Morgunblaðið - 20.04.2019, Síða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Shazam er ein af ofurhetjumDC-útgáfunnar og ölluspaugilegri en aðrar slíkar,ef marka má þessa
skemmtilegu kvikmynd sem er jafn-
framt sú fyrsta um hetjuna. Shazam
er 14 ára drengur, Billy Batson, sem
getur breytt sér í fullorðna ofurhetju
með því einu að hrópa Shazam. Lýst-
ur þá eldingu niður í hann og - barba-
brella! - Billy verður að Shazam eða
Shazam að Billy.
Shazam! er fyrst og fremst gam-
anmynd og virkar að mestu vel sem
slík. Í byrjun er annars vegar rakin
saga illmennis myndarinnar og hins
vegar Billy. Illmennið, Dr. Thaddeus
Sivana, lendir í virkilega undarlegum
aðstæðum sem ungur drengur þegar
hann sogast, einhverra hluta vegna,
inn í aðra vídd og hittir þar fyrir
skrautlegan galdrakarl (Djimon
Hounsou í kostulegu gervi). Sá segist
vera að leita að hjartahreinni mann-
eskju sem geti tekið við töframætti
hans og haldið dauðasyndunum sjö í
skefjum. Hinn hjartahreini þarf að
standast freistingar dauðasyndanna
sem eru viðstaddar í formi skrímsla í
styttulíki (já, þetta er vissulega stór-
furðulegt!). Sivana fellur á því prófi
og er varpað aftur í raunheima.
Hann ver ævi sinni í að finna aftur
þennan galdraheim og tekst það
loksins þegar hann er kominn á miðj-
an aldur. Sogar hann þar í sig mátt
hins illa og hyggst þvínæst hneppa
mannkyn í þrældóm og leysa úr læð-
ingi dauðasyndirnar sem nú búa
innra með honum.
Víkur þá sögunni að Billy sem
verður viðskila við móður sína í
skemmtigarði á barnsaldri og finnur
hana aldrei aftur. Hann flakkar milli
fósturforeldra fram á unglingsár en
þrífst hvergi. Eftir að hafa framið
minniháttar lögbrot og er honum
komið fyrir hjá enn einni fjölskyld-
unni og þar hittir hann fyrir Freddy
sem er á svipuðum aldri og hann
sjálfur og mikill aðdáandi ofurhetja.
Dag einn er Billy óvænt kallaður á
fund galdrakarlsins fyrrnefnda sem
greinir honum frá því að hann sé bú-
inn að leita að hjartahreinni mann-
eskju sem arftaka til fjölda ára og sé
nú orðinn uppgefinn á leitinni. Billy
verði einfaldlega að taka við töfra-
mættinum með því að grípa í galdra-
stafinn hans og segja nafn hans upp-
hátt. Nafnið er Shazam og um leið og
Billy hefur kallað það breytist hann í
fullorðna ofurhetju með þrútna
vöðva og í mjög svo kjánalegum bún-
ingi. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð
en Freddy hjálpar honum að upp-
götva krafta sína og á endanum að
nýta þá til góðs. Þessi hluti myndar-
innar er bráðfyndinn og sérsniðinn
að börnum og unglingum (og auðvit-
að líka fullorðnum sem geta enn
fundið barnið í sjálfum sér). Þegar
vondi karlinn Sivana fréttir af Sha-
zam og áttar sig á því að þeir hafi
fengið krafta sína frá sama stað og
að hann verði að ráða niðurlögum
hans. Hefst þá barátta upp á líf og
dauða.
Leikararnir njóta sín virkilega vel
í þessum kjánaskap og Zachary Levi
er bráðfyndinn í titilhlutverkinu. Þá
eru hinir barnungu leikarar líka
skemmtilegir og fer þar fremstur
Grazer í hlutverki Freddy. Myndin
minnir um margt á líkamsskipta-
myndirnar hér í gamla daga, t.d.
Vice Versa og Big en í þeim verða
litlir strákar skyndilega að karl-
mönnum fyrir töfra. Því geta fylgt
margs konar vandræði, eins og gefur
að skilja, og slíkar aðstæður geta
bæði börn og fullorðnir lifað sig inni
í. Í Shazam! má meira að segja sjá
augljósa vísun í hið þekkta píanó-
atriði Big þar sem Tom Hanks fer á
kostum.
Eins og oft vill verða í ofurhetju-
myndum þá fatast þessari flugið í
seinni hlutanum í alltof löngum
slagsmálum hetjunnar og skúrksins
og gjarnan hefði mátt klippa eins og
10-15 mínútur af þeim hamagangi.
En Shazam! er samt sem áður mjög
skemmtileg, hrein afþreying fyrir
börn jafnt sem fullorðna og synir
mínir tveir og álitsgjafar sem sáu
hana með mér voru hæstánægðir.
Barbabrella!
Rafstraumur Zachary Levi í hlutverki Shazam og Jack Dylan Grazer í hlutverki vinar hans Freddy. Hér er Shazam
nýbúinn að uppgötva einn af ofurkröftum sínum. Að mati rýnis er myndin fínasta afþreying þó ekki sé hún gallalaus.
Laugarásbíó og Sambíóin Álfa-
bakka, Kringlunni og Egilshöll
Shazam! bbbmn
Leikstjórn: David F. Sandberg. Handrit:
Bill Birch, Darren Lemke, Geoff Johns
og Henry Gayden. Aðalleikarar: Zachary
Levi, Asher Angel, Mark Strong og Jack
Dylan Grazer. Bandaríkin, 2019. 132
mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Ein af þeim myndlistarsýningum
sumarsins sem vekja umtal og
áhuga meðal áhugasamra myndlist-
arunnenda er sýningin Utrecht,
Caravaggio og Evrópa sem var
opnuð í Alte Pinakothek-safninu í
München í vikunni. Þar er sýnt
fram á það hversu mikil áhrif ný
myndsýn og nálgun ítalska meist-
arans Michaelangelo Merisi sem
þekktur er sem Caravaggio (1571-
1610) hafði á aðra myndlistarmenn
Evrópu á áratugunum eftir 1600.
Á sýningunni eru nokkur lykil-
verka Caravaggios sem hafa verið
fengin að láni frá ólíkum evrópsk-
um söfnum; Greftruns Krists, sem
er í eigu Vatíkansins, Medúsa frá
Uffizi- safninu í Flórens, Spákonan
frá Louvre-safninu og Heilagur
Jeremías í hugleiðslu sem er í eigu
Listasafnsins í Montserrat á Spáni.
Þá eru sýnd um sjötíu málverk eftir
marga kunnustu „Caravaggista“
Evrópu á sautjándu öld eins og
áhangendur stíls ítalska meistarans
hafa verið kallaðir, ekki síst lista-
menn frá Utrecht í Hollandi sem
áttu eftir að láta mikið að sér
kveða, þá Hendrick ter Brugghen,
Gerard van Honthorst og Dirck van
Baburen en allir féllu þeir fyrir
óvenjulegum og raunsæislegum
verkum Caravaggios á ferðalagi til
Rómar upp úr 1600.
AFP
Meistaraverk Maður horfir í Alte Pinakothek á málverk Caravaggios,
Greftrun Krists, sem Vatíkanið á. Við hlið þess er samnefnt verk eftir
Nicholas Tournier, einn margra sem voru undir áhrifum frá Caravaggio.
Sýna áhrif Caravaggios á málara
Verkum aðdá-
enda hans safnað
saman í München
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Sun 28/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 26/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 5/5 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 2/6 kl. 13:00
Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00 Lau 8/6 kl. 13:00
Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 16:00 Auka
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 4/5 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 3/5 kl. 19:30 Fim 9/5 kl. 19:30 Mið 22/5 kl. 19:30
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Loddarinn (Stóra Sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn
Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Sun 28/4 kl. 15:00 Lau 4/5 kl. 15:00
Sun 28/4 kl. 17:00 Lau 4/5 kl. 17:00
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Mið 24/4 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30
Fös 26/4 kl. 19:30 Þri 30/4 kl. 19:30
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Dansandi ljóð (Leikhúskjallarinn)
Lau 11/5 kl. 20:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Mið 15/5 kl. 20:00
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 24/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 27/4 kl. 14:00 Lau 27/4 kl. 15:30
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Sun 2/6 kl. 19:00 38. s
Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Mið 5/6 kl. 19:00 39. s
Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s
Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s
Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s
Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s
Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Mið 29/5 kl. 19:00 36. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s
Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s
Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk!
Elly (Stóra sviðið)
Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s
Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s
Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s
Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Íslensku þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?