Morgunblaðið - 26.04.2019, Page 10

Morgunblaðið - 26.04.2019, Page 10
Selja má íslenskar kart- öflur samhliða innfluttum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Birkir Ármannsson, kartöflurækt- andi í Þykkvabæ, segir að selja megi íslenskar kartöflur samhliða innflutt- um, en dreifingarfyrirtækið Bananar hafnaði í síðustu viku kartöflum frá honum með þeim skýringum að þær væru ekki fyrsta flokks. Krafa er uppi um afléttingu tolla vegna skorts á kartöflum í við- unandi gæðum, af hálfu Félags at- vinnurekenda (FA). Þá hafa tals- menn verslana sagt í fjölmiðlum að gæðin séu ekki næg um þessar mundir og Sölufélag garðyrkjumanna farið fram á afléttingu tolla. Birkir segir að kartöflur séu mis- jafnlega fallegar, en langur vegur sé frá því að þær séu allar ósöluhæfar. „Þetta eru bara annars eða þriðja flokks kartöflur virðist vera,“ segir Birkir um kartöflurnar sem hann fékk til baka. „Síðan voru búðirnar tómar um helgina og það var ekki rætt um lægra verð eða neitt slíkt. Ég sendi kartöflurnar á þriðjudaginn [fyrir páska] og tók þær til baka á miðvikudaginn,“ segir hann. Í febrúar hafi verið hætt að taka við kartöflum af ákveðnum framleiðendum. „Kart- öflur, t.d. gullauga, batna síðan ekki eftir því sem þær eldast, en þetta hættu þeir að taka í lok febrúar. Þá voru bara valdir tveir til þrír framleið- endur.“ Bændur ekki gegn innflutningi Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutn- ing landbúnaðarafurða hafnaði því að skilyrði laga til þess að innflutnings- tollum verði aflétt séu uppfyllt, þ.e. að ekki sé vöntun á kartöflum í skilningi laga þar sem tveir framleiðendur seg- ist eiga talsvert til af kartöflum. Fram kom í máli Ólafs Stephensen, fram- kvæmdastjóra FA, á RÚV að mark- aðnum væri haldið í gíslingu af tveim- ur litlum framleiðendum. Birkir segir að kartöflubændur leggist ekki gegn innflutningi sem slíkum. Ávallt hafi gengið vel þegar tollum hafi verið aflétt. „Ég held það sé mjög röng umræða hjá þeim að einhverjir nokkrir bændur stoppi inn- flutninginn, ég trúi því ekki enda er það ekki ætlunin að gera neytandan- um það að það vanti,“ segir hann. „Ég held ég geti svarið það að það sé eng- inn kartöfluframleiðandi sem hamlar innflutningi. Það er alveg hægt að selja íslenskar kartöflur með erlend- um innflutningi,“ segir hann og nefnir að íslenskar kartöflur geti að líkind- um dugað til sölu í eina til þrjár vikur eins og staðan sé nú. Birkir nefnir til viðbótar að almennt séð hafi kartöflu- bændur ekki séð verð lækka þegar kartöflur þeirra klárist og tollar séu afnumdir. Seldi kartöflur til Reykjavíkur Birkir fékk þær skýringar að kart- öflur hans væru ekki fyrsta flokks, en slíkar kartöflur eru seldar í lausu. Þá eru kartöflur einnig seldar í pokum merktum framleiðanda. „Kartöflur þurfa auðvitað að vera svolítið falleg- ar til að verða seldar í lausu þar sem fólk tínir. Þú lætur ljóta eplið vera og tekur það fallegra,“ segir Birkir. „Það er spurning hvort þær verði að vera eins og egg. Ég veit það ekki. Við merkjum pokana og gerum það fyrir neytendur, ekki smásalann. Þannig geta neytendur valið og þá verða mín- ar bara eftir ef neytendur vilja þær ekki,“ segir hann. Spurður hvernig þetta horfi við sjónarmiðum um mat- arsóun segir hann að eftirspurn sé til staðar. „Sumt fólk vill bara gullauga þótt hýðið sé útlitsgallað eða annað. Ég þurfti að fara með kartöflur til Reykjavíkur eftir að fólk hringdi í mig,“ segir Birkir. „Ég átta mig ekki á því hvers vegna þessu er hafnað al- gjörlega,“ segir hann.  Hafnaði kartöflum því þær væru ekki fyrsta flokks Kartöflur Krafist er afléttingu tolla. Birkir Ármannsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019 BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn verður haldinn í safnaðarheimil inu á Reyðarf irði þr iðjudaginn 30. aprí l k l . 14 - 17. Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar 2019 „Það veltur al lt á gróðrinum“ Yfirskr i ft fundarins er Á fundinum verður f ja l lað um gróðurvöktun á áhrifasvæðum virkjunar og álvers á Austurlandi og grunnauðl indirnar gróður og jarðveg. Fundurinn er opinn öl lum en fólk beðið að skrá þátttöku á vef verkefnis ins sjalfbaerni. is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, hefur fengið jákvæð svör frá fáeinum sveitar- félögum um stofnframlög til kaupa og bygg- ingar á íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja. Sótt var um 140 íbúðir en vilyrði eru komin fyrir 27 enn sem komið er. Önnur sveitarfélög eru enn að fjalla um erindið. Eftir er að fá vilyrði frá Íbúðalánasjóði vegna stofnframlags ríkis- ins. Brynja hússjóður á 811 íbúðir og hefur áhuga á að fjölga þeim vegna mikillar ásókn- ar í húsnæði. Á síðustu árum hefur fjölgað mjög á biðlista eftir íbúðum hjá félaginu og voru um 600 manns á biðlistanum þegar hon- um var lokað í vetur. Í þeirri ákvörðun fólst að svo margra ára bið væri eftir úrlausn að ekki væri forsvaranlegt að taka við fleiri um- sóknum. Fá höfnun í Garðabæ Brynja hússjóður sneri sér til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og víðar í síðasta mán- uði og sótti um stofnstyrki til kaupa og bygg- ingar á 140 íbúðum. „Við höfum litið á höfuð- borgarsvæðið sem eitt svæði og þeir sem óska eftir íbúðum setja ekki fyrir sig hvar þær eru staðsettar, ef leigan er viðunandi,“ segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmda- stjóri félagsins. Félagið hefur óskað eftir 12% stofnstyrk hjá Reykjavíkurborg til að byggja 27 íbúðir á svokölluðum Íslandsbankareit á Kirkjusandi og kaupa auk þess 45 íbúðir annars staðar í borginni. Sótt var um stofnstyrki til kaupa á 20 íbúðum í Kópavogi og 11 í Garðabæ. Ekki hefur borist svar frá bæjarstjórn Kópavogs. Bæjarráð Garðabæjar svaraði því til að ekki væri gert ráð fyrir fjárveitingu samkvæmt fjárhagsáætlun ársins. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ segir að bæjarstjórninn sé jákvæð fyrir því að taka þátt í uppbyggingunni með Brynju hússjóði og Bjargi sem er íbúðafélag stéttar- félaganna en heimild þurfi að vera í fjárhags- áætlun svo hægt sé að ganga til samninga. Nefnir hann að í þriggja ára áætlun sé gert ráð fyrir árlegum stofnframlögum og einnig sé gert ráð fyrir þessum möguleika í nýsam- þykktri húsnæðisáætlun bæjarins. Björn Arnar gagnrýnir fyrirkomulagið. Segir að ef vöntun sé á félagslegu leigu- húsnæði í sveitarfélagi ætti Íbúðalánasjóður að geta skikkað það til að byggja eða kaupa slíkt húsnæði eða standa að uppbyggingu með öðrum. Vilyrði hefur borist fyrir kaupum á 10 íbúðum á Akranesi og jafn mörgum íbúðum á Akureyri. Þá hyggst félagið byggja 7 íbúða raðhús í Reykjanesbæ. Bæjarstjórn Árborg- ar er að fjalla um erindi félagsins um að kaupa þar 10 íbúðir. Vilja félagslega blöndun Björn Arnar vekur athygli á því að eftir sé að fá vilyrði Íbúðalánasjóðs fyrir kaupum á þeim íbúðum sem sveitarfélögin hafa sam- þykkt en gert er ráð fyrir að ríkið leggi til 18%. Íbúðalánasjóður hefur áður hafnað um- sóknum félagsins um kaup á þegar byggðum íbúðum og viljað leggja áherslu á stuðning við nýbyggingar. Björn segir að stjórn Brynju hússjóðs sé einbeitt í þeirri stefnu sinni að stuðla að félagslegri blöndun. Það markmið næðist betur með kaupum á stök- um íbúðum en með byggingu heilla fjölbýlis- húsa fyrir einstaka hópa. Björn Arnar tekur undir þau orð að hag- kvæmt sé fyrir sveitarfélög að taka þátt í uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis með Brynju. Félagið beri hitann og þungann af framkvæmd og rekstri. Bjarg sé öflugt félag og noti fjárhagslegan styrk sinn til að hafa leiguna lægri en hún annars þyrfti að vera. Sækja um framlög fyrir 140 íbúðum  Brynja vill kaupa íbúðir til að leysa úr brýnum vanda öryrkja  Litlar undirtektir sveitarfélaga Hátún 59% íbúða Brynju eru í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.