Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 70

Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Blúshátíðin byrjaði upphaflega af því að Dymbilvika var leiðinlegasta vika ársins. Með blúshátíðinni höfum við umbreytt orku í gleði sem endar á skírdegi,“ segir Halldór Bragason, einn af forsvarsmönnum Blúshátíðar í Reykjavík. Halldór segir að hver einasta borg með sjálfsvirðingu haldi blúshátíð. En tilgangur þeirra sé að stuðla að friði og kynna blús sem tónlist og menningu sem stuðli að jafnrétti milli manna og dragi úr kynþáttafordómum. Blúsdagur til heiðurs vorinu „Blúsinn er móðurhjarta dægur- tónlistar. Takturinn í blúsi kallast shuffle sem er eins og hjartsláttur móður, en það er það fyrsta sem barn í móðurkviði heyrir. Þeir sem spila blús verða að spila með hjart- anum og þeir sem opna hjarta sitt njóta þess betur að hlusta á blús,“ segir Halldór sem bætir við hátíðin sem haldin er í 16. sinn byrji á laug- ardaginn með Blúsdeginum til heið- urs vorinu. Skrúðganga leggi af stað frá styttu Leifs Eiríkssonar niður Skólavörðustíg. Fremstir í flokki fari ökuklúbburinn Krúser og á eftir þeim Lúðrasveitin Svanur. Á leiðinni megi búast við blúsjammi. „Hátíðin verður sett á Skólavörðu- stígnum fyrir framan Ostabúðina þar sem tilkynnt verður um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavík- ur 2019 og kveikt upp í grillinu við óma lifandi blústónlistar,“ segir Halldór sem bendir á að samkvæmt vana verði blústónleikar á Borgar- bókasafninu kl. 16. Þar muni hann spila ásamt Þorleifi Gauki munn- hörpuleikara. Það komi svo í ljós hverjir aðrir stígi á stokk enda hafi þessir tónleikar alltaf verið músík- ölsk óvissuferð. „Blúsfélag Reykjavíkur sem stendur að hátíðinni hefur átt gæfu- ríkt samstarf við Borgarbókasafnið, RÚV, Reykjavíkurborg, Skólavörðu- stígs-samtökin, Hilton Reykjavík Nordica, tónlistarmenn, ótal marga sjálfboðaliða og aðra,“ segir Halldór en Blúshátíðin sjálf hefst á fyrsta kvöldi af þremur, þriðjudagskvöldið 16. apríl þegar nýkrýnt Blúsaðasta band Músíktilrauna 2019, Stefán Þormar, hefji hátíðina með látum. Halldór segir að það sanni og sýni að blúsinn lifi góðu lífi hjá unga fólkinu. Ferðalag handan stjarnanna „Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Pétursson og Þorleifur Gaukur Dav- íðsson flytja blúsbræðinginn Fanta- sy Overture fyrir hlé. Þeir segja sjálfir að enginn megi missa af ferða- lagi sem verði handan stjarnanna,“ segir Halldór og bætir við að gestir hátíðarinnar eigi von á góðu þegar Emil Arvidsson, leiðtogi hljómsveit- arinnar Emil & The Ecstatics taki við eftir hlé ásamt vini sínum Erik Qvick, Þorgrími Jónssyni og Vigni Stefánssyni. Aðalnúmer miðviku- dagsins, hin lifandi goðsögn Joe Lou- is Walker, muni stíga á svið með Emil og félögum og taka við kyndl- inum. „Það er mikill fengur að fá Grammy og Blues Music Award verðlaunaþegann Joe Louis Walker loksins til landsins. Walker sem er meðal virtustu blústónlistarmanna samtímans og eftirsóttur á blúshá- tíðum um allan heim mun spila með strákunum í Blue Ice Band. Á undan Walker spila Strákarnir hans Sæv- ars,“ segir Halldór sem bætir við að á lokakvöldinu á skírdag haldi Vinir Dóra upp á 30 ára starfsafmæli með sannkallaðri blúsveislu. Halldór ásamt Guðmundi Péturssyni, Jóni Ólafssyni og Ásgeiri Óskarssyni bjóði fjölda gesta á svið. Halldór seg- ir að partýið verði væntanlega seint toppað. Útvarpað verður í beint á Rás 2. en Vinir Dóra komu fyrst fram á tónleikum sem sendir voru út á Rás 2 fyrir 30 árum. „Hver veit nema þetta verði í síð- asta sinn sem Vinir Dóra spila á blúshátíð,“ segir Halldór en með bandinu koma fram m.a. Andrea Gylfadóttir, Davíð Þór Jónsson, Þor- leif Gaukur Davíðsson, Rubin Pol- lock og Pétur Tyrfingsson. Uncle John jr. er fyrstur á svið á skírdags- kvöld og á eftir honum spilar GGblús með Guðmundi Jónssyni og Guð- mundi Gunnlaugssyni. Halldór segir að allt geti gerst í klúbbi Blúshátíðar eftir stór- tónleikana. Hægt er að kaupa blús- miða á alla viðburði hátíðarinnar eða á stök kvöld á midi.is eða við inn- ganginn. Allar upplýsingar er að finna á www.blues.is Morgunblaðið/Kristinn Stemning Halldór Bragason djammar í skrúðgöngu Blúsdagsins 2018. Blúshátíð 2019 hefst á laugardaginn og lýkur ekki fyrr en á fimmtudag. Goðsögn Grammy og Blues Music Award verðlaunþeginn Joe Louis Walker spilar á Blúshátíð þriðjudags- og miðvikudagskvöld á Hilton Nordica. Blús móðurhjarta dægurtónlistar  Joe Louis Walker á Blúshátíð í Reykjavík  30 ára starfsafmæli Vina Dóra  Músíkölsk óvissuferð Rætur nefnist sýning á verkum Sonju Margrétar Ólafsdóttur sem opnuð verður í Skoti Ljósmynda- safns Reykjavíkur í dag kl. 16. „Sjálfsmynd okkar er byggð á þeim rótum sem við skjótum í upphafi lífs- ferils okkar. Rætur veita plöntum festu í jarðveginum, sjá þeim fyrir næringu og tryggja að jurtin fjúki ekki burt. Við eldumst og þroskumst í takt við tímann og árstíðir sem koma og fara. Landslag og staðir hafa mótandi áhrif á sjálfsmynd okkar og eru þannig partur af sjálf- inu,“ skrifa Sonja um sýninguna í til- kynningu. Hennar rætur liggi í Hrunamannahreppi og Rætur fjalli um æskuslóðir hennar þar, umhverf- ið, landslagið og fjölskyldu hennar. „Ég er af fjórðu kynslóð kvenna sem ólust upp í hreppnum og eiga það sameiginlegt að hafa stigið sín fyrstu skref í sama landslaginu,“ skrifar Sonja. Hún útskrifaðist í jan- úar sl. frá Ljósmyndaskólanum en áður stundaði hún nám við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með B.A.-gráðu í listfræði árið 2014. Rætur Sonju Margrétar í Skotinu Æskuslóðir Ein af ljósmyndum Sonju. Dómnefnd al- þjóðlegu Man Booker bók- menntaverð- launanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að bestu þýddu skáldsögur árs- ins 2018 séu flestar eftir kon- ur. Verðlaunin eru veitt árlega fyr- ir bestu þýddu skáldsöguna sem kom út árið á undan á Bretlandi eða Írlandi og hafa sex bækur nú verið valdar á stuttlista tilnefndra en á langa listanum voru þær 13. Til- kynnt verður um verðlaunahafa eftir sex vikur. Svo vill til að fimm bækur af sex voru skrifaðar af kon- um og allar sex voru þýddar af kon- um. Bækurnar voru skrifaðar á fimm tungumálum, þ.e. arabísku, frönsku, þýsku, pólsku og spænsku og eru frá fimm löndum og þremur heimsálfum. Olga Tokarczuk hlaut verðlaunin í fyrra fyrir skáldsög- una Flights og er aftur tilnefnd í ár, fyrir Drive Your Plow Over the Bones of the Dead. Fimm bækur af sex skrifaðar af konum Olga Tokarczuk Varahlutir í allar Cummins vélar Fljót og áreiðanleg þjónusta Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.