Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 26
VALUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Hannes Þór Halldórsson, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, segir
nokkrar ástæður vera fyrir því að
hann kýs að flytja heim til Íslands á
þessum tímapunkti eftir sex ár er-
lendis. Á snærið hljóp hjá Vals-
mönnum en Hannes skrifaði undir
samning við félagið í gær. Er ekki
tjaldað til einnar nætur heldur er
samningurinn til fjögurra ára.
Hannes tjáði Morgunblaðinu í
gær að forgangsatriði hefði verið hjá
sér að losna frá Qarabag í Aserbaíd-
sjan en þar var hann í frystinum eins
og hann orðaði það. Þegar ljóst var
að hann gæti losnað þaðan hefði fjöl-
skyldan komist að þeirri niðurstöðu
að nú væri ágætur tímapunktur til
að flytja aftur heim. Dóttir Hann-
esar væri til að mynda að komast á
skólaaldur. Mögulega hefði verið
hægt að skoða fyrirspurnir erlendis
en þessi niðurstaða væri best þegar
öllu væri á botninn hvolft.
Hannes segir nokkur félög hér
heima hafa sýnt áhuga en með til-
komu ýmissa samskiptamiðla sé svo-
lítið erfitt að segja til um hvað sé
formlegt og hvað óformlegt. Hann
hafi fengið ýmsar fyrirspurnir eftir
ýmsum leiðum.
„Ég átti alls konar samtöl en það
er loðin lína hvað er formlegt eða
óformlegt. Ég hafði einhverja sann-
færingu fyrir því að Valur væri rétti
staðurinn ef ég kæmi heim. Mér
finnst vera kraftur í félaginu og hér
er einhver stemning sem er áþreif-
anleg. Metnaðurinn er mikill. Þeir
hafa unnið deildina tvisvar í röð og
mikill kraftur í öðrum íþróttum í fé-
laginu. Yfir félaginu er atvinnu-
mannabragur og aðstaðan er til að
mynda flott. Mig langaði að upplifa
þessa stemningu,“ sagði Hannes
þegar Morgunblaðið ræddi við hann
á blaðamannafundi í gær.
Anton Ari Einarsson hefur varið
mark Vals undanfarin ár með góðum
árangri og Sveinn Jóhannesson lék
tvo bikarleiki í fyrra. Þeir eru fyrir á
bás hjá Val nú þegar Hannes bætist
í leikmannahópinn.
„Nú erum við með þrjá góða
markmenn hérna. Því verður sam-
keppni um stöðuna. Anton er með
samning við okkur út þetta tímabil.
Staðan verður bara tekin á því þegar
þar að kemur,“ sagði Ólafur Jóhann-
esson, þjálfari Vals, um þetta atriði
þegar Morgunblaðið spjallaði við
hann í gær.
Hannes er áttundi leikmaðurinn
sem gengur í raðir Vals í vetur og
sex leikmenn eru farnir. Þar ber
hæst að leikmaður ársins í fyrra,
Patrick Pedersen, fór til Moldóvu.
Stemningin
í félaginu er
áþreifanleg
Markvörðurinn Hannes Þór Hall-
dórsson samdi við Val til fjögurra ára
Morgunblaðið/Hari
Brosmildur Hannes Þór í Lollastúkunni á Hlíðarenda í gær.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Dominos-deild karla
Undanúrslit, annar leikur:
Þór Þ. – KR ......................................... 102:90
Staðan er 1:1.
1. deild karla
Umspil, annar úrslitaleikur:
Hamar – Fjölnir ................................... 88:86
Staðan er 1:1.
Evrópubikarinn
Fyrsti úrslitaleikur:
Valencia – Alba Berlín........................ 89:75
Martin Hermannsson var næststiga-
hæstur hjá Alba með 16 stig.
Svíþjóð
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Borås – Norrköping ........................... 69:52
Jakob Örn Sigurðarson skoraði ekki fyr-
ir Borås.
Frakkland
Nanterre – Boulazac........................... 68:90
Haukur Helgi Pálsson skoraði tvö stig
fyrir Nanterre.
KÖRFUBOLTI
HK er komið yfir í úrslitaeinvíginu
um Íslandsmeistaratitil karla í
blaki eftir sigur á ríkjandi Íslands-,
bikar- og deildarmeisturum KA í
fyrsta leik einvígisins í Fagralundi í
gær, 3:1. KA vann fyrstu hrinu
leiksins 25:23 en HK svaraði með
því að vinna þrjár í röð. Þriðja hrin-
an var vendipunktur leiksins en
hún vannst ekki fyrr en í stöðunni
33:31 fyrir HK sem þá var komið
2:1 yfir í leiknum.
Liðin mætast næst í tveimur
leikjum í KA-heimilinu á föstudags-
kvöld og svo síðdegis á laugardag.
HK skellti Íslands-
meisturunum
Morgunblaðið/Eggert
Fyrsti leikur Boltinn í loftinu í
Fagralundi í Kópavogi í gær.
HK og Fylkir eru komin yfir í
rimmunum tveimur um sæti í efstu
deild kvenna í handknattleik eftir
sigra í fyrstu leikjum umspilsins.
HK vann FH 27:24 á heimavelli og
Fylkir vann ÍR 24:22 á útivelli.
Elna Ólöf Guðjónsdóttir, Díana
Kristín Sigmarsdóttir og Valgerður
Ýr Þorsteinsdóttir skoruðu allar
fimm mörk fyrir HK en Fanney
Þóra Þórsdóttir skoraði sjö mörk
fyrir FH. Hrafnhildur Irma Jóns-
dóttir var markahæst hjá Fylki með
níu mörk en hjá ÍR skoraði Silja Ís-
berg átta. sport@mbl.is
HK og Fylkir unnu
fyrstu leikina
Morgunblaðið/Eggert
1:0 Díana Kristín Sigmarsdóttir
lætur vaða á mark FH í gær.
Liverpool tók stórt skref í átt að
undanúrslitum Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu með 2:0-sigri
á Porto í fyrri leik liðanna í átta
liða úrslitunum á Anfield í gær. Þá
er mikil spenna fyrir síðari leikinn í
rimmu Tottenham Hotspur og Man-
chester City en Tottenham vann í
gær í London 1:0.
Naby Keita kom Liverpool yfir
strax á fimmtu mínútu, en það gaf
tóninn fyrir leikinn, þar sem Liver-
pool var mun sterkari aðilinn og
hefði hæglega getað bætt við fleiri
mörkum. Roberto Firmino náði því
á 26. mínútu eftir afar snyrtilega
sókn.
Leikur Tottenham og City var
dramatískur í meira lagi. City fékk
vítaspyrnu strax á 12. mínútu en
Hugo Lloris varði frá Sergio
Agüero. Á 58. mínútu fór Harry
Kane, lykilmaður Tottenham,
meiddur af velli. Hann meiddist á
ökkla eftir samstuð við Fabian
Delph. Það kom þó ekki að sök, því
á 78. mínútu skoraði Heung-Min
Son sigurmark Tottenham.
AFP
2:0 Roberto Firmino fagnar marki sínu ásamt samherjum á Anfield í gær.
Liverpool í góðri
stöðu gegn Porto
HANDKNATTLEIKUR
Undankeppni EM karla:
Laugardalsh.: Ísland – N-Makedónía 19.45
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit kvenna, þriðji leikur:
Blue-höllin: Keflavík – Stjarnan (0:2). 19.15
1. deild kvenna, þriðji úrslitaleikur:
Dalhús: Fjölnir – Grindavík (0:2)........ 19.15
BLAK
Fyrsti úrslitaleikur kvenna:
Fagrilundur: HK – KA ........................ 19.30
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni karla, Mjólkurbikarinn:
Akraneshöll: Kári – Hamar...................... 19
Í KVÖLD!
Hin sænska Fanny Sunesson
verður kylfuberi hjá landa sínum
Henrik Stenson á Mastersmótinu
í golfi sem hefst á Augusta Nat-
ional á morgun. Sunesson er sest
í helgan stein en ákvað að taka
slaginn og hjálpa landa sínum,
sem er á milli kylfubera. Sunes-
son nýtur mikillar virðingar og
hefur áður starfað með Stenson
en er frægust fyrir samstarfið við
Nick Faldo.
Sunesson svaraði
kalli samlanda