Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Síða 12
Fimar hendur vinna kraftaverk. Aðgerðin tók klukkutíma og Anna var þá komin með nýja mjöðm. B laðamaður fékk það mikilvæga hlut- verk að fylgja vinkonu út fyrir land- steinana í liðskiptaðgerð, en í heilt ár hafði hún haltrað um, óvinnufær og kvalin. Mjöðmin var ónýt og þurfti hún nýja og eftir að hafa reynt til þrautar að komast í aðgerð sem fyrst á Landspítalanum var ákveðið að halda til Svíþjóðar. Yrði það greitt að fullu á grundvelli þriggja mánaða regl- unnar, þ.e. ef sjúklingur kemst ekki í aðgerð innan þriggja mánaða á hann rétt á að sækja læknisþjónustu í öðru landi innan EES- svæðisins. Konan, sem ekki vill koma fram undir nafni en kallast hér Anna, hefði að vonum kosið að þurfa ekki að ferðast á milli landa til að fá bót meina sinna. Henni stóð til boða að komast strax í aðgerð á Klíníkinni í Ármúla, en þar hefði hún þurft að greiða úr eigin vasa 1.200.000 kr. þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki gengið til samninga um slíkar aðgerðir ef bið- tími er óeðlilega langur. Í staðinn var ferðinni heitið á einkaspítala í Svíþjóð þar sem aðgerð, auk ferðar, kostar ríkið um tvær milljónir króna. Heppin að geta ferðast Anna er samt sem áður ein af þeim sem eru nógu vel á sig komnir líkamlega til að þola slíka ferð, enda aðeins rúmlega fimmtug. Þeir eru fleiri sem ekki myndu þola ferðir milli landa í erfiðar aðgerðir vegna aldurs eða annarra und- irliggjandi sjúkdóma. Þeir sjúklingar eru dæmdir til að bíða þar til röðin kemur að þeim hér heima en biðtíminn í slíka aðgerð á Land- spítala er oft eitt til tvö ár. Fyrst þarf nefnilega að fara á biðlista til að hitta lækni og svo á ann- an biðlista til að fara í aðgerð. Ferðin út gekk vel en flogið var til Kaup- mannahafnar þar sem við tókum bílaleigubíl og héldum strax af stað til Halmstad í Suðvestur- Svíþjóð. Anna svaf ekki dúr nóttina fyrir brott- för en náði svo góðum svefni á afar lúnu hóteli í miðborg Halmstad nóttina fyrir aðgerð. Vaknað var eldsnemma og þurfti Anna að fara tvisvar í sturtu og þvo sér með sótthreinsandi sápu. Ekki var laust við smákvíða hjá Önnu, enda hafði hún aldrei hitt lækninn sem átti að skera, og fram undan beið stór skurðaðgerð. Það var vel tekið á móti okkur á Capio Move- ment, einkaspítalanum í miðbæ Halmstad sem sérhæfir sig í bæklunarskurðaðgerðum. Eftir blóðprufur, skoðun og röntgenmyndatöku var aðeins að bíða eftir aðgerðinni. Við hittum skurðlækninn, Johnny Paulsson, og reyndist hann sem betur fer ákaflega traustvekjandi. Hann fullvissaði Önnu um að allt færi vel. Aðstoðarkonan, blaðamaðurinn og ljósmynd- arinn ég var líka kvíðin, enda hafði mér verið veitt leyfi til að vera viðstödd aðgerðina og mynda hana í bak og fyrir. Mestu áhyggjurnar voru að falla í yfirlið; jafnvel detta með látum beint ofan á sofandi vinkonuna eða á gólfið. Eins og á smíðaverkstæði Önnu var boðið inn á skurðstofu og látin sitja til að byrja með. Svæfingalæknirinn var snöggur að leggja mænudeyfinguna á meðan hjúkrunar- fræðingur hélt um Önnu. Því næst var hún lögð á hliðina og skorðuð föst með þar til gerðum festingum. Hægri fótleggur, sem var merktur með rauðri ör til öryggis (svo rangur fótur yrði ekki skorinn upp), var því næst hengdur upp og skrúbbaður hátt og lágt. Á þeim tímapunkti og jafnvel nokkru fyrr var Anna farin inn í drauma- landið, en hún hafði fengið slævandi lyf í æð. Næst var fótleggurinn vafinn í grænan dúk og allur líkaminn hulinn að auki, nema sá blett- ur við mjöðm þar sem átti að skera. Paulsson læknir gekk hreint til verks og var snöggur að skera um 15 sentimetra langan skurð sem náði djúpt í gegnum fituvefinn, já, alveg niður að mjaðmabeini. Á borðum fyrir framan lágu verk- færi af ýmsum toga; hamar, meitill, hnífar, járn- stangir, borvél og ég veit ekki hvað. Ef það hefðu ekki verið grænklæddir skurðlæknar þarna hefði mátt halda að við værum stödd á smíðaverkstæði. Næst hófst vinnan við að komast að mjaðma- beini og saga mjaðmakúluna af. Paulsson sýndi ljósmyndara vel eydda og rennislétta kúluhlið, blóðuga að vísu, enda ekki nema von, nýkomin úr sárinu. Því næst þurfti að fræsa innan úr skálinni með þar til gerðu áhaldi sem minnti helst á töfrasprota. Löng bið á enda Næst þurfti að bora inn í merghol lærleggsins og berja svo stálstykki þar inn og var þá ham- Gamli verkurinn loks horfinn Ef sjúklingur þarf að bíða lengur en þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð stendur honum til boða að fara utan í slíka aðgerð. Blaðamaður fylgdi konu til Svíþjóðar í síðasta mánuði og fékk að vera viðstödd mjaðmaskiptaaðgerð. Ljósmyndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Johnny Paulsson ræðir við Önnu fyrir aðgerð og svarar skilmerkilega spurningum hennar stuttu áður en henni var rúllað inn í skurðstofu. Gamla mjaðmakúlan var rennislétt og eydd og gott var að losna við hana og fá nýja. ’ Það heyrðist vel í hamrinum,söginni og „töfrasprotanum“.Vinkonan lá meðvitundarlaus ámeðan verið var að hamast á liðnum, stinga höndum inn í opið sárið og koma þar fyrir skínandi fallegri nýrri mjaðmakúlu. Fótleggurinn var vel innpakkaður og aðeins sást í húð þar sem skera átti. Búið var að tússa rauða ör svo ekki yrði skipt um ranga mjöðm. Hjúkrunarfræðingurinn sýnir skurðlæknum tvo kassa með nýju mjöðminni; kúlu og stöng sem fer ofan í lærlegginn. Hún fær samþykki frá þeim um að rétta stærðin hafi verið valin. HEILBRIGÐISMÁL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.