Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 6

Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 ólíka því sem gengur og gerist í hennar lífi. „Ég er alls ekki vön að tengjast þeim gestum sem koma hingað á þennan hátt og hef ekki átt kærasta lengi, enda lá mér ekk- ert á í þeim málum. Þetta var í höndum æðri máttar.“ Eftir viku dvöl á Íslandi þótti Jónasi erf- itt að fara. En þau ákváðu að vera í reglu- legu sambandi, í raun heyrðust þau daglega í gegnum Whatsapp forritið eftir þetta. „Ég vissi alltaf að sá maður sem yrði maðurinn minn yrði að tengjast Guði fyrst og síðan mér. Jónas varð veikur hér hjá mér og ég spurði hann hvort ég mætti biðja fyrir honum. Hann læknaðist af haus- verknum og sagðist hafa fundið mikla and- lega tengingu sem færði hann nær Guði og trúnni líka.“ Bað hennar á Sardínuhátíðinni Eftir að Jónas fór út heimsótti Anna hann til Norður-Spánar og heillaðist að því umhverfi sem hann bjó í. „Einnig af kær- leikanum sem bjó innra með honum og hvaða mann hann hefur að geyma. Við fundum bæði mikla tengingu og vorum viss um að við vildum kynnast meira. En ég vildi vera viss um að hann væri rétti mað- urinn fyrir mig og ég rétta konan fyrir hann, þó hann hafi strax vitað hvað hann vildi þessu tengt.“ Eftir að Anna fór til Jónasar í heimsókn til Spánar varð ekki aftur snúið. „Jónas bað mín á Sardínuhátíðinni sem haldin er árlega í Galicia. Það er sagt að nóttin sé töfranótt þeirra sem verða ást- fangnir um nóttina og að ástin muni endast allt lífið.“ Þau giftu sig tæplega ári eftir að þau hittust fyrst þann 7. janúar árið 2018 og síðan létu þau blessa samvistir sínar aftur í Mosfellskirkju þann 18. ágúst sama ár. Biðin þess virði Hvernig var brúðkaupið? „Þetta var yndislegt brúðkaup. Við áttum fallega litla athöfn í kirkjunni minni CTF Reykjavík og vorum þá með lítið boð heima eftir brúðkaupið. Síðan fórum við og gistum á svítunni á Loftleiðum og dagurinn var mjög einstakur á allan hátt.“ Anna segir að athöfnin í ágúst hafi verið stærri í sniðum og með allra þeirra nán- ustu, vinum og vandamönnum. „Ég man þegar ég horfði yfir mannskap- inn í kirkjunni hvernig ég klökknaði að fá að upplifa þetta augnablik með fólkinu sem okkur þykir vænst um.“ Jónas starfar á Bryggjunni Brugghúsi í dag og kann vel við sig í íslensku samfélagi. Anna segir að veðrið sé ekki svo ósvipað því sem hann á að venjast á Norður-Spáni, þó svo að vinirnir og maturinn sé einstakt fyrir hann á Spáni. „Ég er mikið fyrir að ferðast og við höfum ákveðið að fara árlega til Spánar, eins er Jónas til í ferðalög með mér víða um heiminn. Við erum náin hjón og miklir vinir og það var svo sannarlega þess virði að bíða eftir manni eins og honum í tuttugu ár.“ Jónas vissi hvað hann vildi og bað Önnu nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust. Boss - The Scent Private Accord Hlýir og ferskir kryddtónar ein- kenna Boss The Scent Private Ac- cord. Engifer, mokka og kakó má meðal annars finna í ilminum sem er fág- aður og aðlaðandi. Eftirminnilegur ilmur Ilmur vekur gjarnan sterkar minningar og því er tilvalið að finna góðan ilm sem mun minna ykkur á brúðkaupsdaginn um ókomna tíð. Sumir hafa jafnvel ilmþema í brúðkaupinu og hafa ilmkerti í stíl við ilmvatnið. Hér eru nokkur af okkar uppáhaldsilmvötnum fyrir dömur og herra og einnig ilmvötn sem skilgreina sig ekki eftir hinum hefðbundnu flokkum. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com Versace - Eros Flame Nýjasti herrailmur Versace byggir á andstæðum og er lýst sem blöndu af köldu og heitu, sætu og krydduðu, ljósi og skugga. Ilmurinn er sítruskenndur en á sama tíma má finna kryddaða og viðarkennda tóna. Ilminum er ætlað að höfða til sterkra, ástríðufullra og sjálfsöruggra karlmanna sem eru í góðum tengslum við tilfinningar sínar svo það gæti átt vel við tilvonandi brúðguma. Gucci - Bloom Gocce di Fiori Létt og fersk útgáfa af hinum upprunalega ,,vintage blómailmi Bloom frá Gucci. Bloom Gocce di Fiori minnir á byrjun vors- ins en í stað hinna hefð- bundnu topp-, mið- og botntóna byggist ilmurinn á áköfum tónum jasmínu, tuberose absolute og honeysuckle-blómi. Giorgio Armani - Armani Code Absolu Austrænn, kryddaður og fágaður ilmur sem byrjar á ferskum sítrustónum á grunni rúskinns, tonka-bauna og viðartóna. Coach - Eau de Parfum Tímalaus klassík og gæði einkenna Coach og það sama má segja um ilmvötn þeirra. Coach Eau de Parfum er innblásinn af hvatvísri orku og stíl New York. Ilmurinn býr yfir margslungnum and- stæðum þar sem toppnóturnar innihalda hindber og tyrkneskar rósir sem hvíla á grunni munúðarfulls rúskinns og muskus. Chloé - Nomade Eau de Toilette Hlýr blómailmur sem er léttur og kvenlegur ilmur sem endur- speglar glaðlega konu sem býr yfir tímalausri fágun. Lychee-ber og fresíur einkenna ilminn ásamt eikar- mosa. Væntanlegur í verslanir 15. apríl. Fyrir hana Viktor & Rolf - Flowerbomb Midnignt Glitrandi sólber og næturblómstrandi jas- mína eru umvafin mus- kus og granateplum í þessari nýju túlkun Vikt- or & Rolf á hinu upp- runalega Flower- bomb-ilmvatni. Lancôme - La Nuit Trésor Musc Diamant Töfrandi og munúðarfullur ilmur sem ilmar af krydd- aðri blöndu fresía og Da- maskus-rósa áður áður en fíngerður hvítur musk- us kemur fram. Að lokum koma fram hlýir tónar af vanillu, möndlum og patchouli. Andrea Maack - Cornucopia Vorilmur Andreu Maack nefnist Cornucopia en nafnið þýðist yfir á íslensku sem gnægtahorn. Margslunginn ilmurinn lætur þér líða eins og þú þurfir ekki á neinu að halda aftur, leyfir þér að slaka á og anda rólega. Ilmvötn Andreu Maack fást í Madison Ilmhúsi. Hæckels - Dreamland GPS 23’5N Hæckels framleiðir hágæða ilmvötn úr náttúrulegum hráefnum og eru ilmvötnin frábrugðin öðrum þar sem Hæckels gefur einfaldlega upp GPS-staðsetn- ingu hráefnanna. Dreamland GPS 23’5N byggist á skemmtigarði á 20. öld með skrautgörðum en hluti þess brann. Nú þegar gengið er í gegnum svæðið finnst reykkenndur viðarilmur og ilmur af koluðu leðri en þessir ilmtónar víkja fyrir blómstrandi rósagarði. Ilmvatnið einkennist því af viðar- og leðurtónum á hreinum undirtóni ferskra blóma. Ilmvötn Hæckels koma einnig í formi ilmkerta en vörurnar fást í Geysi Heima. Fyrir alla Gucci - Guilty Cologne Óvenjulegur blómailmur með sterkum rómatískum karakter en Gucci Guilty Cologne er nútímaleg túlkun á hinum klassísku ítölsku kölnarvötnum. Viðarkenndir tónar og sterkir sítrusávextir gera þennan ilm fullkominn á björtum degi. Fyrir hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.