Morgunblaðið - 20.04.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
Hugsaðu vel um
húðina þína – alltaf
Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir
andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan.
www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600
Umboðsaðili CASE
vinnuvéla á Íslandi
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor
við lagadeild Háskóla Íslands, Bene-
dikt Bogason hæstaréttardómari og
Þorgeir Örlygsson hæstaréttardóm-
ari luku nýverið við þriðja ritið í
þriggja binda ritröð sinni um al-
mennan hluta kröfuréttar á Íslandi.
Með útgáfu þriðju kröfuréttarbók-
arinnar er þar með búið að ljúka við
100 ára yfirferð kröfuréttar á Ís-
landi. Fyrsta bindið kom út árið
2009 og fjallaði um efndir kröfu
en annað bindið, sem fjallaði um
vanefndaúrræði, kom út árið 2011.
Kröfuréttur III fjallar m.a. um að-
ilaskipti að kröfuréttindum og lok
þeirra en til viðbótar er umfjöllun
um fyrningu og tómlæti.
Réttarframkvæmdin í heild
sinni frá stofnun Hæstaréttar
„Við höfum horft yfir sviðið og til
allrar réttarframkvæmdar frá stofn-
un Hæstaréttar árið 1920. Síðan eru
nokkrir dómar úr Landsyfirréttin-
um í þessum þremur bindum en
þarna er næstum því 100 ára réttar-
framkvæmd. Dómaskráin bara í
Kröfurétti III er í kringum 500
dómar, þannig að við erum að tala
um mörg hundruð dóma Hæsta-
réttar á sviði kröfuréttar frá 1920
sem hafa verið greindir,“ segir Ey-
vindur í samtali við Morgunblaðið.
„Það er algjör forsenda þess að
geta skrifað heildarúttekt á kröfu-
rétti að fara yfir réttarframkvæmd-
ina og síðan erum við í og með nor-
ræna réttarframkvæmd,“ bætir
hann við. Lengi vel hefur verið litið
til réttarframkvæmdar annars stað-
ar á Norðurlöndunum til að fylla í
eyður hérlendis. Eyvindur segir
þetta eiga sérstaklega við hvað varð-
ar fyrningarmál hérlendis. „Fyrn-
ingarlögin hjá okkur eru mjög ung á
mælikvarða kröfuréttar, bara frá
2007. Norðmenn hafa verið með
sömu lög síðan 1979. Þá getum við
stuðst við réttarframkvæmd þar.“
Handbók fyrir dómara
Þriðja bindið er hugsað til
kennslu fyrir laganema en ekki síð-
ur er um að ræða handbók fyrir
starfandi lögfræðinga og dómara.
„Ekki síst út af þessari greiningu á
réttarframkvæmdinni,“ segir Ey-
vindur. Kröfuréttur hefur verið ein
af þeim fræðigreinum lögfræðinnar
sem hafa reynt mikið á eftir efna-
hagshrunið. Í bókinni er m.a. fjallað
um rétt kröfuhafa til viðbótar-
greiðslu.
„Það var mjög stórt efni í hruninu
og nú er búið að greina þessar
meginreglur kröfuréttar um viðbót-
argreiðslu. Það reyndi mjög mikið á
viðbótargreiðslu út af endurútreikn-
ingi gengistryggðu lánanna. Þá
reyndi svo mikið á þessar gömlu
meginreglur kröfuréttar sem hafði
ekki reynt svo mikið á áður, svo sem
fullnaðarkvittun.“
Landsréttur fordæmisgefandi
Þrátt fyrir að mikið reyndi á kröfu-
rétt í tengslum við hrunið stefnir nú í
að Landsréttur verði fordæmisgef-
andi dómstóll á sviði kröfuréttarins.
„Það er það sem mun gerast. Það er
það sem gerist á Norðurlöndunum
þegar Hæstiréttur er farinn að taka
færri mál. Þá þarf áfrýjunarleyfi og
slíkt. Það sem gerðist á Norðurlönd-
unum og mun gerast hér er að mun
færri mál úr viðskiptalífinu og kröfu-
réttinum fara upp í Hæstarétt. Ég
vona í það minnsta að Hæstiréttur
muni taka kröfuréttarmál og mál úr
viðskiptalífinu reglulega upp.“
100 ára yfirferð kröfuréttar lokið
Þriðja bindið í ritröð um kröfurétt komið út Réttarframkvæmd á Íslandi frá stofnun Hæstaréttar
til ársins 2019 Hugsað sem handbók fyrir lögfræðinga og dómara, segir Eyvindur G. Gunnarsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kröfuréttur III Eyvindur G. Gunnarsson, Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason skrifuðu Kröfurétt III.
Fyrstur til að sinna kennslu í
kröfurétti á Íslandi var Jón
Kristjánsson, sem var prófess-
or við lagadeild Háskóla Ís-
lands frá árinu 1911 til dánar-
dægurs 1918. Ólafur Lárusson
tók síðan við kennslunni, en
hann var skipaður prófessor
árið 1919 og gegndi því starfi
til 1955.
Magnús Þ. Torfason var
skipaður prófessor árið 1955
og tók þá við kennslu í kröfu-
rétti af Ólafi Lárussyni og
gegndi henni til ársins 1970
þegar hann var skipaður dóm-
ari við Hæstarétt Íslands.
Gaukur Jörundsson tók við
kennslu í kröfurétti af Magn-
úsi Þ. Torfasyni, en Gaukur var
skipaður prófessor árið 1969
og gegndi því starfi til 1992.
Þorgeir Örlygsson tók við
kennslunni af Gauki. Með Þor-
geiri kenndu sem stundakenn-
arar Benedikt Bogason og Ey-
vindur G. Gunnarsson og tóku
þeir við kennslunni eftir hann
árið 1999 og hafa sinnt henni
síðan.
Kennsla í
kröfurétti í
yfir 100 ár
KRÖFURÉTTUR Á ÍSLANDI
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Ýmsar sláandi upplýsingar um
svefnvenjur íslenskra ungmenna
komu fram í niðurstöðum úr rann-
sókn Rannsóknar og greiningar sem
kynntar voru í vikunni. Samkvæmt
niðurstöðunum sofa 70% framhalds-
skólanema á Íslandi ekki nóg.
Þá drekka um 78% þeirra nema
sem sofa um sjö klst. eða minna á
sólarhring gjarnan orkudrykki með
koffíni til þess að halda sér gangandi
yfir daginn.
Dr. Erla Björnsdóttir, sem tók
þátt í kynningunni, varaði við of-
neyslu koffíndrykkja þar sem þeir
veiti líkamanum aðeins gerviorku en
bæti ekki upp fyrir hvíldarleysi.
Tæpur helmingur nema sem sofa
sex klst. eða minna á sólarhring seg-
ist hafa notað svefntöflur a.m.k. einu
sinni á ævinni.
Í niðurstöðunum kom fram að
þeir nemar sem horfa á kvikmyndir,
þætti eða önnur myndbönd í meira
en fjórar klst. á dag sofa minna en
þeir sem horfa minna en fjórar klst.
á dag. Svipuð tíðni er á milli tölvu-
leikjaspilunar og notkunar sam-
félagsmiðla – þeir nemar sem verja
meira en fjórum klst. á dag í slíka
afþreyingu sofa jafnan minna en
aðrir.
Kynningin á niðurstöðunum fór
fram við afhendingu Gulleplisins
2019. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
hlaut verðlaunin fyrir áætlun sína til
að bæta svefn og svefnvenjur nem-
enda sinna. Meðal annars hefur far-
ið fram fræðsla um mikilvægi svefns
fyrir ungt fólk, tilraunir hafa verið
gerðar með upphaf skólabyrjunar
og nemendum hefur verið gefið frí í
fyrsta tíma eftir skólaball.
Ungmenni sofa ekki nóg
Svefn Mörg ungmenni sofa minna
en ráðlegt er á sólarhring.
FB fær Gulleplið 2019 fyrir að bæta svefnvenjur nemenda