Morgunblaðið - 20.04.2019, Síða 48

Morgunblaðið - 20.04.2019, Síða 48
Meiri skerpa, meiri upplausn og dýpri litir. Glæsilegt snjallúr fylgir öllum keyptum Huawei P30 Pro fram til 22. apríl. Þú getur meira með Símanum Ljósmyndun verður aldrei söm T il b o ð ið g il d ir a ð e in s ti l o g m e ð 2 2 . a p rí l o g a ð e in s e ru íb o ð id ö k k g ræ n H u a w e iW a tc h G T A c ti v e sn ja ll ú r. Huawei GTfylgir meðtil 22 apríl . Jón Aðalsteinn Þorgeirsson opnar fyrstu einkasýningu sína í Listhúsi Ófeigs í dag, laugardag, kl. 14. Þar getur að líta myndir sem Jón hefur unnið síðustu tvö árin. Óskar Guð- jónsson saxófónleikari leikur ein- leik við opnun sýningarinnar. Sýn- ingin stendur til 20. maí og er opin á verslunartíma. Sýnir vatnslitamyndir í Listhúsi Ófeigs LAUGARDAGUR 20. APRÍL 110. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. ÍR-ingar eru komnir í úrslitaeinvíg- ið um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik í fyrsta skipti frá því núverandi keppnisfyrirkomulag var tekið upp en þeir léku þó til úr- slita fyrir 49 árum. Þeir lögðu Stjörnuna að velli, 3:2, og Kristófer Acox, leikmaður KR, segir að ÍR sé með mun betri hóp en úrslitin í deildinni í vetur hafi gefið til kynna. KR og ÍR hefja úrslita- einvígið á þriðjudag. »41 ÍR-ingar betri en úrslit í vetur gáfu til kynna ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Að vera kjur eða fara burt? nefnist sýning sem opnuð verður í Þjóðar- bókhlöðu á fæðingardegi Halldórs Lax- ness, 23. apríl, kl. 16.30. Með sýningunni er þess minnst að sama dag er öld liðin síðan Barn náttúrunnar, fyrsta skáldsaga Halldórs, kom út. Ólafur J. Engilbertsson er hönnuður sýningarinnar. Höfundar greina í sýningarskrá eru Auður Jónsdóttir, Haukur Ingvarsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Árni Heimir Ingólfs- son, Sjón og Unnar Örn. Útgáfuafmælis Barns náttúrunnar minnst Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að lík- ur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. „Samkvæmt kortinu eru allt að 60-70% líkur á að hitinn verði yfir meðallagi norðan- og austanlands. Ekki síst á hálendinu. Hins vegar eru 20-40% líkur á að hiti verði markvert undir meðallagi með suð- ur- og suðvesturströndinni,“ segir í greiningu Einars. „Þá eru 40-60% líkur á að úrkoma teljist markvert mikil (efri þriðjungur) um vestan- og norðvestanvert landið.“ Samkvæmt langtímaspánni er spáð margfalt meiri úrkomu um vestan- og norð- vestanvert landið, sér í lagi á Vesturlandi og Vestfjarðakjálk- anum. Hann bendir þó á að úrkoma sé jafnan það erfiðasta að túlka í langtímaspám sem þessum. Hringrásin um norðurhvelið „Það sem ræður ríkjum í tíðar- farinu hjá okkur er í raun og veru þessi almenna hringrás um norður- hvelið og bylgjugangurinn hér. Það eru frávik í sjávarhita og frávik í ísn- um á norðurskautinu og upphitun loftsins,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið. „Ef við tökum þessa spá er gert ráð fyrir að það verði áberandi há- þrýstifrávik við sunnan- og einkum suðaustanvert landið vestur við Írland. Þegar slík háþrýstifrávik eru ríkjandi eru hér hjá okkur ríkjandi vindáttir sem eru meira sunnan- verðar og jafnvel suðvestanvindur og það má jafnvel túlka þetta í vestanvind og minna þá um austan- og norðaustanáttir sem eru annars nokkuð ríkjandi um sumarleytið.“ Það gæti því orðið í hlýrra lagi yfir sumartímann, sérstaklega um norð- austanvert landið. Hann segir að svipaðar langtíma- spár frá því í fyrra hafi verið nokkuð nákvæmar en þeim tókst þó ekki að segja fyrir um þann mikla hita sem var í Skandinavíu. Það rúmast einn- ig mikill breytileiki í þessum spám og því gæti komið lengri kafli með norðan- og austanátt. „Í fyrra feng- um við lægðir yfir okkur hverja á fætur annnari með mikilli úrkomu en nú er þetta meira þannig að við erum ekki endilega að sjá frávik með lægðum heldur meira viðvarandi hlýtt loft sem kemur með suðri sem hæð yfir Bretlandseyjum eða Írlandi stjórnar og stýrir.“ Samkvæmt lang- tímaspánni er aftur spáð sólríku og hlýju veðri í Evrópu í sumar líkt og var síðasta sumar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veðurfræði Einar Sveinbjörnsson reynir að átta sig á því hvernig veðrið verður hjá okkur á næstu mánuðum. Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar  Rýnt í langtímaspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.