Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 76
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hótel Kattholt Kattaeigendum hefur staðið gistiþjónusta til boða frá því Kattholt var opnað og nýtur hún mikilla
vinsælda, ekki síst á þeim tímum árs er flestir bregða sér af bæ. Um páskana bíða hótelgesta fádæma hátíðahöld.
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Fjöldinn allur af kattaeigendum
leitar á náðir Kattholts fyrir pössun
um páskana og nú ber svo við að
uppbókað er á Hótel Kattholti í Ár-
bænum sem oftar þegar hátíð fer að
höndum. Nú var uppbókað í kisu-
pössun um svipað leyti og venju-
lega. Og nokkrir eru á biðlista, sem
vonast er til að geta komið fyrir
þegar þar að kemur.
„Þetta er mest akkúrat núna,
þegar fólk er á ferðalögum,“ segir
Halldóra Snorradóttir, rekstrar-
stjóri Kattholts. Hún segir að fólk
verði að bóka með mánaðarfyrir-
vara til þess að ná plássi yfir há-
annatímann, aðsóknin sé mikil yfir
páska, sumar og jól. „Best er að
bóka gistingu um leið og fólk er bú-
ið að ganga frá flugfarinu,“ segir
Halldóra og bætir því við að í ár
hafi nokkuð verið um breytingar á
dagsetningum hjá gestum, því eig-
endur þeirra þurftu að breyta flug-
miðum sínum í kjölfar falls WOW
air.
Kettirnir mismunandi týpur
Ekki stendur til að stækka Hótel
Kattholt enda framboð alla jafna í
takt við eftirspurn árið um kring,
fyrir utan þessa tíma. Sömuleiðis
segir Halldóra að gott sé að halda
fjöldanum innan ákveðinna marka,
svo dýrunum líði áfram vel, sem sé
aðalmarkmiðið. Þá sé hægt að leita
til annarra hótela, t.d. í Garðabæ og
á Suðurnesjum.
Flestir kettirnir sem rata inn á
hótelið nú um páskana eru fasta-
gestir en einnig er nokkuð um ný-
græðinga. Halldóra segir að mælt
sé með því að kettirnir séu að ein-
hverju leyti vandir við veruna á hót-
elinu og að fyrstu skiptin þeirra sé
dvölin skemmri frekar en lengri.
Hættulaust sé hins vegar að senda
ketti í gistingu, jafnvel í mánuð, ef
þeir eru vanir gestir.
Kettirnir fara að koma inn um
miðja næstu viku, miðvikudaginn
fyrir skírdag. Þeir eru flestir í gist-
ingu yfir helgi. Sumir kettir eru ein-
rænni en aðrir og fá meira næði en
hinir sem eru hressir og kátir og til
í að vera í kringum aðra. „Sumar
kisurnar vilja meira stuð en hinar
og það er voða mismunandi hvað
hentar þeim,“ segir Halldóra.
Að hennar sögn verður páska-
dagskráin hin hátíðlegasta; soðinn
verður þorskur og þeir sem mega fá
blautmat og nammi. Og stemningin
verður eftir því á þessu einstaka
hóteli, sem er eins og Halldóra
klykkir út með „eina hótel á landinu
þar sem gerð er krafa um að gest-
irnir séu bæði teknir úr sambandi
og bólusettir áður en þeir koma“.
Valinn köttur í hverju
rúmi á Hótel Kattholti
Iðulega uppbókað á stórhátíðum Bókunum breytt vegna WOW
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
SÓFADÖGUM
LÝKUR 15. APRÍL
20-50%
AF ÖLLUM SÓFUM
HÆGINDASTÓLUM
OG SVEFNSÓFUM
Kristín Arngrímsdóttir myndlistar-
maður heldur í dag kl. 17-18.30 ör-
námskeið í andlitsteikningu í Borg-
arbókasafninu í Árbæ. Farið verður
yfir skýringarmynd sem sýnir hlut-
föll í andliti og mismunandi höfuð-
form, hlutföllin verða skoðuð og
síðan æfð teikning í samræmi við
það. Kristín er með teiknikennara-
próf og hefur starfað að myndlist
og skrifað og myndskreytt barna-
bækur.
Kennir grunnatriði
í andlitsteikningu
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 101. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Einu ári eftir að Afturelding hafnaði
í botnsæti 1. deildar kvenna í hand-
knattleik stendur félagið uppi sem
sigurvegari í deildinni og spilar á
meðal þeirra bestu næsta vetur.
„Markmiðið verður að treysta stöðu
Aftureldingar í efstu deild kvenna.
Það er allt hægt. Við ætlum ekki að
fara upp til þess eins að falla strax
aftur,“ segir Haraldur Þorvarðar-
son, þjálfari liðsins. »63
Fóru af botninum og
á toppinn á einu ári
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Sigurjón Sighvatsson kvikmynda-
framleiðandi hefur tryggt sér rétt-
inn á því að kvikmynda bók Ásdísar
Höllu Bragadóttur, Tvísögu, sem
kom út árið 2016. Sigurjón hefur
framleitt tugi kvikmynda og sjón-
varpsþátta og segir í tilkynningu
um bók Ásdísar að sannleikurinn sé
ævinlega lygilegri en nokkur skáld-
skapur og að bók Ásdísar sé líka
einstök fyrir ein-
lægni hennar og
hversu opinská
hún sé. Í bók-
inni fjallar Ás-
dís um flókin
og erfið fjöl-
skyldumál og
samband sitt
við móður
sína.
Sigurjón tryggir sér
Tvísögu Ásdísar