Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
✝ ÞorgeirReynisson
fæddist á Siglufirði
15. desember 1954.
Hann lést 12. jan-
úar 2019 í Noregi.
Foreldrar hans
voru Jóna Jak-
obína Þorgeirs-
dóttir, f. 30.10.
1933, d. 5.4. 2014,
og Haraldur Reyn-
ir Árnason, f. 16.8.
1930, d. 27.1. 2007.
Systir Þorgeirs er Guðrún
Reynisdóttir, f. 27.6. 1959, gift
Jóhannesi Ingvari Lárussyni, f.
19.11. 1950. Þorgeir giftist
þann 1.1. 1977 Sóleyju Þór-
laugu Sigurðardóttur, f. 17.6.
1958. Þau skildu. Þorgeir og
Sóley eignuðust þrjú börn. Þau
eru: 1) Atli Þór
Þorgeirsson, f.
26.9. 1974. Börn
hans eru: a) Breki
Atlason, f. 18.2.
2003, b) Úlfa Nadía
Miljevic Atladóttir,
f. 22.3. 2017. 2)
Jóna Jakobína Þor-
geirsdóttir, f.
21.10. 1976. Börn
hennar eru: a)
Thelma Rut og b)
Diljá Sif Guðnadætur, f. 27.10.
2000. c) Guðjón Þór Magnús-
son, f. 5.12. 2010. 3) Guð-
mundur Þorgeirsson, f. 29.8.
1986.
Minningarathöfn um Þorgeir
verður haldin í Siglufjarðar-
kirkju í dag, 20. apríl 2019,
klukkan 14.
Í kvæðinu Veröld án veggja,
eftir Þorgeir, er þessi vísa:
Gleymdu mér ekki guð
gefðu mér auga
gegnum glerið grið á betri stað.
Svífa á vötnum
sálir sem sofa,
svefnlausi maðurinn kvað.
Við kynntumst Þorgeiri
skömmu eftir að hann kom fyrst
til Sandefjord. Við höfðum þá búið
hér skamma hríð, og vorum rétt
að kynnast fólkinu og bænum.
Löngu síðar sagði hann mér þessa
sögu:
Manstu þegar ég kom hingað
fyrst, og gisti hjá ykkur. Ég hef
ekki þorað að segja þér það fyrr.
Það var sautjánda maí að ég vakn-
aði við heilmikinn lúðrablástur,
rauk út í glugga og svipti gard-
ínunum frá til að gá hvað væri á
seyði. Þar blasti við þessi fína
skrúðganga, skólalúðrasveitin, all-
ir krakkarnir prúðbúnir, kennar-
arnir í þjóðbúningum, veifandi
norska fánanum og hrópandi
húrra. Það var tilkomumikil sjón.
En ég gáði ekki að því hvað blasti
við blessuðum börnunum. Ég sef
nefnilega alltaf nakinn!
Þá skildi ég af hverju kennar-
arnir höfðu horft svona einkenni-
lega á okkur næstu árin.
Þorgeir var hamhleypa til
verka. Hann var ætíð árrisull og
vinnusamur. Ætíð hjálpsamur og
elskulegur. Hann vann lengi á
stórum gröfuskipum með Noregs-
ströndum og Frakklandi. Síðar
tók hann að kaupa fasteignir og
gerði upp og seldi svo. Eða gaf, ef
svo bar undir. Hann safnaði ekki
veraldlegum auði. Einu sinni feng-
um við Þorgeir til að leika jóla-
sveininn. Hann barði húsið utan
svo börnin hrukku við og ruddist
svo inn með poka á bakinu. Rödd-
in var óþekkjanleg og börnin
skelfd, en þeim fannst ekkert
skrítið að jólasveinninn talaði ís-
lensku í Noregi. Þegar hann rétti
þeirri yngstu pakka úr pokanum,
sá hún húðflúrið sem þakti fram-
handlegginn: Þetta er enginn jóla-
sveinn, þetta er hann Doddi.
Hann var þekktur undir ýms-
um nöfnum. Á Siglufirði hét hann
Toggi. Þegar hann söng með Mið-
aldamönnum um sveitir norðan-
lands kallaðist hann Geiri, í Nor-
egi hét hann Torgeir, börnin mín
þekktu hann sem Dodda. Í Frakk-
landi og Austurlöndum fjær var
hann kallaður Tótó.
Það var alltaf glaðværð, þegar
Þorgeir var annars vegar, og var
hann vel þokkaður og vinsæll, eins
og þessi saga sýnir:
Halló, komið þið á laugardag-
inn? Kannski, kemur Þorgeir?
Veit ekki, hann er ekki búinn að
svara, ég skal athuga. Sæll, kemur
þú á laugardaginn? Hvað er í
matinn? Við ætlum að grilla
nautalund, en einhver verður að
búa til bearnaissósuna. –Ég kem,
þið þurfið að fá almennilega sósu.
Halló aftur, heyrðu, Þorgeir
kemur. Fínt, sjáumst.
Þorgeir var ætíð hrókur alls
fagnaðar og heimsótti okkur oft.
Stundum söng hann og spilaði á
gítarinn, eða sagði sögur af sjálf-
um sér og afrekum sínum, eða
bara tilbúna brandara til að fá fólk
til að hlæja. Og það var mikið
hlegið.
En undir glaðværu yfirbragð-
inu bjó viðkvæmari sál. Hann
samdi ljóð og lög við þau, sem voru
hljóðritað fyrir nokkrum árum.
Í ljóðinu Lokaferð er þessi vísa:
Nú er ekki ferðafært um dalinn,
einmana úlfur ýlfrar hátt, er kvalinn,
finnur ekki ferðalanginn kæra,
skjálfandi á grúfu milli hleina,
líður inn í lokasvefninn væra.
Þorgeir Reynisson er öllum
harmdauði og söknum við hans
mikið.
Högni Jónsson.
Þorgeir
Reynisson
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og langalangafa,
ÓSKARS INGÓLFS ÞÓRÐARSONAR
áður til heimilis á
Blöndubakka 16, Reykjavík,
sem lést laugardaginn 23. mars.
Starfsfólki Seljahlíðar og Droplaugarstaða eru færðar innilegar
þakkir fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Þórður Garðar Óskarsson Rannveig Jónsdóttir
Jóna Ingibjörg Óskarsdóttir Benedikt Guðni Þórðarson
Þorleifur Óskarsson Helga Kristín Gunnarsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
HEBBU HERBERTSDÓTTUR.
Gylfi Zoega Marta Guðrún Skúladóttir
Gunnar Már Zoega Inga Sif Ólafsdóttir
Tómas Gylfi, Gunnar Snorri, Einar Skúli
Ólafur Már, Gerða María, Kristín Hebba Dís
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði
fimmtudaginn 11. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 3ju hæðar Sólvangs
fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kári Birgir Sigurðsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar,
GUÐRÚNAR BIRNU GARÐARSDÓTTUR
Heiðvangi 7,
Hellu.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jón Helgason
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÖRN EGILSSON
fulltrúi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógabæ,
Seljahverfi, laugardaginn 13. apríl.
Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 23. apríl
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hins látna er bent á að styrkja Alzheimer
samtökin eða önnur mannúðarmálefni.
Lonni J. Egilsson
Gunnhildur Elsa A. Hansen
Egill Örn Arnarson Hansen Anna Silfa Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞORSTEINN SNÆDAL,
Grettisgötu 6,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 7. apríl.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 24. apríl klukkan 13.
Ágústa Axelsdóttir
Óttar Snædal Eva Lind Gígja
Daði Ingólfsson Gunnhildur Ólafsdóttir
og barnabörn
Í smáu skríni
hjá móður minni er
lítil mynd, sem
komin er til ára
sinna, af tveimur ungum stúlk-
um. Þær höfðu skotist út í ljós-
myndasjálfsala í matarhléi á
Rafveitunni. Myndin fangar
hógværa glaðværð þeirra og
vináttu. Vinnufélagarnir forð-
um, Halla Jóhannsdóttir og
móðir mín Marta Jónasdóttir,
voru ekki aðeins samstarfsmenn
á Rafveitunni við Tjarnargötu í
nærri áratug, áður en þær festu
ráð sitt, því þær voru náskyldar
í báðar ættir. Þær voru systra-
dætur, dætur Ólafar og Huldu
frá Álftanesi á Mýrum, og Jó-
hann Ármann faðir Höllu var
ömmubróðir móður minnar í
föðurætt. Vinskapur stúlknanna
var því marginnsiglaður með
ættartengingum úr Borgarfirði
í móðurætt og undan Eyjafjöll-
um í föðurætt og samstarfi á
fimmta og sjötta áratugnum. Á
milli þeirra skapaðist hálfgert
systrasamband sem stóð hátt í
níu áratugi hnýtt með líkindum
og samstöðu. Þær göntuðust á
stundum með það þegar þær
lofuðu heilsu sína og góða af-
komu að það væru „góðu genin“
sem þær deildu sem reyndust
þeim svona vel.
Höllu upplifði ég sem konu
sem lét sig málefnin varða. Hún
Halla
Jóhannsdóttir
✝ Halla Jóhanns-dóttir fæddist
20. nóvember 1923.
Hún lést 8. apríl
2018.
Útför Höllu fór
fram í kyrrþey 20.
apríl 2018.
sló á þráðinn og
spurði frétta af
fólki á ýmsum
aldri af ömmu,
mömmu og systur
hennar og síðar
börnunum. Um-
hyggjusemi Höllu
náði út yfir stór-
fjölskylduna og
fórum við mæðgur
ekki varhluta af
henni. Á mínum
unglingsárum átti hún það til
að bjóða okkur í mat sem
bragðaðist undur vel. Í eitt
slíkt sinn á aðventu var borðað
í eldhúsinu því borðstofuborðið
stóð þakið af föndurefnum og
áhöldum til sköpunar. Sannköll-
uð sælustund fór í hönd í þessu
gósenlandi. Afraksturinn er
settur upp hver jól og yljar.
Halla er hluti af þeim
kvennakrans sem studdi mig í
uppvextinum. Hún fylgdist með
áföngum í lífi fjölskyldunnar og
gott betur, hún hélt ferm-
ingarveislu fyrir mig í húsinu
sínu við Sæbrautina með stóru
gluggunum sem fönguðu mis-
munandi birtu hafs og himins. Í
tilefni stúdentsútskriftar sendi
hún kvæði og sögur Jónasar
Hallgrímssonar og tertu í líki
stúdentshúfu og rennir mig í
grun að ég hafi ekki verið sú
eina sem fékk slíkt listaverk úr
hennar höndum.
Nú ári eftir útför Höllu
stendur hún ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum mínum og
móður minnar með sitt kank-
vísa bros, opna faðm og geisl-
andi áhuga á margvíslegum
málefnum.
Valgerður Garðarsdóttir.
„Hver rifjar upp
líf sitt án þess að
minnast kennara
sem skiptu hann
miklu máli?“ Svo
sagði mætur maður, Gunnar
Eyjólfsson leikari, í ævisögu
sinni, Alvöru leiksins (283). Og
sannarlega verður mér hugsað
með hlýhug og þökk til eins
helzta læriföður míns í guð-
fræði, dr. Einars Sigurbjörns-
sonar, sem var í senn fjölfróður,
stórvel gefinn og gefandi af
sínu.
Eftir nám í forntungunum
grísku og hebresku, almennri
trúarbragðafræði og inngangs-
fræðum Biblíuritanna, ásamt
ritskýringu þeirra, öllum þeim
merku fræðum hjá miklum vís-
dóms-kennurum eins og Jó-
hanni Hannessyni, Birni
Magnússyni, Jóni Sveinbjörns-
syni, dr. Þóri Kr. Þórðarsyni
o.fl., þá tók við önnur megin-
áherzla hjá guðfræðinemum, í
trúfræði, kirkjudeildafræði, sið-
fræði og kirkjusögu. Tvær
fyrstnefndu greinarnar annaðist
dr. Einar. Ég get séð hann líf-
legan fyrir mér, sitjandi við
enda borðsins langa í 5.
kennslustofu háskólans, með
öllum sínum nemendum (obbinn
af þeim karlkyns á þeim árum)
og leiða þá gegnum efnið með
sínum létta, en hugmyndavekj-
andi hætti.
Þetta var sönn akademía, þar
sem nemendur áttu frjóar rök-
Einar
Sigurbjörnsson
✝ Einar Sigur-björnsson
fæddist 6. maí
1944. Hann lést 20.
febrúar 2019.
Útför hans fór
fram 6. mars 2019.
ræður við læri-
meistara sinn, rétt
eins og tíðkaðist í
háskólum miðalda.
Quæstiones dispu-
tatæ (umdeild
meginspursmál) í
heimspeki, guð-
fræði og trúfræði
voru þar rökrædd í
þaula, með ótal
heimildum, ver-
aldlegum og trúar-
legum, og eftir aðferðum rök-
fræðinnar, og ég finn sama
skyldleikann í kennslustundum
með mínum sænskmenntaða
doktor Einari. Alvara hans í
þjónustunni við hinn kristna arf
birtist bæði þar, iðulega með
óvæntum ábendingum, og í bók-
um hans ferskum, áhugaverð-
um, vel skipulögðum án mála-
lenginga. Hlýhugur hans og
bræðralag með okkur nemend-
um sýndi sig bæði í kennslu-
stofunni, einkaráðgjöf og í kaffi-
samveru okkar á Kapelluloftinu.
Hann auðsýndi vali mínu á
kaþólskri trú fulla virðingu og
var mér áfram til leiðsagnar
með sérefnisritgerð mína á
mörkum þekkingarfræði og trú-
fræði skólaspekingsins Tómasar
frá Aquino. Þá var líka gott að
vitja hans í rannsóknarstofu
hans og eitt sinn a.m.k. á heim-
ili þeirra hjónanna, en minnis-
stætt líka að koma til þeirra
síðar í sumarbústaðinn í Hval-
firði.
Ég vil enda þetta með þakk-
lætis- og samúðarorðum til
ekkju hans Guðrúnar Eddu og
fjölskyldu hans allrar. Megi
minning hins góða manns lifa
og leið hans opnast að náðar-
stóli frelsara okkar Jesú Krists.
Jón Valur Jensson.