Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 10

Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Góð orka á brúðkaupsdaginn Hvað stendur upp úr? „Hvað dagurinn var fallegur. Eins hvað allir voru glaðir. Það var ekkert stress, heldur góð orka, þar sem allir fengu að njóta sín. Myndatakan var frábær og valdi ég Sögu Sig því hún þekkir mig og veit hvað ég vil. Ég var búin að setja saman „look book“ þannig að þemað var ákveðið fyrirfram. Það skiptir miklu máli að nærveran sé þægileg í myndatökunni, þannig verður maður eðli- legur og útkoman góð.“ Þegar Nína og Aron kynntust fyrir fjórum árum, áttu þau tvö börn hvort. Hvernig gekk að sameina svona stóra fjölskyldu? „Við reynum að hittast og borða saman eins oft og mögulegt er. Þá erum við öll saman og tölum og heyrum hvað öllum liggur á hjarta. Við höfum farið oft í ferðalög með börnunum innanlands sem og utan. En ferðalög eru einna best fallin til þess að þétta hópinn. Strákarnir eiga það sameiginlegt að halda með sömu lið- unum í enska og íslenska boltanum og hittast oft til að horfa á leiki og stelpurnar koma stundum með. Elstu börnin eru 22, 18 og 15 ára og eru öll mjög upptekin í lífinu eins og er hjá flestum í dag.“ Að vera stjúpforeldri er flókið hlutverk Hvaða ráð áttu fyrir þá sem eru í ykkar sporum? „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa það í huga að það kemur enginn í staðinn fyrir foreldrana og að vera stjúpforeldri getur verið flókið hlutverk. Við eigum að vera til staðar fyrir þau og vera góðir vinir. Alls ekki að reyna of mikið strax, heldur að leyfa börnunum að hafa þetta á sínum hraða, sérstaklega þegar þau eru orðin svona stálpuð þá hafa þau sínar skoðanir á hlut- unum, geta farið í mótþróa og þannig geta breytingarnar farið illa í þau. Embla var ung þegar hún kynntist Aroni svo hún horfir á hann sem pabba þó svo hún viti hver er faðir hennar og fari til hans aðra hverja helgi. Ég er mikil mamma í mér og eru börnin mín afar mikilvæg og tek ég móðurhlutverkinu alvarlega. Ég vil gefa þeim mikla ást, hvatningu og ýti undir styrkleika þeirra og vil alltaf vera til staðar fyrir þau. Eins tala ég mikið við börnin. Ég veit að stjúpbörnin mín vita að mér þykir afskaplega vænt um þau og vil vera til staðar, en svo fer þetta í báðar áttir með sam- skipti, allir þurfa að leggja sitt af mörkum.“ Nína Björk segist án efa aldrei munu gleyma þegar stjúpsonur hennar þakkaði henni fyrir að gera pabba sinn svona hamingju- saman. „Það er fátt fallegra en að fá svona orð til sín. Mér þótti ótrú- lega vænt um þetta. Ég held að við séum öll að gera okkar besta og mikilvægt að börnin finni fyrir ást, væntumþykju og að þau séu velkomin. Það er ekkert verra en að setja reiði, gremju, bitur- leika og afbrýðisemi yfir á börnin. Börn stjórna ekki aðstæð- unum. Glaðir foreldrar gera börnin sín glöð að mínu mati.“ Hvað myndir þú segja að væri mikilvægast varðandi brúð- kaup? „Númer eitt, tvö og þrjú að gera hlutina á sínum forsendum. Brúðkaupsdagurinn á að vera fallegur, góður og skemmtilegur. Ég hvet alla til að muna að þetta er þeirra dagur!“ Fallegar ljósmyndir geyma daginn Hvernig er að vera gift kona? „Að finna lífsförunaut og sálufélaga er góð tilfinning. Ég er á þeirri skoðun að þegar maður tekur svona stóra ákvörðun þarf maður að vera duglegur að rækta ástina. Ég líki hjónabandi við blóm sem þarf að vökva og rækta, annars þornar það upp og deyr. Ég vitna í Hjört Magna prest þegar hann gaf okkur saman, þá sagði hann við okkur að blómin yxu ekki hvort í skugga ann- ars, við þurfum frelsi til þess að vera einstaklingar. Ég mæli með að fara alltaf sátt að sofa og bera virðingu hvort fyrir öðru.“ Nína Björk segir að besta ráðið sem hún gæti gefið þeim sem eru að fara að gifta sig sé að brúðhjón muni að setja fókusinn á sig. „Ekki reyna að þóknast öðrum, heldur setjið kraftana í að gera það sem ykkur finnst skipta máli. Eins mæli ég með að flækja ekki hlutina. Við lögðum mest upp úr því að eiga sem bestu minningarnar frá brúðkaupsdeginum. Í okkar huga var það samvera okkar og barnanna og fallegar ljósmyndir, sem geyma daginn fyrir okkur.“ Fjölskyldan fallega á brúðkaupsdaginn. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan- Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt tilað klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfur- plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. Hjálpa þér að halda öllu í skorðu í skúffum. Einnig sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTK FU Aron Karlsson og Nína Björk eru samrýnd hjón sem leggja álúð við ástina í hjónabandinu. Þau keyptu giftingarhringana erlendis. Hennar hringur er með demanti í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.