Morgunblaðið - 20.04.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
sími 561 9200 | run@run.is www.run.is
Atli Steinn Guðmundsson
Ósló
Þegar umræðan um þriðja orku-
pakka Evrópusambandsins stóð sem
hæst í Noregi í fyrra, áður en Stór-
þingið samþykkti þessa sameigin-
legu löggjöf sambandsins um evr-
ópskan orkumarkað, lagði miðillinn
Faktisk.no fram einfaldaða útlistun
á innihaldi, verkan og álitamálum
pakkans.
Í raun er Faktisk.no ekki eigin-
legur fjölmiðill heldur sameiginlegur
rannsóknarvettvangur sem stærri
fjölmiðlar Noregs reka sín á milli til
að fara ofan í saumana á umfangs-
miklum málum. Faktisk skoðaði í
greinargerð sinni þýðingu orku-
pakkans fyrir Noreg sem að mörgu
leyti endurspeglar stöðu Íslands
gagnvart pakkanum.
Evrópusambandið samþykkti árið
2009 safn laga og reglna sem mynda
þriðja orkupakkann og fjalla um
hagkvæma nýtingu rafmagns og
gass í Evrópu. Eftirlitsstofnunin,
sem mun hafa með höndum ráðgjöf
og eftirlit með því að aðildarríkin
fylgi regluverkinu, varð til árið 2011
undir heitinu Agency for the Co-
operation of Energy Regulators,
ACER.
ACER er ætlað að skapa evr-
ópskan orkumarkað þar sem orka
flyst frjálst milli ríkjanna, eins og
aðrar vörur sem falla undir fjórfrelsi
Evrópusamstarfsins. Rísi ágrein-
ingur um reglur orkupakkans fer
ACER með úrskurðarvald í slíkum
málum og miðlar niðurstöðunni til
þeirrar stofnunar sem fer með orku-
mál í viðkomandi aðildarríki.
Ákvörðunarvald um
sæstrengi óbreytt
Í Noregi, eins og á Íslandi, varð
nokkur umræða um hvort einhvers
konar valdaafsal ætti sér stað í
krafti orkupakkans, hvort hægt yrði
með honum að þvinga Norðmenn til
að leggja sæstrengi til raforkuflutn-
ings til annarra landa. Slíkum hug-
myndum höfnuðu lögfræðingarnir
Øystein Skotheim og Aleksander
Dypvik Myklebust í samantekt
Aftenposten og sögðu þar að ákvörð-
unarvald Norðmanna um sæstrengi
yrði óbreytt og héldist alfarið innan
Noregs svo sem verið hefði. Undir
þetta sjónarmið tók forstjóri ACER,
Alberto Pototschning, þegar norska
fréttastofan NTB ræddi við hann, og
sagði stofnunina ekki ráða neinu um
byggingu innviða.
Spurningin um valdframsal til
ESB við samþykkt þriðja orkupakk-
ans hefur verið ofarlega í umræð-
unni á Íslandi og í Noregi. Norska
dómsmálaráðuneytið komst að
þeirri niðurstöðu að um valdframsal
væri að ræða, hins vegar teldist það
ekki nógu stórvægilegt til að krefj-
ast þess að ¾ hluta atkvæða á Stór-
þinginu þyrfti til samþykktar eins og
norska stjórnarskráin mælir fyrir
um þegar framsal valds til yfir-
þjóðlegra stofnana er til meðferðar í
þinginu.
Tveir lagaprófessorar við Háskól-
ann í Ósló hafa tekið til andmæla,
þeir Eivind Smith og Hans Petter
Graver. Segja þeir ráðuneytið fara
með fleipur, það sé engan veginn
smávægilegt inngrip að land gefi frá
sér ákvörðunarvald í orkumálum til
ACER, málaflokki sem haft geti um-
talsverð áhrif á afkomu fjölda fyrir-
tækja og fólksins í landinu. Graver
sagði við norska blaðið Klasse-
kampen að það yfirvald í orkumálum
innan Noregs sem þriðji orkupakk-
inn óhjákvæmilega myndi leggja
ACER og Eftirlitsstofnun EFTA,
ESA, í hendur væri ekki hægt að
kalla léttvægt í efnahagslegu tilliti.
Þriðji lagaprófessorinn, Tarjei
Bekkedal, dró nokkuð úr fullyrð-
ingum hinna tveggja þegar Fakt-
isk.no ræddi við hann. Sagði Bekke-
dal að hvorki ACER né ESA færu
með nokkurt yfirvald hvað snertir
eignarhald eða byggingu orkumann-
virkja innan einstakra aðildarríkja,
sæstrengi þar með talda. Hann sagði
ACER hvorki geta sett reglur né
komið að stefnumótun. Hlutverk
stofnunarinnar væri að túlka þau lög
og reglur sem giltu hverju sinni.
Ekki sé hægt að tala um valdframsal
til stofnunar sem hafi með höndum
túlkun reglna sem þegar hafi verið
samþykktar.
Óttast uppsagnir
Norska alþýðusambandið, LO,
lagðist gegn samþykkt þriðja orku-
pakkans í Noregi. Meðal röksemda
LO var að ekki væri hægt að segja
fyrir um hvernig Regulerings-
myndigheten for energi, RME, í
Noregi, sem fer með sama hlutverk
og Orkustofnun á Íslandi, kæmi til
með að þróast í framtíðinni í samfloti
við síbreytilegt regluumhverfi ESB.
Are Tomasgard, stjórnarmaður í
LO, sagði við NTB-fréttastofuna að
þrátt fyrir afstöðu sambandsins
væri það fylgjandi góðu samstarfi
Noregs og Evrópusambandsins í
orkumálum. ESB ætti mikið undir
raforku frá Noregi, á móti kæmi að í
skjóli LO starfaði fjöldi verkalýðs-
félaga starfsfólks norskra fyrir-
tækja sem væru háð því að geta selt
sína framleiðslu.
Helstu rök alþýðusambandsins
eru að með tilkomu þriðja orkupakk-
ans, og þar með fleiri sæstrengja til
annarra landa ESB en nú eru þegar
til staðar, muni raforkuverð hækka
innanlands. Þetta komi til af því að
með aukinni sölu til útlanda muni
vatnsmagnið í uppistöðulónum
norskra raforkuframleiðenda verða
af skornum skammti sem leiði til
þess að raforkufrekur iðnaður verði
dýrari í rekstri og fyrirtæki neyðist
til að grípa til uppsagna.
Þáverandi olíu- og orkumála-
ráðherra Noregs, Terje Søviknes,
sagði ekki ástæðu til að óttast að raf-
orkuverð hækkaði að ráði með orku-
pakkanum. Hann sagði óhjákvæmi-
legt að hagsmunir Noregs og ESB í
orkumálum ættu ekki alltaf samleið,
í því fælust þó ekki nægjanlega
veigamikil rök til að segja nei.
Per Sanderud, þáverandi for-
stöðumaður Norsku vatna- og orku-
málastofnunarinnar NVE, sagði það
fráleitt að tengja samstarfið við
ACER við hærra orkuverð. Hann
sagði ACER ekki ráða neinu um
verð raforku. „ACER er stofnun
sem við viljum gjarnan tilheyra svo
við getum haft áhrif á regluverkið í
framtíðinni sem við hvort sem er
fáum í hausinn gegnum EES-
samninginn. Það er ekki flóknara en
það.“
Þýskt sólskin í Danmörku
Meirihluti hefur verið fyrir því
innan norskrar umhverfishreyfingar
að Noregur verði hluti af samstarf-
inu. Heyrist þaðan að aukið sam-
starf í orkumálum leiði til þess að
endurnýjanlega orkugjafa megi
nýta betur. Helsta vandamál sumra
framleiðsluaðferða endurnýjan-
legrar orku sé að þær er eingöngu
hægt að nota við sumar aðstæður.
Þannig sé framleiðsla sólarorku háð
sólskini og vindmyllur snúist bara í
vindi.
Með samtengdum orkumarkaði
verði engum vandkvæðum bundið að
senda þýska sólarorku til Dan-
merkur og danska vindorku til
Þýskalands þegar veðurskilyrði
hamla framleiðslu. Noregur fram-
leiðir stærstan hluta síns rafmagns
með vatni og með orkuflutningi milli
Evrópulanda megi koma á jafnvægi
við aðrar framleiðsluaðferðir.
Norsku umhverfissamtökin ZERO
telja að með flutningi raforku milli
Evrópulanda megi draga stórlega úr
notkun jarðefnaeldsneytis sem
orkugjafa, umhverfinu til hagsbóta.
Byggt á samantekt Geirs Molnes
á Faktisk.no, Ellefu hlutir sem þú
þarft að vita um ACER og þriðja
orkupakka Evrópusambandsins.
Morgunblaðið/RAX
Raflínur Harðar deilur hafa verið um svonefndan þriðja orkupakka Evrópusambandsins hér á landi og í Noregi.
Þriðji orkupakkinn séður
með norskum augum
Þinghús Norska stórþingið hefur
samþykkt þriðja orkupakkann.
Evrópskur orkumarkaður þar sem orka flyst frjálst milli ríkjanna
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Embætti landlæknis hefur lýst yfir
áhyggjum yfir því að biðlistar eftir
hjúkrunarrýmum á Íslandi hafi hald-
ið áfram að lengj-
ast ár eftir ári.
25. mars síðast-
liðinn gaf emb-
ættið út greinar-
gerð fyrir árið
2018 þar sem
upplýsingar voru
birtar um bið-
lista, biðtíma,
lengd búsetu og
uppbyggingu
hjúkrunarrýma á
Íslandi. Í uppgjörinu kemur fram að
um síðustu áramót hafi 395 manns
verið á biðlista eftir varanlegri bú-
setu í hjúkrunarrými. Þetta jafngild-
ir 6,1 af hverjum 1.000 íbúum 67 ára
eða eldri og 19,1 af hverjum íbúum
80 ára eða eldri. Til samanburðar má
nefna að árið 2014 var hlutfall íbúa
80 ára og eldri á biðlista 23 af hverj-
um 1.000.
Í uppgjörinu er greint frá því að
árið 2014 hafi aðeins rúmur fjórð-
ungur þeirra sem hlutu hjúkrunar-
rými þurft að bíða lengur en 90 daga
frá því að þau komust á lista. Árið
2018 hafi hins vegar 373 af 875, eða
42 prósent, þurft að bíða lengur en
90 daga.
Meðalbiðtími þeirra sem hlutu
varanlega búsetu í dvalarrými árið
2018 var 125 dagar. Miðgildi biðtíma
var 83 dagar, en var 45 dagar árið
2014. Konur eru yfirleitt fleiri á bið-
listunum en það má líklega rekja til
hærra hlutfalls kvenna meðal eldri
borgara.
Vonast eftir betri tíð
Þótt embætti landlæknis telji sí-
fellt lengri biðtímann áhyggjuefni
lýsti það í tilkynningu 11. apríl yfir
ánægju með að einstaklingum með
gilt færni- og heilsumat sem bíða eft-
ir að komast í varanleg úrræði utan
spítalans hefði fækkað frá desember
2018. Í tilkynningunni kom fram að
vonir stæðu til að ástandið batnaði á
næstu misserum með opnun nýrra
hjúkrunarrýma.
Um áramótin voru 2.582
hjúkrunarrými á Íslandi. Þetta voru
39 fleiri rými en áramótin á undan,
en á þeim tíma hafði einstaklingum á
biðlista jafnframt fjölgað um 33. Í til-
kynningu landlæknis er sagt brýnt
að efla heimahjúkrun og stuðla að
bættri heilsu íslenskra eldri borgara.
Áhyggjur af
löngum biðtíma
Bið eftir hjúkrunarrými lengist enn
Laura Sch.
Thorsteinsson