Morgunblaðið - 26.04.2019, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Besta sprunguleitarefnið
Martin Hermannsson, landsliðs-
maður í körfubolta, hefur misst af síð-
ustu fjórum leikjum þýska körfubolta-
liðsins Alba Berlín, sökum meiðsla. Í
samtali við mbl.is í gær sagði hann að
blætt hefði inn á vöðva aftan í vinstra
læri og að forráðamenn félagsins vilji
ekki taka neina áhættu heldur hafa
hann 100% kláran í slaginn fyrir úr-
slitakeppnina um meistaratitilinn.
Sex leikmenn Manchester City, fjór-
ir leikmenn Liverpool og Paul Pogba,
miðjumaður Manchester United, skipa
úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar
2018-19 sem samtök atvinnuknatt-
spyrnumanna á Englandi opinberuðu í
gær. Frá City eru í liðinu þeir Ederson,
Aymeric Laporte, Bernardo Silva,
Fernandinho, Raheem Sterling og
Sergio Agüero en frá Liverpool þeir
Virgil van Dijk, Trent Alexander-
Arnold, Andy Robertson og Sadio
Mané. Á sunnudag verður opinberað
hvern samtökin útnefna besta leik-
mann tímabilsins.
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra
Jónsdóttir hóf í gær keppni á Lalla
Meryem-mótinu í golfi í Marokkó en
það er liður í Evr-
ópumótaröð
kvenna. Valdís
lék fyrsta hring-
inn á 76 höggum,
þremur yfir pari
vallarins. Hún fékk
tvo fugla, þrjá skolla
og einn skramba á
hringnum. Hún er í
62. til 79. sæti af
126 keppendum
og því í hörðum
slag um að kom-
ast áfram eftir nið-
urskurð í dag.
Eitt
ogannað
Í SAFAMÝRI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valskonur eru komnar í afar góða
stöðu í úrslitum Íslandsmóts kvenna í
handbolta eftir 29:26-sigur á Fram á
útivelli í framlengdum spennuleik í
gær. Eftir æsispennandi lokamínútur
var staðan eftir leiktíma jöfn, 22:22.
Valskonur voru mun sterkari í fram-
lengingunni og eru nú með 2:0-forskot
í einvíginu. Valur verður því Íslands-
meistari í fyrsta skipti síðan 2014 með
sigri á heimavelli sunnudaginn kemur.
Valur var sterkari aðilinn framan af
og var með forystu nánast allan fyrri
hálfleikinn. Framarar voru hins vegar
ekki af baki dottnir og tókst þeim að
jafna og síðan komast tveimur mörk-
um yfir þegar skammt var eftir, 21:19.
Valskonur neituðu hins vegar að gef-
ast upp og tókst þeim að knýja fram
framlengingu. Í henni var meðbyrinn
með Val, gegn Framkonum sem voru
svekktar með að úrslitin réðust ekki í
venjulegum leiktíma.
Valur vann sannfærandi sjö marka
sigur í fyrsta leik, en Framarar ætl-
uðu ekki fá annan skell. Erla Rós Sig-
marsdóttir varði mjög vel í markinu
og var sóknarleikur Framara ágætur
stærstan hluta leiks. Karen Knúts-
dóttir var allt í öllu í sóknarleiknum og
gaf hún fallegar stoðsendingar og
skoraði góð mörk til skiptis. Ragn-
heiður Júlíusdóttir var sterkari en í
síðasta leik, en hún á enn mikið inni.
Hún tók nokkur slök skot, þegar mik-
ið var undir. Steinunn Björnsdóttir
var sterk á línunni, en Fram þarf
meira frá Þóreyju Rósu Stef-
ánsdóttur. Hún fékk fá færi og hrað-
inn hennar nýttist ekki eins vel og oft
áður.
Hjá Val fór Lovísa Thompson á
kostum, en úrslitakeppnin er mikill
vinur hennar. Lovísa spilar aldrei eins
vel og í úrslitakeppninni. Hún er ef-
laust himinlifandi að fá að taka þátt í
úrslitaleikjum á ný, eftir tvö ár í fall-
baráttu með Gróttu. Sandra Erlings-
dóttir nýtti vítin sín vel og þar á meðal
eitt eftir að leiktíminn rann út, sem
jafnaði leikinn. Díana Dögg Magn-
úsdóttir var afar sterk í fyrri hálfleik
og Íris Björk Símonardóttir varði vel,
eins og alltaf.
Framarar geta verið svekktir með
að staðan í einvíginu sé ekki 1:1, miðað
við hversu mikið betri frammistaðan
var, samanborið við fyrsta leikinn.
Haldi Framliðið áfram að vaxa, er alls
ekki ólíklegt að liðið minnki muninn
með útisigri á sunnudaginn kemur.
Fram er með bakið upp við vegg á
meðan Valskonur verða að halda ein-
beitingu, ætli þær sér þriðja titilinn á
leiktíðinni. Þetta einvígi er alls ekki
búið.
Valskonur einu skrefi frá
þrennunni eftir útisigur
Valur vann Fram í framlengingu Valur meistari með heimasigri á sunnudag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Markahæst Lovísa Thompson skoraði 11 mörk í gær og er hér með boltann gegn Hildi Þorgeirsdóttur í leiknum.
Framhús, annar úrslitaleikur
kvenna, fimmtudag 25. apríl 2019.
Gangur leiksins: 1:2, 5:7, 7:9, 8:11,
11:11, 12:13, 13:14, 14:16, 17:16,
18:18, 21:19, 21:21, 22:21, 22:22,
24:24, 24:26, 24:28, 25:29, 26:29.
Mörk Fram: Ragnheiður Júl-
íusdóttir 7/1, Karen Knútsdóttir
7/1, Steinunn Björnsdóttir 5, Þór-
ey Rósa Stefánsdóttir 3, Unnur
Ómarsdóttir 3, Hildur Þorgeirs-
dóttir 1.
Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir
20/1, Sara Sif Helgadóttir 3.
Fram – Valur 26:29
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Vals: Lovísa Thompson 11,
Sandra Erlingsdóttir 8/6, Díana
Dögg Magnúsdóttir 6, Íris Ásta
Pétursdóttir 2, Ragnhildur Edda
Þórðardóttir 1, Morgan Marie Þor-
kelsdóttir 1.
Varin skot: Íris Björk Sím-
onardóttir 19/1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Ramunas Mikalonis og
Þorleifur Árni Björnsson.
Áhorfendur: 453.
Staðan er 2:0 fyrir Val.
Sverrir Ingi Ingason er kominn í úrslit grísku bik-
arkeppninnar í knattspyrnu með liði sínu PAOK frá
Thessaloniki eftir markalaust jafntefli við Asteras Tri-
polis á útivelli í gær. Fyrri viðureign liðanna endaði með
sigri PAOK, 2:0, og Sverrir og félagar mæta AEK frá
Aþenu í úrslitaleik keppninnar 10. maí.
Sverrir lék allan leikinn í gær en frá því PAOK keypti
hann af Rostov í Rússlandi snemma á þessu ári hefur
hann aðeins spilað með liðinu í bikarkeppninni. Þar var
hann í byrjunarliði í öllum fjórum leikjum liðsins í átta
liða úrslitum og undanúrslitum keppninnar.
Sverrir hefur hins vegar mátt sætta sig við að sitja á
varamannabekknum í öllum tíu deildarleikjum PAOK síðan hann kom til
Grikklands. Þjálfarinn hefur ekki haft sérstaka ástæðu til að breyta vörn-
inni en liðið hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í 29 leikjum í deildinni í vet-
ur og tryggði sér gríska meistaratitilinn um síðustu helgi. Sverrir getur
því fagnað tvöföldum sigri í grísku knattspyrnunni í ár. vs@mbl.is
Sverrir kominn í bikarúrslitin
Sverrir Ingi
Ingason
Knattspyrnukonan Málfríður Erna
Sigurðardóttir hefur ákveðið að
taka sér frí og verður því ekki með
Val um óákveðinn tíma, en Íslands-
mótið hefst í næstu viku. Fyrstu
fréttir í gær hermdu að Málfríður
væri hætt, en í samtali við mbl.is í
gærkvöld sagði hún svo ekki vera.
Ástæðuna fyrir því að hún tekur
sér frí segir hún einfaldlega vera
þá að gleðin hafi minnkað, þótt hún
viti ekki ástæður þess. Hún segist
verða áfram samningsbundin Val,
en erfitt sé að segja hvað framtíðin
muni bera í skauti sér. yrkill@mbl.is
Málfríður ekki
hætt en í fríi
Morgunblaðið/Hari
Frí Málfríður Erna Sigurðardóttir
verður ekki með Val í bili.