Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskilti 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Árni Matthíasson arnim@mbl.is Seint á síðasta ári sendu þeir félag- arnir Pjetur Stefánsson og Sig- urður Bjóla frá sér breiðskífuna Plasteyjan og næstkomandi laugar- dag, alþjóðlega plötubúðadaginn, gefa þeir út smáskífu með tveimur lögum af plötunni sem fáanleg verð- ur í Smekkleysubúðinni á Skóla- vörðustíg. Sú smáskífa er aðeins gefin út í fimmtán eintökum og um- slagið handskreytt af Pjetri á þann hátt að umslögin fimmtán mynda saman eins stóra mynd. Rjóminn af ákveðinni kynslóð Á Plasteyjunni fengu þeir félagar til liðs við sig einvalalið; meðal hljóðfæraleikara eru Ásgeir Ósk- arsson, Björgvin Gíslason, Har- aldur Þorsteinsson og Sigurgeir Sigmundsson, svo dæmi séu tekin, og Ragnhildur Gísladóttir syngur með í þremur lögum. Þegar ég nefni það við þá að þrátt fyrir gestafjöld falli allt svo vel sam- an á skífunni að því sé líkast að þræ- læfð hljómsveit sé að spila svara Pjetur því til að ekki sé að undra: „Ef lífsverkið er skoðað þá höfum við Sigurður alltaf unnið saman. Ég hef aldrei gert neitt nema hann sé nálægt eða einhver af þessum strákum sem eru með á þessari plötu. Þetta er ákveðin kynslóð, rjóminn af ákveðinni kynslóð þar sem vin- skapurinn hefur orðið yfirsterkari fígúruganginum, ef það má orða það þannig, það eru allir að lúta lögmál- inu.“ „Svo þarf líka voða lítið að út- skýra fyrir þessum drengjum,“ bætir Sigurður við, „maður leyfir þeim að heyra lag og þeir koma strax með eitthvað sem þeir vilja leggja til og oftast er það svo notað. En ekki alltaf.“ „Við getum verið ákaflega þakk- látir fyrir þetta, því það undir- strikar hvað tónlistin er í eðli sínu göfug, hún er svo gefandi,“ segir Pjetur. „Án andans erum við bara hylki og það er andinn sem er svo góður í þessum hóp. Þessir vinir okkar sem búa þessa plötu með okk- ur eru bara svo miklir andans menn.“ „Þetta liggur við að vera bræðra- lag, klan,“ segir Sigurður og Pjetur tekur undir það: „Það er ágætt að orða það þannig, en þetta er líka það að eiga sér rætur á einhverjum stað og það eru margskonar afbrigði af því. Íslendingar skilja voða vel sveita- afbrigðið en við erum hinsvegar staddir í tónlistarafbrigðinu, menn- ingarlegum afkima þar sem menn geta deilt með sér ákveðinni hug- myndafræði sem þeir tileinkuðu sér þegar þeir voru ungir menn. Það er mjög dýrmætt að eiga samtíma- menn í listum.“ Rosahvellur í rokksögunni — Þið njótið þess að hafa rokk- söguna alla undir, að sjá samhengið í henni og þróunina. „Þú kemur þar inn á skemmti- legan punkt,“ segir Pjetur. „Þegar við Sigurður fórum að gera þessa plötu þá var ég búinn að skrifa sjónvarpshandrit og hugleiðingar um stöðu hljómsveitarinnar Tóna í rokksögunni. Þar var rosahvellur í rokksögunni, ég man ég sá Tóna þegar ég var lítill strákur og skynj- aði eittvað rosalega töff, þetta var öðruvísi heldur en til dæmis að sjá Hljóma. Ég fór að kanna málið og komst að því að Tónar voru hljóm- sveitin sem Hljómar spiluðu í pásu hjá þegar þeir komu fyrst til Reykjavíkur. Þetta vitum við og þetta vissum við sem fórum í þessa plötu, enda má segja það að að mörgu leyti, út frá tónlistar- sögulegu sjónarmiði, sé hún ákveð- inn vegvísir inn í fortíðina og inn í framtíðina líka. Hún er á svipuðum stað og þegar Laxness skrifaði Gerplu.“ — Þytur sögunnar heyrist, en þetta er þó nútímaleg plata. „Þetta er nákvæmlega það sem Laxness var að gera með Gerplu,“ heldur Pétur áfram, „hann tók epík- ina, við tökum tónlistarformið, hann tók sagnaarfinn, við tökum tónlist- arsagnaarfinn. Tónlistarsagnaarf- urinn er töluvert sterkur í Íslend- ingum, en okkur yfirsést oft mikilvægi tónlistararfsins og sam- tengingin og jarðsambandið við hann er textagerðin.“ Sprottið af vinskap Eins og nefnt er spannar samstarf þeirra Pjeturs og Sigurður áratugi. Líkt og margt sem þeir hafa brallað saman sprettur Plasteyjan upp af vinskap, eins og þeir rekja söguna: „Við ákváðum að það væri kominn tími til að gera plötu,“ segir Sig- urður, „við höfðum lítið hist í svolítið langan tíma og okkur fannst það leiðinlegt. Okkur fannst því vera lag að fara að hittast reglulega og gá hvað gerðist. Úr varð að við hittumst vikulega í einhver ár og platan varð bara til.“ „Ég fékk reyndar hjarta- áfall í millitíðinni,“ skýtur Pjetur til að skýra af hverju vinnan tók sinn tíma, en Sigurður heldur áfram: „Það voru engar sérstakar pælingar á bak við þetta, platan varð bara til.“ „Það er ljóst að Sigurður er af- bragðs tónskáld,“ segir Pjetur, og Sigurður svarar að bragði: „Pjetur er afbragðs tónskáld líka.“ „Sigurður er hæfileikaríkasti maður sem ég hef kynnst,“ heldur Pétur áfram, „það er bara þannig. Þessi plata er, eins og góður maður benti mér á, gamlir hippar að rétta úr sér, en það er líka ákveðinn grundvöllur til að kynna þessa plötu fyrir nýrri kynslóð. Ég er stoltastur yfir því vað platan er heilsteypt út frá faglegum grunni. Við stöndum með sjálfum okkur og það er enginn afsláttur, alveg út í masteringuna, alveg út í það þegar maður bankar uppá hjá Ása og biður hann um að dreifa plötunni.“ „Ég tek undir það,“ segir Sig- urður. „Ein af sterkustu stoðum plötunnar er hvað við erum einlægir og gáfum aldrei neinn afslátt af því.“ „Við þurftum að slípa hvor annan rosalega til,“ segir Pjetur, en Sig- urður heldur áfram: „Við gerðum ná- kvæmlega það sem okkur langaði að gera. Við erum ekki að gefa þetta út til þess að verða frægir eða ríkir, við erum búnir að því, orðnir frægir og orðnir ríkir, þannig að við gerðum bara það sem okkur langaði virkilega til að gera og það er svo gaman. Við vorum ekki að reyna að gera neitt, platan bara kom.“ Tónlistin er gefandi og göfug  Smáskífa af Plasteyjunni í boði í takmörkuðu upplagi á alþjóðlegum plötubúðardegi  Pjetur Stef- ánsson og Sigurður Bjóla segja plötuna sprottna af vinskap og hún sé vegvísir inn í fortíð og framtíð Morgunblaðið/Eggert Vinskapur Pjetur Stefánsson og Sigurður Bjóla ákváðu að tími væri til kominn að gera plötu saman. Enska leikkonan Emma Corrin hef- ur verið ráðin í hlutverk Díönu prinsessu af Wales í fjórðu þáttaröð hinna vinsælu þátta The Crown þar sem rakin er saga bresku konungs- fjölskyldunnar á síðustu öld. Dag- blaðið The Guardian greinir frá því að leikkonan hafi hrifið viðstadda upp úr skónum í leikprufum. Streymisveitan Netflix sýnir þætt- ina og hefur staðfest ráðningu Corrin og greint frá því að tökur á þáttaröðinni hefjist á þessu ári. Þá er haft eftir Corrin að hún sé yfir sig spennt yfir því að leika prinsess- una og telji það mikinn heiður. Corrin er svo til óþekkt leikkona og á mjög stuttan feril að baki. Emma Corrin leikur Díönu prinsessu Á uppleið Emma Corrin hefur tekið að sér hlutverk Díönu prinsessu í The Crown. Streymisveitan Netflix greindi frá því í fyrradag að hún myndi fresta sýningum á nýrri kvikmynd, Other- hood, sem leikkonan Felicity Huff- man fer með eitt af aðalhlutverk- unum í, fáeinum klukkustundum eftir að Huffman játaði sök í há- skólamálinu sem fjölmiðlar hafa fjallað um á undanförnum vikum. Málið snýst um að Huffman og fleiri þekktir og auðugir einstaklingar í Bandaríkjunum greiddu óprúttnum náunga fyrir að falsa einkunnir barna þeirra og greiða þeim þannig leið inn í virta háskóla. Frumsýna átti Otherhood 26. apríl en ekki liggur nú fyrir hvenær myndin verður aðgengileg á streymisveit- unni. Huffman var handtekin 12. mars sl. fyrir aðild sína að há- skólamálinu en henni er gert að sök að hafa greitt 15.000 dollara fyrir hærri einkunnir dóttur sinnar í samræmdum prófum, svokölluðum SAT. Otherhood er ekki eina mynd- in sem Huffman leikur í fyrir Net- flix því hún leikur einnig í þáttaröð- inni When They See Us. Enn stendur til að hefja sýningar á henni 31. maí. Netflix frestar vegna brots Huffman Felicity Huffman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.