Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 a s ttur a staver e antar yr r . ma Smiðjuvegur11,200Kópavogur, sími5713770 pall@sauna.is /www.sauna.is OFN FYLGIR p OFN FYLGIR OFN FYLGIROFN FYLGIR Fjárfesting í vellíðan 10% f lá f l 1 Tegund Stærð h x þv Sætafjöldi Listaverð 450 122 x 152 cm 2 - 4 570.000 kr. 460 122 x 182 cm 4 - 6 610.000 kr. 470 122 x 214 cm 5 - 8 660.000 kr. Tunnupottur úr sedrusviði Tegund Stærð þv x l Sætafjöldi Listaverð 760 214 x 183 cm 2 - 4 810.000 kr. 770 214 x 214 cm 4 - 6 858.000 kr. 780 214 x 244 cm 6 - 8 895.000 kr. Saunatunna úr sedrusviði Tegund Stærð Sætafjöldi Listaverð. PSMINICL 214 x 214 cm 2 - 4 1.090.000 kr Pod útisauna úr sedrusviðiTegund Stærð b x l Sætafjöldi Listaverð 860LU 244 x 182 cm 2 - 4 1.290.000 kr. 870LU 244 x 214 cm 4 - 6 1.390.000 kr. 880LU 244 x 244 cm 6 - 8 1.490.000 kr. Luna útisauna úr sedrusviði Tegund Stærð þv x l Sætafjöldi Listaverð 760 PV 214 x 182 cm 2 - 4 1.110.000 kr. 770 PV 214 x 214 cm 4 - 6 1.150.000 kr. 780 PV 214 x 244 cm 6 - 8 1.190.500 kr. Panorama sedrus saunatunna Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fyrirmyndin er skýr og í mínum huga fer ekkert á milli mála að hin eina sanna álfakirkja er fundin,“ segir Sigurður Guðmundsson á Sviðugörðum í Flóa. Sá bær er í gamla Gaulverjabæjarhreppnum, ekki langt frá rústum Suðurkots í Rútsstaðahverfi, lítils býlis sem fór í eyði fyrir um öld síðan. Kotið hefur sess í sögunni sakir þess að þaðan var Ásgrímur Jónsson listmálari, fæddur árið 1876, einn frumherja ís- lenskrar myndlistar og fyrstur Ís- lendinga til að lifa af listmálun. Í einkennilegum kletti Ein af þekktustu þjóðsagnamynd- um Ásgríms er lítil vatnslitamynd, Álfakirkjan, frá árinu 1905. Eins og gengur hefur fólk velt fyrir sér hver fyrirmyndin sé, en enginn botn kom- ist í málið. Ber þá að hafa í huga að listaverk lúta ekki lögmálum raun- vísinda eða reglustiku og þeir sem kúnstinni sinna hafa skáldaleyfi. Vísbendingar er þó að finna um hver fyrirmyndin að Álfakirkjunni sé, sbr. frásögn Ásgríms í ævibókinni Myndir og minningar sem Tómas Guðmundsson skráði og kom út 1956. „Ég sá reyndar aldrei til huldu- fólksins og hef ég þó sjálfsagt oft gert mér far um að skyggnast eftir því, en í hugarheimi mínum lifir það glöðu og litríku lífi. Einkum þótti vera margt um huldufólk í Hróars- holtsklettum og eins átti það sér kirkju úti í hrauninu. Hún var í fal- legum og einkennilegum kletti með tveimur álmum uppúr. Löngu seinna, eða þegar ég var orðinn full- tíða maður, gerði ég mynd úr þjóð- sögum og hafði þar klettinn til hlið- sjónar,“ segir í bókinni (leturbr. SBS) Urð í Þjórsárhrauni Í umræðum á Facebook-veggnum Búandi og brottfluttir Bæhrepp- ingar vakti Sigurður Guðmundsson athygli á myndinni af álfakirkjuni, sem um þessar mundir er uppi á sýningunni Einu sinni var í Lista- safni Árnesinga í Hveragerði. Þar eru þjóðsagnamyndir Ásgríms á sýningu sem er unnin í samstarfi við Listasafn Íslands og byggist aftur á sýningu þess Korríró og Dillindó sem efnt var til á síðasta ári. „Gæti nú ekki verið að fyrir- myndin sé steinn sem stendur í Rútsstaðahrauni og ber nafnið Klof- steinn vegna þess að hann er klofinn í tvennt,“ sagði Sigurður. Margir tóku undir sjónarmið Sigurðar sem fór í vettvangsferð með blaðamanni Morgunblaðsins. Við skoðuðum klettinn, hraundrýlið eða hvað sem náttúruvætti þetta má kalla; urð í hinu mikla Þjórsárhrauni sem er undirstaða Flóans. Blasir þessi klettur við þegar ekið er fram Gaul- verjabæjarveg frá Selfossi, er um 300 metra frá veginum skammt áður en beygt er inn á Rútsstaðaafleggj- arann. „Jú, þetta virðist allt stemma. Tvö horn eða armar á klettinum, rétt eins og Ásgrímur sjálfur lýsir, taka nánast allan vafa af. Annars tekur Ásgrímur þetta svolítið eftir eigin höfði og ýkir klettinn, sem er í þýfð- um móa eins og vel sést á vatns- litamyndinni. Já, Klofsteinn er án vafa álfakirkja Ásgríms,“ segir Sig- urður, best þekktur sem Denni í Sviðugörðum. Hann sýndi blaða- manni einnig minnisvarða um Ás- grím sem er við svonefnda Timb- urhóla, við Gaulverjabæjarveg. Varðinn var áður við rústirnar í Suð- urkoti, reistur um 1980, en fluttur á núverandi stað nærri aldamótum. Komin á slóðina Verk Ásgríms, sem lést árið 1958, eru enn í dýru gildi höfð og nafnið lifir. Heimili listamannsins við Berg- staðastræti í Reykjavík er varðveitt í sinni upprunalegu gerð og er í um- sjón Listasafns Íslands. Á þess veg- um eru haldnar sýningar á verkum Ásgríms, sem á sínum tíma arfleiddi íslenska ríkið að öllu sínu. Rakel Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Listasafni Íslands, þekkir vel til sögu Ásgríms og segir að við undir- búning sýningarinnar Korríró og Dillindó sem fyrr er nefnd hafi verið kannað hvar fyrirmynd Álfakirkj- unnar gæti verið. ,,Við bárum vatns- litamyndina saman við ljósmyndir og landakort en fundum ekki klett sem hægt væri að vísa til með vissu. Nú sýnist mér að við gætum verið komin á slóðina því í upplýsingum um verkið í gagnagrunni Listasafns Íslands stendur að um klett í Rúts- staðahverfi sé að ræða,“ segir Rakel. Rætur í Flóanum Auk íslenskrar náttúru var efni- viður og fyrirmyndir Ásgríms gjarn- an íslenskar þjóðsögur og sagnaarf- ur kynslóðanna, fólks sem trúði staðfastlega að sitthvað í umhverf- inu væri tæplega af þessum heimi. Verkin voru af ýmsum toga; vatns- litamyndir, teikningar og stórar landslagsmyndir úr olíu. Mörg þeirra áttu sér fyrirmyndir í Húsa- felli í Borgarfirði, þar sem Ásgrímur dvaldist mörg sumur. En ræturnar voru þó alltaf í Flóanum, þar sem huldufólkið var á sveimi. Álfakirkjan er nú talin fundin  Klofsteinn er kirkja  Fyrirmynd í Flóanum  Huldufólk og litríkt líf  Ásgrímur hafði til hliðsjónar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Klettur Hraundrýlið í Rútsstaðalandi er í þúfnakarga og lætur ekki mikið yfir sér, en leynir samt á sér. Ljósm/Listasafn Íslands Álfakirkjan Mynd Ásgríms Jónssonar er frá árinu 1905 og er af fróðum talin eitt af markverðustu verkum hans. Sigurður Guðmundsson Rakel Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.