Morgunblaðið - 20.04.2019, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Í dag kveðjum við
alltof snemma kæra
vinkonu og vinnu-
félaga, Önnu Guð-
rúnu Garðarsdóttur.
Anna hóf störf á sjúkradeild-
inni á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja í janúar 2008. Það kom fljótt
í ljós að hún var kærkomin viðbót
við þann góða hóp sem þar
starfar.
Hún var sterkur karakter og
átti auðvelt með að umgangast
fólk. Hún var ekki feimin við að
segja sína meiningu, alltaf stutt í
húmorinn en var samt svo góð við
alla. Hún var dugleg, vinnusöm og
hafði þann einstaka hæfileika að
sjá jákvæðu hliðarnar og gera
gott úr öllu. Önnu er sárt saknað
af vinum og vinnufélögum á HSS.
Hún var góður vinnufélagi, falleg
bæði að innan og utan.
Anna var hrókur alls fagnaðar í
vinnuferðum og skemmtunum
tengdum vinnunni. Það var eftir-
sóknarvert að vera nálægt henni
við slík tilefni. Ekki síst vegna
þess hve beinskeytt hún var og lét
allt flakka, en alltaf í góðu með
meðfylgjandi hlátri.
Við þökkum fyrir góðar minn-
ingar, ekki síst ferðina til Edin-
borgar sem við vinnufélagarnir
fórum saman í vorið 2014. Það var
mikið hlegið í þeirri ferð og að
sjálfsögðu fór enginn yfir „vesen-
kvótann“ sinn sem eins og endra-
nær var settur á í upphafi ferðar.
Æðruleysi og jafnaðargeð ein-
kenndi Önnu. Hún tók því sem að
höndum bar, bæði í störfum sínum
og ekki síður í veikindunum. Hún
kvartaði ekki, heldur þvert á móti
sýndi hún mikla þrautseigju og
hugrekki, sama hvað gekk á.
Við lítum á það sem forréttindi
að hafa kynnst Önnu og starfað
með henni. Við minnumst hennar
með þakklæti og virðingu.
Um leið og við kveðjum yndis-
lega konu, traustan og kæran fé-
laga vottum við aðstandendum
hennar og vinum okkar dýpstu
samúð.
Fyrir hönd vinnufélaga á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja,
Bryndís Sævarsdóttir.
Að koma minningum og hug-
renningum á blað til að deila með
öðrum þegar ástvinur fellur frá er
fallegur íslenskur siður, það veitir
einhverskonar sálarró að koma í
orð öllu því sem fer um hugann þó
ritað sé með tár í augum og kökk í
hálsi.
Hún Anna okkar er dáin, það er
ennþá óraunverulegt, það eigin-
lega getur ekki staðist að við séum
að skrifa minningargrein um
hana. En jú, sú er víst raunin, hún
kvaddi okkur of ung, allt of hratt
og of stór hluti ævinnar eftir.
Anna hans pabba, Siffi hennar
Önnu. Já, þau áttu svo sannarlega
hvort annað. Það er svo ánægju-
legt þegar tveir einstaklingar
finna ástina á nýjan leik. Hvernig
þau færðust smám saman nær
hvort öðru í áhorfendastúkunni á
körfuboltaleikjum hvort hjá sinni
dóttur, Bonnie og Teddý, urðu
ástfangin og fóru að búa saman,
eignuðust fallegt og hlýlegt heim-
ili, voru hamingjusöm saman. Við
systkinin vorum orðin það stór að
ekki var lengur um pabbahelgar
eða pabbavikur að ræða en okkur
var tekið opnum örmum og heim-
ilið ávallt opið. Stefán varði þar
óteljandi klukkutímunum að horfa
á fótbolta með þeim og nánast
bræddi úr samlokugrillinu því
hver ostasamlokan á fætur ann-
arri rann ofan í síhungraðan ung-
Anna Guðrún
Garðarsdóttir
✝ Anna GuðrúnGarðarsdóttir
fæddist 12. nóvem-
ber 1960. Hún lést
1. apríl 2019.
Útförin fór fram
16. apríl 2019.
linginn. Ófá voru
matarboðin og ára-
mótin þar sem allir
úr báðum fjölskyld-
um komu saman á
heimili pabba og
Önnu, þá var heldur
betur kátt á hjalla!
Ógleymanlegar
utanlandsferðir
Bonnie og Stefáns
með pabba og Önnu
til heitari landa,
sumarbústaðaferðir á Íslandi og
ekki klikkuðu þau á að heimsækja
Guggu til Danmerkur og síðan
Svíþjóðar, að hafa þau tvö hjá sér í
heimsókn voru dýrmætar sam-
verustundir. Barnabörnin á báða
bóga eru orðin ansi mörg og Anna
prýddi heimilið með fjöldanum öll-
um af myndum af þeim sem stillt
var upp í sjónvarpsholinu, miðju
heimilisins, þannig voru þau öll
ávallt í sjónmáli og fóru ekki
framhjá neinum sem kom í heim-
sókn. Þau pössuðu vel upp á að
verja tíma með þeim eldri þegar
þau voru á landinu, núna síðast í
vetrarfríinu seinnipart febrúar
þrátt fyrir að hún væri í raun þá
orðin sárlasin. Fyrir það erum við
þakklát.
Að greina börnum frá þegar
nákominn deyr er erfitt. Elsa
Margrét horfði á litlu systur sína
og fannst ósanngjarnt að Anna
amma hefði ekki náð að hitta hana
áður en hún dó. Sveinn Orri velti
fyrir sér hvort hún væri þá núna
búin að hitta Pollý sína aftur og
bætti svo við á sinni sænsku-
skotnu íslensku „en á hún þá ekki
lengur heima með Siffa afa?“
Þá var erfitt að halda lengur
aftur af tárunum.
Elsku pabbi okkar, missir þinn
er mikill. Þú veist að við erum til
staðar fyrir þig. Það er þungt að
kveðja en það eina sem við getum
gert er að hlúa að minningunum
og varðveita þær í hjarta okkar.
Elsku Helga, Heiðar, Teddý,
Sylvía og fjölskyldur, við finnum
svo innilega til með ykkur og vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð.
Guðbjörg, Bonnie og Stefán.
Þann 2. mars sl. fór ég í heim-
sókn til Önnu frænku minnar og
Siffa á heimili þeirra í Krossholt-
inu. Að það skuli hafa verið sú
allra síðasta heimsókn til hennar
er ótrúleg tilhugsun. Við horfðum
öll saman á fjölskylduliðið okkar
Önnu, Arsenal, etja kappi við erki-
fjendur sína Tottenham. Þó að
fyrri hálfleikurinn sjálfur hafi ver-
ið gleymanlegur stendur eitt upp
úr og það var að hlusta á Önnu
réttlæta fyrir sér að fá sér auka
sneið af eplaköku og rjóma. Eins
og hún hafi ekki átt það skilið mið-
að við allt sem hún hefur farið í
gegnum sl. ár.
Síðasta korterið í seinni hálf-
leiknum mun ætíð vera í huga mér
því þær mínútur endurspegluðu
svo margt sem tengdist Önnu.
Vítið sem Tottenham fékk var
klárlega rangstaða en okkur er
ávallt sagt að það þýði ekkert að
deila við dómarann og markið
stóð. Hvort Guð var réttlátur
dómari á því sem lagt var á Önnu
verður seint svarað en Anna tók
við öllu frá honum með fyrirmynd-
ar jákvæðni og hugarfari, tilbúin
að sigra allra áskoranir. Skyndi-
lega fékk Arsenal kjörið tækifæri
til að vinna leikinn þegar þeir
fengu dæmt víti í uppbótartíma.
Upp steig leikmaður Arsenal,
tilbúinn til að axla þá ábyrgð sem
fylgir að taka víti í uppbótartíma.
Svoleiðis ábyrgð er ekki á alla lögð
og jafnvel bestu leikmennirnir
verða veikir í hnénu í svona að-
stæðum. Það bar aldrei öðru en að
Anna ætlaði sjálf að bera ábyrgð-
ina á að takast á við öll þessi krefj-
andi verkefni. Á þessum tíma leit-
aði Anna aldrei eftir því að kenna
öðrum um, hún spurði aldrei af
hverju hún og hún missti aldrei
trúna að hún myndi sigra.
Arsenal-leikmaðurinn andaði
djúpt og hóf tilhlaupið sitt að bolt-
anum. Þrátt fyrir að hafa hug-
rekkið, getuna og tækifærið til að
tryggja sigur brást honum boga-
listin. Arsenalmenn voru varla
búnir að átta sig á að leikurinn var
ekki unninn og enn í gangi þegar
dómarinn tók til sinna ráða og
veittist hratt að einum leikmanni
Arsenal og dró fram rauða spjald-
ið og bað viðkomandi að yfirgefa
leikvöllinn strax - hans þátttöku í
þessum leik væri lokið.
Önnu frænku minnar verður
sárt saknað, enginn annar hlátur
kemur í staðinn fyrir hlátur henn-
ar. Lífsgleði hennar mun ávallt
fylgja mér enda var hún einstök
manneskja. Hraðinn sem varð í
endalokum hennar verður dýr-
mæt áminning fyrir okkur öll sem
stöndum eftir. Hennar minning
mun lifa áfram á meðan hún tekur
að sér annað hlutverk hinum
megin.
Elsku Siffi, Heiðar, Teddý,
Sylvía og Helga amma, með tárin í
augunum votta ég ykkur mína
innilegustu samúð. Anna Guðrún
Garðarsdóttir, ég elska þig og
mun sakna þín.
Þinn frændi,
Sverrir Auðunsson
og fjölskylda.
Elsku Anna frænka.
Hversu óréttlátt er að þú varst
tekin frá okkur alltof snemma? Þú
varst einstök manneskja sem
gerðir gott bara miklu betra, svo
einstök varstu að fólk sem rétt
hitti þig mundi eftir þér löngu
seinna.
Þú reyndist okkur systrum svo
einstaklega vel og því mun ég
aldrei gleyma. Þú varst alltaf svo
hugulsöm, hjarthlý, einlæg, já-
kvæð og hlekkurinn okkar allra.
Þú gafst svo mikið frá þér og ég
vildi óska þess að ég hefði haft
tíma til að gefa meira á móti.
Þú varst mér mikil fyrirmynd
frá unga aldri og það sem þú varst
skemmtileg og fyndin, en kenndir
mér umfram allt að hafa húmor
fyrir mér sjálfri. Takk fyrir allar
dýmætu stundirnar sem við eign-
uðumst, þær einkenndust af mikl-
um hlátri og því mun ég aldrei
gleyma.
Þegar komið er að leiðarlokum
og kveðju þá iðrast maður ýmis-
legs. En með jákvæðni þinni og
öllu því sem þú kenndir mér þá
veit ég að: „Ekki gráta af því
þessu er lokið, brostu yfir því að
þetta gerðist.“
Þakklæti og gleði er mér efst í
huga þegar ég hugsa til þín. Ég
mun halda minningu þinni á lofti
um ókomna tíð, passa einstaklega
vel upp ömmu, börnin þín og fólk-
ið okkar.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
ein með sorgir mínar.
Gef mér kærleik gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Ómar Ragnarsson/
Gísli á Uppsölum)
Með saknaðarkveðju, þín
Bagga.
Sigurbjörg Auðunsdóttir.
Elsku yndislega frænka mín.
Það má með sanni segja að ég
finn fyrir miklum tómleika. Til-
hugsunin um að þú sért ekki leng-
ur á meðal okkar er óhugsandi. Þú
sem hefur staðið með mér í gegn-
um súrt og sætt, gefið mér móður-
leg ráð á erfiðum tímum og um-
fram allt verið mér afar kær
vinkona.
Jákvæðni, manngæska, gálga-
húmor og æðruleysi eru einkunn-
arorð um litríkan persónuleika
þinn. Framangreindir mannkostir
gerðu það að verkum hve dásam-
legt og stórskemmtilegt var að
vera í kringum þig. Hjá okkur var
alltaf gaman, við gátum hlegið og
talað saman um allt og ekkert. Ég
þakka fyrir þær fjölmörgu minn-
ingar og leyfi þeim að lýsa upp
mína vegferð, í gegnum ókomin
ár.
Það hefur verið átakanlegt að
fylgja þér í gegnum þessa erfiðu
vegferð sem veikindin hafa skap-
að. Þrátt fyrir að þú hafir í gegn-
um ferlið, oft á tíðum, staðið með
vindinn í fangið mátti aldrei
greina neikvæðni, reiði né von-
leysi í þínu fari. Þvert á móti, þú
naust hverrar mínútu sem lífið
hafði upp á að bjóða og vegna
þessa áttum við meðal annars
yndislegan tíma undir lokin á spít-
alanum.
Það eru forréttindi að hafa
kynnst þér og fengið að verja tíma
með þér og þínum. Ég elska þig
og mun þér aldrei gleyma. Minn-
ing þín mun lifa enda mun ég sjá
til þess að segja af þér sögur og
miðla ráðum þínum.
Hinsta kveðja og hjartans
þökk.
Þín
Aníta.
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÍRIS KARLSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést þriðjudaginn 2. apríl í Halifax.
Útförin fer fram í Kópavogskirkju
miðvikudaginn 24. apríl klukkan 13.
Guðmundur Haraldsson
Karl Þór Baldvinsson Matthildur Björnsdóttir
Haraldur Þór Guðmundsson Ragnheiður Valgarðsdóttir
Laufey Guðmundsdóttir Jóhann Bjarnason
Arnar Þór Guðmundsson Hrafnhildur Fanngeirsdóttir
Lilja Hrönn Guðmundsdóttir Eyþór Friðriksson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HAUKUR SIGTRYGGSSON
áður til heimilis í Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi sunnudaginn 14. apríl.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn
23. apríl klukkan 13.
Gréta Björg Hafsteinsdóttir Ómar Már Gunnarsson
Ingibergur H. Hafsteinsson Albína Jóhannesdóttir
Regína Hauksdóttir
Harpa Hauksdóttir
Heiðrún Hauksdóttir Helgi Einarsson
afa- og langafabörn
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
dóttir, systir og amma,
HELGA HAFSTEINSDÓTTIR
hársnyrtimeistari,
Hríseyjargötu 20, Akureyri,
lést sunnudaginn 14. apríl.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 2. maí klukkan 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar.
Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir Hólmar Sigmundsson
Hafdís Þorbjörnsdóttir Ingi Jóhann Friðjónsson
Birta Júlía Þorbjörnsdóttir
Ingibjörg Kristinsdóttir
Hulda Hafsteinsdóttir Júlíus Jónsson
Þórunn Hafsteinsdóttir Guðni Þór Jósepsson
Ylfa og Frosti Snær
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSDÍS GUÐBRANDSDÓTTIR,
Nýjabæ, Garði,
lést á Hrafnistu, Nesvöllum, þriðjudaginn
9. apríl. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 23. apríl klukkan 13.
Hörður Ragnarsson Hulda Björk Þorkelsdóttir
Friðrik Ragnarsson Maretta Ragnarsson
Ragnhildur Ragnarsdóttir Atli Rafn Eyþórsson
Guðbjörg Ragnarsdóttir Þór Guðjónsson
Sigrún Ragnarsdóttir Gísli Heiðarsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Okkar kæri sambýlismaður, faðir,
tengdafaðir, afi, bróðir og mágur,
ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON,
aðjúnkt,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 11. apríl.
Jarðarförin fer fram föstudaginn 26. apríl
klukkan 15 frá Langholtskirkju.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu
Akureyrar eða Krabbameinsfélag Akureyrar
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Guðmundur Árni Ágústsson Mojca Skraban
Brynjar Ágústsson Svana Helgadóttir
Helga Björg, R. Sunna, Birta Guðrún og Dagur
Elísabet Ólöf Ágústsdóttir Maik Cichon
Carolin Freyja, Sophie Sól og Eric Thor
Guðjón Trausti Árnason Kerstin E. Anderson
Guðbjörg Gígja Árnad. Sigurður M. Jónsson
Jóhanna Harpa Árnadóttir Þorsteinn Páll Hængsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is