Morgunblaðið - 05.04.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.04.2019, Qupperneq 2
Á stin er eitt sterkasta afl veraldar því með henni er hægt að flytja fjöll og dali eins og þeir vita sem hafa orðið ástfangnir. Hér í blaðinu eru fjölmörg viðtöl við ástfangið fólk sem ákvað að ganga lífsins veg saman. Það er hægt að ganga í hjónaband á ótal vegu og er engin ein leið rétt. Sumir kjósa að tjalda öllu til en aðrir vilja hafa brúðkaupið sitt lágstemmt. En hvers vegna er hjónabandið svona mikilvægt? Hjónabandið er ekki bara merki um að ástin sé sterk og fólk vilji ganga lífsins veg saman í blíðu og stríðu. Réttindi fólks í hjónabandi eru allt önnur en fólks í sam- búð. Það er mjög órómantískt að ræða praktíska hluti hjónabandsins en það er hins vegar mikilvægt að fólk sé upplýst um réttarstöðu sína. Þótt hér séu skilnaðir ekki til umræðu má samt nefna að það er mun auðveld- ara að skilja ef fólk er í hjónabandi en eingöngu í sambúð. Það er að segja ef um praktíska hluti er að ræða eins og eignaskiptingu. Það gilda reyndar engar reglur eða lög um tilfinningar enda eru þær órökréttar á köflum. Á dögunum ákvað ég að stíga það skref að hefja sambúð með mann- inum mínum. Það er alls ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að auðvelt er að gera mistök í tölvunni. Í dag er hægt að gera nánast allt í gegnum netið nema skilja við maka sinn. Fólk getur víst ekki skilið nema panta tíma hjá sýslumanni og fólk þarf helst að mæta þangað saman. Þú getur hins vegar skráð þig í sambúð í gegnum netið. Á dögunum tók maðurinn það að sér að skrá okkur í sambúð. Í öllum asanum fletti hann upp Mörtu Maríu Jónasdóttur og var næstum því búinn að ýta á takkann til að samþykkja þegar hann áttaði sig á því að kennitalan passaði ekki við hans framtíðareiginkonu. Þá kom í ljós að hann var einu skrefi frá því að skrá sig í sambúð með ömmu minni og alnöfnu sem er að verða 90 ára. Eins og gefur að skilja hefur þetta verið uppspretta mikils gríns. Amma er náttúrlega mun betri kvenkostur en sú sem hér skrifar, en það er önnur saga. Reyndar getur fólk ekki skráð sig í sambúð með hverjum sem er á net- inu því hinn aðilinn þarf að samþykkja gjörninginn. Það er hins vegar hægt að gera alls konar á vef Þjóðskrár án teljandi vandræða eins og skipta um nafn eða skrá lögheimili sitt heima hjá greifum bæjarins. Það partítrix hefur verið notað áður og ratað í fréttir. Ef þú ert að skipuleggja brúðkaup eða hyggst finna draumamakann þá eru fjölmargar góðar hug- myndir í Brúðkaupsblaðinu enda sýna sögurnar að allt getur gerst þegar ástin er annars vegar. Og ástin bankar upp á þegar við erum upptekin við að leita ekki að henni. Svo er ágætt að hafa það í huga að grasið vex ekki hraðar þótt togað sé í það og líka að grasið er yfirleitt ekki grænna hinum megin við lækinn. Því gleymum við stundum í amstri dagsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skráði sig næstum því í sambúð með „ömmunni“ Marta María Jónasdóttir 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Elínrós Líndal elinros@mbl.is, Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenn- inn@gmail.com, Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Helgi Ómarsson Hvað ertu að gera um þessar mundir? „Ég starfa hjá Marel þar sem ég sérhæfi mig í endur- menntun og þjálfun starfsfólksins. Um þessar mundir er ég hins vegar með nýfæddri dóttur minni, Matthildi Maríu. Fyrir á ég tvær dætur – Siggu Ósk og Tinnu Mar- gréti.“ Hvað táknar brúðkaup í þínum huga? „Gleðistund, upphaf og sameiningu fyrir þá sem ganga í hjónaband sem og fjölskyldur þeirra.“ Hvað trúir þú mest á tengt hjóna- böndum? „Ég trúi á ástina. Að hjónaband- ið sé musteri lífsins, þar sem þú sækir þér orku og styrk. Ég trúi að báðir aðilar þurfi að leggja inn í hjóna- bandið og maður skyldi líta á brúðkaupið sem upphaf á ákveðnu lífsferli. Ég nota stundum lýsingu pabba á hjónabandinu sem hefur yfir 50 ára reynslu af því. Hann segir ein- staklinga í hjónaböndum eins og tvö tré sem standa hlið við hlið, aðskilin. Bæði þurfa þau sól, næringu, birtu og tækifæri til að vaxa. Ef þau fá þetta svigrúm munu rótar- kerfi þeirra vaxa nær hvort öðru með árunum. Þannig standast hjónabönd með sterkar rætur verkefni lífsins. Andstæðan við þetta er þá kannski þegar annað tréð tek- ur allt plássið og hitt tréð vex ekki og þroskast í skugg- anum.“ Hvað er það mikilvægasta í ástarsamböndum? „Ég er á því að pör eigi að setja sig sjálf í fyrsta sætið, síðan sambandið, svo börnin og síðan vinnuna. Með þess- ari forgangsröðun stendur maður sem sterkur ein- staklingur sem getur verið til staðar fyrir sjálfan sig og aðra.“ Hver er uppáhaldssjálfshjálparbókin þín? „Reinventing your life eftir Jeffrey Young. Bókin er notuð til grundvallar skemaþerapíu sem ég hef notast við lengi og kennt áfram til þeirra sem vilja umbylta lífinu, fara úr neikvæðu mynstri yfir í jákvæðara líf.“ Hverju mælirðu með að vera í sem gestur í brúðkaupi? „Mér finnst fallegast að vera í kjól í brúðkaupum. Í vetrarbrúðkaupum er í lagi að vera í svörtum kjól en þá finnst mér nauðsynlegt að konur séu með rauðan varalit og í ljósum sokkabuxum og/eða skóm. Ég mæli með að konur forðist að vera í hvítum kjólum sem gestir í brúð- kaupum. Ljósir kjólar eru fallegir, sér í lagi ef þeir eru með fallegum blómum eða mynstri.“ Hvað með fylgihluti? „Ég kann að sjálfsögðu að meta hatta og hanska upp á breska vísu. Mér finnst blóm í hárið viðeig- andi, annars er ég sjálf meira fyrir látlausa skartgripi og er með sí- gildan smekk, hvort held- ur sem ég er að klæða mig upp á fyrir brúðkaup eða eitthvað annað.“ Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? „Ég held mikið upp á Andreu og kjólana hennar í dag. Mér hefur alltaf fundist mikil sjálfsvirðing fólgin í því að klæða sig fallega og finna sinn eigin stíl. Minn stíll breyt- ist ekki mikið með árunum enda á ég mér klassískar fyrirmyndir sem héldu sínum stíl þrátt fyrir tískusveiflur. Konur eins og Audrey Hepburn, Jackie O og Grace Kelly hafa alltaf heillað mig. Enda voru þær allar sígildar og jafn mikið í tísku nú og hér áður.“ Hvaða ljósmyndara heldur þú upp á? „Mér finnst fallegast þegar ljósmyndir fanga augna- blikin. Ég fékk Bergljótu Þorsteinsdóttur heim þegar Matthildur dóttir mín var einungis tíu daga gömul. Ég vildi að ég hefði gert hið sama fyrir eldri dætur mínar. Hún er góð að fanga einlæg augnablik. Eins finnst mér fallegustu myndirnar teknar af brúð- hjónum heima að undirbúa sig, en ekki einungis mynd- irnar sem eru teknar í brúðkaupinu sjálfu. Þegar augun mætast í kirkjunni, hendur snertast í fyrsta skiptið eftir athöfnina eru fallegustu myndirnar að mínu mati. Enda er lífið samansafn af augnablikum sem þessum.“ Fagurkeri sem trúir á ástina og lífið Elín María Björnsdóttir hefur djúpa þekkingu á flestu því sem viðkemur brúðkaupum. Hún eignaðist nýverið dóttur með unnusta sínum Claes Nils- son. Fyrir á hún tvær dætur. Hún mælir með einföldum klassískum fatnaði í brúðkaupsveislur og segir hjónabandið upphafið að innihaldsríku ferðalagi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Bergljót Þorsteinsdóttir Elín María ásamt dóttur sinni Matthildi Maríu. Elín María heldur upp á kjólana frá Andreu. Elín María heldur upp á bókina „Rein- venting your life“ eftir Jeffrey Young. Hún leiðbeinir fólki í að ná lengra í lífinu. Audrey Hepburn er fyrirmynd Elín Maríu þegar kem- ur að tískunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.