Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Side 2
Hvernig kom það til að þú fórst að stýra ferða- og útivistarvef? Þetta hefur svo sem verið draumur hjá mér lengi að vinna að verkefni sem þessu. Eftir að ég hætti í morgunútvarp- inu á K100 var þetta kjörið tækifæri fyrir mig. Ég hef gert tvær sjónvarpsseríur fyrir Stöð 2 um útivist og heilsu enda eru þetta einar af mínum stærstu ástríðum og því þakk- lát að fá að vinna við það. Áttu þér uppáhaldsárstíð? Hver árstíð hefur sinn sjarma en mér finnst náttúran fallegust þegar hún er hulin glitrandi snjó í fallegu og sólríku veðri. Jöklaferð eða sólarferð? Ég var uppi á Svínafellsjökli fyrir nokkrum dögum í glamp- andi sól og hef sjaldan verið hamingjusamari en í þessu fal- lega umhverfi. Mér finnst jöklar vera fegursta nátt- úruundrið og fæ aldrei nóg af því að horfa á þá og heillast af þeim. Hvað drífur þig áfram á ferðalögum? Ætli ég sé ekki forvitin að sjá eitthvað nýtt sem nærir mig andlega. Mér finnst óskapleg gott að fara út í náttúruna og anda að mér nýrri og ferskri orku. Einnig held ég að það sé einmitt forvitnin sem rekur mig á milli landa, ég er stanslaust að læra eitthvað nýtt og lifi fyrir það að víkka sjóndeildarhringinn. Eru einhver ferðalög framundan hjá þér á næstunni? Ég er einmitt í þessum skrifuðu orðum að fara út úr bænum. Mér finnst mikilvægt að synir mínir tengi við fegurð íslenskrar náttúru. Við ætlum að byrja á því að fara á kajak á Stokkseyri og kíkja svo að- eins upp á jökul en þeir eru að fara í fyrsta skiptið í smá jöklagöngu. Morgunblaðið/Ásdís FRIÐRIKA HJÖRDÍS GEIRSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Hamingjan í hámarki á jökli Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2019 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Ég er uppgefin, þetta er svo lýjandi. Það má eiginlega segja aðheilsugæslan, félagsþjónustan og BUGL hafi hundsað heilsufars-vanda dóttur minnar, útilokað hana frá því að fá hjálp, fyrir þær sakir að hún passar ekki inn í kerfið þeirra vegna einhverfunnar, passar ekki inn í níðþröngu boxin.“ Svona kemst móðir unglingsstúlku að orði þegar hún ræðir við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins í dag um erfiða stöðu dóttur sinnar sem ný- lega greindist einhverf. Í síðustu viku birtum við viðtöl við nokkrar konur sem hafa fengið einhverfu- greiningu á fullorðinsaldri. Þar var fjallað um mikilvægi þess að greina einhverfu fyrr, einkum hjá stúlkum. Svo virðist sem þær rati síður inni í greiningarferli en strákar og því uppgötvist síðar á ævinni að þær séu á einhverfurófi. Móðirin sem rætt er við í blaði dagsins bendir hins vegar á að gagnslítið sé að greina stúlkurnar ef ekki eigi að hjálpa þeim. Hún kemur ekki fram undir nafni af tillitssemi við dóttur sína en vill gjarnan greina frá stöðu fjölskyld- unnar megi það verða til þess að eitthvað breytist í þessum efnum og fleiri sem þurfi fái hjálp við hæfi. Fjórtán ára dóttir hennar lokar sig af og foreldrarnir hafa fengið þau svör að hún verði að fá sérhæfða sálfræðiþjónustu – en þá þjónustu er hins vegar vandkvæðum bundið að fá. Á meðan foreldrarnir leita að úr- ræðum sem duga versnar ástand dótturinnar og einangrunin verður meiri. Því miður er þetta saga margra. Foreldrar í öngum sínum á hlaupum innan kerfisins en rekast á veggi á meðan börnum þeirra líður verr og verr. Þetta á ekki að þurfa vera svona erfitt. Börn sem þjást eiga einfald- lega að fá alla þá hjálp sem þau þurfa á að halda svo þau geti blómstrað í samfélaginu. Á því græða allir. Einhverfa – en hvað svo? Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Því miður er þettasaga margra. For-eldrar í öngum sínum áhlaupum innan kerfisins en rekast á veggi á meðan börnum þeirra líður verr og verr. Þetta á ekki að þurfa vera svona erfitt. Heiður Heimisdóttir Mjög vel, ég er reyndar í fæðing- arorlofi en mér líst mjög vel á þá. SPURNING DAGSINS Hvernig líst þér á kjarasamn- ingana? Haraldur Sæmundsson Mér líst mjög vel á þá. Nú á eftir að sjá hvernig við útfærum styttingu vinnuviku og launabreytingar. Sunna Björk Ívarsdóttir Ég veit lítið um þetta. Hef ekki fylgst með þessu. Þorsteinn Surmeli Ég er glaður fyrir hönd þeirra sem náðu að semja og það virðast allir vera glaðir og þá er ég glaður. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Friðrika Hjördís Geirsdóttir er fjölmiðlamanneskja með ástríðu fyrir ferðalögum og útivist. Hún ritstýrir ferða- og útivistarvef mbl.is og vefnum Iceland Monitor.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.