Morgunblaðið - 20.04.2019, Side 41

Morgunblaðið - 20.04.2019, Side 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 ÍSLANDSMÓTIÐ í Pepsí Max-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir miðvikudaginn 17. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 26. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ Skapmaðurinn Capers einbeitti sér að körfubolta og þá er hann gríðar- lega góður. Robinson er misjafn, en góður á sínum degi og Matthías átti sína bestu leiki á tímabilinu á móti Stjörnunni. Matthías er einn mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar og þegar hann spilar vel spilar ÍR oftast vel. Sigurður Gunnar Þorsteinsson reyndi hvað hann gat á móti Stjörnunni en hann var að glíma við Hlyn Bæringsson stærstan hluta seríunnar. Hann gæti verið meira áberandi á móti KR og er ÍR þá með aukavopn í sókninni. Það þarf hins vegar allt að ganga upp á móti KR, sem kann þetta allt saman upp á 10. ÍR-ingar mega ekki við því að lykilmenn spili illa, en KR-ingar geta komist upp með það, enda breiddin gríðarleg, það tekur næsti maður við. KR-ingar léku síðast 15. apríl og ættu því að mæta úthvíldir gegn ÍR-ingum sem fóru í gegnum erfiða fimm leikja seríu gegn tvöföldum meisturum. Fyrsti leikur úrslitanna fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum næst- komandi þriðjudag. Fyrsta úrslitaeinvígi í 49 ár  ÍR vann tvisvar í Garðabænum og fer í úrslit  Síðasti titillinn kom 1977  Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR bíða í úrslitum  Áfall fyrir Stjörnuna Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigursælir ÍR-ingarnir Matthías Orri Sigurðarson og Gerald Robinson eru komnir í úrslitin gegn KR. MG-höllin, undanúrslit karla, odda- leikur, fimmtudag 18. apríl 2019. Gangur leiksins: 4:5, 7:9, 19:18, 22:21, 29:24, 33:32, 34:37, 37:50, 40:54, 46:64, 52:68, 58:68, 63:71, 65:75, 70:82, 79:83. Stjarnan: Antti Kanervo 19, Hlynur Elías Bæringsson 16/11 fráköst/5 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 13, Brandon Rozzell 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Filip Kramer 8, Ægir Þór Steinarsson 6/9 stoðsendingar, Tómas Þ. Hilmarsson 6/5 fráköst. Fráköst: 22 í vörn, 9 í sókn. Stjarnan – ÍR 79:83 ÍR: Gerald Robinson 22/10 fráköst, Kevin Capers 20/4 fráköst/7 stoð- sendingar, Matthías Orri Sigurðar- son 20/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9, Daði Berg Grétarsson 5, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 4, Hákon Örn Hjálmarsson 3. Fráköst: 16 í vörn, 7 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Leifur S. Gardarsson, Rögnvald- ur Hreiðarsson. Áhorfendur: 1350.  ÍR sigraði 3:2. HANDBOLTI Grill 66-deild karla Umspil, undanúrslit, fyrsti leikur: Þróttur – HK.............................. (24:27) 10:0  Þrótti var úrskurðaður sigur. Þýskaland H-Burgdorf – RN Löwen.................... 28:30  Alexander Petersson skoraði 6 mörk fyr- ir Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með. Füchse Berlín – Kiel............................ 29:30  Bjarki Már Elísson skoraði 2 mörk fyrir Füchse.  Alfreð Gíslason þjálfar Kiel. B-deild: Aue – Balingen..................................... 31:26  Oddur Gretarsson skoraði eitt mark fyr- ir Balingen. Dormagen – Hamburg........................ 31:28  Aron Rafn Eðvarðsson varði 4 skot í marki Hamburg. Spánn Barcelona – Anaitasuna ..................... 35:26  Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona. Danmörk Århus – GOG ........................................ 26:28  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyr- ir GOG. Esbjerg – Viborg ................................. 29:25  Rut Jóns skoraði ekki fyrir Esbjerg. Frakkland Dijon – París 92 ................................... 27:24  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði ekki fyrir Dijon. Svíþjóð 8-liða úrslit, fjórði leikur: Redbergslid – Kristianstad ................ 22:25  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad, Teitur Örn Einarsson 2 og Ólafur Guðmundsson 1.  Kristianstad vann einvígið 3:1. Austurríki Bikarinn, undanúrslit: Schwaz – Bregenz ............................... 20:24  Ísak Rafnsson skoraði 1 mark fyrir Schwaz. Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég var búinn að segja það fyrir fram að þetta færi í fimm leiki og þá er þetta 50/50,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður KR, í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort það hefði komið honum á óvart að ÍR sló Stjörnuna út í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Með sigrinum tryggði ÍR sér sæti í úr- slitunum gegn KR. „ÍR er búið að koma flestum á óvart í þessari úrslitakeppni og lið- ið er búið að fara erfiða leið. Það má hrósa ÍR-ingum fyrir að komast alla leið í úrslit,“ sagði Kristófer. ÍR hafnaði í sjöunda sæti deildar- innar, en sló út Njarðvík, sem hafn- aði í öðru sæti, og svo deildar- og bikarmeistara Stjörnunnar. „Þeir eru að smella á réttum tíma, svipað og við höfum verið að gera í úrslitakeppninni. ÍR er með mjög góðan hóp og mun betri en deildarkeppnin gaf til kynna. Þetta er skólabókardæmi um hversu op- in þessi úrslitakeppni er; fimmta sæti og sjöunda sæti mætast í úr- slitum.“ Kristófer segir alla í KR-liðinu vera heila heilsu og ríkir spenna hjá fimmföldum Íslandsmeist- urunum. KR lék síðast við Þór Þ. 15. apríl og fær því meiri hvíld en ÍR fyrir úrslitaeinvígið. „Við erum mjög spenntir að fá að byrja að spila aftur. Það skiptir máli að fá nokkra aukadaga í pásu á meðan hinir þurfa að kljást í mjög erfiðri rimmu. Við erum allir heilir og klárir í þetta,“ sagði Kristófer Acox. Fyrsti leikur KR og ÍR fer fram næstkomandi þriðjudagskvöld í Vesturbænum. „ÍR er búið að koma flestum á óvart“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrslit Kristófer Acox og KR-ingar mæta ÍR á þriðjudagskvöld. Svíþjóð Norrköping – Falkenberg...................... 4:3  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn með Norrköping og lagði upp sigur- markið í uppbótartíma. Frakkland Dijon – Rennes ......................................... 3:2  Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn með Dijon. Holland PSV Eindhoven – Ajax............................ 0:1  Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék síð- asta hálftímann með PSV en Anna Björk Kristjánsdóttir er frá vegna meiðsla. KNATTSPYRNA Í GARÐABÆ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Það verða ÍR og KR sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Það varð ljóst eftir 83:79-sigur ÍR á Stjörnunni á útivelli í oddaleik liðanna í undan- úrslitum á skírdag. Framganga ÍR- inga í úrslitakeppninni er glæsileg. Liðið endaði í sjöunda sæti Dom- inos-deildarinnar og lá því fyrir að ÍR þyrfti að vinna Njarðvík, sem endaði í öðru sæti, og að öllum lík- indum deildar- og bikarmeistara Stjörnunnar til að komast í úrslit. Það er nákvæmlega það sem Borche Ilievski og lærisveinar hans gerðu. Sætið þeirra í úrslitunum er algjörlega verðskuldað og fá þeir þann heiður að leika í fyrsta úr- slitaeinvígi tveggja Reykjavíkur- liða. ÍR er í úrslitum í fyrsta skipti síðan úrslitakeppnin tók þá mynd sem á henni er í dag og í fyrsta skipti í úrslitaeinvígi síðan árið 1970. Félagið hafði mikla yfirburði í íslenskum körfubolta á árum áður og státar af 15 Íslandsmeistara- titlum. Sá síðasti kom árið 1977 og var það 15. titill ÍR-inga á 25 árum. ÍR hefur ekki orðið meistari síðan og þyrstir ÍR-inga í annan titil. Í úrslitum bíður þeirra KR-lið sem hefur orðið meistari síðustu fimm ár. Það kom fáum á óvart að KR skyldi komast í úrslit, þrátt fyrir að liðið endaði í fimmta sæti deildarinnar. Það vill enginn mæta KR í úrslitakeppninni. ÍR-ingar óttast hins vegar ekki neinn. Það voru fáir sem spáðu ÍR- ingum sigri gegn Stjörnunni, þrátt fyrir góða spilamennsku í átta liða úrslitum á móti Njarðvík. Ákveðnir hlutir verða að vera í lagi á móti KR í úrslitum, ætli ÍR-ingar sér að eiga möguleika. Í oddaleiknum á móti Stjörnunni spiluðu þeir Kevin Capers, Gerald Robinson og Matt- hías Orri Sigurðarson virkilega vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.