Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 22
lag með „Foo Fighters“ í brúðkaupi. Fram-
setningin var einföld og tónlistaratriðið varð
einstakt. Blíðlegur kassagítar og kvenrödd
getur klætt lagið úr fötunum og komið því í
brúðkaupsbúning.“
Hún er á því að persónuleg tónlist komi
fólki á óvart og sé upplifun sem býr til sér-
staka tengingu milli brúðhjóna og gesta
þeirra á brúðkaupsdaginn. „Við buðum upp á
„Thank You for the Music“ sem Stefanía
Svavarsdóttir söng og tengdapabbi ásamt
fleiri góðum vinum okkar úr tónlistaiðn-
aðinum spilaði undir. Eins vorum við með
lagið „You’ve Got a Friend“ eftir Carole
King, lagið tóku vinkonur mínar Elísabet
Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir saman.
Þór Breiðfjörð tók lagið „Unchained Melody“
fyrir okkur. Eins sungu Eyrún Eðvaldsdóttir
og Gospelkórinn lokalagið í kirkjunni sem
var „Waiting for a Star to Fall“.
Ég átta mig á því að það geta ekki allir
verið með svona tónlistaratriði á brúðkaups-
daginn, en ég held að allir geti sett sinn per-
sónuleika í daginn með tónlistinni svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Var afslöppuð í undirbúningnum
Hvernig gekk að undirbúa brúðkaupið?
„Ég var roslalega afslöppuð og var ekkert
að stressa mig á undirbúningnum. Ég vissi
að hlutirnir myndu verða í lagi um leið og við
vorum búin að bóka kirkjuna, prestana og
tónlistarfólkið, ásamt því að panta mat, kjól,
hár og förðun. Davíð pantaði daginn fyrir
brúðkaupið sem dæmi myndakassa, sem var
frábært. Honum datt þetta bara allt í einu í
hug og við slógum til. Það jafnast ekkert á
við myndirnar af öllu fólkinu sem skemmti
sér frábærlega vel með okkur þennan dag og
við eigum myndir sem geyma þessar minn-
ingar sem er okkur svo dýrmætt.“
Hljómsveitin Albatross spilaði fyrir gesti í
brúðkaupsveislunni. Eyþór Ingi, Ívar Daní-
els, Böddi Reynis, Friðrik Ómar og brúðurin
og brúðguminn stigu öll á sviðið og skemmtu
gestum þetta kvöld.
Hvað matinn varðar segist Jóhanna Guð-
rún ekki geta hætt að mæla með Kjötkomp-
aníi og Sætum syndum. „Við fengum forrétt-
aplatta frá Kjötkompaníi og síðan buðum við
upp á kalkún og lambakjöt með öllu tilheyr-
andi. Þórunn, sem starfar í kirkjunni, gerði
matinn fyrir okkur. Hún Eva í Sætum synd-
um aðstoðaði mig við að gera æðislega
brúðarköku sem endaði á því að vera frekar
einföld og klassísk. Eva er einstök; hún gefur
manni tíma og hefur ótrúlega þolinmæði þótt
maður skipti nokkrum sinnum um skoðun.
Við vorum með makrónuturna í fallegum
pastellitum sem ég mæli einnig með.“
Nú eruð þið hjónin mikið saman á degi
hverjum þar sem þið starfið saman. Hvernig
er það?
„Við erum ótrúlega góðir vinir og náum vel
saman. Okkur hefur aldrei þótt erfitt að vera
mikið saman og það hentar okkur vel. Við er-
um samrýnd fjölskylda og hlökkum til þess
að eignast annað barnið okkar saman og
halda áfram að njóta alls sem lífið færir
okkur.“
Fyrsti kossinn sem hjón!
Jóhanna Guðrún og
Davíð á fallegu augnabliki
á brúðkaupsdaginn.
Fjölskyldan á brúðkaupsdaginn. Þau eiga
von á öðru barni sínu bráðlega.
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019