Morgunblaðið - 26.04.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK
26. apríl 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.85 121.43 121.14
Sterlingspund 156.4 157.16 156.78
Kanadadalur 89.77 90.29 90.03
Dönsk króna 18.134 18.24 18.187
Norsk króna 14.08 14.162 14.121
Sænsk króna 12.895 12.971 12.933
Svissn. franki 118.6 119.26 118.93
Japanskt jen 1.0799 1.0863 1.0831
SDR 167.29 168.29 167.79
Evra 135.42 136.18 135.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.893
Hrávöruverð
Gull 1273.8 ($/únsa)
Ál 1854.5 ($/tonn) LME
Hráolía 74.27 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Þýsku bankarnir
Deutsche Bank og
Commerzbank til-
kynntu á fimmtudag
að bundinn hefði ver-
ið endir á samninga-
viðræður sem mið-
uðu að því að
sameina rekstur
bankanna. Wall Street Journal segir
þetta áfall fyrir þýsk stjórnvöld sem
höfðu vonast til að samruni gæti styrkt
báða bankana og um leið eflt fjár-
málageira landsins. Þýska ríkið á í dag
u.þ.b. 15% hlut í Deutsche.
WSJ hefur eftir heimildarmönnum að
fulltrúum Deutsche hafi ekki litist á þann
háa kostnað og mikla flækjustig sem
samruninn hefði haft í för með sér.
Fulltrúar Commerzbank hafi verið ólmir
að koma samningnum í höfn en ekki
hugnast hve hægt viðræðunum miðaði
áfram og þótt sem stjórnendur Deutsche
væru ekki samstíga. ai@mbl.is
Deutsche og Commerz-
bank hætta við samruna
STUTT
Hluthafafundur Icelandair sam-
þykkti á miðvikudag að veita stjórn
félagsins heimild til að gefa út nýja
hluti og selja bandaríska fjárfesting-
arsjóðnum PAR Capital Manage-
ment. Samkvæmt samkomulagi sem
gert var 3. apríl síðastliðinn greiðir
PAR 9,03 krónur fyrir 625 milljónir
nýrra hluta, eða samtals rösklega 5,6
milljarða króna og eignast þar með
11,5% hlut í félaginu.
Þá hafði RÚV það í gær eftir Boga
Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair,
að félagið hygðist sækja skaðabætur
til flugvélaframleiðandans Boeing
vegna galla í stýrikerfi 737 MAX 8-
þotanna sem flugfélagið keypti og
hafa verið kyrrsettar frá því um miðj-
an mars.
Sveinn Þórarinsson, hlutabréfa-
greinandi hjá Landsbankanum, segir
aðkomu PAR Capital góðar fréttir en
óljóst sé hvort, og þá hve háar bætur
Icelandair getur vænst þess að fá frá
Boeing.
Bótamál án fordæma
„Í raun er bótakrafa eðlilegt skref
en við höfum ekki séð svona atburða-
rás áður og því fátt sem getur gefið
vísbendingu um bótarétt flugfélags-
ins. Þegar uppgör Boeing var kynnt á
dögunum var haft eftir forstjóra
fyrirtækisins að ekkert væri „tækni-
lega“ að MAX 8-flugvélunum. Óger-
legt er að meta umfang þessa vanda-
máls eða hvenær vélarnar munu hefja
flug á ný,“ segir Sveinn og bætir við
að eigi eftir að koma í ljós hve miklu
tjóni Icelandair hefur orðið fyrir en
nýjar vélar voru teknar á leigu til að
fylla í skarðið. „Uppgjör flugfélagsins
verður birt í byrjun næsta mánaðar
og þá ættu kannski að koma fram
nánari upplýsingar svo sjá megi betur
hvaða áhrif kyrrsetningin hefur haft.“
PAR Capital Management hefur,
að sögn Sveins, fjárfest víða í flug-
geiranum og á t.d. hlut í United Air-
lines og Delta. „PAR er að koma inn
strax við gjaldþrot WOW, þekkir
markaðinn vel og sér greinilega ein-
hver tækifæri. Að fá PAR inn í hlut-
hafahópinn er styrkleikamerki fyrir
Icelandair en tíminn mun leiða í ljós
hvert PAR vill að starfsemin stefni og
væntanlega að sjóðurinn sæki fljót-
lega um að fá mann í stjórn.“
Vilja bætur frá Boeing
Morgunblaðið/Eggert
Innsæi PAR Capital hefur m.a. fjárfest í United Airlines og Delta.
Þykir styrkleikamerki að PAR Capital hafi keypt 11,5% hlut í Icelandair
Bandaríski tæknirisinn Microsoft
varð á fimmtudag þriðja banda-
ríska fyrirtækið til að rjúfa 1.000
milljarða dala múrinn. Hlutabréfa-
verð Microsoft hækkaði um 5,1% í
viðskiptum snemma á fimmtudag,
upp í 130,50 dali, og fór markaðs-
virði félagsins þar með yfir 1.000
milljarða dala.
Apple og Amazon náðu 1.000
milljarða markinu síðasta sumar
en markaðsvirði þeirra lækkaði í
framhaldinu í takt við lækkun sem
varð í bandaríska tæknigeiranum
almennt.
Hækkandi hlutabréfaverð
Microsoft skrifast m.a. á að skýja-
þjónusta fyrirtækisins þykir ganga
mjög vel og sala á Windows-
stýrikerfinu hefur aukist. Á síð-
asta ársfjórðungi jukust sölutekjur
Microsoft um 14% miðað við sama
tímabil í fyrra og var það nokkuð
umfram væntingar markaðs-
greinenda. ai@mbl.is
AFP
Verðmæti Frá sýningarbás Micro-
soft á CES sýningunni fyrr á árinu.
Microsoft orðið 1.000
milljarða dala virði
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Íslenski matvælaframleiðandinn
Good Good (áður Via Health) náði á
dögunum þeim
árangri að vera
með vinsælustu
sultuna hjá
bandarísku vef-
versluninni Ama-
zon. „Listinn yfir
mest seldu sult-
urnar er á stöð-
ugri hreyfingu
en við erum allt-
af í topp-10
hópnum og sitjum í fyrsta sæti af
og til,“ segir Garðar Stefánsson,
framkvæmdastjóri Good Good, og
bendir hann á að með þessu sé
fyrirtækið t.d. að skáka Smuckers
sem um árabil hefur verið risinn á
bandarískum sultumarkaði.
Ekki er nóg með að sultan seljist
vel heldur segir Garðar að stefni í
að súkkulaðismyrja Good Good taki
fram úr Nutella á Íslandsmarkaði.
„Að því ég best veit yrði það í
fyrsta skipti á nokkru markaðs-
svæði sem Nutella myndi þurfa að
gera sér að góðu annað sætið.“
Morgunblaðið fjallaði um Good
Good í febrúar á síðasta ári en
fyrirtækið sérhæfir sig í fram-
leiðslu matvæla án viðbætts sykurs
og notar í staðinn náttúruleg sætu-
efni á borð við stevíu. Vöruþróun
og hönnun fór fram á Íslandi en
samstarfsaðilar Good Good í Evr-
ópu annast framleiðsluna. Auk
þriggja tegunda af sultu og Choco
Hazel-súkkulaðismyrju selur Good
Good m.a. sykurlaust síróp, ste-
víudropa, stevíu-sykurlíki, og nú
síðast að orkudrykkir bættust við
vöruúrvalið. Eru vörur Good Good
fáanlegar í 31 landi og vöxturinn
hraðastur í Bandaríkjunum þar
sem finna má Good Good í yfir 500
verslunum.
Garðar segir árangur fyrirtækis-
ins skrifast á þá heilsuvakningu
sem orðið hefur meðal neytenda.
Þeir leggi æ ríkari áherslu á heil-
brigt mataræði og sæki í vörur sem
eru í senn sykurlausar og án kem-
ískra sætuefna. „Vinsældir ketó-
mataræðis hjálpa okkur líka mikið
enda vörurnar okkar ketó-vænar.“
Með vinsælustu sultuna á Amazon
Garðar
Stefánsson
Hollusta Velgengnin stafa m.a. af
vinsældum ketó-mataræðis. Skjá-
skot af netverslun Amazon.
Íslensk sulta skákar Smuckers í BNA Þjarma að Nutella á innanlandsmarkaði
Ghosn laus gegn tryggingu
● Dómstóll í Tokyo féllst í gær á að sleppa Carlosi
Ghosn, fyrrverandi stjórnanda Nissan, lausum gegn
tryggingu. Var honum hleypt úr varðhaldi seint á
fimmtudagskvöld að staðartíma, en þarf að hlýða
ströngum skilyrðum og má t.d. ekki hafa samband við
eiginkonu sína án leyfis dómara.
Ghosn var upphaflega handtekinn 19. nóvember og
ákærður fyrir fjármálamisferli. Þann 6. mars var hon-
um sleppt gegn tryggingu en handtekinn aftur í byrjun
apríl vegna nýrra saka. ai@mbl.is
Átök Ghosn yfirgaf
fangelsið á fimmtudag.