Morgunblaðið - 20.04.2019, Side 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Landscapes sem hún vann á árunum
2011 til 2017. Og í miklu bókverki
sem ber sama heiti, Unwired, og
kom nýverið út hjá þýska gæða-
forlaginu Hatje Cantz, steypir hún
því saman við annað skylt verkefni,
iPortrait, en saman bregða þau ljósi
á að tilvera og heimur okkar mann-
anna skreppur sífellt meira saman
inn í hinu stafræna neti heimsins, og
fær okkur jafnframt til að spyrja
hvort það sé bara jákvætt. Hvort
bætt samband einangri fólk mögu-
lega frekar en tengi.
Hassink naut velgengni fyrir
myndlist sína, sem fjallaði meðal
annars um stórfyrirtæki heimsins
og hnattvæðingu, og starfaði síðustu
árin í New York-borg. Henni auðn-
aðist að ljúka frágangi á þessari síð-
ustu bók sinni áður en hún lést úr
krabbameini í nóvember síðast-
liðnum, aðeins 52 ára gömul.
Lífsgæði í sambandsleysi
Bókin Unwired er í stóru broti,
há og þykk, í mjúkum spjöldum og
318 blaðsíður – æði efnismikil. Þá er
leikið á meðvitaðan og athyglis-
verðan hátt með ólíkar pappírs-
tegundir í köflum verksins.
Í inngangi kveðst Hassink hafa
fengið hugmyndina að því að finna
ótengda staði eftir að hafa dvalið um
skeið á friðaðri eyju við Japan þar
sem var ekkert símasamband og
hún kynntist þeim lífsgæðum sem í
því fólust; hún gat verið ein með
sjálfri sér og engin truflun sem ógn-
aði.
Bókin hefst á sjötta tug mynda
af landslagi og yfirgefnum mann-
virkjum, það eru hin ótengdu svæði.
Þarna eru myndir af íslenskum
mosabreiðum og hraunflákum, eyði-
dölum og sandbreiðum á hálendinu;
aftast eru litlar útgáfur af öllum
myndum bókarinnar og sagt hvar og
hvenær þær voru teknar, þær ís-
lensku eru frá nokkrum stöðum á
Snæfellsnesi, frá Lakagígum,
Langasjó og Loðmundarfirði. Í þess-
um hluta eru einnig myndir frá
nokkrum stöðum á Svalbarða – það-
an eru myndirnar af sambandslausu
eyðibyggðunum, frá eyjunni Yakus-
hima við Japan, og svo kemur á óvart
að fjórar myndir eru frá Baden-
Baden í Þýskalandi. Þær eru teknar
á lúxushóteli, í tveimur herbergjum
sem hafa verið klædd með kopar til
að gera þau sambandslaus – en er
ljósin eru kveikt fá gestir þó sam-
band, þeir geta tengst heiminum
aftur.
Seinni hluti bókarinnar er um
þrjúhundruð mannamyndir og þá
þarf að snúa bókinni upp á rönd til að
skoða; hver mynd sýnir eina mann-
eskju í jarðlest í nokkrum stór-
borgum jarðar, og allir á myndunum
eru í símanum og ótengdir umhverf-
inu. Þessar myndir eru teknar í
Sjanghæ, Moskvu, New York, Seól,
Tókýó og London og bregða upp at-
hyglisverðri mynd af þeim áhrifum
sem snjallsímar hafa á líf og hegðun
fólks. Hassink hnykkir á muninum á
hinum tveimur heimum bókarinnar
með því að mynda hina sam-
bandslausu staði á millistóra filmu
með myndavélina á þrífæti – það er
hægt og vandvirknislegt vinnuferli –
en myndirnar af fólki með símana
tekur hún líka á síma, nokkrar út-
gáfur af iPhone.
Í athyglisverðu viðtali við Hass-
ink sem er í bókarlok fjallar hún um
þessi tvö verk sem mætast í bókinni
og segir þau alls ekki jafn ólík og þau
kunni að virðast við fyrstu sýn, enda
fjalli bæði um stafrænt samband og
sambandsleysi. Og það tókst henni að
sýna okkur í sínu lokaverkefni á slá-
andi hátt.
Utan eða innan
þjónustusvæðis
Jacqueline Hassink ljósmyndaði
staði án símasambands á Íslandi
Ljósmyndir/Jacqueline Hassink/Hatje Cantz
Langisjór 3 Ljósmynd tekin í Vatnajökulsþjóðgarði 17. ágúst árið 2015, utan þjónustusvæðis farsímaneta. Þetta
verk Jacqueline Hassink hefur birst víða á sýningum og með umfjöllun um þetta síðasta verkefni listakonunnar.
iPortrait Moscow 15 er heiti þessarar ljósmyndar, einnar þúsunda sem
Hassink tók í jarðlestum. Þessa tók hún 4. mars 2016 kl. 12.36 á iPhone 6.
Neshraun 2 Ein mynda Hassink frá Íslandi, tekin 27. ágúst árið 2011.
Listakonan Jacqueline Hassink og
kápa síðustu bókar hennar.
AF MYNDLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Með hverjum degi sem líður ná far-
símanet símafyrirtækjanna að
teygja geisla sína inn í sífellt af-
skekktari afkima jarðar og er það
kynnt sem mikilvæg og góð framför,
og tákn um aukið öryggi. Ferða-
langar á hálendi Íslands hafa fundið
fyrir þessari langdrægni geislanna,
hvernig þeir hafa sífellt betur uppi á
fólki á afskekktum stöðum; þar sem
þeir voru kannski áður einir í heim-
inum á göngu, sambandslausir með
öllu við umheiminn, og þótti það
ótvíræð lífsgæði – en þá hringdi sím-
inn skyndilega, þögnin var rofinn og
nútíminn ruddist inn í kyrrðina.
Hinir síminnkandi sambands-
lausu staðir á jörðinni – meðal ann-
ars á Íslandi – voru viðfangsefni hol-
lenska ljósmyndarans og
myndlistarkonunnar Jacqueline
Hassink í verkefninu Unwired
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið: