Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
2005
DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR
Árið 2005 fóru hnífapör eftir Dögg Guðmunds-
dóttur í framleiðslu hjá franska fyrirtækinu Christ-
ofle. Hönnuðurinn segir hugmyndina hafa kviknað
tíu árum áður þegar hún var í námi á Ítalíu. Þá gerði
hún kökuhníf sem hún kallaði „Ponte“ en bogadreg-
ið lag hans minnti á Ponte Vecchio-brúna í Flórens.
Þegar hnífapörin bættust við fékk serían nafnið
„Brú“. Í viðtali í Morgunblaðinu útskýrir Dögg:
„Seinna breytti ég hnífapörunum, lækkaði fyrst bog-
ann og síðar sneri ég honum við á gafflinum og
skeiðinni þannig að þau snúa niður í dag.“
Tíu mismunandi hlutir eru í áhaldaseríunni sem
nú ber nafnið „Hekla“ að undirlagi framleiðandans.
Áhöldin eru úr ryðfríu stáli og eru enn í framleiðslu
og fáanleg hjá www.christofle.com.
Dögg er búsett í Danmörku og hannar vörur undir
eigin vörumerki Dögg Design. Hún hefur einnig
hannað vörur meðal annars fyrir Ligne Roset, Norr
11, B-sweden og Sólóhúsgögn.
Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands
Til hnífs og skeiðar
Ljósmynd/ Hönnunarsafn Íslands/Sigríður Sigurjónsdóttir skráði
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem
lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska
og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækk-
andi, enda æ fleiri hönnuðir
sem hasla sér völl og koma
fram með vandaða gripi sem
standast alþjóðlegan sam-
anburð og eru nytjamunir og/
eða skrautmunir.
Í tilefni af aldarafmæli full-
veldis Íslands setti safnið upp
sýninguna 100ár100hlutir á In-
stagram þar sem 100 færslur
eru birtar á jafnmörgum dög-
um af hönnunargripum í eigu
safnsins frá árunum 1918 til
2018.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves
sendi frá sér tilkynningu í gær
þar sem 22 atriði voru kynnt til
sögunnar, hljómsveitir eða sóló-
tónlistarmenn sem bætast við dag-
skrá hátíðarinnar í ár sem haldin
verður í 21. sinn í miðbæ Reykja-
víkur 6.-9. nóvember næstkom-
andi. Eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær rís hljóm-
sveitin Seabear, með Sindra Má
Sigfússon í fararbroddi, úr átta
ára dvala og af öðrum íslenskum
listamönnum sem kynntir hafa
verið til leiks má nefna Ólöfu Arn-
alds, Mammút, JFDR, Huga og
Svavar Knút.
Af erlendum listamönnum ber
fyrst að nefna hina norsku girl in
red og munu einnig koma fram
Penelope Isles frá Brighton,
Pottery frá Kanada og Bretlandi,
Úkraínumaðurinn Ivan Dorn og
landi hans, rapparinn Alyona
Alyona sem er mögulega fyrsti
kvenkyns rapparinn frá Úkraínu
sem treður upp hér á landi. Þá
hefur skoska sveitin Free Love
boðað komu sína og Þjóðverjinn
Niklas Paschburg.
Will Larnach-Jones, rekstrar-
stjóri Iceland Airwaves, segir í til-
kynningu að í ár verði farið enn
nær hjarta og rótum hátíðarinnar.
22 atriði bætast við dagskrá hátíðarinnar Iceland Airwaves
Ljósmynd/Cris Almeida
Stúlkan Hin norska Marie Ulven kall-
ar sig girl in red, eða stúlka í rauðu.
Nýir rekstraraðilar tónlistarhátíð-
arinnar Secret Solstice sendu frá sér
yfirlýsingu í gærmorgun þar sem
fram kemur m.a. að hátíðin verði
haldin í sumar hvort sem Reykjavík-
urborg styðji við hana eða ekki. Há-
tíðin verði auk þess sú stærsta og
flottasta hingað til.
Yfirlýsingin er send vegna um-
fjöllunar fjölmiðla um hátíðina und-
anfarna daga þar sem hefur m.a.
komið fram að hátíðin skuldi hljóm-
sveitinni Slayer fyrir tónleika henn-
ar á hátíðinni í fyrra. Í yfirlýsing-
unni segir að tíu milljóna króna
skuld fyrra rekstrarfélags Secret
Solstice, sem ágreiningur sé um,
komi ekki í veg fyrir að hátíðin verði
haldin í ár. „Rétt er að Reykjavíkur-
borg svari fyrir um hvað sá ágrein-
ingur snýst en um bakreikninga er
að ræða. Þá er ennfremur rétt að
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borg-
arfulltrúi Viðreisnar, skýri frá mik-
ilvægi hátíðarinnar fyrir borgina í
þessu samhengi en efnahagslegt fót-
spor hátíðarinnar er um 1500 millj-
ónir á ári og um 8 milljarðar í heild-
ina. Reykjavíkurborg hefur
hinsvegar leitað til núverandi
rekstraraðila vegna skuldar fyrri
rekstraraðila í leit að lausn.
Þá hefur því verið haldið fram að
hátíðin skuldi hljómsveitinni Slayer
fyrir framkomu sína á hátíðinni en
það er ekki rétt. Umboðsmaður
hljómsveitarinnar K2 Agency hefur
borið fram reikninga sem fyrri
rekstraraðili hátíðarinnar hefur
hafnað. Secret Solstice átti í góðum
samskiptum við Slayer síðast og hef-
ur gert upp framkomulaun (artist
fee) hljómsveitarinnar,“ segir í yfir-
lýsingunni og að hvorki tónlistar-
menn né starfsmenn hafi stefnt há-
tíðinni vegna vangoldinna launa
fyrri hátíða.
Búið er að bóka alla erlenda tón-
listarmenn fyrir hátíðina í sumar,
semja við hljómsveitir og greiða
staðfestingargjöld, skv. yfirlýsing-
unni og segir þar ennfremur að eng-
inn tónlistamaður hafi afboðað
komu sína. Enn á eftir að tilkynna
um nokkra tónlistarmenn og hljóm-
sveitir sem koma fram á hátíðinni í
sumar.
Segja Secret Solstice haldna með eða
án stuðnings Reykjavíkurborgar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grjótharður Kerry King á tónleik-
um Slayer á Secret Solstice 2018.
Glæpasagan Heltekin erfrumraun Flynn Berry áþessu sviði og verður ekkiannað sagt en að
hún lofi góðu um fram-
haldið. Stígandi er í frá-
sögninni og endahnúturinn
faglegur.
Nora Lawrence, sem
býr í Lundúnum, kemur að
líki Rachel, systur sinnar, á
heimili hennar í þorpinu
Marlow, skammt frá Ox-
ford. Rannsókn lögreglu
virðist engu skila og Nora
tekur til eigin ráða. Eftir
því sem hún veltir við fleiri steinum
þeim mun ljósara verður fyrir henni
að Rachel hafi leynt ýmsu og hrein-
lega logið að henni. En þá er ekki öll
sagan sögð, því líkindi eru með morð-
inu og árás á Rachel fimmtán árum
fyrr auk þess sem lögregla dregur
vinskap systranna í efa.
Flynn Berry dregur upp trúverð-
uga mynd af fámenninu, þar sem fátt
er við að vera nema slúðra um náung-
ann. Morðið á Noru vekur minni at-
hygli en andlát Callum, ungs fótbolta-
manns í þorpinu, í kjölfar bílslyss um
tveimur mánuðum áður. Lögreglan
er fámenn og hefur öðrum mikilvæg-
ari hnöppum að hneppa en að ein-
beita sér að málinu, að því er virðist.
Ofbeldi svífur yfir vötnunum. Nokkr-
ar persónur eru grunsamlegar og
hegðun þeirra ýtir undir sekt
frekar en sakleysi. Á sama
tíma er nauðgari dæmdur
saklaus og fórnarlambinu, 15
ára stúlku, kennt um. Bókin
kom fyrst út á ensku 2016.
Þráðurinn er skemmtilega
ofinn og eftir því sem Nora
sökkvir sér dýpra í málið þeim
mun flæktari verður hún í
það. Hún verður margs vísari
en er föst í vefnum.
Höfundur sýnir góða
spretti og hnýtir að síðustu lausa
enda á óvæntan hátt. Í stuttu máli er
Heltekin vel uppbyggð saga um af-
brot, þar sem ástir og ævintýri flétt-
ast saman við skipbrot og harmleik.
Fleiri en ein hlið
á öllum málum
Glæpasaga
Heltekin bbbnn
Eftir Flynn Berry.
Þýðandi: Hermann Stefánsson.
Kilja. 303 bls. JPV útgáfa 2018.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Ágætis byrjun Glæpasagan Heltekin er fyrsta bók Flynn Berry.