Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Reyktur
og grafinn
lax
Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Kjörbúðir, Krambúðir, Nettó verslanir um allt land og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík.
Ómissandi á
páskaborðið
Það er enn í ljósu
minni flestra okkar að
nokkrir af alþingis-
mönnum okkar mót-
mæltu komu Piu
Kjærsgaard hingað til
lands á síðasta ári á
þeim forsendum að
hún væri rasisti og
voru tínd til öll vafa-
söm ummæli hennar
síðustu áratugi. Þó
hefur Pia ekki fengið dóm fyrir
nein þessara ummæla og var ekki
hér á eigin vegum, heldur sem
fulltrúi dönsku ríkisstjórnarinnar.
En það er ekki aðeins Pia sem
hefur fengið á sig ásakanir um ras-
isma því í ýmsum erlendum tíma-
ritum má líta skrif í þá átt. Nýlega
las ég t.d. grein í hinu bandaríska
Nation. N. Mirzoeff skrifar þar af
fullkominni vanþekkingu um hælis-
leitendamál í Danmörku og ásakar
Dani um útlendingahatur, rasisma
hvítra og andlegar pyntingar. Hann
minnir á nýlendutíma Dana og seg-
ir að þó Trump sé slæmur þá stefni
Evrópubúar á að vera sýnu verri.
Kjarni greinarinnar er heimsókn
í Sjælsmark flóttamannamiðstöðina
sem er fyrir utan Kaupmannahöfn
og talar hann þar við konu frá Erí-
treu sem er þar ásamt syni sínum.
Hún hefur fengið höfnun á land-
vistarleyfi og bíður brottflutnings.
Aðstæður þarna eru sagðar verri
en í ísraelsku fangelsi enda er
Sjælsmark rekið af dönsku
Fangelsismálastofnuninni. Höf-
undur segir að komið sé fram við
fólkið sem þræla og að það hafi
ekki framið neinn glæp til að eiga
skilið að vera þarna.
Margt bendir þó til að
það sé ekki rétt hjá
honum því í lok árs
2017 bjuggu 5.278 hæl-
isleitendur (0,1% fólks
á aldrinum 15-70 ára) í
dönskum flóttamanna-
miðstöðvum en sama
ár var 1.271 hælisleit-
andi ákærður fyrir
brot á refsilöggjöfinni
og 204 þeirra voru
dæmdir í óskilorðs-
bundið fangelsi, þar af
30 fyrir búðaþjófnað sem var 9,4%
af heildarfjölda slíkra dóma.
En hafa þá Danir ekki tekið við
neinum flóttamönnum. Jú, jú, árið
2018 voru nær 500.000 innflytj-
endur frá löndum utan Evrópu í
Danmörku og landið er ofarlega á
óskalista hælisleitenda. Sumir inn-
flytjendur eru þó ekki á neinum
óskalista hjá Dönum. Í nýjustu
skýrslu Fjármálaráðuneytis Dana
kemur fram að kostnaður dönsku
þjóðarinnar vegna innflytjenda frá
löndum utan Vesturlanda er 33
milljarðar DKR á ári en að 14 millj-
arða hagnaður sé af innflytjendum
frá vestrænum löndum. Að með-
altali kostar hver innflytjandi frá
löndum þriðja heimsins 35.000
DKR á ári og afkomendur þeirra
27.000 DKR á ári hver. Það er
einkum vegna minni atvinnuþátt-
töku en líka vegna annars kostn-
aðar. Innflytjendur frá löndum
múslima sækja t.d. geðdeildirnar
heim 1.300% meira en innfæddir og
þeir sem ekki eru Danir að upp-
runa fremja hlutfallslega marga
glæpi. Samkvæmt dómsmálaráðu-
neyti Dana 2017 þá eru 23%
dæmdra nauðgara frá löndum utan
Vesturlanda, en sá hópur er aðeins
6% fólks 15-79 ára.
Einhver gæti haldið því fram að
innflytjendur frá Asíu eða Afríku
fengju ekki sömu atvinnutækifæri
og innfæddir en tölfræði Dana sýn-
ir t.d. að taílenskar konur hafi 70%
atvinnuþátttöku en konur frá Sóm-
alíu aðeins 21% og svipað gildir um
karlana. Einnig komast Taílend-
ingar sárasjaldan í kast við lögin en
2012 var tíundi hver Sómali í land-
inu dæmdur til refsingar (Danm.
Stat., 2016).
Danir tóku inn stóra hópa af
hælisleitendum og héldu að önnur
og þriðja kynslóðin yrði sjálfkrafa
dönsk en í þess stað hafa stórir
hópar safnast saman í gettóum án
þess að læra dönsku, án þess að
mennta sig, án vonar um framtíðina
– hvorki Danir né tengdir uppruna-
landinu. Í sumum gettóum er
„danskur“ níðyrði og meira en 150
ungir menn yfirgáfu landið til að
berjast með ISIS – fundu þar til-
gang. Danskir múslimar kvarta
undan óvinveittu andrúmslofti, holl-
usta þeirra við landið sé stöðugt ve-
fengd.
Þær hugmyndir munu hafa verið
fyrir hendi fyrir 11. september
2001 en jukust stórlega í kjölfar
Múhammeðsteikningafársins er
tveir ímamar, Akkari og Laban, er
höfðu fengið hæli í landinu og
danskan ríkisborgararétt ferðuðust
um Miðausturlönd 2006 og sýndu
teikningarnar með þeim afleið-
ingum að ráðist var á dönsk og
norsk sendiráð, kirkjur og kristna.
NYT áætlar að 200 manns hafi látið
lífið og 50% samdráttur varð í sölu
á dönskum vörum til Miðaustur-
landa. Arla varð t.d. af 10 millj-
ónum DKR á degi fyrstu vikurnar.
Síðar komst upp um áætlanir um
að drepa teiknarann, Kurt Wester-
gaard, og einnig fréttamenn Jyl-
landsposten.
Svik Akkari og Laban eru enn
sem fleinn í þjóðarsál Dana og lái
þeim hver sem vill. Aðrir ímamar
hafa einnig vakið úlfúð, Grimhøj-
moskan varð alræmd 2016 fyrir
boðun strangra sjaríalaga og í fyrra
var svo ímam á Nörrebro ákærður
fyrir hatursorðræðu. Hann hafði
talað fyrir stofnun kalífaveldis, út-
rýmingu gyðinga og innrásar í þau
lönd er eitt sinn voru undir stjórn
múslima og nefndi þar Andalúsíu,
Balkanskagann og Róm.
Ef greinarhöfundur Nation hefði
reynt að kynna sér málefni innflytj-
enda í Danmörku þá hefði greinin
eflaust orðið öðruvísi, en vönduð
heimildaöflun virðist hreint ekki í
tísku nú þegar boðskapur pólitískra
réttlætisriddara er það sem blífur
víða á fjölmiðlum og vinir okkar
Danir sem hafa tekið við nær hálfri
milljón hælisleitenda og eytt
ómældu fé í alls konar aðlögunar-
verkefni eru að ósekju ásakaðir um
rasisma og útlendingahatur.
„Rasistarnir “ vinir okkar Danir
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur »Danir eru iðulega
ásakaðir um rasisma
og útlendingahatur.
Þeir sem koma fram
með slíkar ásakanir
hafa ekki kynnt sér inn-
flytjendamál í Dan-
mörku.
Ingibjörg Gísladóttir
Höfundur starfar við umönnun
aldraðra.
Ef orkupakka þú eyða vilt
og efla landsins hag.
Þér er og verður ávallt skylt,
að auðga fegurð og brag.
Landsölumennirnir lævísir vilja
lausnargjald fyrir vötn og storð.
Megir þú hljóta skarpur að skilja,
að skelfileg eru þeirra orð.
Þeir Ísafoldu æra og meiða,
efnishyggjumenn.
Sögu okkar særa og deyða
og sækja gróða enn.
Land-
sölumenn
Höfundur er læknir og
fv. borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon
Fasteignir