Morgunblaðið - 26.04.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Arvada flísjakki
• 100% prjónað pólýester
• Einstaklega þægilegir og flottir
flísjakkar með hettu og vösum
• Til í gulum og bláum lit
• Stærðir: XS - 3XL
Vnr: 1899 312
Verð: 8.900 kr.
HANDBOLTI
Olís-deild kvenna
Annar úrslitaleikur:
Fram – Valur................................ (frl.) 26:29
Staðan er 2:0 fyrir Val og þriðji leikur á
Hlíðarenda á sunnudaginn.
Meistaradeild karla
8-liða úrslit, fyrri leikur:
Vardar Skopje – Pick Szeged............ 31:23
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 2
mörk fyrir Pick Szeged.
Þýskaland
Stuttgart – Füchse Berlín .................. 33:34
Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark
fyrir Füchse.
Bietigheim – Wetzlar .......................... 26:26
Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim.
Þýskaland
Bayreuth – Alba Berlín....................... 80:79
Martin Hermannsson lék ekki með Alba
Berlín vegna meiðsla.
Svíþjóð
Undanúrslit, sjötti leikur:
Norrköping – Borås ........................... 82:90
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 4 stig
fyrir Borås og tók 3 fráköst en hann lék í 22
mínútur.
Borås vann einvígið 4:2.
Spánn
Úrslitakeppni B-deildar á Tenerife:
Celta Zorka – Barcelona............ (frl.) 84:79
Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 2
stig fyrir Celta og tók 2 fráköst en hún lék í
19 mínútur.
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, 8-liða úrslit:
Houston – Utah .................................. 100:93
Houston vann einvígið 4:1.
Golden State – LA Clippers ............ 121:129
Staðan er 3:2 fyrir Golden State.
KÖRFUBOLTI
Í KÓRNUM
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Nú þegar aðeins sex dagar eru í að
flautað sé til leiks á Íslandsmóti
kvenna í knattspyrnu er óhætt að
segja að ríkjandi Íslands- og bik-
armeistarar Breiðabliks gætu vart far-
ið með betra veganesti inn í mótið. Í
gær vann liðið sinn annan titil á ör-
skömmum tíma þegar það vann stór-
sigur á Þór/KA, 5:0, í leiknum um
meistara meistaranna, sléttri viku eftir
að hafa unnið Lengjubikarinn. Fyrr í
vetur vann liðið svo Faxaflóamótið og
hefur því nú á tæpu ári unnið fimm
titla.
Meistaraleikurinn við Þór/KA í gær,
sem norðankonur spiluðu eftir að hafa
hafnað í öðru sæti í deildinni í fyrra,
var nokkuð fjörugur en öll fimm mörk
Blika voru skoruð á síðasta hálftíma
leiksins. Markalaust var í hálfleik eftir
að Þór/KA hafði fengið hættulegri
færi, en ef einhvern tímann er hægt að
tala um að flóðgáttir hafi opnast þá á
það við um þennan leik.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik og
lagði upp það þriðja fyrir Hildi
Antonsdóttur á fimm mínútna kafla
um miðbik síðari hálfleiks sem al-
gjörlega gerði út um leikinn. Tvö lag-
leg mörk frá Sólveigu Larsen innsigl-
uðu svo endanlega 5:0-sigur Blika, sem
höfðu þó ekki haft þá yfirburði í leikn-
um sem lokatölurnar gefa til kynna.
Það er dýrt að klúðra færum og það
fengu norðankonur svo sannarlega að
finna í gær.
Blikar munu bara styrkjast
Blikaliðið er nánast óbreytt frá síð-
asta ári og traustið er áfram sett á þá
ungu leikmenn sem hafa þegar sannað
sig og eru nú árinu eldri. Liðsheildin
og trúin á verkefnið er svo greinileg og
kemur Blikum mjög langt, þó önnur
lið hafi ef til vill styrkt sig betur. Þú
getur hins vegar ekki keypt liðsheild.
Áslaug Munda var ekki í stóru hlut-
verki í fyrra en er leikmaður sem vert
er að fylgjast með í sumar. Hún og
Sólveig eru sennilega með fljótustu
leikmönnum deildarinnar og vissara
fyrir andstæðingana að missa ekki
augun af þeim. Hildur og Fjolla Shala
voru með yfirburði gegn reynsluminni
miðju Þórs/KA í leiknum í gær og það
má ekki gleyma því að liðið á enn þær
Andreu Rán Hauksdóttur og Selmu
Sól Magnúsdóttur inni úr háskólabolt-
anum. Þá kemur Berglind Björg Þor-
valdsdóttir inn eftir lánsdvöl í Hollandi
og Blikar eiga því aðeins eftir að
styrkjast frekar, en eru þó ógn-
arsterkir fyrir.
Hryggsúluna vantaði
Það er hins vegar erfitt að dæma lið
Þórs/KA út frá þessum leik. Það má
segja að hryggsúluna hafi vantað í liðið
þar sem Bianca Sierra var ekki í vörn-
inni og þær Lára Kristín Pedersen og
Andrea Mist Pálsdóttir ekki á miðj-
unni. Þær eiga allar að vera til taks
fyrir fyrsta leik í næstu viku, auk þess
sem hollenskur framherji verður þá
einnig með.
Sterkir leikmenn fóru í atvinnu-
mennsku eftir síðasta tímabil og nú
verður yngri leikmönnum ýtt út í
djúpu laugina í sumar, nokkuð sem
hefur ekki þurft að gera mikið síðustu
ár. Það er engin afsökun að tapa 5:0,
en þegar öll breiddin verður til taks
mun liðið eflaust geta tekið mótlæti
betur en í gær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meistarar Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, lyftir meistarabikarnum á loft eftir leikinn í gær á meðan liðsfélagar hennar fagna í bakgrunni.
Liðsheild fæst ekki keypt
Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks hafa nú unnið fimm titla á tæpu ári
Höskuldur Gunnlaugsson er kom-
inn aftur í raðir knattspyrnuliðs
Breiðabliks en hann verður þar í
láni fram á haust frá Halmstad í
Svíþjóð. Höskuldur er 24 ára gam-
all sóknarmaður sem sló í gegn með
Blikum árið 2015, þegar hann gerði
6 mörk í úrvalsdeildinni, og lék með
liðinu fram á mitt sumar 2017 þeg-
ar hann var seldur til Halmstad.
Þar spilaði hann hálft tímabil í úr-
valsdeildinni og allt síðasta tímabil
í B-deildinni en hafði ekki fengið
tækifæri með sænska liðinu í fyrstu
umferðunum á þessu ári. vs@mbl.is
Höskuldur
lánaður heim
Ljósmynd/Breiðablik
Breiðablik Höskuldur Gunn-
laugsson er kominn heim.
Stefán Rafn Sigurmannsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, er í erf-
iðri stöðu ásamt liði sínu Pick Sze-
ged frá Ungverjalandi eftir fyrri
leikinn gegn Vardar frá Norður-
Makedóníu rimmu þeirra í átta liða
úrslitum Meistaradeildarinnar.
Stefán skoraði tvö mörk þegar
Szeged tapaði fyrri leiknum í gær
31:23, en sigurlið rimmunnar kemst
í úrslitahelgina í Köln þar sem fjög-
ur lið leika til sigurs í keppninni.
Erfið leið Stefáns
í úrslitin í Köln