Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is AÐEINS 4 ÍBÚÐIR Nýjar, mjög vandaðar og glæsilegar íbúðir við Klapparstíg 28, 101 Reykjavík. Stærðir íbúða eru frá 70-131 fm. Allar íbúðir eru fullbúnar án gólfefna fyrir utan baðherbergi (og þvottahús þar sem við á) en votrými íbúða eru flísalögð með glæsile- gum flísum. Vandaðar innréttingar frá danska framleiðandan- um HTH og Corestone borðplötur. Blöndunar- og sturtutæki frá Ísleifi Jónssyni og eldhústæki frá AEG. Bílastæði í nýrri upphitaðri bílageymslu innangengt í Klap- parstíg 30 fylgir með hverri íbúð ásamt sérgeymslu í kjallara. klapparstigur.is Bílastæði fylgir með hverri íbúð KLAPPARSTÍGUR 28 KLAPPARSTÍGUR 30 5 AF 11 ÍBÚÐUM EFTIR Nýjar og glæsilegar íbúðir við Klapparstíg 30, 101 Reykjavík. Stærðir frá 34 til 47 fm. Íbúðir eru allar fullbúnar með ljósum, flísum á böðum og parketi. Gólfhiti í öllum íbúðum. Vandaðar innréttingar frá danska framleiðandanum HTH og borðplata úr kvartsstein frá Granítsmiðjunni. Blöndunar- og sturtutæki frá Tengi og eldhústæki frá AEG. Hægt er að kaupa bílastæði í nýrri upphitaðri bílageymslu innangengt í Klapparstíg 30. klapparstigur.is Hægt að kaupa bílastæði Átta skákmenn urðu efstirog jafnir á 34.Reykjavíkurskákmótinusem lauk í Hörpu á mánu- daginn. Að teknu tilliti til mótsstiga var röðin þessi: 1.-8. Lupulescu, Al- ireza, Grandelius, Jones, Parligras, Petrosjan, Tari og Gupta, allir með sjö vinninga af níu mögulegum. Lupulescu er sigurvegari mótsins eftir stigaútreikning og er vel að því kominn. Hann tefldi á efsta borði nánast allt mótið og hafði um tíma vinnings forskot á næstu menn en tapaði fyrir Gawain Jones í áttundu umferð. Að svo margir skákmenn skipi efsta sætið kemur ekki á óvart því það að hafa einungis níu umferðir er of lítið í opnu móti með um 250 keppendur. Ekki er lagt síðan tefld- ar voru tíu umferðir á Reykjavíkur- mótinu en mótshaldarinn vill halda í frídag svo hinir erlendu keppendur geti skoðað sig um eða tekið þátt í hinum ágætu hliðarviðburðum skákhátíðarinnar. Hannes Hlífar Stefánsson fékk flesta vinninga íslensku skákmann- anna, 6½ vinning af 9, og raðast í 18. sæti af þeim sem tíu sem voru með sömu vinningatölu. Hann átti ekki möguleika á einu af efstu sætunum er lokaumferðin rann upp en vann Guðmund Kjartansson sem var með 6 vinninga. Jóhann Hjartarson var þá einnig með möguleika á að kom- ast í efsta sætið, átti vinningsmögu- leika um tíma í skák sinni við hina ungu stjörnu Íran, Firouzja Alireza, en tapaði um síðir. Hann átti síðar um daginn flug til Helsinki og svo áfram þaðan til móts við íslenska landsliðið sem teflir þessa dagana á HM öldungasveita á grísku eyjunni Ródos. Knöpp ferðaáætlun var ekki eini streituvaldur Jóhanns því helsti galli Hörpu sem keppnisstaðar – mikill hávaði frá tónleikum, ráð- stefnum og gestagangi – truflaði ein- beitingu hans. Hvað sem því líður geta yngri skákmennirnir tekið sér Jóhann til fyrirmyndar; hann tefldi hverja einustu skák en aðrir af okkar bestu mönnum tóku a.m.k. eina ½ vinnings yfirsetu. Mestu stigahækkanir íslensku keppenda komu í hlut Adams Om- arssonar sem hækkaði um 91 Elo- stig og Stephans Briem sem hækk- aði um 75 Elo-stig. Mótið var vel skipulagt í hvívetna og gott að hafa jafn hæfan tæknistjóra og Ingvar Þór Jóhannesson sem sá um beinar útsendingar. GAMMA var aðal- styrktaraðili mótsins. Jón Kristinsson með fullt hús á Ródos Íslensku liðin sem taka þátt á HM öldungasveita Ródos fara nokkuð vel af stað. Fyrrverandi Íslandsmeist- ari, Jón Kristinsson, hefur unnið all- ar skákir sínar. Jón, sem er kominn fast að áttræðu, fór létt með rúss- neskan stórmeistara í 2. umferð: Jón Kristinsson – Nikoloja Puskov (Rússland) Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Rbd7 6. e3 c6 7. Bd3 Be7 8. Dc2 Rh5 9. Bxe7 Dxe7 10. Rge2 g6 11. O-O-O Rb6 12. Kb1 Rg7 13. Hhe1 Be6 14. Rf4 O-O-O 15. Ra4! Jón er vel að sér í fræðunum. Þetta er talin besta leiðin til að berj- ast fyrir frumkvæðinu. 15. Rxa4 16. Dxa4 Kb8 17. Hc1 Bf5 18. Hc3 Bxd3+? Þessi uppskipti eru ótímabær og bæta stöðu riddarans til muna. 18. ... g5! var nauðsynlegur leikur. 19. Rxd3 Rf5 20. Ha3 a6 21. Hb3! Ka7 22. Da5 Vinnur fljótt en sterkara var þó 22. Hc1! 22. ... Hb8? Hann gat varist með 22. ... Rd6. 23. Rc5 Hhc8 24. Hb6! - og svartur gafst upp. Það er eng- in vörn gegn hótunnni 25. Hxa6+, 24. Ka8 er svarað með 25. Rxa6! o.s.frv. Rúmeninn Lupulescu sigurvegari Reykja- víkurskákmótsins Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Konstantin Lupulescu Sigurvegari 34. Reykjavíkurskákmótsins. Á hátíðarfundi Al- þingis á síðastliðnu ári var ákveðið að smíða nýtt hafrannsóknaskip, þjóðargjöf. Nýtt haf- rannsóknaskip er mikil- vægt þjóðarbúinu en ekkert kom fram um hvort gjöfin yrði „hrein“. Fjölbreyttar elds- neytislausnir hafa verið kynntar fyrir skip á undanförnum árum og eru allar byggðar á vist- vænu eldsneyti sem auðvelt er að framleiða á Íslandi. Ólíklegt verður að teljast að í framtíðinni verði „ein“ lausn fyrir skip enda þarfir fjölbreyttar. Nú þegar er Norður- sigling með tvö rafmagnsskip í hvalaskoðun og nýr Herjólfur verð- ur að miklu leyti knúinn innlendu rafmagni. Nú eru Íslendingar í dauðafæri að hefja umskiptingu á eldsneyti á sjó. Metan, metanól, vetni og raf- magn eru kostir sem hægt er að horfa til – jafnvel samþætting á nokkrum. Metanframleiðsla mun stóraukast þegar ný gasgerðarstöð verður tekin í notkun. Vökvagert náttúrulegt gas hefur rutt sér til rúms víða og sama má gera hér. Norðmenn eru að hanna fyrstu ferj- una sem verður aðeins á vetni en hingað til hafa flest verkefni með vetni á sjó verið á höndum sjóherja mismunandi landa. Kostir metanóls eru að metanólvélar brenna einnig dísilolíu. Það eykur öryggi við notk- un skipsins því enn sem komið er er dreifing vistvæns eldsneytis til skipa takmörkuð. Þurfi nýtt hafrannsóknaskip að koma í fjarlægar hafnir er mikilvægt að hægt sé að nálgast eldsneyti – og enn er dísil algengasta elds- neytið. Fleiri en ein lausn möguleg Áhugavert væri að flétta saman mismun- andi orkuberum og þá gæti þekking á mismunandi elds- neyti aukist enn frekar á Íslandi. Oftast eru fleiri en ein aðalvél í slíku skipi sem opnar ákveðin tæki- færi. Ljósavél eða -vélar gætu svo verið knúnar öðru eldsneyti. Ljóst er að framtíðin verður ekki knúin af jarðefnaeldsneyti og mikilvægt að kynna fyrir útgerðum mismunandi möguleika. Skipið nýttist þá ekki aðeins til hafrannsókna heldur einn- ig til fræðslu fyrir framtíðarsjófar- endur. Þetta eru þekktar lausnir og orkan innlend og vistvæn. Skip endast í 30-50 ár, gefum þjóðinni ekki risaeðlu. Eftir Jón Björn Skúlason »Nýtt hafrannsókna- skip, þjóðargjöfin, ætti að verða fyrirmynd framtíðarskipa þjóðar- innar og knúið vistvæn- um innlendu orku- gjöfum. Jón Björn Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku. Mögulegt orkukerfi. Verður „þjóðar- gjöfin“ risaeðla? Jón Þorkelsson fæddist 16. apríl 1859 í Ásum í Skaftár- tungu. Foreldrar hans voru hjónin Þorkell Eyjólfsson, síð- ast prófastur á Staðastað, og Ragnheiður Pálsdóttir. Eftir stúdentspróf lauk Jón cand. mag.-prófi í norrænum fræðum frá Hafnarháskóla 1885, og dr.phil.-prófi 1888. Jón var skipaður lands- skjalavörður 1899 og þjóð- skjalavörður 1915 og gegndi því embætti til æviloka. Hann var forseti Sögufélagsins frá stofnun þess 1902 og til ævi- loka, forseti Þjóðvinafélagsins 1912-13 og forseti Bókmennta- félagsins frá 1918 til æviloka. Hann sat í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar frá 1909, var ritstjóri Huldar, Sunnanfara og Blöndu, al- þingismaður Snæfellsnesinga 1892-93, Reykvíkinga 1908- 1911 og konungskjörinn þing- maður 1915. Þekktustu rit Jóns forna, eins og hann var jafnan nefnd- ur, voru Saga Jörundar hunda- dagakóngs, Þjóðsögur og munnmæli, Tyrkjaránið á Íslandi 1627 og Vísnakver Fornólfs. Fyrri kona Jóns var Karólína Jónsdóttir, en þau skildu. Seinni kona hans var Sigríður Finnbogadóttir. Börn Jóns og Karólínu voru Kristín og Logi, sem dóu á barnsaldri, og Guð- brandur rithöfundur, f. 1888. Dóttir Jóns og Sigríðar var Matthildur, f. 1910. Jón lést 10.2. 1924. Merkir Íslendingar Jón Þorkelsson Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.