Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Qupperneq 14
HEILBRIGÐISMÁL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2019
R
íflega þúsund manns voru á biðlist-
um eftir liðskiptaaðgerð þegar síð-
ustu tölur um listana voru gefnar
út hjá landlækni í október 2018.
Þær tölur segja þó aðeins til um
þá sem þegar hafa fengið úr því skorið hjá
lækni að þeir þurfi á aðgerð að halda.
Áður en fólk kemst á biðlista eftir aðgerð
þarf það oft að bíða upp undir ár eftir að komast
í viðtal til sérfræðings. Þannig má segja að töl-
ur um bið skekkist nokkuð ef aðeins er horft á
seinni biðlistann; þann biðlista sem sjúklingur
kemst á eftir að hann fer í viðtal til sérfræðings.
Bæklunarskurðlæknir sem blaðamaður ræddi
við telur líklegt að um 500 manns geti verið á
bið eftir að komast í viðtal.
Samkvæmt skýrslu landlæknis er biðtími á
göngudeild bæklunarlækna á bilinu 6-8 mán-
uðir á Landspítala og hefur lengst frá upphafi
árs 2018. Styttri biðlistar í viðtal hjá sérfræð-
ingi voru á Akureyri, eða einn og hálfur mán-
uður, á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akra-
nesi tíu dagar og hjá Klíníkinni í Ármúla innan
við mánuður.
Það er ekki fyrr en fólk er búið að komast í
viðtal til sérfræðings að það fær gefna upp dag-
setningu á væntanlegri aðgerð, þurfi það á
henni að halda. Þá fyrst er það komið á biðlista
eftir aðgerð þótt biðin þar á undan geti hafa
verið löng og ströng. Samkvæmt viðmið-
unarmörkum Embættis landlæknis um ásætt-
anlegan biðtíma á aðgerðin að vera innan 90
daga og er miðað við að 80% sjúklinga komist í
aðgerð innan þess tíma.
Í skýrslu landlæknis frá október 2018 er farið
yfir stöðu á biðlistum eftir völdum skurð-
aðgerðum. Aðgerðastaðir eru þá beðnir um
upplýsingar og m.a. er óskað eftir þeim heild-
arfjölda á biðlista og þeim fjölda sem beðið hef-
ur lengur en þrjá mánuði. Ef skoðaðir eru þeir
sem bíða eftir mjaðmaskiptaaðgerð, hafa sjö af
tíu verið lengur en þrjá mánuði á biðlista á þeim
þremur aðgerðarstöðum sem taka þátt í bið-
listaátakinu. Hjá sjúklingum sem bíða eftir
hnéskiptum hafa ríflega tveir af þremur beðið
lengur en þrjá mánuði.
Legurými af skornum skammti
Biðlistaátakið, sem hófst árið 2016, er þó sagt
hafa skilað árangri. Á vef landlæknis segir um
stöðu á biðlistum í desember 2018 að staðan
hafi lagast töluvert frá upphafi átaksins. „Á
heildina litið hefur biðlistaátakið skilað miklum
árangri. Aðgerðum hefur fjölgað mikið og bið-
tími hefur styst þrátt fyrir að hann sé enn of oft
yfir viðmiðunarmörkum. Á sama tíma og átak-
ið hefur staðið yfir hefur þörfin fyrir sumar að-
gerðir aukist sem lýsir sér í auknu innflæði
sjúklinga á biðlista eftir þeim aðgerðum. Þá
hafa ýmsir þættir dregið úr afkastagetu
sjúkrahúsanna, s.s. lokun rúma, skortur á
hjúkrunarfræðingum og frestun aðgerða.
Einnig hefur áhrif hversu margir þeir ein-
staklingar eru sem lokið hafa meðferð á Land-
spítala og bíða eftir þjónustu annars staðar,
svo sem hjúkrunarrými, endurhæfingu eða bú-
setuúrræði.“
Sjúklingar fá dagsetningu aðgerðar en lenda
svo í að aðgerðinni sé frestað. Landlæknir leit-
aði að ástæðum fyrir því. Það sem veldur frest-
unum er oft bráðaaðgerðir sem verða að ganga
fyrir, skortur er á starfsfólki (og ekki er þá
hægt að innrita eins marga sjúklinga og ætti að
vera pláss fyrir) og síðast en ekki síst er ekki
pláss á deild vegna sjúklinga sem eru tilbúnir
að útskrifast af deildinni en skortir önnur úr-
ræði. Að auki vantar einnig oft legurými á gjör-
gæslu.
770 mjaðmaaðgerðir
Biðlistaátakið hefur stytt biðtíma í liðskipta-
aðgerðir á mjöðm en betur má ef duga skal. Í
október árið 2015 biðu til að mynda 523 ein-
staklingar eftir aðgerð en í október 2018 voru
þeir 337. Á síðasta ári voru gerðar í kringum
770 liðskiptaaðgerðir á mjöðmum hér á landi á
þremur stöðum; LSH, Akureyri og Akranesi.
Þegar biðtími eru skoðaður er gjarnan mið-
að við miðgildi biðtíma en það segir til um hve-
nær 50% þeirra sem fóru í aðgerð höfðu komist
að. Miðgildi biðtíma er nokkuð misjafn eftir
heilbrigðisstofnunum; á Landspítala fór mið-
gildi biðtíma úr 36 vikum árið 2015-2016 í 21
viku árið 2017-2018. Af 491 sem fór í aðgerð á
Landspítala á síðasta ári, beið helmingur því 21
viku eða lengur, a.m.k. fimm mánuði. Biðtími á
HVE (Akranesi) hefur farið vaxandi og á síð-
asta ári beið helmingur þar a.m.k. 14 mánuði.
Á Akureyri var miðgildi biðtíma á síðasta ári
19 vikur. Helmingur þeirra 212 sem fóru í að-
gerð hafði því beðið í rúma fjóra mánuði þegar
aðgerðin var gerð. Eins og fyrr segir er hér að-
eins verið að horfa á seinni biðlistann en und-
anskildir eru þeir sem enn hafa ekki komist í
viðtal. Einnig er hér ekki tekið með í reikning-
inn að 200 manns hafa farið í liðskiptaaðgerð á
Klíníkinni á síðustu tveimur árum og fjöldi
manns farið til útlanda. Leitað var upplýsinga
hjá Sjúkratryggingum Íslands um fjölda
þeirra sem farið hafa utan í aðgerðir en ekki
fengust svör við því áður en blaðið fór í prent-
un.
Biðtími umfram viðmiðunarmörk
Varðandi hnéaðgerðir hefur í heild þeim sem
bíða aðeins fækkað. Í október 2015 voru 844 á
biðlista en í október 2018 voru þeir 703.
Verulega hefur fækkað þeim sem beðið hafa
í tólf mánuði eða lengur. Einnig hefur fækkað í
hópi þeirra sem beðið hafa í sex mánuði eða
lengur. Á síðasta ári voru gerðar hér á landi
734 hnéaðgerðir (frá okt. 2017 til okt. 2018) en
eins og fyrr segir er svipaður fjöldi á biðlista,
eða 703. Í skýrslu landlæknis segir: „Þegar að-
gerðarfjöldi á ári er svipaður og fjöldi á biðlista
verður biðtími langt umfram viðmiðunarmörk
um að 80% komist í aðgerð innan þriggja mán-
aða.“
Miðgildi þeirra sem biðu eftir hnéaðgerð er
ólíkt eftir þessum þremur aðgerðastöðum. Frá
okt. 2015 til loka sept. 2016 var miðgildi bið-
tíma á Landspítala 63 vikur en 33 vikur hjá
þeim sem fóru í aðgerð frá okt. 2017 til okt.
2018. Þannig beið um helmingur þeirra 447
einstaklinga sem þar fóru í aðgerð 2017-2018 í
rúma sjö mánuði eftir aðgerð, þó svo að biðtím-
inn hafi styst um helming frá árunum á undan.
Miðgildi biðtíma þeirra 90 sem fóru í aðgerð á
HVE frá okt. 2017 til okt. 2018 var 64 vikur.
Þannig biðu 50% a.m.k. tæpa 15 mánuði eftir
aðgerð. Á Akureyri var miðgildið 24 vikur og
komst þá helmingur þeirra 197 sem þar fóru í
hnéskipti í aðgerð eftir rúma fimm mánuði.
Hægt að sækja þjónustu erlendis
Í reglugerð heilbrigðisráðuneytis um lækn-
ismeðferð sem ekki er unnt að veita hér á landi
segir: „Sé sjúkratryggðum brýn nauðsyn á
læknismeðferð erlendis, vegna þess að ekki er
unnt að veita honum nauðsynlega aðstoð hér á
landi, greiða Sjúkratryggingar Íslands kostn-
að við meðferðina. Sama gildir um kostnað við
lyf og læknishjálp sem nauðsynleg er erlendis
í tengslum við meðferðina. Meðferðin skal
vera alþjóðlega viðurkennd og byggjast á
gagnreyndri þekkingu á sviði læknisfræði,
sbr. 44. gr. laga um sjúkratryggingar.“
Sjúklingur sem þarf að bíða lengur en í þrjá
mánuði eftir nauðsynlegri aðgerð má því leita
sér læknishjálpar til annarra landa innan
EES-svæðisins, treysti viðkomandi sér til
þess að ferðast milli landa.
Umfjöllun um liðskiptaaðgerðir heldur
áfram næsta sunnudag þegar birt verða viðtöl
við bæklunarskurðlækna og sjúkling sem
fengið hafði heimild til að fá aðgerð í Svíþjóð
niðurgreidda af Sjúkratryggingum Íslands en
mátti svo ekki ferðast þegar til kom.
Morgunblaðið/Ásdís
Yfir þúsund bíða aðgerða
Þrátt fyrir biðlistaátak sem staðið hefur yfir í þrjú ár biðu 1.040 manns eftir að komast í liðskipti á hné eða
mjöðm í október síðastliðnum. Margir sjúklingar kjósa að fara til útlanda í aðgerðir á grundvelli þriggja
mánaða reglu og enn aðrir kjósa að borga sjálfir fyrir aðgerð á einkastofnun til að sleppa við biðina löngu.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is