Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 26

Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 26
B jörk og Bragi eru sem fyrr segir bú- sett í Stokkhólmi þar sem hann starfar hjá Rindab og hún er í námi. Þau kynntust í apríl 2008 og eiga tvær dætur; Furu Hlín sem fæddist 2016 og Iðunni Ösp sem fæddist 2017. Hundurinn Agnes er einnig hluti af fjölskyldunni. Hvernig var brúðkaupið? „Foreldrar Braga, amma hans og afi búa í Blá- skógabyggð og hafa stundað þar skógrækt í yfir 30 ár. Það er alltaf gott að koma í kyrrðina í sveit- inni og okkur langaði alltaf að gifta okkur þar. Við völdum okkur stað við tjörn þar sem við höf- um átt margar góðar stundir með vinum og vandamönnum, oftast í sól og steikjandi hita. Athöfnin fór fram úti á túni með útsýni yfir tjörnina. Planið var að sjálfsögðu að það yrði sól en við báðum gesti að vera klæddir eftir veðri. Þetta var rigningasumarið mikla á Íslandi þannig að við vorum ekki mjög bjartsýn á að það yrði þurrt þennan dag frekar en hina á undan.“ Brúðurin kom keyrandi niður túnið Björk segir að brúðkaupsdagurinn hafi runnið upp og þá hafi strax orðið ljóst að það yrði rign- ing. „Það var samt mjög hlýtt og stillt. Það var strax rokið af stað að færa veislutjöld niður að tjörn svo einhverjir gætu staðið þar undir.“ Til brúðkaupsins kom Björk keyrandi með börn bróður síns og sín eigin niður túnið á gamalli Toyota Cressida sem Bragi keypti fljótlega eftir að þau kynntust. „Hún hafði staðið ónotuð inni í hlöðu í langan tíma sökum ryðs en var annars í góðu lagi. Á túninu við tjörnina biðu Bragi og gestirnir.“ Una Stef. söng í athöfninni og í veislunni og Ólafur S.K. Þorvaldz, leikari, bruggari og æskuvinur bróður Bjarkar, var bæði athafnar- stjóri og kokkur. Eftir athöfnina var haldið í fjósið þar sem veislan fór fram. Ljósmyndir/Tinna Wedding Photos Rómantískt sveitabrúðkaup Björk Gunnbjörnsdóttir hönnuður útskrifaðist úr LHÍ í vöruhönnun og stundar nú mastersnám í hönnun í Konstfack í Stokkhólmi. Hún giftist Braga Geirdal Guðfinnssyni bifvélavirkja 28. júní 2018. Brúðkaupið var rómantískt og fallegt samvinnuverkefni allra þeirra sem komu að því. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Fylgið okkur á facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 Kjólar fyrir vorveislurnar Gestirnir sátu við fallega upp- sett borð með einföldum en klassískum skreytingum.  SJÁ SÍÐU 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.