Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Hefur þú prófað nýju
kjúklingasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
ræðukóngur 148. löggjafarþingsins,
Björn Leví Gunnarsson pírati, sem
talað hefur í 803 mínútur. Bryndís
Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki hef-
ur talað lengst þingkvenna, eða í
765 mínútur. Bjarni Benediktsson
er sá ráðherra sem lengst hefur tal-
að, eða í 732 mínútur samtals. Björn
Leví var sem fyrr segir ræðukóngur
á 148. löggjafarþinginu en hann
blandar sér varla í baráttuna núna.
Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis
hafa 9.986 ræður og athugasemdir
verið fluttar á yfirstandandi þingi.
Þingræður eru 5.078 og athuga-
semdir 4.908. Samtals hafa þing-
menn talað í 466 klukkustundir.
Orkupakkinn til umræðu
Stærsta mál komandi vorþings er
án efa 3. orkupakkinn og mál hon-
um tengd. Guðlaugur Þór Þórðar-
son utanríkisráðherra mælti fyrir
þingsályktunartillögunni um orku-
pakkann áður en þingið fór í páska-
frí. Urðu miklar umræður um málið.
Að henni lokinni gekk málið til
utanríkismálanefndar þingsins.
Hefur nefndin sent út umsagnar-
beinir til 127 aðila, félaga og ein-
staklinga. Frestur til að skila um-
sögnum er til 30. apríl. Tekið er
fram á vef Alþingis að hver sem er
geti þó sent inn umsagnir um þing-
mál.
Oft hefur það gerst að þinghaldið
hefur teygst fram á sumarið þegar
umdeild mál eru til umræðu og svo
kann að fara að þessu sinni. Má
ætla að seinni umræðan um 3. orku-
pakkann verði löng og ítarleg.
Ný þingmál, sem áttu að koma á
dagskrá fyrir sumarhlé, þurftu að
berast skrifstofu Alþingis fyrir lok
marsmánaðar. Samkvæmt starfs-
áætlun þingsins á nefndastörfum að
ljúka 24. maí. Almennar stjórnmála-
umræður (eldhúsdagur) verða mið-
vikudaginn 29. maí.
Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir
Birgir
Þórarinsson
Þorsteinn
Víglundsson
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Þingmenn koma til starfa að nýju í lok apríl. Mörg mál á eftir að
ræða og afgreiða og verður áreiðanlega nóg að gera í þinghúsinu.
Tveir þingmenn berjast um ræðukóngstitilinn Alþingi kemur saman eftir
páskafrí 29. apríl Nær 10 þúsund ræður verið fluttar á yfirstandandi þingi
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is.
Alþingi kemur saman að nýju 29.
apríl næstkomandi að loknu 17 daga
páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun
þingsins verður síðasti þingfundur
fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5.
júní.
Það fylgir því ætíð spenna hvaða
þingmaður verður ræðukóngur/
drottning á hverju löggjafarþingi.
Nú þegar 18 þingfundardagar eru
eftir samkvæmt starfsáætlun 149.
löggjafarþingsins eru tveir karlar
svo að segja hnífjafnir. Birgir Þór-
arinsson Miðflokki hefur flutt 341
ræðu og athugasemd og talað í sam-
tals 1.075 mínútur, eða um 18
klukkustundir. Fast á hæla honum
kemur Þorsteinn Víglundsson Við-
reisn, sem hefur flutt 372 ræður og
athugasemdir og talað samtals í
1.067 mínútur.
Þegar þingið fór í jólaleyfi 18.
desember sl. var Þorsteinn í for-
ystu, hafði nærri klukkutíma for-
skot á Birgi. Sá síðarnefndi hefur
verið mjög öflugur í ræðustólnum
eftir áramótin. Ljóst má vera að
þessir tveir þingmenn munu bítast
um ræðukóngstitilinn á þessu þingi.
Í þriðja sæti er Þorsteinn Sæ-
mundsson Miðflokki sem talað hef-
ur samtals í 857 mínútur og fjórði er
Fjöldi fyrir-
spurna sem lagð-
ar hafa verið
fram á 149. lög-
gjafarþingi er
449. Fyrirspurnir
til munnlegs
svars eru 50 og til
skriflegs svars
399. Þessar upp-
lýsingar fengust
hjá Alþingi.
Björn Leví Gunnarsson hefur lagt
fram 57 fyrirspurnir, Inga Sæland
32, Jón Þór Ólafsson hefur lagt fram
23, Jón Steindór Valdimarsson 17 og
þeir Ólafur Ísleifsson og Smári
McCarthy 16 hvor.
Dómsmálaráðherra hefur fengið
124 fyrirspurnir, fjármála- og efna-
hagsráðherra hefur fengið 82, heil-
brigðisráðherra 81 fyrirspurn,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra 66 og mennta- og menn-
ingarmálaráðherra og samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra 62 hvor.
Margar fyrirspurnir til dómsmála-
ráðherra voru lagðar fram að nýju
eftir að Sigríður Á. Andersen vék úr
embætti. Þingmenn hafa heimild til
að leggja fram fyrirspurnir allt til
þingloka.
Á síðasta þingi, 148. löggjafar-
þinginu, bárust alls 396 fyrirspurnir
til ráðherra. Björn Leví Gunnarsson
lagði þá fram langflestar fyrir-
spurnir, eða 93.
Björn Leví
með flestar
fyrirspurnir
Björn Leví
Gunnarsson
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjó-
mannaskólann segir í lóðarvilyrði
sem borgarstjóri Reykjavíkur
undirritaði síðasta mánudag við fé-
lagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur
fram að íbúðirnar á svæðinu skuli
flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“,
sem ungt fólk og fyrstu kaupendur
hafa forgang að kaupum á. Þeim for-
gangi er þannig háttað að hann gild-
ir í þrjár vikur frá því að eignin er
auglýst fyrst í fjölmiðli. Að þeim
þremur viknum liðnum má verktak-
inn selja hana á almennum markaði.
„Við setjum stórt spurningar-
merki við það að ungt fólk komi yfir-
leitt til með að kaupa þessar íbúðir,“
segir Helgi Hilmarsson, grafískur
hönnuður og talsmaður íbúasamtak-
anna Vina Saltfiskmóans, sem hafa
mótmælt byggingu íbúða á reitnum.
Hann bendir á að samkvæmt mati
KPMG verði meðalsöluverð á nýjum
íbúðum í byggingunni 28,9 milljónir
fyrir 40 fermetra íbúð, sem gerir
722.500 kr á fermetrann. Helgi segir
að á sama tíma sé meðalfermetra-
verð í 105 í kringum 400.000, skv. út-
reikningum á fasteignavef Frétta-
blaðsins. Því verði þessar nýju
íbúðir ekki ódýrari kostur, heldur
þvert á móti dýrari en húsnæðið
sem fyrir er.
Vinir Saltfiskmóans hafa gagn-
rýnt áformin frá því síðasta vor,
þegar áform borgaryfirvalda um
framkvæmdir á reitnum litu dagsins
ljós. Gagnrýni hópsins snerist í
fyrstu að vanhelgun á fornum minj-
um, nefnilega í Saltfiskmóanum svo-
nefnda, þar sem verkaður var salt-
fiskur í upphafi 20. aldar. Horfið var
frá áformum um að byggja einmitt á
þeim reit en Helgi segir þó að frið-
helgi svæðisins sé enn ógnað, því
lóðamörkin í nýju áformunum gangi
enn inn á friðhelgina. Og það segir
hann að samtökin telji í einhverjum
skilningi lögbrot, nema að fengnu
leyfi frá Minjastofnun. Sem sé enn
ófengið. Að auki hafi byggingin ver-
ið hækkuð og muni því skyggja á
svæðið og Sjómannaskólann sjálfan.
Óábyrgt að auka uppbyggingu
Helgi segir ósk íbúa þá að beðið
sé með að gefa út vilyrði af þessum
toga á meðan ekki hafi verið kann-
aðir innviðirnir í hverfinu til að
sinna auknum fjölda íbúa. Uppbygg-
ing í hverfinu sé þegar gríðarleg, á
annað þúsund íbúða séu þegar í
byggingu eða fyrirhugaðar. Vart
segir Helgi að þurfi að kanna innviði
sérstaklega, eins og Óli Jón Herter-
vig, skrifstofustjóri eigna- og
atvinnuþróunar hjá Reykjavíkur-
borg, boðaði í viðtali við Vísi í gær,
heldur liggi fyrir að til dæmis Há-
teigsskóli anni ekki íbúafjölda. Á
svæði hans verði 4.100 íbúðir eftir að
áformaðri uppbyggingu lýkur,
þegar þær mættu mest vera 1.300
svo að „gott“ teldist, samkvæmt eig-
in stöðlum borgarinnar. Þá liggi fyr-
ir að ekki sé svigrúm til viðbygginga
við Háteigsskóla, þar sem þegar sé
verið að byggja blokkir á lóðunum í
kringum hann.
Deiliskipulagsvinnu í hverfinu á
að ljúka hjá borginni fyrir árslok.
Helgi kveðst vilja hreyfa mótmælum
áður en óafturkræfar ákvarðanir
verði teknar. „Okkur finnst óábyrgt
að byggja hér ofan á alla aðra upp-
byggingu í hverfinu,“ segir Helgi.
Hann segir ekki verið að mótmæla
þéttingu byggðar sem slíkri heldur
snúist þetta um að menn fari ekki
fram úr sér og spilli til dæmis verð-
mætum grænum svæðum. „Við vilj-
um bara að þetta sé gert í einhverj-
um eðlilegum samhljómi með
íbúunum í hverfunum,“ segir hann.
Við vinnslu þessarar fréttar náðist
ekki í talsmenn Vaxtarhúsa ehf.
Breytt áform ógni enn
friðhelgi Saltfiskmóans
Lögbrot að mati íbúasamtaka Uppbygging þegar mikil
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Framkvæmdir Því er haldið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari inn á
friðhelgi Saltfiskmóans, sem er sögulega verðmætt svæði.
Umhverfisstofnun kynnti á fimmtu-
daginn tillögu sína að friðlýsingarskil-
málum fyrir friðland að Látrabjargi,
ásamt tillögu að skilgreiningu marka
friðlýsta svæðisins. Þar með var opn-
að fyrir umsagnir hagsmunaaðila við
tillöguna en sá frestur er til og með
18. júlí.
Samkvæmt tillögunni á flatarmál
friðlýsta svæðisins að vera 2.340 hekt-
arar. Það er á strikaða svæðinu á
myndinni til hægri. Það á að ná „frá
Þambaraflögum, eftir Brunnanúp, að
Hálsvörðu gegnum Lambalá, þar sem
vötnum hallar fram á bjargbrún, í sjó
fram og alla leið að landamerkjum við
Eyjaskorarnúp, frá Melalykkju yfir
miðjan Þorsteinshvamm og fylgi lín-
an landamerkjum inn til landsins“. Þá
á það einnig að ná til hafsbotns og líf-
ríkis einn kílómetra frá landi.
Meginmarkmið friðlýsingarinnar
er sagt vera að „vernda sérstætt og
fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði
fugla, einkum varpsvæði sjófugla“.
Frá árinu 2011 hefur Umhverfis-
stofnun unnið að undirbúningi friðlýs-
ingar með samtali við landeigendur,
sveitarfélag og fleiri.
Lagðir til skilmál-
ar að friðlýsingu
Friðlýsing á Látrabjargi nái yfir 2.340 ha
Látrabjarg Verndarsvæði á að ná
frá Brunnanúpi til Eyjaskorarnúps.