Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Niðurstaða hæfnismats í Landsrétt-
armálinu kom sumum af nefndar-
mönnum hæfnisnefndarinnar á
óvart og hefðu þeir eftir á að hyggja
viljað að starfsreynsla dómara hefði
vegið þyngra. Hins vegar kom aldrei
til greina að fara að krukka í vægi
hinna einstöku matsþátta eftir á, og
sömuleiðis voru nefndarmenn sam-
mála um að einungis skyldi nefna 15
efstu í hæfnismatinu sem hæfasta.
Þetta kemur fram í samtölum
Morgunblaðsins við nefndarmenn
um störf og vinnubrögð nefndarinn-
ar.
Skipan varamanna tafði fyrir
Um skipun dómaranna við Lands-
rétt giltu annars vegar lög um dóm-
stóla nr. 50/2016, með breytingum í
lögum nr. 10/2017, en samkvæmt
þeim átti skipan Landsréttar að vera
lokið fyrir 1. júlí 2017, og hins vegar
reglugerð nr. 620/2010, þar sem nán-
ar er kveðið á um störf hæfnis-
nefnda.
Hæfnisnefndin er skipuð af ráð-
herra og samanstendur af fimm að-
almönnum og jafnmörgum vara-
mönnum. Svo óvenjulega vildi til að
þessu sinni þegar umsóknir lágu fyr-
ir að fjórir af fimm aðalnefndar-
mönnum lýstu sig vanhæfa, þau
Kristín Benediktsdóttir dósent,
Ragnhildur Helgadóttir prófessor,
Ragnheiður Harðardóttir dómari og
Óskar Sigurðsson lögmaður. Í þeirra
stað komu varamennirnir Valtýr
Sigurðsson lögmaður, Ingibjörg
Pálmadóttir, fv. ráðherra, Halldór
Halldórsson héraðsdómari og Guð-
rún Björk Bjarnadóttir lögmaður, en
Gunnlaugur Claessen hæstaréttar-
dómari og formaður nefndarinnar
var einn eftir af aðalmönnum.
Nefndarmönnum ber saman um
að skipan varamannanna hafi tekið
sinn tíma, en mikill tímaskortur hafi
einkennt vinnu nefndarinnar og mik-
il vinna hafi verið unnin á þeim
stutta tíma sem nefndin hafði til að
meta alla umsækjendurna, en þeir
voru 37 í heildina. Þrír drógu um-
sóknir sínar til baka og einn uppfyllti
ekki öll skilyrði, þannig að eftir
stóðu 33 einstaklingar.
„Við tókum seint til starfa og það
var unnið óheyrilega mikið, um helg-
ar og langt fram á kvöld,“ segir Val-
týr Sigurðsson um störf nefndarinn-
ar. Eitt af því sem þyngdi störfin var
að leggja þurfti mat á ógrynni rit-
verka sem dómaraefnunum var
uppálagt að skila inn með umsókn
sinni, og skiptu nefndarmennirnir
þar með sér verkum, en að öðru leyti
tóku allir nefndarmenn þátt í öllum
störfum hennar saman.
Huglægt mat sett í tölur
Samkvæmt reglugerð nr. 620/
2010 eru nokkrir þættir sérstaklega
tilteknir sem hæfnisnefndin á að
horfa til, en þar eru á meðal mennt-
un, starfsferill og fræðileg þekking,
aukastörf og félagsstörf, almenn og
sérstök starfshæfni og andlegt at-
gervi. Tíðkast hefur að setja þessa
matsþætti nánar upp á sérstökum
skorblöðum og hafa þar vegið lang-
þyngst þrír þættir; reynsla af dóm-
arastörfum, lögmannsreynsla og
starfsreynsla úr stjórnsýslunni, en
þeir eru allir sagðir vega jafn þungt,
eða 20%, og mun það vera að kröfu
lögmanna og umsækjenda úr stjórn-
sýslunni, sem telji á sig hallað þegar
kemur að veitingu dómaraembætta,
þar sem starfandi dómarar hafi for-
skot. Í bréfi Gunnlaugs Claessen,
formanns nefndarinnar, til Sigríðar
Andersen, þáverandi dómsmálaráð-
herra, 28. maí 2017 kemur fram að
vægi matsþáttanna hafi verið
óbreytt innbyrðis að minnsta kosti
frá árinu 2012.
Það vekur athygli að samanlagt
vægi allra matsþáttanna er 105%, og
helgast það af því að með reglugerð-
inni frá 2010 bættust tveir mats-
þættir inn, samning og ritun dóma
og stjórn þinghalda, og vega þeir
báðir 2,5%, eða 5% til samans.
Þegar umsækjendur voru svo
vegnir og metnir eftir þessum
kvarða þurfti óumflýjanlega að
leggja huglægt mat á starfsreynslu
þeirra með einkunnagjöf í heilum og
hálfum. Nefndin fór því í gegnum
hvern einasta flokk og mat umsækj-
endur þar innbyrðis eftir reynslu,
þannig að þeir sem höfðu langmesta
reynslu gátu fengið 10 og þeir sem
næstmesta reynslu höfðu fengu 9,5
og svo framvegis. Þá skipti máli fjöl-
breytt starfsreynsla, þannig að til-
vonandi dómarar hefðu almenna og
víðtæka þekkingu á þeim málum
sem kæmu fyrir réttinn.
Athygli vekur að umsækjendurnir
voru allir metnir jafnhæfir í þremur
matsþáttum. Þar var annars vegar
almenn starfshæfni, sem vó 5%, og
hins vegar matsþættirnir samning
og ritun dóma og stjórn þinghalda,
sem vógu báðir 2,5% eins og fyrr
sagði, en ætla mætti að hægt hefði
verið að nýta þá til þess að gefa
reynslu af dómstörfum ögn meira
vægi. Um almenna starfshæfni gilti
að allir umsækjendur sem komnir
voru þetta langt í ferlinu voru taldir
hæfir og ekki ástæða til að gera þar
á milli manna.
En hvers vegna var ekki lagt í að
meta betur færni umsækjenda í að
semja og rita dóma eða því hvernig
þeir myndu stjórna þinghöldum? Í
útskýringum nefndarmanna kom
fram að fyrra atriðið var í raun talið
mat á hvort umsækjendurnir, sem
allir voru útskrifaðir lögfræðingar
með mikla starfsreynslu, gætu tjáð
sig á íslensku máli, og um seinna at-
riðið var litið svo á að umsækjendur,
byggt á umsögnum og meðmælum,
viðtölum við þá og öðrum þáttum,
hlytu að geta stýrt þinghaldi. „Það
var litið svo á að þetta fólk væri með
það mikla reynslu og kunnáttu, að
það myndi spjara sig við stjórn þing-
halda,“ segir Halldór Halldórsson,
dómstjóri við héraðsdóm Norður-
lands vestra, og bætir við að hver
dómari hafi sitt lag á því, en enginn
efi hafi verið á því að umsækjend-
urnir allir væru hæfir til að stýra
þinghaldi.
Eins og Eurovision-kvöld
Þar sem fjöldi umsækjenda var
svo mikill var ákveðið að leysa skor-
blöðin af með stigatöflu, sem síðar
hefur verið kallað „excel-skjalið“.
„Við vorum ekki að hugsa um
niðurstöðurnar,“ segir Valtýr. „Af
því að vægið var svona mismunandi
var engin leið fyrir okkur að reikna
út hverjir myndu lenda hvar þegar
allar tölur voru settar inn í skjalið.“
Annar nefndarmanna líkti raunar
því ferli við lokakvöldið í Eurovision,
þar sem umsækjendur hefðu hoppað
upp og niður listann eftir því sem töl-
urnar voru slegnar inn í „excel-
skjalið“ alræmda.
Niðurstaðan kom hins vegar
nokkuð á óvart, en þar kom í ljós að
starfandi dómarar báru skarðan hlut
frá borði, sér í lagi þeir sem ekki
höfðu verið með fjölbreyttari starfs-
reynslu. „Þannig að þegar þetta birt-
ist á skjánum, þá krossbrá mér alla-
vegana,“ segir Valtýr. „Áttum við þá
að breyta reglunum? Það hófst um-
ræða um að þetta væri ekki rétt
gagnvart dómarastéttinni, að dóm-
aravægið ætti að vera meira, en það
að fara að breyta reglunum eftir á,
hvernig rökstyður maður það?“ spyr
Valtýr. Meðal annars vegna þessa
ákvað nefndin að birta í niðurstöðum
sínum þær reglur sem hún hafði haft
til hliðsjónar en fyrri hæfnisnefndir
höfðu ekki séð ástæðu til þess áður
þrátt fyrir að þær hefðu notað skor-
blöð. Guðrún Björk Bjarnadóttir,
sem var fulltrúi Lögmannafélagsins
í nefndinni, segir hins vegar að hún
persónulega hefði ekki viljað auka
vægi dómarareynslu. „Þetta hefur
verið viðmiðið alveg frá 2010 um að
þetta gildi jafnþungt, að fólk geti
komist inn í dómskerfið án þess að
byrja sem aðstoðarmaður dómara og
fara þá leið, þannig að ég hefði ekki
mælt með því.“
Það var samdóma álit nefndarinn-
ar, og virðist það hafa myndast mjög
snemma í ferlinu, að hún myndi út-
nefna þá sem yrðu í fimmtán efstu
sætunum í hæfnismatinu sem hæf-
asta, en Sigríður Andersen dóms-
málaráðherra reifaði við Gunnlaug
Claessen í upphafi ferlisins þá hug-
mynd að nefndin útnefndi 20 hæf-
ustu einstaklingana, svo að ráðherra
gæti valið á milli þeirra. Gunnlaugur
bar þá hugmynd upp við nefndina,
og fékk hún engar undirtektir. „Eitt
af því sem má velta fyrir sér var
hvort það væri huglægara mat að
ráðherra gæti skipað þann í 20. sæti
í staðinn fyrir þann sem var í fyrsta
eða öðru sæti,“ segir Valtýr. Eftir á
að hyggja segir hann að hugsanlega
hefði verið betri lausn að binda þá
tíu efstu sem hæfasta en ráðherrann
fengi svigrúm um hin fimm sætin.
Það væru hins vegar bara hugleið-
ingar eftir á en ekki tillaga sem kom-
ið hefði til greina í störfum nefndar-
innar.
Kynjasjónarmiðum hafnað
Þegar tillögur nefndarinnar lágu
fyrir varð fljótlega ljóst að þær
myndu ekki ná í gegnum þingið, þar
sem samstarfsflokkar Sjálfstæðis-
flokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og
Björt framtíð, töldu hallað á konur í
þeim. Guðrún Björk Bjarnadóttir
bendir hins vegar á að það hafi verið
búið að hafna á Alþingi að setja
kynjasjónarmið í lögin um Lands-
rétt. „Við máttum ekki horfa til
slíkra sjónarmiða, rétt eins og við
máttum ekki horfa á hver væri besta
samsetning dómara og lögmanna í
hinum nýja rétti, heldur áttum við
bara að finna hverjir væru hæfastir
og við höfðum enga heimild til að
víkja frá því.“
Halldór tekur í sama streng um að
nefndinni hafi borið að fylgja þeim
lögum og reglum sem giltu um störf
nefndarinnar. „Eftir á að hyggja
hefði mátt að fara yfir reglurnar og
setja ný viðmið í þessu tilfelli, þar
sem ekki var bara verið að velja einn
dómara í hæstarétt eða héraðsdóm
heldur heilt nýtt dómstig, þannig að
ekki væri verið að refsa kannski
mönnum með margra ára reynslu af
dómarastörfum fyrir að hafa ekki
kennt eða verið í lögmennsku.“
Hann bendir hins vegar á að fyr-
irfram hafi ekkert bent til þess að
sérstök ástæða væri fyrir þessa
hæfnisnefnd til að breyta þeim
reglum sem voru í gildi.
„Það verður að hafa í huga að
þetta var allt mjög öflugt fólk og allt
til þess bært að gegna þessu starfi,“
segir Ingibjörg Pálmadóttir, fulltrúi
Alþingis í nefndinni. „Það er aldrei
svo í lífinu að ekki sé hægt að gera
eitthvað öðruvísi, en þegar þú ert
með svona mikið hæfileikafólk verð-
ur alltaf erfitt að meta hvar eigi að
draga línuna.“
Guðrún Björk tekur í sama
streng. „Það má alltaf gera betur og
allar ákvarðanir eru mannanna verk.
Ég sjálf lét bóka það og hafði gert
áður að ég hefði viljað ráða sérfræð-
ing í mannauðsmálum og ráðningum
til að hjálpa nefndinni,“ segir hún og
bendir á að mannauður sé nú há-
skólafag og mikil fræði sem liggi þar
að baki. „Nefndin hefði getað verið
nútímalegri og nýtt nýjustu rann-
sóknir og þá þekkingu sem hefur
myndast á þessu sviði.“
Um gagnrýni á störf nefndarinnar
segir Valtýr það sárast að heyra
rangfærslur og jafnvel samsæris-
kenningar um það hvernig nefndin
hefði starfað. „Það er látið eins og
dómarar séu að reyna að koma sín-
um mönnum að en það var bara einn
starfandi dómari í nefndinni. Menn
hljóta líka að spyrja sig, ef þessi
kenning væri rétt, hvers vegna var
hlutur dómaranna þá ekki meiri í
niðurstöðunni?“ spyr Valtýr.
Niðurstaðan kom á óvart
Hæfnismat í Landsrétt Notkun skorblaða alsiða í hæfnisnefndum Ferli sem reynst hefur vel
varð flóknara við skipan heils dómstigs Nefndin sammála um að binda matið við fimmtán efstu
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Mörg álitaefni eru þegar landsréttarmálið er brotið til mergjar.