Morgunblaðið - 26.04.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
60 ára Guðrún er fædd
og uppalin á Presthól-
um í Núpasveit, N-Þing.,
en er bóndi í Saurbæ í
Holtum, Rang. Í Saurbæ
er blandaður búskapur
og rekið félagsbú.
Maki: Ólafur Pálsson, f.
1953, bóndi í Saurbæ.
Börn: Lára, f. 1986, Margrét, f. 1989, Ingi-
björg, f. 1992, og Hjördís, f. 1994.
Barnabörn: Guðmundur Ólafur, f. 2013,
Elma Rún, f. 2014, Birkir Berg, f. 2015, og
Erla Fríða, f. 2017.
Foreldrar: Hálfdán Þorgrímsson, f. 1927,
og Hjördís Vilborg Vilhjálmsdóttir, f. 1938,
fyrrverandi bændur á Presthólum, nú bú-
sett í Keflavík.
Guðrún Hálfdánardóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Án þess að þú þurfir að leggja
nokkuð aukalega á þig nærðu að fá alla
á þitt band. Vertu sveigjanleg/ur í
samningum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert ekki viss um hvernig þú
eigir að taka á málunum í vinnunni í
dag. Lífið verður áhugaverðara ef þú
tekur við stjórnartaumunum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert í góðum gír og ættir að
notfæra þér það til að koma góðum
málum á framfæri. Er eitthvað að því að
langa í ástvin?
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það skiptir ekki máli hvert verk-
ið er ef þú ákveður að vinna það. Láttu
ekki pirring bitna á þínum nánustu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú leggur hart að þér bæði í leik
og starfi. Hafðu hugfast að allt á sér
sinn stað og sína stund.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sjáðu til þess að tryggingamál
og gamlar skuldir séu réttum megin við
strikið. Tilfinningar þínar eru heitar og
rista sérstaklega djúpt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú færð innblástur í samtali við
ótilgreinda manneskju. Reyndu að fá
frið frá betri helmingnum til að hugleiða
mál sem þið deilið um.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Viljirðu hafa áhrif skaltu
byrja á sjálfum/sjálfri þér og sýna gott
fordæmi. Allt er í heiminum hverfult.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vertu hreinskilin/n! Ertu
enn að bíða eftir einhverjum/einhverri
sem getur ekki skuldbundið sig? Vakn-
aðu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér finnst þú þurfa meiri
tíma til að íhuga málin. Þú vilt fást við
eitthvað sem gefur lífinu gildi. Farðu
varlega í umferðinni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vertu þolinmóð/ur og nær-
gætin/n við maka og nána vini í dag.
Ekki gleyma þér samt sem áður, þér
hættir til að fara yfir strikið í almenni-
legheitum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Sparsemi er dyggð en níska
ekki. Ástarsamband verður rafmagnað
og spennandi. Það er skuldbinding til
margra ára að fá sér gæludýr.
vildi hann leiða málfundafélagið.“ Árni
hefur sterkar taugar til skólans. Hann
var með fjármálalega fram-
kvæmdastjórn fyrir skólann um tíma
og formaður skólanefndar VÍ til
margra ára. Síðar varð hann formaður
Sjálfseignarstofnunar Verzlunarráðs
Íslands um viðskiptamenntun (SVÍV)
en VÍ féll þar undir. „Merkasta málið
frá þeirri stjórnartíð var þegar við
stofnuðum Viðskiptaháskólann í
Reykjavík. Síðar breyttum við nafni
hans í Háskólinn í Reykjavík. Dóttir
mín var í fyrsta árganginum sem út-
skrifaðist frá skólanum. Háskólanám
mitt stundaði ég hins vegar í Banda-
ríkjunum og lauk meistaragráðu í
rekstrarhagfræði frá University of
Minnesota á árinu 1974.“
Verzlunarskólinn var rekinn sem
sjálfseignarstofnun á ábyrgð Verzl-
unarráðsins en þar var Árni fram-
kvæmdastjóri til ársins 1987. „Meg-
inþunginn í störfum ráðsins á þessum
árum snerist um að koma á svipuðu
frjálsræði í atvinnulífinu og tíðkaðist á
Vesturlöndum. Viðskiptaþingið 1983
Frá orðum til athafna markaði þar
nokkur þáttaskil. Ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar tók við völdum
á því ári og það voru ráðherrar í rík-
isstjórn hans, Albert, Matthías og
Þorsteinn, sem leiddu þær breytingar
í átt til frjálsræðis og einkarekstrar
sem þá hófust og urðu jafnt og þétt að
veruleika. Þeirri atburðarás lýsti ég í
blaðagrein, sem skrifuð var í tilefni af
Sandvík fengum við, tveir drengir, að
fara ríðandi í Skeiðaréttir. Ég man
enn að Lýður ráðlagði okkur að við
skyldum fara til Jóns í Skeiðháholti ef
við lentum í vandræðum. Til þess kom
þó ekki en þetta rifjaðist upp síðar
þegar ég kynntist Jóhönnu, konu
minni, en hún fæddist í Skeiðháholti
og Jón var afi hennar. Við höfum átt
marga yndisstundina í Skeiðháholti.
Við Jóhanna kynntumst í Verzl-
unarskólanum en við lukum bæði
stúdentsprófi þaðan. Ég tók mikinn
þátt í félagslífi skólans. Reyndar var
ég fyrsti forseti nemendafélagsins en
Ófeigur, heitinn, vinur minn, bað mig
að gefa kost á mér til þess. Sjálfur
Á
rni Árnason fæddist á
Fjölnisvegi 11 í Reykja-
vík hinn 26.4. 1949 og
ólst þar upp til tólf ára
aldurs. „Aðalsteinn afi
minn byggði húsið og ég á bókhaldið
yfir byggingu þess ritað með fallegri
rithönd hans. Hann dó áður en ég
fæddist en Lára amma lifði mann sinn
og bjó á efri hæðinni, foreldrar mínir á
miðhæðinni og móðursystir mín með
fjölskyldu sinni í kjallaranum. Þarna
bjó stórfjölskyldan. Svo þurfti ein-
ungis að hlaupa yfir tvo garða til þess
að heimsækja afa og ömmu í föðurætt
á Bergstaðastræti 80.“ Barnaskólinn
var einnig í göngufjarlægð, en Árni
gekk fyrst í Ísaksskóla, svo Æf-
ingadeild Kennaraskólans og síðan
tvo vetur í Réttarholtsskóla.
„Ég var sendur í sveit á sumrin í
Litlu-Sandvík í Flóa til Lýðs og Aldís-
ar. Þarna kynntist ég fyrst laxveiði en
Lýður sá um netalagnir í Ölfusá fyrir
Sandvíkurbæina. Hann tók mig oft
með sér að vitja um netin. Stangveiðin
kom til síðar þegar Aðalsteinn frændi
minn stakk upp á því að við töluðum
við Pál frænda okkar, sýslumann á
Selfossi, og fengjum að veiða fyrir
landi Tannastaða sem hann hafði á
leigu. Þar fékk ég tvo þá stærstu laxa
sem ég hef veitt á ævinni á stöngina
sem amma gaf mér í fermingargjöf.
Stangveiði hefur síðan þá verið sér-
stakt áhugamál.
Síðasta sumarið mitt í Litlu-
100 ára afmæli Verzlunarráðsins, sem
var hinn 17.9. 2017.“
Frá Verzlunarráðinu fór Árni til
starfa sem framkvæmdastjóri hjá
BYKO og endaði sem stjórnar-
formaður í eitt ár. Hann tók þá við
rekstri Árvíkur á árinu 1991 en það fé-
lag stofnaði hann sem sameignarfélag
með föður sínum við skiptin á G. Þor-
steinson & Johnson árið 1983.
„Í gegnum árin hef ég verið í stjórn-
um margra fyrirtækja, stofnana og fé-
lagasamtaka. Þá mætti nefna fjöl-
margar greinar um viðskipti,
efnahagsmál og stangveiði sem ég hef
skrifað þannig að maður hefur svo
sem fengist við ýmislegt á þessum 70
árum.“
Fjölskylda
Eiginkona Árna er Jóhanna Gunn-
laugsdóttir, f. 22.10. 1949, prófessor í
upplýsinga og skjalastjórn og rafræn-
um samskiptum við Háskóla Íslands.
Foreldrar hennar voru hjónin Gunn-
laugur Jónsson, f. 20.3. 1928, d. 27.5.
2013, kerfisfræðingur hjá Seðlabanka
Íslands, og Bergþóra Jensen, f. 3.2.
1927, d. 22.11. 2013. Hún starfaði á
leikskóla.
Börn Árna og Jóhönnu eru: 1)
Gunnlaugur, f. 1.3. 1974, stjórn-
arformaður og eigandi breska fjöl-
miðlafyrirtækisins M2 Communi-
cations, bús. í Garðabæ, en eiginkona
hans er Svava Kristjánsdóttir, f. 13.3.
1974, viðskiptafræðingur. Börn þeirra
Árni Árnason, framkvæmdastjóri Árvíkur – 70 ára
Fjölskyldan Á heimili Árna og Jóhönnu í Garðabæ.
Frjálslyndur fluguveiðimaður
Veiðimaðurinn Árni Árnason.
Frá orðum til athafna Frá Viðskiptaþinginu árið 1983.
50 ára Már er Reyk-
víkingur og er með
MS-próf í verkfræði
frá DTU í Danmörku.
Hann er aðstoðarfor-
stjóri Skeljungs frá
2017 en hefur starfað
hjá fyrirtækinu síðan
2006. Hann var sveitarstjóri í Tálkna-
fjarðarhreppi 2004-2006.
Maki: Halla Gunnarsdóttir, f. 1970, kenn-
ari í Melaskóla.
Börn: Guðbjörg Lára, f. 1994, Erling
Hugi, f. 1997, Logi Heiðar, f. 2003, og
Sölvi Geir, f. 2005.
Foreldrar: Erling S. Tómasson, f. 1933,
d. 2017, skólastjóri Langholtsskóla, og
Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1932, d. 2009,
húsmóðir í Reykjavík.
Már Erlingsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is