Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Side 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2019
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Skinnhúfa kr. 19.800
Vargur kr. 37.000
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Hálsmen kr. 13.900
Hérna erum
við að tala
saman
Bókaðu 8–120 manna fundarými á góðu verði
Nánar á harpa.is/fundir
Öll höfum við orðið vör viðhina gífurlegu fjölgunferðamanna á Íslandi síð-
ustu árin. Við erum að fá í heimsókn
til Íslands um og yfir tvær milljónir
ferðamanna.
Hvað er það sem gerir það að
verkum að svo margir koma hingað?
Er það vegna þess að Ísland er ódýr
ferðamannastaður? Nei, ekki leng-
ur! Hvað er það þá? Jú, okkar stór-
kostlega náttúra. Fjöllin, firðirnir,
fossarnir, Þingvellir, hvalirnir, vötn-
in, heita vatnið og Strokkur. Ferða-
mönnum finnst einnig mikið til koma
okkar frábæru sundlauga sem eru
um allar byggðir landsins. Hver með
sinn sjarma og oft frábæra staðsetn-
ingu. Góður árangur íþróttalands-
liða hefur efalaust haft sitt að segja
og þættir eins og Ófærð eiga líka
sinn þátt í að markaðssetja landið og
náttúruna. Ófáir Norðmenn hafa tal-
að við mig um þáttinn, bæði landslag
og leikara.
Þar að auki er maturinn góður og
veitingahús eru vel sótt allt árið. Það
má nefna flotta staði sem hafa sér-
hæft sig í að matreiða okkar frábæra
fisk, eins og veitingahúsið Messann.
Eða önnur veitingahús eins og Kop-
ar sem bjóða upp á okkar bragðgóða
lambakjöt, „fjallalambið“, fisk og
annað gómsæti.
Orka, vatn og matur má segja að
verði mikilvægustu auðlindir fram-
tíðarinnar. Þess vegna er þróun á
landbúnaði og ræktun gífurlega
mikilvæg fyrir framtíðina. Mikil-
vægt er að við pössum vel upp á okk-
ar stórkostlegu náttúru og auðlindir,
bæði til hafs og lands. Það að geta
boðið upp á „fjallalamb“ sem elst
upp úti í íslenskri náttúru hlýtur að
vera eitthvað sem við getum mark-
aðssett á heimsvísu sem gæðavöru,
eins og Norðmenn markaðssetja
sinn lax um allan heim.
Ef skoðaðar eru kenningar um
nám og taugavísindi (eins og kenn-
ingu Edelmans) þá er lykilatriði að
þróun færni og kunnáttu þarfnast
mikillar þjálfunar og reynslu til að
skapa taugafræðileg net, nokkurs
konar „snaga“. Á unga aldri er mik-
ilvægt að börnin fái fjölbreytt áreiti
og öðlist þannig og skapi marga litla
snaga með yfirborðskenndri þekk-
ingu, sem geta síðan orðið stórir og
sterkir fyrir dýpri þekkingu og
kunnáttu. Við þurfum að efla nátt-
úrufræðiáhuga hjá börnum og ung-
lingum. Það þarf að byrja skipulagða
innleiðingu og kennslu strax í leik-
skólum landsins. Þar fengju börnin
fræðslu í gegnum til dæmis 10
klukkustunda dagskrá þar sem farið
væri yfir bæði dýr, fugla, skordýr,
orma, fiska, hafið, landið og gróður.
Markmiðið væri kennsla þar sem
börnin fengju að kynnast hverju við-
fangsefni á sem bestan og árangurs-
ríkan hátt með því að snerta og
prófa.
Síðan þyrfti markvisst átak til að
fá fleiri nemendur til að velja nám
sem tengist þessu gífurlega mikil-
væga sviði fyrir framtíðina, þar sem
umhverfismál og sjálfbærni eru í
brennidepli úti um allan heim.
Norðmenn hafa virkilega tekið á
þessum málum með stóreflingu Um-
hverfisháskólans í Ås og fjölgun há-
skólafaga í öðrum háskólum sem
tengjast umhverfi, umhverfisvernd
og sjálfbærni.
Eflum náttúrufræðikunnáttu –
tendrum loga.
Náttúra og náttúrufræði
Vísindi og
samfélag
Hermundur
Sigmundsson
hermundurs@ru.is
’ Við þurfum að eflanáttúrufræðiáhugahjá börnum og ungling-um. Það þarf að byrja
skipulagða innleiðingu og
kennslu strax í leik-
skólum landsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gjaldþrot WOW air er áfall sem sviptirfjölda fólks lífsviðurværi og hagkerfiðí heild sinni dýrmætum tekjum. Það
er mikil eftirsjá að þessu fyrirtæki sem stuðl-
aði með margvíslegum hætti að bættum lífs-
kjörum og auknum lífsgæðum á Íslandi.
Ferðaþjónustan mun til skemmri tíma verða
fyrir töluverðu höggi. Að óbreyttu er talið að
brotthvarf WOW air valdi því að erlendum
ferðamönnum fækki um um það bil 300 þúsund
á árinu, en önnur flugfélög munu fylla það
skarð að einhverju leyti með því að auka sæta-
framboð.
Þessi málalok áttu sér töluvert langan að-
draganda eins og allir landsmenn fylgdust
með. Sú staðreynd stuðlaði að tvennu. Annars
vegar mildaði þetta höggið vegna þess að fé-
lagið byrjaði sjálft að draga verulega saman
seglin. Hins vegar höfðu stjórnvöld svigrúm til
undirbúnings.
Stjórnvalda að bregðast við
með ábyrgum hætti
Eins og fyrirsjáanlegt var reyna sumir stjórn-
arandstæðingar að nýta sér þessa atburði til
að pota í ríkisstjórnina með frekar ódýrum og
ótrúverðugum hætti. Sumir þeirra segja að
áætlanir hennar hafi aðeins gengið út á að
koma strandaglópum til síns heima, sem sé
ekki einu sinni hlutverk stjórnvalda. Þeir hinir
sömu ættu endilega að koma því á framfæri við
bresk stjórnvöld, sem stóðu frammi fyrir því
að ríflega 100 þúsund manns urðu stranda-
glópar þegar flugfélagið Monarch fór á haus-
inn og eyddu gífurlegum fjármunum í að koma
þeim til síns heima. Að sjálfsögðu er það hlut-
verk ábyrgra stjórnvalda að leggja mat á þá
ringulreið og tilheyrandi álitshnekki fyrir
landið sem getur orðið við verstu mögulegu að-
stæður, ef áfall sem þetta verður á versta
mögulega árstíma og versta mögulega tíma
dags, og teikna upp mögulegar leiðir til að
milda þá stöðu.
Merkilega þrautseigar eru líka raddir um að
stjórnvöld hefðu átt að freista þess að bjarga fé-
laginu. Gefið er í skyn og eiginlega fullyrt að ein-
hver tiltekinn fjöldi milljarða hefði dugað til að
gera félagið lífvænlegt. Ef sú hefði verið raunin
hefðu fjárfestar gripið tækifærið á markaðs-
legum forsendum. Horfa má til fordæmisins um
Air Berlin, sem var gríðarlega stórt og mik-
ilvægt flugfélag. Þýsk stjórnvöld reyndu ekki að
bjarga því félagi. Þau veittu því lán, en ekki til að
bjarga því heldur eingöngu til að kaupa svigrúm,
örfáar vikur, svo að hægt yrði að selja eignir
þess. Til stóð að lánið fengist að fullu endurgreitt
en þýskir fjölmiðlar hafa síðar haldið því fram að
þriðjungur?/töluverður hluti þess hafi tapast.
Aukið sætaframboð mikilvægast
Miklu skiptir að reyna að milda höggið sem
verður til skamms tíma, það er að segja á
þessu ári. Að mínu mati skiptir þar mestu að
auka sætaframboð til landsins. Ísland er án
nokkurs vafa á kortinu sem vinsæll áfanga-
staður erlendra ferðamanna. Kynningar- og
markaðsátak gæti vissulega skilað árangri
og kemur að sjálfsögðu til skoðunar en ef
sama krónan gæti annaðhvort gert 500
manns meðvitaða um Ísland eða orðið til
þess að fjölga flugsætum hingað til lands um
500 þá yrði hið síðarnefnda auðvitað fyrir
valinu.
Í mínum huga leikur enginn vafi á því að
ferðaþjónusta verður áfram ein af und-
irstöðuatvinnugreinum okkar. Það gerum
við með því að huga sérstaklega að því að
leggja áherslu á arðsemi framar fjölda
ferðamanna.
Langtímaverkefni ferða-
þjónustunnar er sjálfbærni
Öll viðleitni okkar í ráðuneyti ferðamála miðar
að því að efla greinina á forsendum sjálfbærni.
Sjálfbærni er bara orð þar til settir eru fram
mælikvarðar. Í störfum mínum hef ég lagt
áherslu á þetta og birtist hún í okkar helstu
verkefnum sem eru:
Endurskoðun á langtímastefnumótun í
ferðaþjónustu í samráði við greinina og sveit-
arstjórnarstigið
Viðamikið álagsmat á tugi mælikvarða
samfélagslegra, umhverfislegra og efnahags-
legra innviða, til að stuðla að upplýstari
ákvarðanatöku og forgangsröðun
Efling rannsókna og gagnaöflunar
Bæta stafræna tækni í ferðaþjónustu
Uppbygging innviða á vegum Fram-
kvæmdasjóðs ferðamannastaða og Lands-
áætlunar um innviðauppbyggingu
Nýjar áfangastaðaáætlanir landshlutanna,
innleiðing þeirra og framkvæmd
Barátta gegn ólöglegri starfsemi, svo sem
með heimagistingarvakt
Það er mín bjargfasta trú – og hún bygg-
ist á trú minni á frjálst framtak – að til
lengri tíma muni aðrir fylla upp í það skarð
sem WOW air skilur eftir sig að því marki
sem starfsemi þess var sjálfbær. Í þessum
orðum felst trú á framtíð Íslands sem
fyrsta flokks áfangastaðar ferðamanna og á
framtíð íslenskrar ferðaþjónustu sem einn-
ar af okkar mikilvægustu undirstöðu-
atvinnugreinum.
Ferðaþjónusta verður áfram undirstöðuatvinnugrein
’Í mínum huga leikur eng-inn vafi á því að ferða-þjónusta verður áfram ein afundirstöðuatvinnugreinum
okkar. Það gerum við með því
að huga sérstaklega að því að
leggja áherslu á arðsemi fram-
ar fjölda ferðamanna.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is