Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 28
Við hefðum boðið upp á pylsur Hvernig gekk undirbúningurinn? „Við vorum satt að segja ekki stressuð yfir þessu og vildum hafa þetta mjög afslappað. Und- irbúningurinn var nú varla nokkur af okkar hálfu til að byrja með og við hefðum sjálfsagt endað með að grilla pylsur hefðum við tvö séð um alla skipulagningu. En foreldrar Braga höfðu lengi ætlað að leggja gólf í fjósið hjá sér, en það hefur ekki hýst dýr í mörg ár. Við og foreldrar okkar fórum því í það í byrjun sumars að leggja palla- efni í fjósið og smíða svið. Við fengum slatta af vörubrettum gefins hér og þar sem við notuðum undir sviðið og í pall fyrir utan. Foreldrar okkar stóðu fyrir vínsmökkun og Óli sá um aðalréttinn. Ég hannaði kortin, setti upp heimasíðu og alls konar borðamerkingar, málaði skilti og gerði gestabók. Bragi smíðaði tvö grill úr tunnum, eitt gasgrill og annað kolagrill. Tengdapabbi var óður með pensilinn um allt og málaði allt sem fyrir varð. Síðan var ýmsum smáum og stórum verk- efnum dreift á vini og fjölskyldu. Við fengum t.d. lánað hljóðkerfi, leigðum klósett á hjólum, leigð- um bekki og borð hjá Seglagerðinni og fengum alls konar borðbúnað lánaðan. Tengdamamma fékk fólk með sér í að tína blóm á svæðinu sem síðan voru notuð í skreytingar og blómakransa sem vinkona hennar bjó til. Mágur tengda- mömmu skreytti ryðgötin á bílnum með blómum, bjó til brúðarvönd á síðustu stundu og skreytti brúðartertuna.“ Allt grænmetið úr sveitinni Hvernig veitingar voru? „Með kaffinu höfðum við horn sem pabbi Bjarkar bakaði og við keyptum kleinur af kven- félaginu. Með fordrykknum voru jarðarber frá Reyk- holti og í forrétt fengum við tómatsúpuna góðu og nýbakað brauð frá Friðheimum. Óli grillaði nauta-ribeye, lambalæri, kalkún- abringur og paprikur fylltar með indverskum bygg- og linsubaunarétti. Með þessu voru timíanbakaðar kartöflur, indverskt ofnbakað rótargrænmeti, ferskt íslenskt sumarsalat, steiktur laukur og sveppir, tzatziki-jógúrtsósa, chimichurri og rauðvínsgljái. Allt grænmeti var fengið úr sveitinni. Sindri bakari bakaði brúðartertuna handa okkur en hún var sítrónuterta með osta- kremi.“ Myndirnar úr brúðkaupinu skipta máli Hvað skiptir mestu máli núna eftir á að hyggja? „Það er voða gaman að hafa allt fínt og full- komið en það skiptir alls ekki mestu máli, það var ýmislegt sem gleymdist í öllu stressinu en það breytti engu. Mestu skiptir að hafa gott fólk í kringum sig og treysta því að aðrir geti gert hlutina þótt það sé ekki nákvæmlega eins og þú hefðir gert þá. Okkur þótti endalaust vænt um alla hjálpina sem við fengum og hvað allir voru til í að leggja hönd á plóg. Myndirnar sem voru teknar í brúðkaupinu skipta okkur gríðarlegu máli og það var frábært að hafa ljósmyndara alla veisluna. Ef ég gæti breytt einhverju hefði ég haft upptöku af sviðinu, það væri gaman að eiga til ræðurnar og öll frá- bæru tónlistaratriðin.“ Skemmtileg hópmynd af gestum og brúðhjónum úti í náttúrunni. Vinkonur Bjarkar héldu skemmtilega ræðu. Björk og Bragi fyrir framan brúðarbílinn. Falleg kaka sem passaði vel fyrir brúðkaup í náttúrunni. 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 · Deila verkefnum á þá sem vilja hjálpa · Gefa sér tíma í að skipuleggja brúðkaup · Spara í blómakaupum með því að nota íslensku sumarblómin · Splæsa í ljósmyndara · Hlaða niður lagalistanum á Spotify ef veislan er í sambandslausri sveit Björk mælir ekki með að · Gera ráð fyrir að það sé bara hægt að skjótast til sýslumanns og gifta sig á pappírum (það þarf að panta með ágætum fyrirvara) · Að reyna að gera allt sjálfur Björk mælir með að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.