Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Síða 28
Níundi áratugur síðustu aldarvar þekktur fyrir óhóf, glysog glamúr og hljómsveitin
Mötley Crüe var þar fremst í flokki
með sitt túperaða hár. Aðalstaðurinn
var Sunset Strip í Hollywood og
rokk og ról réð ríkjum, rokk af þeirri
gerð þegar menn gengu í þröngum
buxum og deildu fataskáp með kær-
ustunum sínum. Kvikmyndin The
Dirt sem kom nýlega inn á Netflix
segir sögu hljómsveitarinnar. Mynd-
in er byggð á metsölubókinni, The
Dirt: Confessions of the World’s
Most Notorious Rock Band, ævisögu
Mötley Crüe frá 2001. Neil Strauss
skráði söguna með aðstoð frá hljóm-
sveitarmeðlimunum. Douglas Booth
leikur bassaleikarann Nikki Sixx,
Colson Baker, betur þekktur sem
rapparinn Machine Gun Kelly, leik-
ur trommarann Tommy Lee, Iwan
Rheon er gítarleikarinn Mick Mars
og Daniel Webber fer með hlutverk
söngvarans Vince Neils.
Eiturlyfjanotkun, óhófleg
drykkja, partí og kynlíf er allt meðal
þess sem einkenndi líf þeirra framan
af ferlinum.
„Ég notaði heróín fyrir yfir þús-
und dali á dag og það fór ábyggilega
eitthvað svipað í kókaín og alkóhól.
Ég var á hraðri niðurleið og stefndi í
gjaldþrot eða dauða. Það var erfitt
að horfa upp á þetta í myndinni,“
sagði Sixx við USA Today.
Þetta eru engar ýkjur því bassa-
leikarinn tók of stóran skammt af
heróíni en það tókst að endurlífga
hann. Allt þetta er í kvikmyndinni og
miklu meira til enda gerðist margt
ófallegt og sorglegt í lífi þeirra, sem
þeir vildu að yrði ekki sleppt.
Sixx var spurður í viðtali við Kerr-
ang hvernig mögulegt hefði verið að
lifa lífi sem samanstóð af tónleikum,
kókaíni, alkóhóli, pillum, stripp-
búllum og einkaþotum. Hann svar-
aði því til að það væri í raun ekki
hægt. „Við þurftum að aflýsa Evr-
óputúr vegna þess að ég átti við
eiturlyfjavandamál að stríða. Við
kláruðum batteríin og rákumst á
vegg. Þetta hafði slæm áhrif á hljóm-
sveitina og ferilinn. Okkur fannst að
við gerð myndarinnar ættum við
ekki að líta framhjá þessu og gera
mynd sem léti öllum líða vel eða líka
við sveitina, það væri ekki hrein-
skilin kvikmyndagerð,“ sagði Sixx
sem vildi láta allt flakka.
„Við vildum hafa með í myndinni
þegar fallega dóttir Vince deyr. Við
vildum hafa með bílslysið sem hafði
svo mikil áhrif á sveitina, sem Razzle
dó í,“ sagði Sixx og á þar við
trommuleikara annars glysbands,
Hanoi Rocks, sem lést í bílslysi
sem Vince Neil var valdur að und-
ir áhrifum áfengis.
Sixx bætir við að hann
skilji ekki alveg hvernig
þeir lifðu þetta alltaf af.
„Við vorum sterkari en við
héldum.“
Persóna Sixx, sem
Booth leikur, er í for-
grunni í myndinni sem
sögumaður. „Þetta var
skemmtileg leið inn í ótrú-
lega og öðruvísi tíma því
Láta allt
flakka
Heimildarmyndin The Dirt segir frá
uppgangi rokksveitarinnar Mötley Crüe
á níunda áratugnum.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Liðsmenn Mötley Crüe
eins og þeir birtast í
myndinni The Dirt.
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2019
LESBÓK
Rapparinn Machine Gun
Kelly, sem heitir réttu nafni
Colson Baker, fékk strax mik-
inn áhuga á að leika í The
Dirt þegar hann heyrði af
myndinni. Hann er mikill
aðdáandi Tommys Lees og
fékk sér húðflúr af tromm-
aranum á úlnliðinn þegar
hann var 18 ára gamall.
„Það kom enginn til mín
og bað mig að leika í mynd-
inni; ég fór í prufu fyrir hana
sex sinnum,“ sagði hann við
Entertainment Weekly.
Hann var tilbúinn að taka lít-
ið hlutverk bara til að vera í
myndinni. „Svo fór ég í prufu
sem Nikki Sixx og þau sögðu
að ég hefði sömu orku og
Tommy Lee og ég ætti að
koma aftur til að fara í prufu
fyrir það hlutverk. Og svo
fjórum prufum síðar fékk ég
hlutverkið. Ég er
hávaxinn og
grannur og full-
ur af orku, svo
þetta passaði
vel.“
Ákveðinn
í að leika í
myndinni
Það er svipur
með Machine
Gun Kelly og
Tommy Lee.
ÁLAG „Ég minnist þess að suma daga var hún með sól-
gleraugu daglangt í hljóðverinu,“ segir Patrick Leon-
ard, annar upptökustjóra einnar frægustu breiðskífu
Madonnu, Like a Prayer, í samtali við breska blaðið The
Guardian á dögunum en því er fagnað um þessar mund-
ir að þrjátíu ár eru liðin frá útgáfu plötunnar. Leonard
segir mikið álag hafa verið á söngkonunni meðan á gerð
plötunnar stóð, bæði vegna þess að hjónaband þeirra
Seans Penns leikara hékk á bláþræði á þessum tíma og
ekki síður vegna þess að yrkisefnið á plötunni var við-
kvæmt, uppvöxtur Madonnu á strangkatólsku heimili. Í
viðtalinu kemur fram að Madonna hafi gengið gegnum
mikinn hreinsunareld við gerð plötunnar og liðið mun
betur í sálartetrinu á eftir.
Mætti með sólgleraugu
Madonna með
sólgleraugun.
Reuters
HÁR Eins og þeir sem mættu á uppistand
Bruce Dickinsons, söngvara Iron Maiden, í
Hörpu laust fyrir jól veittu athygli þá er
kappinn byrjaður að safna hári á ný eftir að
hafa verið með drengjakoll í meira en tvo
áratugi. Beðinn um skýringar á þessu uppá-
tæki á sýningu í Hollandi á dögunum svaraði
Dickinson því til að hann væri að þessu vegna
þess að hann væri orðinn gamall og langaði
að svekkja jafnaldra sína sem búnir eru að
missa hárið fyrir fullt og fast. Í svari söngv-
arans kom einnig fram að hann hefði upphaf-
lega klippt sig vegna þess að hann langaði að
vera unglegri.
Safnar hári til að svekkja jafnaldrana
Bruce Dickinson er kominn með fínan makka.
Skjáskot
Eddie Van Halen í essinu sínu.
Engir endurfundir
hjá Van Halen
ROKK Orðrómur þess efnis að fjór-
ir upprunalegu meðlimir hinnar
fjallhressu rokksveitar Van Halen
komi til með að standa saman á
sviði í fyrsta skipti í 35 ár síðar á
þessu ári virðist vera úr lausu lofti
gripinn. Alltént tísti bassaleikarinn
Michael Anthony, sem er sá eini
fjórmenninganna sem stendur utan
bandsins, á dögunum að ekkert yrði
af téðum túr. Frekari upplýsingar
fylgdu ekki tístinu en grunnt hefur
verið á því góða milli hans og Van
Halen-bræðra, Eddie og Alex, í
hálfan annan áratug. Sonur Eddie,
Wolfgang, hefur leikið á bassa með
sveitinni síðustu árin, auk þess sem
David Lee Roth söngvari er snúinn
aftur eftir langvarandi fjarveru.
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið: