Morgunblaðið - 26.04.2019, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
✝ Nanna Sigurð-ardóttir fæddist
í Efribænum á Fag-
urhólsmýri í Öræfum
12. janúar 1934. Hún
lést á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Klausturhólum á
Kirkjubæjarklaustri
15. apríl 2019.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Ara-
son, f. 4.8. 1887, d.
3.8. 1979, og Halldóra Jónsdóttir,
f. 23.12. 1892, d. 19.10. 1964.
Systkini Nönnu voru: Guðrún, f.
29.12. 1925, d. 20.11. 2002; Hall-
dór Jón, f. 11.1. 1928, d. 22.8.
1985; Ari Benedikt, f. 2.9. 1929,
d. 2.7. 2004; Tryggvi, f. 6.10 1931,
d. 24.12. 2012. Sigurður og Hall-
dóra fóstruðu einnig Rósu Hjör-
hennar maður er Hinrik Stefáns-
son. Börn þeirra eru a) Nanna, f.
1994, sambýlismaður hennar er
Kjartan Hjaltason, dóttir þeirra
er Melkorka Máney, f. 2017; b)
Hafsteinn Þór, f. 1997. Einnig á
Hinrik soninn Daníel Örn, f.
1981, sambýlismaður hans er
Svavar Örn Svavarsson. 3) Hall-
dóra, f. 1967, eiginmaður hennar
er Gunnar Sigurjónsson. Þeirra
börn eru a) Oddur, f. 1992, b)
Lóa, f. 1998, d. 1998, c) Gissur, f.
2000.
Nanna og Oddur hófu búskap í
Efribænum á Fagurhólsmýri ár-
ið 1959, en fluttu árið 1968 í ný-
byggt hús sem Kaupfélag A-
Skaft. hafði látið reisa við nýja
verslun Kaupfélags á Fagurhóls-
mýri, en Oddur var versl-
unarstjóri þar. Nanna starfaði
um árabil við símstöðina á Fag-
urhólsmýri ásamt Guðrúnu syst-
ur sinni, en síðar við hlið Odds í
versluninni.
Útför Nönnu fer fram frá
Hofskirkju í Öræfum í dag, 26.
apríl 2019, klukkan 14.
leifsdóttur, f. 9.10.
1920, d. 15.7. 2007,
og Pál Björnsson,
f. 25.3. 1914, d.
14.3. 1993. Systkini
Sigurðar, þau Ing-
unn og Helgi, voru
einnig til heimilis í
Efribænum.
Nanna giftist
Oddi Jónssyni, f.
24.6. 1928, d. 27.3.
1981, í júní 1965.
Dætur þeirra eru: 1) Sigríður, f.
1961, eiginmaður hennar er Hró-
bjartur Ágústsson og börn þeirra
eru a) Oddný, f. 1982, gift Ágústi
Sturlu Jónssyni og eiga þau fjór-
ar dætur, Þórdísi Nönnu, f. 2008,
Sigríði Ásu, f. 2010, Freyju Rún
og Iðunni Helgu, f. 2014; b) Ari
Viðar, f. 1990. 2) Helga, f. 1963,
Elsku amma. Ég trúi því varla að
þú sért farin frá okkur. Þegar ég
hugsa til þín spretta fram svo marg-
ar minningar. Ég man þegar ég var
lítil og við pabbi sóttum þig á BSÍ
þegar þú varst að koma til Reykja-
víkur. Ekki var spennan minni þeg-
ar við Danni fórum með rútunni að
heimsækja þig í sveitina, oftast um
páska eða snemma sumars.
Ég man þegar ég fékk að að-
stoða þig í kaupfélaginu, vigta
epli, raða í hillur og verðmerkja
vörur. Stundum þurftum við líka
að skreppa út í búð eftir lokun, til
að kaupa eitthvað sem hafði
gleymst eða aðstoða ferðalanga
sem vantaði bensín. Það fannst
mér svakalega spennandi. Svo var
það eitt sumar að ég bjó hjá þér í
sveitinni og vann með þér í búð-
inni, það var gott sumar. Það sum-
ar prjónaði ég mína fyrstu lopa-
peysu, undir þinni handleiðslu.
Seinna, eftir að þú fluttir í Efribæ-
inn, komum við Gústi oft í heim-
sókn til þín með stelpurnar. Öll
elskuðum við að koma í sveitina og
dvelja hjá þér.
Þið Gústi gátuð spjallað um
heima og geima og oftar en ekki
kom ég með einhverja handavinnu
sem ég þurfti aðstoðar við. Ef
stelpurnar lentu í því að það kom
gat á sokkana þeirra sögðu þær að
nú þyrftum við að fara í sveitina til
að amma Nanna gæti „prjónað
gatið“.
Þú gerðir heimsins bestu
pönnukökur og leyfðir stelpunum
alltaf að aðstoða þig við að baka.
Reglulega biðja stelpurnar mig
um að gera hakk og spaghettí eins
og þú gerðir það. Stundum dvaldir
þú hjá okkur Gústa á Rauðalækn-
um og okkur þótti svo gott að hafa
þig hjá okkur. Þú hafðir góða nær-
veru og þú gafst mér mörg góð ráð
t.d. varðandi bakstur, handavinnu
og heimilisstörf. Þú varst mikil
hannyrðakona og við fjölskyldan
nutum góðs af því allt til síðasta
dags, en þú prjónaðir handa okkur
m.a. sokka, peysur og vettlinga.
Elsku amma, ég sakna þín mik-
ið en ég veit að þú ert komin á góð-
an stað þar sem afi, Gunna og
bræður þínir taka vel á móti þér.
Oddný
Hróbjartsdóttir.
Það var alltaf gaman að koma í
sveitina til ömmu Nönnu. Við fór-
um oft þangað í páskafríinu. Við
fengum alltaf dásamlegar pönnu-
kökur þar og góðan mat. Einnig
átti amma stundum ís í frystikist-
unni sem við máttum fá. Stundum
kom ísbíllinn til ömmu og þá
keyptum við ís. Amma prjónaði
mikið og gerði við fötin okkar ef
það kom gat á þau. Eitt sumarið
byggðum við kofa á lóðinni hjá
ömmu og skírðum kofann Nönnu-
kot. Amma átti stórt hús sem var
gaman að leika sér í. Við munum
sakna þín, elsku amma, og það
verður tómlegt að koma í sveitina
þegar þú ert ekki til staðar.
Þórdís Nanna, Sigríður Ása,
Freyja Rún og Iðunn Helga.
Við andlát náins ættingja þyrl-
ast minningarnar upp, Nönnu höf-
um við þekkt alla ævi. Hún bakaði
ljúffeng brauð og kökur: eitt af því
eftirminnilega er maltbrauð með
mysuosti sem Nanna og Gunna
höfðu brætt í potti – hvílíkt hnoss-
gæti. Við frænkurnar lékum okk-
ur mikið í engjahúsinu sem stóð
ofan við Efribæinn, það var nú
meiri ævintýraheimurinn.
Á jólunum fórum við í Neðri-
bænum alltaf í heimsókn til
Dodda, Nönnu og stelpnanna.
Þessar jólaheimsóknir sköpuðu
afar dýrmætar minningar þar
sem við skiptumst á upplýsingum
um bækurnar í jólapökkunum og
nutum samvistanna og dásam-
legra veitinga: þarna kynntumst
við fyrst mokkatertu með kara-
mellubráð, apríkósum og möndl-
um!
Milli fjölskyldnanna var alla tíð
góð vinátta og þar sem Nanna
varð ekkja allt of snemma varð
hún oft samferða foreldrum okkar
þegar eitthvað stóð til utan heim-
ilis. Það þurfti ekki facebooksíður
eins og Samferða til að nágrannar
áttuðu sig á gildi þess að nota ferð-
irnar.
Nanna var alltaf að prjóna eða
sauma og sýndi kjark við val á
uppskriftum, þannig að peysurnar
hennar voru ekki alltaf hefð-
bundnar.
Sérstaklega er minnisstætt
jóladagatalið sem hún saumaði
handa Lóu. Þetta var fyrir tíma
sælgætisjóladagatala, en hún
saumaði efni utan um eldspýtu-
stokka, sem voru festir utan á
poka jólasveinsins og þetta var
stórkostlegt veggteppi sem nýtt-
ist ár eftir ár, í pakkana var þá
hægt að setja rúsínur eða annað
smálegt handa Lóu jólabarni!
Þegar ég (Sigrún) tók við kefl-
inu sem útibússtjóri KASK í búð-
inni á Fagurhólsmýri kynntist ég
Nönnu á vissan hátt upp á nýtt.
Það er öðruvísi að vinna saman að
skemmtilegum verkefnum, eins
og búðarreksturinn var, sem tvær
fullorðnar konur en þegar ég var
þar unglingur í vinnu (þó að það
hafi vissulega alltaf verið gaman
líka). Margar ánægjustundir átt-
um við í kaffitímunum í búðinni.
Nanna var greind og vel lesin,
fylgdist vel með því sem var á döf-
inni hverju sinni og við í félagi
brutum heilann um margt á þess-
um dögum. Við Nanna tókum þátt
í starfsmannaferð KASK til Ír-
lands og það var heilmikil upplif-
un. Nanna og Doddi höfðu farið til
Írlands einhverjum árum áður og
það var gaman að taka þátt í því
með henni að rifja upp þá ferð því
auðvitað sáum við margt sem þau
höfðu einnig séð í sinni ferð.
Við vottum Siggu, Helgu, Lóu
og fjölskyldum þeirra samúð. Á
svona stundum koma upp minn-
ingar og það er dýrmætt að geta
rifjað upp góðar stundir, bæði úr
Efribænum og úr Efstabænum
þar sem foreldrar ykkar sköpuðu
ykkur heimili.
Sigrún og Jónína.
Fallin er frá Nanna Sigurðar-
dóttir frá Fagurhólsmýri í Öræf-
um. Hún var gift föðurbróður mín-
um, Oddi Jónssyni (Dodda) frá
Hofi í Öræfum, en hann lést úr
krabbameini árið 1981, aðeins 52
ára gamall.
Foreldrar mínir fluttu úr Öræf-
um, á mölina, þegar ég var tveggja
ára en tryggðaböndin voru sterk
við Öræfi og Öræfinga. Ég var
ekki há í loftinu þegar leið mín lá í
flugvél frá Reykjavík til Fagur-
hólsmýrar, fyrst til að heimsækja
nákomna ættingja mína og síðar
til að fá að vera þar í sveit. Að lok-
um til að vinna í Kaupfélaginu á
sumrin svo það voru nokkuð mörg
sumur sem ég kom þangað til
nokkurra mánaða dvalar hverju
sinni.
Ég átti alltaf „heima“ í Neðri-
bænum á Fagurhólsmýri hjá ynd-
islegum hjónum, Guðmundu og
Sigurgeiri, sem síðar urðu næst-
um eins og aðrir foreldrar mínir. Í
Efribænum bjuggu Doddi og
Nanna, ásamt fleira fólki, en síðar
fluttu þau hjónin ásamt dætrum
sínum í „Nýja húsið“ við Kaup-
félagið, þar sem Doddi var útibús-
stjóri til margra ára. Þau hjónin
voru mér mjög kærkomin. Dætur
þeirra þrjár voru nánast eins og
systur mínar og þannig var það
með okkur öll systkinabörnin á
þessum tveimur bæjum, við
þekktumst mjög vel.
Fyrsta minning mín um Nönnu
er þegar ég kom í heimsókn í Efri-
bæinn, þá líklega sex eða sjö ára.
Bærinn ilmaði af kaffi en þá var
kaffið brennt og malað heima.
Mér fannst þessi ilmur mjög góð-
ur þó að ég væri nú ekki farin að
smakka kaffi á þeim tíma! Ég
minnist þess að hafa kíkt inn í litla
eldhúsið þar sem Doddi sat og las
Tímann og Nanna fann til góðgæti
fyrir svanga munna. Útsýnið úr
eldhúsglugganum var ekki af
verri endanum, Öræfajökull í öllu
sínu veldi.
Nanna var róleg, brosmild og
með góða nærveru. Hún lét ekki
mikið fyrir sér fara í daglegu lífi
en alltaf var hún með svör á
reiðum höndum ef leitað var til
hennar. Sama gilti hvort rætt var
um handavinnu, matargerð, dýr,
landa-/náttúrufræði eða heims-
fréttir. Hún var víðlesin og fróð
kona. Hún hlustaði mikið á út-
varp og má segja að alltaf hafi
verið kveikt á útvarpinu í hennar
húsi.
Nanna var mikil handavinnu-
kona. Það eru ófáar flíkur sem hún
hefur saumað, heklað, prjónað og
einnig man ég eftir að hún hafi
rýjað, flosað og saumað út. Allt lék
í höndunum á henni. Hún var líka
listakokkur og átti góðar upp-
skriftabækur sem við „stelpurn-
ar“ höfðum gaman af að skoða.
Alltaf var hún tilbúin að miðla af
þekkingu sinni og kunnáttu ef um
var beðið.
Nanna ræktaði garðinn sinn vel
og minnist ég þess að hún hafi
ræktað jarðarber og örugglega
ýmislegt fleira í litlum vermireit
við húsið sitt.
Ég er þakklát fyrir góðar
stundir með Nönnu og fjölskyld-
unni allri í gegnum árin.
Elsku Sigga, Helga, Lóa og
fjölskyldur! Innileg samúðar-
kveðja til ykkar allra. Megi elsku
Nanna hvíla í friði.
Helga Jónína
Sigurjónsdóttir.
Nanna
Sigurðardóttir
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Ástkær maki minn, faðir okkar, afi, sonur og
bróðir,
HELGI LÁRUSSON
Strandgötu 23, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 18.
apríl.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju 3. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Nicole Sömmering
✝ Guðlaug Sigríð-ur Haralds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 21. maí
1934. Hún lést í
Reykjavík 6. apríl
2019.
Foreldrar Guð-
laugar voru Her-
björg Andrésdóttir
húsfreyja, f. 26. júlí
1906, d. 20. desem-
ber 1978, og Har-
aldur Jónsson sjómaður, f. 19.
maí 1893, d. 26. júní 1977.
Systkini Guðlaugar eru Ágúst
Haraldur, f. 25. ágúst 1930, d. 13.
ágúst 2014, Guðrún Jóna, f. 4.
febrúar 1932, d. 27. desember
2008, Jón Sigurður, f. 27. maí
1933, d. 7. júní 1933, Elsa, f. 4.
ágúst 1935, d. 6. júlí 2012, Andrés
Eyberg, f. 21. september 1936, d.
gerðar Guðnýjar var Guðni
Hannesson klæðskeri, f. 15. des-
ember 1912, d. 16. ágúst 1962.
Börn Guðlaugar og Garðars
eru: 1) Þóra Björg, f. 6. maí 1956,
dætur hennar eru 1a) Guðrún
Ósk Lindquist, f. 8. ágúst 1982,
faðir hennar og fyrrum sambýlis-
maður Þóru Bjargar er Gunnar
Lindquist. Guðrún Ósk er gift
Matthíasi Inga Árnasyni, f. 23.
nóvember 1979, og eiga þau tvo
syni, þá Bjart Mána og Dag
Mána. 1b) Anna Sigríður Sig-
þórsdóttir, f. 2. október 1992,
faðir hennar og fyrrum sambýlis-
maður Þóru Bjargar var Sigþór
Grétarsson, f. 14. febrúar 1961,
d. 22. desember 2016. 2) Guðjón,
f. í Reykjavík 22. október 1958,
giftur Guðrúnu Agnesi Friðþjófs-
dóttur, f. 7. september 1960, börn
þeirra eru þrjú. 2a) Garðar Guð-
jónsson, f. 15. janúar 1980, sam-
býliskona hans er Jóna Björg
Guðnýjardóttir, f. 9. maí 1983, og
á hún tvær dætur af fyrra sam-
bandi, þær Hafdísi Björgu og
Söndru Ósk. 2b) Ingunn María
Guðjónsdóttir, f. 28. júní 1985,
eiginmaður hennar er Guðleifur
Werner, f. 30. júní 1980, og eiga
þau soninn Friðrik Elmar. Fyrir
á Guðleifur börnin Töru Ange-
líku, Katrínu Emblu og Guðmund
Einar. 2c) Guðný Erla Guðjóns-
dóttir, f. 22. mars 1995, sambýlis-
maður hennar er Grímur Gauti
Runólfsson, f. 10. maí 1990, og
eiga þau eina dóttur, Emilíu Rún.
3) Jón Sigurður, f. í Kópavogi 11.
júní 1966, giftur Önnu Sigríði Ás-
geirsdóttur, f. 7. nóvember 1972.
Synir Jóns og fyrrum eiginkonu
hans, Báru Hafsteinsdóttur, eru
3a) Oliver Snær Jónsson, f. 5.
nóvember 1995, sambýliskona
hans er Gerða Guðný Guðjóns-
dóttir, f. 15. september 1995, og
eiga þau eina dóttur, Hrafnhildi
Malen. 3b) Nökkvi Snær Jónsson,
f. 5. nóvember 2002. Fyrir á
Anna Sigríður dæturnar 3c)
Kristínu Birtu Bjarnadóttur, f. 9.
apríl 1999, og 3d) Birgittu Líf
Bjarnadóttur, f. 9. nóvember
2002.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 26. apríl 2019,
klukkan 13.
16. febrúar 1955,
Þóra, f. 18. janúar
1939, d. 20 júlí 1984,
Sigurbjörn Gunnar,
f. 30. apríl 1940, d.
27. maí 2016, Sig-
urður, f. 22. desem-
ber 1941, Ása Ást-
hildur, f. 9. janúar
1944, d. 30. júní
2010, Lára Jensína,
f. 9. apríl 1945, d. 2.
júlí 2015, og Sig-
urdís, f. 24. júní 1948.
Árið 1955, þann 10. desember,
giftist Guðlaug Sigríður Garðari
Guðjónssyni, foreldrar hans voru
Valgerður Guðný Óladóttir hús-
freyja, f. 12. maí 1911, d. 24.
ágúst 1994, og Guðjón Guð-
mundsson, sjómaður og kokkur,
f. 2. janúar 1909, d. 15. desember
1940. Seinni eiginmaður Val-
Elsku amma Lauga.
Það er erfitt að hugsa til þess
að fá aldrei aftur skyr hjá þér á
sunnudögum þó svo að það sé
langt síðan seinast, bláberin,
rjóminn og allur sykurinn sem að
maður setti á skyrið og eins og þú
sagðir alltaf þá er ekki hægt að
setja of mikinn sykur út á skyr.
Ég er heppin að hafa fengið að
kynnast þér og þú tókst okkur
systrunum eins og öllum öðrum
barnabörnum þínum. Það var
alltaf hægt að leita til þín, hvort
sem það var til að fá að borða,
læra að sauma út, skoða fingur-
bjargir, kirkjurnar eða jafnvel
spila við ykkur afa. Tímarnir í
Tröllakórnum voru yndislegir og
að hafa þig og afa í þarnæstu íbúð
er eitthvað sem ég verð ævinlega
þakklát fyrir. Það var svo gott að
fá knús frá þér og þegar þú
straukst á manni kinnarnar með
mjúku höndunum vissi ég að ég
væri á réttum stað – í ömmu
fangi. Þér fannst alltaf svo mik-
ilvægt að vera með fínar og fal-
legar neglur, mér fannst það allt-
af svo fallegt og mun ég alltaf
hugsa til þín þegar að ég nagla-
lakka mig. Sandkökurnar þínar
og allt bakkelsið fer seint úr
minnum mér, og við sem elskum
endana á sandkökunni munum
alltaf berjast um þá, eða baka
bara meira eins og þú gerðir svo
allir fái örugglega enda.
Elsku amma Lauga, takk fyrir
allar minningarnar okkar, ég
elska þig endalaust.
Kristín Birta.
Þegar leiðir skilur fer hugur-
inn í ferðalag um það sem liðið er,
minningarnar eru margar um
mömmu. Hún var alltaf í góðu
skapi, henni er rétt lýst á þann
hátt að hennar skap breyttist
aldrei, var sanngjörn, ákveðin og
vinnusöm. Barnabörnin höfðu
mjög svo gaman af því að koma í
heimsókn til hennar í mat og þá
sérstaklega skyrið sem að hún og
pabbi voru alltaf með í matinn á
laugardögum. Krökkunum
fannst alltaf svo gott að fá skyr
með miklum sykri hjá þeim. Hún
sagði alltaf að það væri aldrei of
mikið af sykri né rjóma í skyrinu.
Ég man hvað mér fannst gaman
að hjóla til hennar í vinnuna niður
í Símann þegar ég var lítill til að
sjá öll tækin sem tæknimenn
Símans voru að gera við, líklegast
hefur áhugi minn á viðgerðum á
skrifstofutækjum byrjað þarna
og á ég því henni mikið að þakka
hvað það varðar. Barnabörnin
lærðu öll að sauma hjá ömmu
sinni og var hún mjög iðin við að
kenna þeim útsaum, að sauma
eftir mynd eða að telja út var
ekki vandamálið hjá henni að
kenna.
Minning mín frá uppvaxtarár-
um mínum er að hún, eins og
pabbi, vann mikið og því fannst
mér hún endurgjalda það sem
henni fannst hún ekki geta á mín-
um uppvaxtarárum, í tímanum
sem hún eyddi með barnabörn-
unum. Krökkunum okkar Önnu,
þeim Oliver Snæ, Nökkva Snæ,
Kristínu Birtu og Birgittu Líf.
Búandi á sama stigapalli í Trölla-
kór þar sem börnin fjögur þurftu
ekki að hafa áhyggjur af því hvað
væri í matinn þar sem hægt var
að fara í íbúð 304 til ömmu Laugu
og afa Gæja og einnig í íbúð 305
til ömmu Önnu og afa Rabba sem
bjuggu einnig í sama húsi og ef
maturinn hjá okkur var ekki góð-
ur. Að koma heim úr skóla og
geta fengið snarl fyrir fótbolta-
eða skíðaæfingu var iðulega í boði
hjá þeim.
Lauga var vinur vina sinna og
kenndi okkur að vera sanngjörn í
lífinu því með því fengjum við
sanngirni til baka frá öðrum. Hún
var alltaf til í að hjálpa þeim sem
það þurftu í einu og öllu en þá
helst með handavinnunni sinni. Í
Hófgerðinu þar sem mamma og
pabbi bjuggu lengstum var yfir-
leitt kvöldkaffi og komu nágrann-
arnir og gæddu sér á heimabök-
uðu góðgæti þar sem sandkakan
var hennar aðal. Sandkakan var
skorin á þrjá vegu þar sem Gaui
bróðir vildi alltaf taka miðju-
sneiðarnar þar sem þær voru
stærstar og við pabbi vildum
hvort sinn endann og kom
mamma oftar en ekki að kökunni
í tveimur bitum og endalausri.
Þegar veikindi mömmu og pabba
fóru að hafa áhrif á líf þeirra voru
þau og við fólkið þeirra svo lán-
söm að þau fengu að fara saman á
hjúkrunarheimilið Skógarbæ þar
sem þau dvöldu síðasta æviskeið
sitt, héldust þau saman hönd í
hönd þangað til pabbi fór fyrir
einu ári. Nú geta þau aftur hald-
ist hönd í hönd. Við viljum þakka
starfsfólki Skógarbæ fyrir góða
umönnun.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð,
góða ferð, já, það er allt, og síðan bros,
því ég geymi alltaf vina það allt er
gafstu mér.
Góða ferð, vertu sæl já góða ferð.
(Jónas Friðrik Guðnason)
Þín,
Jón og Anna.
Guðlaug Sigríður
Haraldsdóttir