Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 36
póstinum ásamt vini sínum, Sigurði Sverrissyni og fyrrverandi sam- starfsmanni á Mogga, en hann gaf þá út Skagablaðið. Hún tók síðan ein við blaðinu. „Þetta var mikil vinna sem stóð yfir frá 1988 til 1992. Pólit- íkin var hörð í Firðinum á þessum tíma, kratar í meirihluta með Guð- mund Árna sem bæjarstjóra, oft gustaði hressilega.“ Fríða var um tíma í ritstjórn 19. júní, tímarits Kvenréttindafélags Íslands og ann- aðist útgáfu landsmálablaðanna Hamars í Hafnarfirði og Garða í Garðabæ. Úr Firðinum fór Fríða til starfa og náms sem áfengisráðgjafi hjá SÁÁ frá 1993 til 1998; hún er með al- þjóðleg réttindi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Árin 1999 til 2004 starfaði hún hjá Landspítalanum við námskeiðahald fyrir aðstandendur. „Áfengis- og vímuefnaráðgjöf er krefjandi en mjög gefandi starf. Mörgum bestu vina minna sem ég á í dag kynntist ég í því starfi.“ var frábært vinnuumhverfi og marg- ir eftirminnilegir þingmenn sem ég vann fyrir. Ég vil sérstaklega nefna Helga Seljan, Jónas Árnason og höfðingjann Vilhjálm frá Brekku.“ Frá Alþingi lá leiðin í blaða- mennsku á Morgunblaðið en þar starfaði hún frá 1978 til 1986. Á átt- unda áratugnum var Fríða virk í stjórnmálabaráttu ungra sjálfstæð- ismanna. „Ég var formaður FUS Hugins í Garðabæ og í stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna; var fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ 1978 til 1982, kennari í Stjórnmálaskóla Sjálf- stæðisflokksins 1969 til 1978. Enn fremur átti ég sæti í stjórn Blaða- mannafélags Íslands um skeið. Morgunblaðsárin voru eitt skemmti- legasta tímabil ævinnar; ég minnist fjölmargra samstarfsmanna og við- mælenda með þakklæti og virðingu.“ Af Mogganum lá leiðin suður í Hafnarfjörð þar sem Fríða hóf út- gáfu á héraðsblaðinu Fjarðar- F ríða Proppé fæddist 20. apríl 1949 á Flókagötu 1, Reykjavík, ólst þar upp en flutti 10 ára í Vogahverfið. Landa- kotsskóli var fyrsti skólinn, síðan Vogaskóli, þá Verslunarskóli Íslands og síðar Háskóli Íslands. „Ég fór níu ára í sveit að Hofi í Vatnsdal, A.- Hún. og var þar í tvö sumur, síðan á Kirkjubæjarklaustur og Hólm í Landbroti. Ég var kúarektor, sett upp á rakstrarvél tíu ára sem hestur dró, vann fyrir fæði og húsnæði. Á unglingsárum fór ég í tómatarækt á Syðri-Reykjum og fiskvinnslu á Akranesi. Orðið barnaþrælkun var þá ekki til. Í velflestum tilfellum höfðu börn minnar kynslóðar gott af því að kynnast atvinnulífi til sjávar og sveitar.“ Margar góðar minningar á Fríða úr Vogahverfinu. Krakkar voru í tugatali í útileikjum: Brennó, fallin spýtan og alls kyns útivist. Fjöl- skyldur voru stórar, Vogaskóli ný- byggður og í hverfinu Hálogaland, braggi frá stríðsárunum þar sem kennd var skólaleikfimi og æfðar íþróttir. „Laugardalshöllin var byggð á unglingsárum mínum og fátt um aðra lögmæta keppnis- íþróttaaðstöðu. Ég æfði handbolta með Fram, komst í meistaraflokk og unglingalandslið. Enn fremur keppti ég í frjálsum íþróttum með ÍR, stundaði helst kastgreinar og há- stökk. Hvers konar íþróttir, auk lax- og silungsveiða með Helga eigin- manni mínum, hafa gefið mér mikið. Ég hóf að stunda sund með Görpum í Breiðabliki fyrir þremur árum. Við fórum nokkur saman á Norður- landamót í Málmey sl. haust; ég vann til verðlauna í mínum aldurs- flokki; tvö gull og eitt brons. Fram- undan er árlegt Íslandsmeistaramót Garpa í byrjun maí; ég keppi þar í aldursflokki 70-74 ára.“ Verslunarskólaprófi lauk Fríða 1968. Hún starfaði sem gangastúlka á Heilsuverndarstöðinni á sumrin meðfram námi og fór í hjúkrun um haustið. Þungaðir hjúkunarnemar máttu ekki vinna á þeim árum þann- ig að Fríða hóf störf á Alþingi 1969. Hún ílengdist þar til 1978, fyrstu ár- in við þingritun, síðar sem einkarit- ari þingmanna í Þórshamri. „Þetta Komin á sextugsaldur 2003 og samhliða starfinu á Landspítalanum hóf Fríða nám í íslenskudeild við Háskóla Íslands og lauk BA-námi árið 2006. „Mér fannst svo gaman í HÍ að þegar BA-gráðan var í höfn, elti ég skólafélaga í kennslurétt- indanám í félagsvísindadeild og lauk því ári síðar,“ sagði hún. Meistara- gráðu í kennslufræði íslensku, Mpaed, hlaut Fríða 2009. Í kennslu- fræðináminu var Fríða kennaranemi við Menntaskólann í Kópavogi og fékk stöðu þar 2007 sem íslensku- kennari. „MK er góður vinnustaður. Þar er hópur frábærra kennara og starfsfólks og fátt hefur gefið mér meiri ánægju í lífinu en að vinna með ungu fólki sem á framtíðina fyrir sér. Íslenskan er mér kær og topp- urinn að fá að ljúka starfsferlinum með því að miðla henni.“ Fríða hætti störfum að mestu haustið 2017 en sinnir enn íhlaupa- kennslu. Auk þess að njóta efri ár- anna, sinnir hún eiginmanni sínum sem er að kljást við heilabilunar- sjúkdóm; hún á sæti í stjórn Alz- heimersamtakanna. „Það er ekki sjálfsagt að halda góðri heilsu,“ seg- ir Fríða og að lokum: „Ég er þeirrar skoðunar að það sé heimilt og jafn- vel hollt að skipta um starfsvett- vang. Ég held að öll starfsreynsla nýtist hvert svo sem leiðin liggur næst. Þegar ég lít um öxl upplifi ég fyrst og fremst þakklæti fyrir öll skemmtilegu tækifærin sem lífið hefur boðið mér upp á og fyrir alla frábæru samferðamenn mína.“ Fjölskylda Eiginmaður Fríðu er Helgi Skúla- son, f. 26.2. 1945, húsasmíðameistari. Foreldrar hans voru hjónin Skúli Jónsson, bóndi á Hróarslæk, Rang- árvallasýslu, f. 24.9. 1919, d. 14.7. 1988 og Ingigerður Oddsdóttir, bóndi á Hróarslæk, f. 28.3. 1923, d. 31.l. 2010. Fyrri maki Fríðu er Matt- hías G. Pétursson, f. 18.11. 1948, tryggingarfulltrúi. Börn: 1) Halldóra Gyða Matthías- dóttir Proppé, f. 20.6. 1969, alþjóða- markaðsfræðingur, búsett í Garða- bæ. Maki: Óli Svavar Hallgrímsson kjötiðnaðarmaður. Sonur þeirra er Kristófer Björn Ólason Proppé; 2) Jóhannes Friðrik Matthíasson, f. Fríða Proppé, framhaldsskólakennari, blaðamaður og áfengisráðgjafi – 70 ára Atorkusöm Fríða stundar m.a. laxveiðar og keppir í sundi. Hollt að skipta um starfsvettvang 36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gefðu þér tíma til þess að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín jafnvel þótt annað verði að sitja á hakanum á meðan. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gætir átt von á búbót í gegnum maka eða félaga. Dirfska þín í verkefna- vali vekur aðdáun annarra og útkoman verður glæsileg. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú finnur hjá þér þörf til að bæta heilsuna. Það er auðveldara en þig grunar að sleppa óhollustunni. Prófaðu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekkert fæst án fyrirhafnar og því stoðar lítt að sitja með hendur í skauti og bíða þess að hlutirnir gerist af sjálfu sér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú getur gert góð kaup í dag. Ef þú heldur að þú sért ekki á réttum stað skaltu hugsa þig um. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Breyttu á einhvern hátt út af van- anum í dag. Þú finnur fyrir þörf til að gera breytingar heima við. Þú færð boð í brúðkaup. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú mátt aldrei missa sjónar á vel- ferð þinna nánustu, þótt í mörg horn sé að líta. Þú færð símtal sem gleður þig. Njóttu samveru með fjölskyldu og vin- um. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú verðurðu að halda þér til hlés og ýta frá þér fólki sem tekur frá þér orku. Þú hefur þörf fyrir að skríða inn í skelina. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nauðsynlegt að staldra við og gefa sér tíma til að skoða hlutina vandlega. Þiggðu hjálp ef þú þarft hana. Heppnin mun elta þig næstu daga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að verða þér úti um eins mikla útiveru og þú getur. Þú tekur framförum í ræðutækni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Varaðu þig á fjárfestingum í dag því þú gætir ofmetið heppni þína. Semdu þar til þú færð bestu kjörin. Ekki er allt gull sem glóir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stundum verður maður að við- urkenna staðreyndir sem eru manni á móti skapi. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. 50 ára Hilmar er fæddur og uppalinn í Reykjavík en hefur búið á Egilsstöðum frá 14 ára aldri. Hann er lög- maður og fasteignasali, er einn eigenda lög- mannsstofunnar Sókn- ar og eigandi Inni fasteignasölu og er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga. Maki: Stefanía J. Valdimarsdóttir, f. 1970, íslenskukennari. Börn: Bryndís Björt, f. 1993, Kolbeinn, f. 1996, og Valdimar Brimir, f. 2002. Barnabarn er Ívan Pétur Björgvinsson. Foreldrar: Gunnlaugur Már Guðmunds- son, f. 1948, d. 2015, sjómaður í Reykja- vík, og Hjördís Hilmarsdóttir, f. 1951, fasteignasali, bús. á Egilsstöðum. Hilmar Gunnlaugsson 40 ára Áshildur er frá Akureyri en býr í Hafnarfirði. Hún er sjálfstætt starfandi markþjálfi og gong- spilari. Hún hefur starfað í áratug með foreldrafélögum með viðkomu í pólitík. Hún er menntaður kennari með diplóma í jákvæðri sálfræði. Maki: Sigurður Ólason, f. 1973, fram- kvæmdastjóri hjá Marel. Börn: Viktor, f. 2005, Anton, f. 2007, Lilja Karítas, f. 2008, og Katrín Líf, f. 2010. Foreldrar: Valtýr Hreiðarsson, f. 1949, viðskiptafræðingur, og Katrín Jónsdóttir, f. 1949, nuddari. Þau eru búsett í Sunnu- hlíð á Svalbarðsströnd. Áshildur Hlín Valtýsdóttir Til hamingju með daginn Á opnunni „Íslendingar“ íMorgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.