Morgunblaðið - 20.04.2019, Side 44

Morgunblaðið - 20.04.2019, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 DA CAPO VIÐTALSTÓNLEIKAR GUNNAR GU BJÖRNSSON NÁNAR Á S A L U R I N N . I S 8.04.19 KL.16: SIGRÚN HJ LMTÝSDÓT IR DIDDÚ IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ram Limited 3500 Nýtt útlit 2019! Litur: Perlurauður/ svartur að innan (einnig til Granite Crystal) Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. VERÐ 11.790.000 m.vsk 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/ kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl o.fl. 3,6 L Hybrid. VERÐ 8.490.000 m.vsk 2019 GMC Denali 3500 Litur: Silver, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 Módel, Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, geymsla undir aftursæti, heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 11.360.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Platinum Ekinn 10.000 km. Litur: Platinum white / svartur að innan. Upphækkaður, tölvubreyting 431 hö, lok á palli, Ceramic húðaður. Quad-beam LED hedlights, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 431 hestöfl, 470 lb-ft of torque VERÐ 11.790.000 m.vsk Katarina Frostenson, sem nýverið hætti í Sænsku aka- demíunni (SA), sendir 23. maí frá sér bókina K – berätt- elsen. Í fréttatilkynningu frá útgefanda kemur fram að bókin fjalli um síðustu mánuði Frostenson í SA, þ.e. tím- ann frá nóvember 2017 til maí 2018. „Í allri opinberri umræðu um krísuna í SA höfum við aldrei fengið að heyra hlið Frostenson,“ segir Jonas Axelsson, útgáfu- stjóri Polaris útgáfunnar. „Þetta kemur flatt upp á mig, enda hef ég ekki verið í neinum tengslum við hana um nokkurt skeið,“ sagði Anders Olsson, starfandi ritari SA, þegar hann heyrði af útgáfunni, en tók fram að viðbúið hefði verið að Frostenson greindi frá sinni hlið mála. silja@mbl.is Frostenson skrifar um krísuna í SA Katarina Frostenson TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fyrir sjö árum , er ég keyrðivefþættina Tónlistarstund ámbl.is í góðu samstarfi við Sighvat Ómar Kristinsson, tók ég nýútkomnar plötur til kostanna. Hundruð platna renna í gegnum fingur mína ár hvert en þessi var eftirminnileg. Kerskin, undarleg – á einhvern hátt venjuleg en samt óvenjuleg. Platan var eftir Hall- grím nokkurn Oddsson, mann sem ég þekkti ekk- ert, en plötur af svipuðum toga voru ekki óalgeng- ar. Skúffuskáld, hæfileikamenn (stundum) í tónlist en ekki með tón- listina að aðalstarfi. Og svo kemur að því að lagt er í að taka upp, gefa út, og er niðurstaðan stundum frá- bær, stundum hrikaleg, oftast ein- hvers staðar á milli. Það tók Hall- grím sautján ár að koma þessari fyrstu plötu sinni út, þannig að í samanburðinum kom þessi með hraðpósti. Ég staldraði við Einfaldlega flókið á sínum tíma af einfaldri ástæðu. Þarna var eitthvert „x“. Eitthvað sem fékk eyrun til að sperrast upp. Það var erfitt að setja hendur nákvæmlega á hvað það var. Ég reit svo á sínum tíma: „ Á yfirborðinu virðist þetta fremur hefðbundin dægurtónlist. Þriggja gripa popprokk með alþýðublæ, djassskotin á köflum ... [en hvað sker hana frá] ... Það gæti legið í textunum, skemmtilega ort uppgjöf við tiktúrur kvenþjóðarinnar (og sjálfs sín. Veraldarinnar?). Það gæti legið í sérkennilegum söngn- um og það gæti legið í því að lögin Í biðröð undir sæng fara sínar leiðir þegar þeim hentar – óforvarandis.“ Eins og á fyrri plötunni er Halldór Gunnar Pálsson gítarleik- ari Hallgrími til halds og trausts við útfærslu hugmynda og honum til fulltingis eru Valdimar Olgeirsson á kontrabassa, Magnús Örn Magnússon (trommur/slagverk) og Leifur Jónsson (píanó). Upptökur fóru fram í Sundlauginni hjá Birgi Jóni Birgissyni að utanskildu píanó- inu sem tekið var upp í Paradís hjá Ásmundi Jóhannsyni. Gítarskreyt- ingum var og bætt við í vinnuað- stöðu Halldórs Gunnars. Eftir- vinnsla var í höndum Birgis Jóns hljóðblandara og Finns Hákonar- sonar sem hljóðjafnaði. Samkvæmt upplýsingum er plötunni ætlað „að segja frá degi í lífi manns frá því hann vaknar uns hann sofnar aftur en fyrsta lagið og síðasta eiga að vera for- og eftirmáli um mann- skepnuna í víðari skilningi“. Hallgrímur hefur gaman af því að tefla saman andstæðum í text- um, plötutitlar hans báðir bera þessa merki og í fréttatilkynningu segir hann að „ef illa færi fyrir dómi reyndi ég að opna fyrir annan skilning (til vara) og misskilnings (til þrautavara).“ Skemmst frá að segja, þarf Hallgrímur ekki að hafa áhyggjur, þó hann taki vissulega áhættu – eins og allir listamenn – þegar hann ber verk sín á borð fyrir almenning. En hvar hefði mátt berja í bresti og hvar stirnir á hjá þessum áhuga- plötuútgáfumanni eins og hann lýs- ir sér? Bresti sé ég trauðla. Líkt og á fyrra verki er tónlistin djass- skotin og nokk þægileg alþýðu- tónlist. Melódísk, já svei mér þá. Um leið er þetta, eins og áður segir, eitthvað svo undurfurðulegt. En í algerlega réttum skammti. Söng- rödd Hallgríms gerir mikið hvað þetta varðar. Hún er nánast klemmd, blíð þó en ekkert sér- staklega sterk. Hallgrímur notar hana vel, textar eru orðmargir og segja margt og hann er ástríðu- fullur og túlkandi. Það er næstum því kabarettbragur yfir. Hann fer á stundum á hlemmiskeið, sjá hið vír- aða „Stefnuljós“, þar sem hann fer úr Diabolus in Musica stemmum yf- ir í hálfgert dauðarokk – á tuttugu sekúndna bili. Í „Aldrei ein“ orgar hann, í tilfinningaþrungnu ákalli. Og svo má telja. Óvæntir sprettir í unnvörpum og aldrei leiddist mér. Og þá er heldur betur til einhvers unnið. »En hvar hefði mátt berja í bresti og hvarstirnir á hjá þessum áhugaplötuútgáfumanni eins og hann lýsir sér? Einyrkinn og söngva- skáldið Hallgrímur Oddsson fylgir hinni sjö ára gömlu Einfald- lega flókið eftir með nýrri skífu, Aldrei það villtur að ég rati ekki í vandræði. Vá, voru fyrstu viðbrögð eft-ir lestur þessarar mögn-uðu spennusögu. MonsKallentoft er þekktur fyr- ir bækur sínar en sennilega er Mold- rok sú besta til þessa. Ógn með ýmsum hætti steðjar víða að fólki. Stríð, ofbeldi og náttúruhamfarir grafa undan íbú- um, sem leita annað í von um betra líf. Starfsfólk hjálparstofnana og sjálfboðaliðar hafa í nógu að snúast og sinna sínu starfi, þrátt fyrir hætt- urnar, sem leynast við hvert horn. Útlendingar, sem setjast að í Sví- þjóð, eiga margir hverjir erfitt með að aðlagast nýju samfélagi og ráða- menn eru ekki á einu máli um hvernig eigi að taka á vandanum. Fordómar eru algengir og jafnvel sjálfsvígsárásir í Sýrlandi eru raktar til Svíþjóðar. Allir burðast með óhreinindi í farteskinu, en fólk er fólk, hvar sem það er. Ást og hatur er samnefnari fyrir ástandið. „Bölv- aður heimurinn er galinn og við bara syngjum,“ segir Malin Fors lög- regluforingi við kærastann Daníel Högfeldt, blaðamanninn sem gerir allt til þess að þóknast konunni, sem á við áfengisvandamál að stríða. Þessi suðupottur er yrkisefni Mons Kallentoft í Moldroki og hann tengir ólíka þætti víða um heim við ástandið í Svíþjóð á snilldarlegan hátt. Upphafs- punkturinn er morð á Sví- þjóðardemókrata og að því er virð- ist rán á ungri stúlku sama dag í maí fyrir nokkrum árum (bókin kom fyrst út í Svíþjóð 2014). Peter Åkerlund, sem varð að hætta í sveitarstjórn vegna ummæla um múslima á fylliríi, var rasisti og gekk hart gegn innflytjendum. Hat- aði þá en snerist síðan í trúnni. Nadja Lundin er 16 ára umhverf- isaðgerðasinni. Eitt leiðir af öðru, spennan magnast og það er engin leið að hætta lestrinum fyrr en sag- an er öll. Þetta er frábær frásögn. Vissu- lega eru útlistanir á ofbeldinu ógeðs- legar, en málið horfir hugsanlega öðruvísi við þeim sem eru í heilögu stríði. Vítin eru til þess að varast þau. Lífið er leikur en það getur ver- ið erfitt við að eiga, þegar hver spil- ar eftir eigin reglum. Mons Kallen- toft kemur því vel til skila í Moldroki. Ást og hatur í víðustu mynd Spennusaga Moldrok bbbbm Eftir Mons Kallentoft. Jón Þ. Þór íslenskaði. Ugla útgáfa 2019. Kilja, 351 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Rithöfundurinn Mons Kallentoft. Í veruleik Hall- grímur Oddsson fer í senn vanaleg- ar og óvanalegar leiðir í tónlistinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.