Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 45
UMRÆÐAN 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Módel: Brynja Dan
Það er á allra vit-
orði, sem annars vilja
um það vita, að lífs-
kjör öryrkja eru
slæm og fátækt hlut-
skipti margra. Því
fýsir marga öryrkja
að vita nánar hvað er
í pakkanum og hver
áhrif hinna svoköll-
uðu lífskjarasamn-
inga eru á kjör ör-
yrkja þar sem þeir
voru áberandi lítið í umræðunni.
Byrjum á því jákvæða. Skattlækk-
anir á lægstu launin/bætur gætu
skilað nokkrum krónum í umslagið
og ýtt undir kaupmátt ef aðrar
breytur verða hagstæðar. Hærri
barnabætur, vaxtabætur og húsa-
leigubætur gætu og lægri vextir
komið öryrkjum vel en hættan á jað-
arsköttum er nokkur. Öryrkjar
hljóta að vera í mengi lágtekjufólks
og því njóta góðs af lífskjarasamn-
ingunum.
Engar krónutölu-
hækkanir
En það sem er nei-
kvætt er að öryrkjar fá
ekki krónutöluhækkun,
en grunnlífeyrir er
248.000 kr. eða 212.000
kr. á mánuði eftir skatt.
Treystir þú þér lesandi
góður að lifa á því? Það
myndi strax bæta lífs-
kjör öryrkja ef t.d. tekju-
tengingar yrðu afnumd-
ar eða þakið hækkað.
Það virðist heldur ekk-
ert samræmi í bótaflokkum og t.d.
greiðir Vinnumálastofnum atvinnu-
leitendum 279.720 á mánuði fyrir
skatt. Hvers vegna þessi mismunun
– og nú veit ég að fólk sem misst hef-
ur vinnuna er ekki of sælt af sínu.
Ljúkum hinu kalda stríði
Heilsulaust fólk missir ýmislegt
við það að vera greint öryrkjar. Við
höfum enga tryggingar líkt og fólk á
vinnumarkaði, ef eitthvað kemur
upp á. Við borgum hvorki í lífeyris-
sjóð né félagsgjald eða í sjúkrasjóð.
212 þúsundin verða bara að duga.
Ég á mér þá ósk að Öryrkjabanda-
leg verði gert að stéttarfélagi sem
gæti samið beint við ríkisvaldið um
viðráðanlegan samning þar sem
bæði tekjuskattur og virðisauka-
skattur myndu renna til ríkisvalds-
ins og standa að hluta undir kostn-
aði. Róttæk hugmynd, ef til vill, en
ekki óframkvæmanleg. Þessu kalda
stríði milli öryrkja og ríkisvaldsins
verður að ljúka en við höfum því
miður ekki verkfallsvopnið líkt og
stéttarfélag. Ef til vill er það þess
vegna sem engir lífskjarasamningar
hafa verið gerðir við öryrkja.
Öryrkjar og lífs-
kjarasamningarnir
Eftir Unni H. Jó-
hannsdóttur » Þessu kalda stríði
milli öryrkja og
ríkisvaldsins verður að
ljúka en öryrkjar hafa
ekki verkfallsvopnið ...
Unnur H.
Jóhannsdóttir
Höfundur er kennari, blaðamaður,
með diplóma í fötlunarfræðum og ör-
yrki.
Er til nokkur sú
ástæða, efnahagsleg,
þjóðernisleg, listræn,
tæknileg eða mannleg,
til að reka hælisleit-
endur frá landinu okk-
ar. Veltum við því ann-
ars nokkuð fyrir
okkur, eða viljum
ræða það? Í Banda-
ríkjum Norður-
Ameríku höfum við að
vísu fyrirmynd, sem
margir eru sammála um í mörgu,
en á hvaða skynsemi byggir hún?
Þeir taka störf frá okkar duglegu
verkamönnum, segir forseti þeirra,
en við hvað vinna þessir duglegu
verkamenn? USA er mesta iðnveldi
heims, að vísu, með tækni og einka-
leyfi fleiri en nokkur önnur þjóð.
Er það ekki nóg, til að halda heims-
veldinu gangandi?
Innflytjendur í Bandaríkjunum
hafa lengi vel verið um það bil 17%
þjóðarinnar. Það einkennilega er að
þessir innflytjendur hafa verið
brautryðjendur í tækni og vís-
indum og að 35% uppfinninga
landsmanna þar eiga rætur að
rekja til þeirra. Þær varða hvern
mann þar í landi í daglegu lífi
þeirra, já, jafnvel í heiminum öll-
um.
Síminn, farsíminn, rafmagns-
fræðin öll, kúlupenninn, flugvél-
arnar, flytjanlegir tölvukubbar
(portable flash drive), gallabuxur,
körfubolti,útvarp, sjónvarp, tölvu-
leikir, Google, Yahoo, kókflaskan,
já og teikning Hvíta hússins. Allt
er þetta upp fundið af innflytj-
endum, og er þá mjög fátt upp tal-
ið, eða menn eins og Werner Von
Brown, Tesla, Sikorsky, og þús-
undir annarra, allt voru þetta inn-
flytjendur, og ef Ísland ætti aðeins
eina af þeirra uppfinningum í
einkaleyfi, myndum við öll lifa í vel-
lystingum praktuglega.
Um áratuga skeið hafa búið hér á
landi innflytjendur, sem hafa gefið
lífinu lit, auðgað andann og kennt
okkur að lifa í síbreytilegum heimi.
Hingað komu flóttamenn frá Mið-
Evrópu og við lærðum af þeim að
meta og flytja tónlist á heims-
mælikvarða. Hingað komu flótta-
menn frá Austur-Asíu og kenndu
okkur austurlenska matargerð. Allt
þetta, og miklu meira til, bjó okkur
undir að gera fallega landið okkar
að draumaparadís ferðamanna sem
fljúga hingað hundruðum þúsunda
saman, svona rétt eins og farfugl-
arnir, og þeir mæta hér fólki sem
er hluti af heimsmenningunni og í
engu eftirbátar annarra þjóða.
Hingað komu líka breskir her-
menn, við lítinn fögnuð lands-
manna, þar til við fengum vinnu hjá
þeim og við kynntumst tækninýj-
ungum þeirra og verkkunnáttu. Þá
komu einnig hingað amerískir her-
menn, við enn minni fögnuð, og allt
í einu voru börnin farin að tala
ensku og dansa rokk. Við fengum
með þeim jeppa og síðar dráttar-
vélar og síðast en ekki síst flugvelli
fyrir millilandaflugvélar. Lítil væri
þjóð okkar og hnípin
ef þetta fólk hefði ekki
komið hingað og aldr-
ei hefðum við getað
byggt flugvöll eins og
við njótum nú að eiga
á Miðnesheiðinni.
Margt höfum við
gert sjálf, en aðkomu-
fólkið hefur gefið okk-
ur samband við um-
heiminn og hjálpað
okkur að verða fullgild
meðal þjóða. Það hef-
ur kennt okkur að
njóta þess sem gerir heiminn
byggilegan, kennt okkur að enginn
er mikill af sjálfum sér heldur öll-
um þeim sem hann umgengst, skil-
ur, lærir af og kennir.
Við björgum ekki heimsbyggð-
inni, en við getum sinnt okkar hluta
í þeirri björgun og við eigum ekki
að amast við þeim.
Fólki sem kemur hingað í góðum
hug og vill setjast hér að á hjara
veraldar, ekkert frekar fólksins
vegna, kannski bara frekar okkar
sjálfra vegna.
Innflytjendurnir
Eftir Kristján Hall
Kristján Hall
» Lítil væri þjóð okkar
og hnípin, ef þetta
fólk hefði ekki komið
hingað.
Höfundur er á eftirlaunum.
Atvinna