Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019 Gleoilegt sumar Marmot® Kringlan 7 I Laugavegur 11 I S: 510 9505 I fjallakofinn.is IJ@ Ég bjó fyrstu árin á Eyrinni á Akureyri, sem er nokkuð hlutlaust hverfi er varðar stuðning við bæj- arliðin Þór eða KA. Þó var nokkur Þórs-slagsíða í mínum árgangi þarna upp úr aldamótum, þótt maður hafi ef til vill ekki fundið ríginn jafn sterkt og þau sem bjuggu á Brekkunni og í Þorpinu. Á dögunum rifjaðist upp fyrir mér ein gáta sem mig rámar í úr æsku, og undirstrikar þessa Þórs- slagsíðu í mínum bekk. Ég man orðalagið ekki nákvæmlega, en hún var eitthvað á þessa leið: „Hvað er gult og blátt og grætur úti í horni? KA-maður að missa af enn einum titlinum!“ Þetta skot á KA-mennina átti þó ekki mikinn rétt á sér, en félag- ið var til að mynda með ógn- arsterkt handknattleikslið sem varð Íslandsmeistari bæði 1997 og 2002. Enda var hægt að svara þessu skoti að bragði með því að tengja Þórsarana við það sem rímar við spurninguna; hvað er þetta hvíta? En ástæða þess að þessi gáta, ef svo má kalla, um sein- heppna KA-manninn kom mér í huga á dögunum er einmitt út af hinu gagnstæða. Ástæðan er hin magnaða titlasöfnun KA í blaki, en karla- og kvennalið félagsins eru bæði þrefaldir meistarar í þessari skemmtilegu íþrótt. Það kemur mér heldur ekk- ert á óvart, því ég finn alla leið suður hvað stemningin innan fé- lagsins alls er áþreifanleg. Ég hef tekið greinilega eftir því hvað markvisst er búið að lyfta inn- viðum félagsins upp á hærra stig með allri þeirri vinnu sem gerð er á bak við tjöldin, til dæmis á sam- félagsmiðlum og í allri umfjöllun á vegum félagsins. Því ber að hrósa sem vel er gert og þarna hefur sannarlega verið unnið gott starf. BAKVÖRÐUR Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is KÖRFUBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Ríkjandi fimmfaldir Íslandsmeist- arar KR í körfuknattleik freista þess í kvöld að jafna úrslitaeinvígið um Ís- landsmeistaratitilinn eftir tap í fram- lengdum fyrsta leik rimmunnar við ÍR fyrr í vikunni. ÍR vann fyrsta leik- inn 89:83 og þurfa KR-ingar að sækja til sigurs í Seljaskóla í kvöld þar sem flautað verður til leiks klukkan 20. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi eitthvað undarlegt legið í loftinu fyrir fyrsta leikinn í einvíginu. Það leiði til þess að breyta þurfi á einhvern hátt nálguninni í undirbún- ingi liðsins fyrir annan leikinn í kvöld. „Það var eitthvað skrítið andrúms- loft, bæði hjá mér og leikmönnum. Það var eitthvað í loftinu sem maður getur ekki útskýrt,“ segir Ingi Þór um fyrsta leikinn og segir jafnframt að listinn af því sem fór úrskeiðis hjá KR-liðinu í fyrsta leik sé langur. Klárt mál að við erum tilbúnir Meðal þess sem Ingi nefnir er að einhver skrekkur hafi verið í mönn- um að byrja úrslitaeinvígið, en áður hafði liðið slegið út Þór Þorlákshöfn og Keflavík. Menn séu hins vegar búnir að hrista af sér fyrsta leik og horfi fram á veginn. „Við gerum breytingar, en gerum ekki allt upp á nýtt. Við þurfum að svara því sem misfórst hjá okkur og það er klárt mál að við erum tilbúnir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og ætlum að laga það sem mis- fórst. Við erum mjög spenntir að jafna seríuna,“ segir Ingi Þór. Eins og flestir á Ingi Þór von á hörkuleik í kvöld þar sem ekkert verður gefið eftir, en þrjá sigurleiki þarf til þess að verða Íslandsmeist- ari. „Þetta verður gríðarlega harður leikur. Bæði lið eru nú búin að þreifa á hvort öðru og munu selja sig mjög dýrt. En staðan er 1:0 fyrir ÍR og við erum bara ótrúlega spenntir að mæta í Seljaskólann,“ segir Ingi Þór. ÍR hefur þegar slegið út deildar- og bikarmeistara Stjörnunnar og hafði áður sent silfurlið Njarðvíkur í sumarfrí. Ingi tekur undir að það sé mikil stemning sem fylgi ÍR-liðinu, hvort sem er innan eða utan vallar. Skýtur fast á stuðningsmennina „Það hefur fylgt þeim í úr- slitakeppninni. Það er góð ára yfir þessu hjá þeim, en ég vil meina að það sé líka hjá okkur. Við verðum að svara því og mæta með það á gólfið og gera betur en þeir. Það á líka við um áhorfendur,“ segir Ingi og notar tækifærið og sendir stuðnings- mönnum KR og Miðjunni, stuðnings- mannasveit félagsins, skýr skilaboð fyrir leikinn í kvöld. „KR-ingar þurfa að koma og Miðj- an þarf að mæta og svara því að vera öflugri en Ghetto Hooligans,“ segir Ingi Þór og vísar í hina háværu stuðningsmannasveit ÍR sem hefur verið lífleg á pöllunum í allan vetur. KR-ingar verða að svara á vellinum og í stúkunni  Ríkjandi Íslandsmeistarar freista þess að jafna úrslitaeinvígið gegn ÍR í kvöld Morgunblaðið/Eggert Úrslitaeinvígið Kristófer Acox og Sigurkarl Jóhannesson verða í eldlínunni í öðrum leik einvígis KR og ÍR í kvöld. Þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hefur áhuga á að fá Ómar Inga Magnússon landsliðsmann til liðs við sig. Samkvæmt staðarblaðinu Volksstimme vill Magde- burg fá Ómar Inga í stað Albin Lagergren, sem er á leið- inni til Rhein-Neckar Löwen. Volksstimme vísar til þess að Ómar leiki sömu stöðu og Ólafur Stefánsson sem var lykilmaður hjá Magdeburg á árunum 1998 til 2003. Ómar Ingi hefur leikið afar vel með Aalborg í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og hefur hann gefið flestar stoðsendingar allra. Hann er auk þess níundi marka- hæsti leikmaður deildarinnar. Ómar er sem stendur í fullu fjöri með Aalborg í úr- slitakeppninni í Danmörku þar sem lið hans er í góðri stöðu. Hann skoraði sex mörk fyrir liðið í 34:28-sigri á ríkjandi meisturum í Skjern í fyrradag. Magdeburg er í hópi bestu liða Þýskalands og er sem stendur í þriðja sæti 1. deildarinnar, á eftir Flensburg og Kiel, en með jafnmörg stig og Lö- wen sem er í fjórða sæti. johanningi@mbl.is Fetar Ómar í fótspor Ólafs? Ómar Ingi Stefánsson Ísland vann stórsigur á Mexíkó, 8:1, í þriðja leik sínum í B-riðli 2. deild- ar karla á heimsmeistaramótinu í íshokkí í Mexíkóborg í fyrrinótt. Andri Már Mikaelsson skoraði þrjú mörk, Axel Orongan tvö, Miloslav Racansky, Bjarki Reyr Jóhann- esson og Róbert Pálsson eitt hver. Markvörður Íslands, Dennis Hed- ström, var valinn maður leiksins en hann varði 22 skot. Eftir þrjár um- ferðir af fimm er Ísrael með 9 stig, Ísland 6 og Nýja-Sjáland 6 í þremur efstu sætunum á mótinu. vs@mbl.is Stórsigur á gestgjöfunum Ljósmynd/Bjarni Bestur Dennis Hedström mark- vörður með viðurkenninguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.