Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 63
AFTURELDING
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Afturelding leikur í úrvalsdeild
kvenna í handknattleik á næsta
keppnistímabili. Fyrir tímabilið í
haust voru þeir ekki margir sem
veðjuðu á að Afturelding, sem rak
lestina í Grill 66-deildinni fyrir ári,
myndi standa uppi sem sigurvegari
og það nokkuð öruggur. Afturelding
lauk keppni með fimm stiga forskot á
ÍR sem varð í öðru sæti eftir að hafa
unnið 17 leiki, gert eitt jafntefli og
tapað tveimur leikjum.
„Árangurinn var framar vonum,“
segir Haraldur Þorvarðarson sem
tók við þjálfun kvennaliðs Aftureld-
ingar sumarið 2017 og var þar af leið-
andi með liðið á hinum enda töfl-
unnar fyrir ári. „Ungu stelpurnar
sem voru í liðinu í fyrra öðluðst mik-
ilvæga reynslu sem þær bjuggu að í
vetur auk þess sem við fengum góðan
liðstyrk sem nýttist afar vel,“ segir
Haraldur og nefnir m.a. Þóru Maríu
Sigurjónsdóttur sem kom úr Gróttu
og var markahæsti leikmaður liðsins.
Kristín Arndís Ólafsdóttir kom úr
Val. Hún lék reyndar upp yngri
flokka Aftureldingar. Einnig bættist
Ástrós Bender markvörður við en
hún hafði verið í námi í Danmörku.
Þegar nokkuð var liðið á tímabilið
kom Japaninn Kiyo Inage frá Val en
hún flutti hingað til lands með manni
sínum Ryuto Inage sem leikur með
karlaliði Vals.
Haraldur segir að þrátt fyrir
ágæta byrjun hafi hann ekki áttað sig
almennilega á því fyrr en eftir að Aft-
urelding lék hnífjafnan leik við úr-
valsdeildarlið KA/Þórs í bikar-
keppninni í byrjun nóvember að enn
meira var spunnið í liðið en hann
taldi. „Upp úr leiknum við KA/Þór
fór boltinn að rúlla og vatt bara upp á
sig og við lékum sextán síðustu leiki
okkar án þess að tapa,“ segir Har-
aldur.
Auk öflugs og samhents hóps utan
vallar sem innan segir Haraldur að
lykilatriði fyrir árangrinum hafi vafa-
laust verið varnarleikurinn. Hann
hafi snemma lagt áherslu á að Aftur-
eldingarliðið næði tökum á 5/1-vörn,
ekki ósvipaðri þeirri sem ÍBV og ís-
lenska landsliðið leika. „Á endanum
var það örugglega varnarleikurinn
sem skilaði okkur þessum árangri.
Vörnin fullkomnaðist síðan með
komu Inage í hópinn. Vörnin var okk-
ar aðalsmerki ásamt markvörslu,
sem sést meðal annars á að Aftureld-
ingarliðið fékk fæst mörk á sig af lið-
um deildarinnar,“ segir Haraldur.
Umgjörð eins og hjá körlunum
Umgjörðin í kringum meistara-
flokkslið kvenna hefur tekið stakka-
skiptum síðan Haraldur réð sig til
starfa hjá Aftureldingu. Eftir síðasta
tímabil varð bylting í þeim efnum.
„Eftir tímabilið í fyrra var boðað til
opins fundar þar sem óskað var eftir
að áhugasamir um vöxt og viðgang
kvennahandknattleiks hjá Aftureld-
ingu mættu. Alls komu um 60 manns,
sem skilaði sér í öflugri stjórn og
meistaraflokksráði auk þess sem um-
gjörðin í kringum liðið og leiki var
færð til samræmis við það sem gerð-
ist hjá meistaraflokki karla. Fyrir
vikið hefur allt verið til fyrirmyndar
á þessu keppnistímabili. Enginn vafi
leikur á að þetta hefur haft mjög já-
kvæð áhrif á leikmenn liðsins sem
hafa fundið að staðið sé við bakið á
þeim. Árangur í vetur er uppskera af
vinnu mjög margra, ekki bara leik-
manna og þjálfara,“ sagði Haraldur,
sem lítur björtum augum fram á
næsta keppnistímabil.
„Við höldum ótrauð áfram. Næsta
skref er að styrkja liðið enn frekar
fyrir átökin í Olís-deildinni. Sú vinna
er hafin. Ég hef fullan stuðning
stjórnar og meistaraflokksráðs í
þeim efnum. Markmiðið verður að
treysta stöðu Aftureldingar sem liðs í
efstu deild kvenna. Það er allt hægt.
Við ætlum ekki að fara upp til þess
eins að falla strax aftur,“ segir Har-
aldur Þorvarðarson, þjálfari nýliða
úrvalsdeildar kvenna á næsta keppn-
istímabili, Aftureldingar.
Við höldum ótrauð áfram
Afturelding lék 17 síðustu leiki sína á Íslandsmótinu án taps og vann deildina
örugglega Rak lestina fyrir ári Bylting varð í umgjörð liðsins eftir einn fund
Ljósmynd/Raggi Óla
Deildarmeistarar. Efri röð f.v.: Haraldur Þorvarðarson þjálfari, Fanney Björk Guðmundsdóttir, Árni B. Eyjólfsson aðstþj., Andrea Ósk Þorkelsdóttir, Eva Dís
Sigurðardóttir, Nína Líf Gísladóttir, Drífa Garðarsdóttir, Rakel Dóra Sigurðardóttir, Kristín A. Ólafsdóttir, Ósk Hauksdóttir, Ástrós Bender Mikaelsdóttir og
Sara Lind Stefánsdóttir. Neðri röð f.v.: Kiyo Inage, Ragnhildur Hjartardóttir, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir, Katrín H. Davíðsdóttir, Þóra G. Arnarsdóttir, Þóra
M. Sigurjónsdóttir, Brynja Rögn F. Ragnarsdóttir, Íris Kr. Smith, Selma R. Sigurbjörnsdóttir liðsstj. og Margrét Ársælsdóttir sjúkraþjálfari.
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Sveinn Jóhannsson, 19 ára gamall
handknattleiksmaður úr ÍR, er bú-
inn að semja við danska úrvals-
deildarfélagið SønderjyskE til
þriggja ára. Þar með verða tveir Ís-
lendingar í herbúðum liðsins en
fyrir er Arnar Birkir Hálfdánsson.
Sveinn, sem er línumaður, hefur
leikið með öllum yngri landsliðum
Íslands og var valinn í 28 manna æf-
ingahóp A-landsliðsins fyrir HM í
janúar. Hann er uppalinn í Fjölni en
gekk í raðir ÍR-inga fyrir tímabilið
og skoraði 37 mörk í 17 leikjum ÍR-
inga í Olísdeildinni. gummih@mbl.is
Sveinn samdi
við SönderjyskE
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Danmörk Sveinn Jóhannsson er bú-
inn að semja við SönderjyskE.
Arnór Sigurðsson var valinn besti
leikmaðurinn í 22. umferð rúss-
nesku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu. Skagamaðurinn ungi skor-
aði bæði mörk CSKA í 2:0-útisigri á
Spartak í viðureign Moskvuliðanna
um síðustu helgi og hefur þar með
skorað 3 mörk í þeim 14 leikjum
sem hann hefur komið við sögu í
deildinni á tímabilinu. Arnór hlaut
21.431 atkvæði í kosningu rúss-
nesku úrvalsdeildarinnar á leik-
manni umferðarinnar eða 55,41%
atkvæða þeirra sem tóku þátt í
kosningunni. Lið hans er í þriðja
sæti. gummih@mbl.is
Arnór bestur
í Rússlandi
AFP
CSKA Arnór Sigurðsson hefur stað-
ið sig mjög vel með Moskvuliðinu.
„Það þarf varla að spila þetta
Íslandsmót!“
Viðbrögð á borð við þessi
mátti heyra eftir að verst
geymda leyndarmál vetrarins var
opinberað í fyrradag.
Hannes Þór Halldórsson
landsliðsmarkvörður í fótbolta er
kominn heim eftir sex ár erlendis
og búinn að semja við Íslands-
meistara Vals.
Til hvorki meira né minna en
fjögurra ára.
Það er ár og dagur síðan ís-
lenskt lið var með í sínum röðum
tvo fastamenn úr landsliðinu.
Það flokkast líklega undir
„sturlaða staðreynd“ að tveir úr
byrjunarliði Íslands á HM í Rúss-
landi skuli nú leika með Hlíðar-
endaliðinu.
Valsmenn eru stórtækir um
þessar mundir. Náðu í Helenu í
körfuboltanum, nú í Hannes í
fótboltanum og segja einfaldlega
við aðra: Til að vinna titla þurfið
þið að vinna okkur.
Og fyrst Hannes er til um-
ræðu þá er gaman að geta þess
að hagyrðingurinn og fyrrverandi
knattspyrnudómarinn Bragi V.
Bergmann er búinn að gefa út
nýja bók með limrum sem heitir:
„Limrur fyrir land og þjóð.
Þar kemur Hannes við sögu
en Bragi var í Moskvu þegar Ís-
land mætti Argentínu og upplifði
þar stærstu stund Íslands á HM.
Líklega í fótboltasögunni.
Úr því varð að sjálfsögðu limra
sem hljóðar þannig:
Hannes Þór Halldórsson er
hetja sem lofa ber.
Á línunni þegir,
að lokum hann segir:
„Messi, því miður.“ – Og ver!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Hin fullkomnaþrenna
Meltingarensím tryggja góða meltingu og geta komið í veg
fyrir ýmiskonar meltingarvandamál og kvilla því tengdu.
Vel samsett boost, einu sinni á dag, eykur
orkuna, kemur meira jafnvægi á blóðsykurinn.
Candéa
Byggir upp og kemur jafnvægi
á þarmaflóruna. Öflugt fyrir
ónæmiskerfði og vinnur á
candéa sveppnum.
Betri melting
Aukin orka
Öflugra ónæmiskerfi
Meltingin og þarmaflóran er
grunnur að góðri heilsu
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.