Morgunblaðið - 26.04.2019, Side 24

Morgunblaðið - 26.04.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019 HEILSUNUDDPOTTAR FRÁ SUNDANCE SPAS Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 HEILSUNUDDPOTTAR OG HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA Meistarakeppni kvenna Breiðablik – Þór/KA............................... 5:0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 63., 65., Hildur Antonsdóttir 68., Sólveig Jóhann- esdóttir Larsen 77., 86. Lengjubikar karla Úrslitaleikur B-deildar: Selfoss – Dalvík/Reynir ........................... 4:0 Lengjubikar kvenna B-deild: HK/Víkingur – Fylkir .............................. 0:1  Fylkir 15, FH 9, Keflavík 9, KR 6, ÍA 3, HK/Víkingur 0. Spánn Sevilla – Rayo Vallecano.......................... 5:0 Real Sociedad – Villarreal ....................... 0:1 Getafe – Real Madrid............................... 0:0 Staða efstu liða: Barcelona 34 24 8 2 85:32 80 Atlético Madrid 34 21 8 5 51:23 71 Real Madrid 34 20 5 9 59:38 65 Sevilla 34 16 7 11 59:42 55 Getafe 34 14 13 7 43:29 55 Valencia 34 12 16 6 40:31 52 Athletic Bilbao 34 12 13 9 37:40 49 Holland Den Haag – Excelsior ............................. 3:1  Mikael Anderson kom inná hjá Excelsior á 73. mínútu en Elías Már Ómarsson var allan tímann á bekknum. Pólland Slask Wroclaw – Górnik Zabrze............ 1:2  Adam Örn Arnarson fór af velli á 59. mínútu í liði Górnik Zabrze. Grikkland Bikarinn, undanúrslit, seinni leikur: Asteras Tripolis – PAOK........................ 0:0  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK.  PAOK í úrslit, 2:0 samanlagt. Svíþjóð Helsingborg – Sundsvall......................... 1:1  Andri Rúnar Bjarnason lék ekki með Helsingborg vegna meiðsla. Djurgården – Norrköping...................... 1:1  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn með Norrköping en Alfons Sampsted var ekki í hópnum. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Origo-völlur: Valur – Víkingur R............. 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur karla: Hertz-hellirinn: ÍR – KR (1:0).................. 20 HANDKNATTLEIKUR Umspil karla, undanúrslit, oddaleikur: Laugardalshöll: Þróttur – HK (1:1)......... 19 Í KVÖLD! FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Íslandsmótið í knattspyrnu hefst formlega í kvöld þegar ríkjandi Ís- landsmeistarar Vals taka á móti Vík- ingi R. í fyrsta leik tímabilsins klukk- an 20 að Hlíðarenda. Eftir langt og strangt undirbúningstímabil, sem sumir kalla það lengsta í heimi, leynir fiðringurinn sér ekki þegar loks er komið að því að byrja ballið. „Það er gaman að byrja í flóð- ljósum á föstudagskvöldi. Vonandi verður mikil og góð mæting á völlinn, stemning og góður fótbolti spilaður,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyr- irliði Vals, við Morgunblaðið í að- draganda fyrsta leiks. Valsmenn eru taldir langlíklegastir til þess að verja titilinn í svo til öllum spám fyrir tíma- bilið, en það truflar ekki undirbún- inginn að Hlíðarenda. „Hugarfarið er gott hjá öllum og menn eru staðráðnir í því að gera vel. Eins og undanfarin 10-20 ár hefur Ís- landsmeisturum síðasta árs yfirleitt verið spáð titlinum aftur og það er engin undantekning á því í ár. Það er góður andi í hópnum, það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur og við er- um klárir,“ segir Haukur, sem hefur lyft Íslandsmeistarabikarnum síðast- liðin tvö ár en er alls ekki saddur eftir árangurinn. Gríðarleg samkeppni í liðinu „Ef maður verður einhvern tímann saddur á því að vinna bikara, þá ætti alveg eins að hætta þessu. Maður er í þessu til þess að ná árangri, og til þess þarf að leggja mikið á sig. En það er mikið af mjög góðum liðum í deildinni svo þetta verður erfitt mót,“ segir Haukur. Þrátt fyrir að vera spáð titlinum hefur Valsliðið tekið töluverðum breytingum frá síðasta ári. Liðið hef- ur misst frá sér sjö leikmenn, meðal annars markakónginn Patrick Ped- ersen, en fengið átta leikmenn í stað- inn, þar af fimm úr atvinnumennsku erlendis. Helst ber að sjálfsögðu að nefna landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson, auk framherjans Gary Martin sem hefur löngu sannað sig hér á landi. „Við erum búnir að missa góða leikmenn en einnig búnir fá góða leikmenn, sem eru margir kannski svolítið öðruvísi en þeir sem við misstum. Það er mikil samkeppni í liðinu og þannig á það að vera,“ segir Haukur. Miðað við hvað margir spá yfirburðum liðsins í sumar hikstuðu Valsmenn svolítið á vormánuðum. Þeir komust ekki í úrslit Lengjubik- arsins og töpuðu svo leiknum um meistara meistaranna eftir víta- spyrnukeppni við Stjörnuna. „Það er mikið um breytingar og við vorum kannski svolítið lengi í gang á undirbúningstímabilinu, en erum klárir þegar við fáum Víking í heim- sókn [í kvöld],“ segir Haukur og á ekki von á því að liðið þurfi tíma til þess að spila sig betur saman. Ætla sem lengst í Evrópu Aðspurður hvernig hann telji Ís- landsmótið spilast í sumar er ljóst að á Hlíðarenda er ekki búist við að fá neitt gefið þrátt fyrir allar spár. „Það eru mörg mjög góð lið í deild- inni og ég held að þetta eigi eftir að vera mjög jafnt. Það geta í raun allir unnið alla. Ef maður er ekki á tánum er hægt að tapa fyrir öllum liðum í deildinni svo það þarf að vera klár í hverjum einasta leik,“ segir Haukur. Auk þess að stefna leynt og ljóst á alla titla sem eru í boði hér heima fyr- ir er ekki úr vegi að spyrja hvort Valsmenn hafi opinberað markmið um að verða fyrsta íslenska fé- lagsliðið sem kemst í riðlakeppni Evrópukeppni, miðað við hversu miklu hefur verið tjaldað til hjá félag- inu. „Ég hef sagt að það styttist alltaf í það að íslenskt lið fari í riðlakeppn- ina. Það væri frábært ef við myndum ná því, en ég held að hvert einasta lið sem fer í Evrópukeppni stefni að því. Við ætlum okkur að gera allt sem við getum til þess, en þá þarf líka að vera heppinn með andstæðinga og í leikj- um. Það kemur fiðringur þegar er dregið, en það kemur ekki að því fyrr en um mitt sumar svo hausinn er ekki alveg farinn þangað,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals.  Sjá nánar um Íslandsmótið í knattspyrnu í sérblaðinu Fótboltinn 2019 sem fylgir Morgunblaðinu í dag. „Maður er í þessu til þess að ná árangri“  Haukur Páll Sigurðsson segir að spár um sigurgöngu Valsmanna trufli ekki undirbúning þeirra fyrir Íslandsmótið  Fyrsti leikurinn gegn Víkingi í kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Reyndur Haukur Páll Sigurðsson í harðri baráttu gegn KR-ingum í vetur. Haukur hefur leikið lengst samfleytt með Valsliðinu af öllum leikmönnum þess í dag en hann er að hefja sitt tíunda Íslandsmót í rauða búningnum. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Upphafsleikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2019 á milli Reykjavík- urfélaganna Vals og Víkings ætti samkvæmt bókinni ekki að vera sá mest spennandi á nýju keppn- istímabili. Íslandsmeisturum Vals er af nánast öllum spáð þriðja titl- inum í röð á meðan flestir eiga von á því að Víkingar verði í basli í neðri hlutanum og þurfi að hafa talsvert fyrir því að halda sæti sínu í deildinni. Þá er óhætt að segja að Víkingar hafi ekki sótt gull í greipar Vals- manna á Hlíðarenda undanfarin þrjú ár. Valsmenn hafa skorað 15 mörk í þeim þremur viðureignum en þeir unnu 7:0 sigur árið 2016, þá nauman 4:3 sigur árið 2017 og loks 4:1 á síðasta sumri. Ef horft er einu ári lengra aftur í tímann unnu Víkingar góðan 1:0 sigur á Hlíðarenda árið 2015 og þá skoraði Ívar Örn Jónsson, núver- andi leikmaður Vals, sigurmarkið. Auk Ívars eru fyrrverandi Víking- arnir Sigurður Egill Lárusson og Gary Martin í liði Vals en Sigurður Egill hefur verið uppeldisfélaginu erfiður. Hann skoraði tvö mörk í 7:0 sigrinum og eitt markanna árið eftir. Fyrrverandi Valsmaðurinn Nikolaj Hansen skoraði hins vegar mark Víkings í 4:1 tapinu á Hlíð- arenda í fyrra. Anton Ari Einarsson mun verja mark Vals eins og undanfarin ár þar sem Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann. Það verður því að segjast eins og er að allt annað en öruggur Vals- sigur í kvöld kæmi talsvert á óvart.  Spáin: Valur sigrar 3:0. Á Víkingur mögu- leika á Hlíðarenda?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.