og yngri, náði ekki að tryggja sér
sæti í lokakeppni Evrópumótsins
eftir 2:1-tap í lokaleiknum í milli-
riðli undankeppninnar gegn Hol-
landi í gær. Alexandra Jóhanns-
dóttir skoraði markið úr vítaspyrnu
eftir að brotið var á Áslaugu Mundu
Gunnlaugsdóttur og jafnaði þá 1:1.
Ísland hafnar í öðru sæti millirið-
ilsins eftir 6:0-sigur á Búlgaríu og
2:2-jafntefli við Rússland. Sigur
gegn Hollandi hefði fleytt íslenska
liðinu á EM. sport@mbl.is
Ísland fer ekki á
EM U19 ára
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vítaskytta Alexandra Jóhanns-
dóttir skoraði mark Íslands í gær.