Morgunblaðið - 20.04.2019, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Steinn Steinarr orti oft afnokkrum ólíkindum og afefasemdum sem skína í
gegnum margt sem hann setti
af mikilli list niður á blað.
Hann orti til að mynda um
draum sérhvers manns og lauk
á orðunum: „Hann lykur um
þig löngum armi sínum, og
loksins ert þú sjálfur draumur
hans.“ Svo var viðfangsefnið
skuggi hans og heimsins sem
endaði svo: „Þú, sem ert hér,
skalt hverfa í heimsins skugga,
og heimurinn skal hverfa í
skugga þinn.“ Enn fremur orti
Steinn um skáldalaunin og
þann erfiða lærdóm sem lífið
kenndi honum: „Þau bláköldu
sannindi, að allt, sem innt er af
hendi, í öfugu hlutfalli borgast
við gildi þess.“ Þá var það
heimsóknin í kirkjugarðinn,
þar sem hann drúpti drykk-
langt höfði yfir dauðans ró, og
spurði: „hvort er ég heldur
hann, sem eftir lifir, eða hinn,
sem dó?“
En þó að hið ágæta skáld
væri iðulega fullt efasemda,
ósjaldan í bland við hæfilegan
skammt af léttúð og kerskni, er
ekkert af þessu að finna í ljóð-
inu Kreml, sem er fullt af al-
vöru og þunga:
Sjálfur dauðinn,
sjálfur djöfullinn
hefur byggt þessa bergmáls-
lausu múra.
Dimmir, kaldir og óræðir
umlykja þeir
eld hatursins,
upphaf lyginnar,
ímynd glæpsins
Dimmir, kaldir og óræðir
eins og Graal
– Graal hins illa.
Ekki þarf að undra að
þungamiðja Sovétríkjanna, á
tíma þegar óvíst var hvort
ómennska sósíalismans, sem
var ráðandi í stórum hluta ver-
aldarinnar, yrði einnig ofan á í
hinum vestræna heimi, skyldi
vekja slík hughrif með skáld-
inu. Kreml er vitaskuld aðeins
mannvirki og út af fyrir sig
ekki órætt með sama hætti og
gralinn. En Kreml er miklu
meira – eða var það að minnsta
kosti. Kreml var, eins og fram
kemur hjá Steini, táknmynd
hinna illu afla í heiminum.
Táknmynd þeirrar helstefnu
sem vildi leggja undir sig ver-
öldina og svipta fólk frelsi sínu
og hamingju. Þess vegna var
Kreml miklu meira en aðeins
mannvirki.
Þetta á enn frekar við um
þau mannvirki þessarar hel-
stefnu sem sérstaklega voru
reist með það fyrir augum að
svipta fólk frelsi sínu og skerða
þannig hamingju þess. Aug-
ljóst dæmi er Berlínarmúrinn,
sem skar í sundur fjölskyldu-
og vinabönd og skildi þjóð eftir
í sárum sem enn hafa varla
gróið þó að múrinn sjálfur hafi
verið rifinn niður. Enn sjást þó
merki hans á götum Berlínar
og hann er jafnan nærri í huga
þeirra sem þar búa og lifðu
óhugnaðinn. Aðrir, einkum
þeir sem í seinni tíð hafa tekið
upp á því að daðra við þessa
stjórnmálastefnu, mættu að
ósekju kynna sér mannvonsk-
una sem ríkti handan múrsins
og þær þjáningar sem almenn-
ingur leið þar undir oki sósíal-
ismans.
Mörg önnur mannvirki
snerta fólk einnig sterkt, en
sem betur fer oftar með öfug-
um formerkjum. Nú í dymbil-
vikunni gerðist sá voða-
atburður að upp blossaði eldur
í Frúarkirkjunni í París, Notre
Dame, sem olli gríðarlegu
tjóni. Þessi dómkirkja Parísar
á sér langa og merkilega sögu
og er sannarlega samtvinnuð
sögu Frakklands og raunar álf-
unnar allrar. En bruninn
hreyfir ekki svo mjög við hjört-
um almennings af þeirri
ástæðu einni að þar hafi brunn-
ið gamalt sögufrægt hús. Það
væri nógu slæmt, en sterk við-
brögðin stafa af því að í París
brann guðshús. Rétt eins og
fólk tengir mannvirki við hið
illa tengir það mannvirki við
það sem gott er. Kristin trú og
sá kærleikur sem henni fylgir
er samofinn kirkjum hennar,
ekki síst höfuðkirkjum á borð
við Frúarkirkjuna í París.
Að þessi mikla kirkja skyldi
brenna í dymbilvikunni er að
vissu leyti táknrænt, því að
fullvíst er að hún mun rísa upp
aftur og er undirbúningur þess
þegar hafinn.
Á morgun er páskadagur,
dagur upprisunnar. Sigurhátíð
sæl og blíð, eins og séra Páll
Jónsson sálmaskáld orti. Ann-
að sálmaskáld nítjándu aldar,
og raunar alþingismaður að
auki um nokkurra ára skeið,
séra Helgi Hálfdánarson, orti
einnig um þessa sigurhátíð lífs-
ins. Í Sálmabók og helgisiða-
reglum Hins evangeliska lút-
erska kirkjufélags Íslendinga í
Vesturheimi, sem prentuð var í
Winnipeg árið 1918, er páska-
sálmur eftir Helga sem hefst
þannig:
Látið nú, Adams börn, hátíðleg
sigurljóð hljóma,
hefjið með fögnuði þakkar og
lofgjörðar róma;
herrann vor hár,
hann, sem bar mein vor og sár,
heljar sleit harðsnúinn dróma.
Látið ei hugfallast, dauðinn er
fallinn og deyddur,
dauðlegum vegur til heimkynna
lífsins er greiddur;
lýsir nú lýð
lífssólin inndæl og blíð;
hræðist ei: háskinn er eyddur.
Gleðilega páska!
Sigurhátíð
Þ
að er kostulegt að fylgjast með
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins,
sem hefur verið við völd nánast
linnulaust frá lýðveldisstofnun,
tala um stöðuna í heilbrigðiskerf-
inu á Íslandi. Svo virðist sem þau hafi misst af
umræðu undanfarinna ára þar sem ítrekað hef-
ur verið kallað eftir uppbyggingu innviða, með-
al annars heilbrigðiskerfisins. Eins og þau hafi
einnig misst af umræðu meðal þjóðarinnar, á
málþingum, í könnunum og í fjölmiðlum um
mikilvægi opinbers gjaldfrjáls heilbrigðis-
kerfis. Heilbrigðiskerfið hefur í boði Sjálf-
stæðisflokks og samstarfsflokka verið vanrækt
stórkostlega, svo þrátt fyrir frábært starfsfólk
á heimsmælikvarða er helst fjallað um biðlista
og gjaldtöku af fárveiku fólki. Þessi staða í heil-
brigðiskerfinu er pólitísk ákvörðun, ekki
náttúrulögmál, og þessu verður einfaldlega að snúa við.
Núna hefur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins tekist að
láta umræðuna snúast um að heilbrigðisráðherra í þeirra
eigin ríkisstjórn beri ábyrgð á ófremdarástandinu. Að hún
sé sú sem komi í veg fyrir að veikt fólk fái bót meina sinna
á meðan að staðreyndin er sú að það þarf að efla hér
okkar opinbera heilbrigðiskerfi með sameiginlegu átaki
okkar allra, einmitt til að við getum borið okkur saman við
þau velferðarríki sem við í daglegu tali flokkum okkur
með.
Það þarf engan stærðfræðing til að segja okkur að það
er óskaplega heimskulegt að senda veikt fólk í aðgerðir til
útlanda sem kostar ríkissjóð meira en að
framkvæma aðgerðirnar hér heima. En þessir
ágætu þingmenn virðast horfa algjörlega
framhjá því að það er hægt að gera þetta á enn
kostnaðarminni hátt, með því að byggja upp
og hlúa að okkar opinbera heilbrigðiskerfi. Af
hverju neita sjálfstæðismenn að horfast í augu
við að það er búið að reyna með hörmulegum
afleiðingum að svelta hið opinbera kerfi nán-
ast inn að beini? Það er ekki bannað að leita
lækninga hjá sjálfstæðum læknum en það sem
mun alltaf koma okkur illa er ef sjálfstæðis-
mönnum tekst að búa hér til tvö- og þrefalt
kerfi þar sem þeir efnameiri komast fram fyrir
raðirnar og fá betri þjónustu í krafti fjár-
magns. Það er ekki í anda þess velferðarkerfis
sem við jafnaðarmenn aðhyllumst og ég veit
að heilbrigðisráðherra aðhyllist líka.
Það veiðileyfi sem þingmenn Sjálfstæðisflokks virðast
hafa fengið á heilbrigðisráðherra kemur stjórnarand-
stöðuþingmanni spánskt fyrir sjónir, ekki síst í ljósi þagn-
ar annarra stjórnarþingmanna við aðgerðum ráðherra
Sjálfstæðisflokks þegar kemur t.d. að leyfum til hvalveiða,
löskun á dómskerfinu og lækkun veiðigjalds. Svo virðist
sem gagnrýni innan stjórnarflokka sé bara í boði ef sjálf-
stæðisþingmenn bera hana fram. Annars myndi hún lík-
ast til kallast sundrung og kattasmölun.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Svelti til einkavæðingar
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Tími frjókornaofnæmis erhafinn. Trjátegundin elri,einnig nefnd ölur, byrjaðiað blómgast um síðustu
mánaðamót og dreifa frjóum sínum.
Fólk með birkiofnæmi getur fundið
fyrir ofnæmiseinkennum því frjó-
korn birkis og elris hafa sömu of-
næmisvaka. Helstu tegundir sem
valda ofnæmi á Íslandi eru birki,
grös og súrur.
Þetta kemur fram á vef Náttúru-
fræðistofnunar, ni.is. Stofnunin hef-
ur ásamt Veðurstofunni annast frjó-
kornamælingar frá 1997. Vöktun
frjókorna fer fram með frjógildrum.
Þær eru tvær og eru staðsettar á
þökum Náttúrufræðistofnunar,
önnur í Urriðaholti í Garðabæ og
hin á Borgum á Akureyri. Á vef
stofnunarinnar er að finna frjó-
almanak sem sýnir hvenær líklegt
er að frjókorn séu í lofti. Þar eru
einnig ýmsar gagnlegar upplýs-
ingar um efnið og ráðleggingar til
þeirra sem eru með frjókorna-
ofnæmi.
Frjókorn aukast á næstu vikum
Frjókorn munu aukast verulega á
komandi vikum en talið er að um 7%
Íslendinga fái ofnæmi fyrir frjó-
kornum einhvern tímann á ævinni.
Um þriðjungur þeirra fær einkenni
áður en hann nær 16 ára aldri og
þau eru algengari meðal karla en
kvenna. Einkennin eru hnerri, kláði,
nefrennsli og bólgin slímhúð.
Fram kemur á vefnum að átta
tegundir af elriættkvísl, Alnus, eru
ræktaðar hér á landi, oftast sem
stök tré í görðum. Elri er fyrst allra
tegunda, sem valda ofnæmi, til að
blómstra á vorin eða fljótlega eftir
að hitastig fer upp fyrir 5°C. Stund-
um má jafnvel sjá útsprungna rekla
hanga á greinum strax í mars en
með blómguninni fara frjókorn að
dreifast út í andrúmsloftið. Elri er
af sömu ætt og birki og hafa frjóin
sömu ofnæmisvaka. Fólk með of-
næmi fyrir birkifrjói getur því fund-
ið fyrir einkennum löngu áður en
birkið blómgast ef það er í námunda
við blómstrandi elri.
Þá segir að lyng- og víðifrjó séu,
auk elrifrjókorna, fyrstu frjó til að
mælast í frjógildrunum, oftast um
miðjan apríl. Frjótölur þeirra eru þó
ekki háar vegna þess að þau dreifast
aðallega með skordýrum. Báðar
tegundir eru þekktir ofnæmisvaldar
en ekki eins skæðar og birki eða
elri, sem eru nær eingöngu vind-
frævaðar. Asparfrjó, sem geta vald-
ið ofnæmi, birtast í maí.
Birki blómgast venjulega um og
eftir miðjan maí. Á Norðurlönd-
unum blómgast það í apríl og dæmi
eru um að frjókorn þaðan, að því tal-
ið er, hafi mælst hér á landi áður en
íslenska birkið er byrjað að dreifa
frjóum sínum. Birki er einn skæð-
asti ofnæmisvaldur á Norðurlönd-
unum en grasofnæmi er algengara
hér á landi.
Frjómælingar hafnar
Frjómælingar hófust í Garðabæ
og á Akureyri í lok mars og standa
þær yfir til 30. september. Í sumar
verður hægt að fylgjast með mæl-
ingum á birki- og grasfrjóum á vef
stofnunarinnar. Birkifrjómælingar
byrja að birtast vikulega í maí og
birting grasfrjómælinga í júní. Mæl-
ingarnar er gott að nota sem viðmið
um hvenær blómgun tegundanna
hefst og geta þær, ásamt veður-
spám, hjálpað þeim sem eru haldnir
ofnæmi að segja fyrir um frjómagn.
Ef veður er hlýtt, þurrt og smá
vindur má búast við háum frjótölum
hjá blómstrandi tegundum sem
dreifa frjóum sínum með vindi.
Heilræði
Náttúrufræðistofnun gefur þeim
sem haldnir eru frjókornaofnæmi
tíu heilræði: Forðast að fara út þar
sem er mikið af birki og óslegnu
grasi. Bent er á að gras dreifir helst
frjóum sínum snemma morguns (kl.
7-10) og seinnipart dags (kl. 16-19).
Önnur ráð eru þessi: Ekki þurrka
þvott utandyra, sofa við lokaðan
glugga; slá grasið áður en það
blómgast; skipta um föt og þvo hár-
ið eftir að hafa verið nálægt frjó-
dreifingu; nota sólgleraugu og höf-
uðföt; bursta og þvo feld heimilis-
dýra; aka um með lokaða glugga og
hafa góða frjókornasíu í loftræsting-
unni og loks að taka lyf samkvæmt
læknisráði.
Tími frjókorna-
ofnæmis er hafinn
GettyImages/iStockphoto
Frjókorn Nú er sá tími genginn í garð þegar frjókorn fara að valda mörgum
óþægindum. Heilræði um viðbrögð er að finna á vef Náttúrufræðistofnunar.